Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 8

Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 8
H A U K U R. Breddubeitir. Hjá þjer er jeg ekki hræddur uni peningana mína. Þú hefir aldrei stolið, og þú erl ekkert illgjarn. Þú ert bezti drengur, og þú berð engan hefndarhug í brjósti,« mælti Skólameistarinn auðmjúkur. »Þú ert betri en jeg!« »Já, því get jeg vel trúað! Hr. Rúdólf heíir sagt, að jeg eigi enn þá töluvert af óspilltu hugar- fari og sómatilfinningu«, svaraði Breddubeitir. »En hvaða maður er þessi Rúdólf? Hann er ekki inaður, djöfullinn þessi!« mælti Skólameistar- inn reiður og örvílnaður. »Hann er höðull — hrak!« Breddubeitir yppti öxlum og spurði: »Eigum við að fara?« »Já, við förum þá þangað, sem þú heldur t>*> eða er ekki svo?« »Jú«. Og svo leiddust þeir, Skólameislarinn og Breddu- beitir, burt úr Ekkju-trjágöngunum. (Framh.) ýSfintýri Sherlock Ijolmes Leyniiögreglusögur eftir A. Conan Doyle Shirleya-siðbókin. Frh. Og hann rjetti mjer einmitt þetta sama blað, sem jeg hefi hjerna, Watson. Hjer getið þjer því sjeð þetta hjákátlega spurningakver, sem allir Shir- leyar verða að læra, þegar þeir hafa náð lögaldri. Nú skal jeg lesa upp fyrir yður spurningar þær og svör, sem hjer standa: »Hver átti hana?« »Sá, sern er farinn.« »Hver á að fá hana?« »Sá, sem kemur.« »Hvar var sólin?« »Yfir eikinni.« »Hvar er skugginn?« »Undir álminum.« »Hvernig finnst hún?« »Norður 10 og 10; austur 5 og 5; suður 2 og 2; vestur 1 og 1, og svo undir.« »Hvað ættum við að gefa fyrir hana?« »Allt, sem við eigum«. »Hvers vegna ættum við að gera það?« »Vegna þess að okkur er trúað fyrir henni«, Svo er það ekki meira. Þegar Shirley sýndi mjer þetta blað, mælti hann: »Á frumritinu er engin dagsetning og ekkert árlal, en stafsetningin bendir til þess, að það sje frá seytjándu öldinni. Annars er jeg mjög hræddur um, að þetta hjálpi okkur skolli lítið til þess að komast fyrir það, hvernig stendur á hvarfi Brun- tons og stúlkunnar«. »Það færir okkur þó að minnsta kosti annað úrlausnarefni«, svaraði jeg, »og það meira að segja úrlausnarefni, sem er töluvert áhugaverðara en hitt. Og ekki er það óhugsandi, að ráðning annarar gátunnar hafi ráðningu hinnar í för með sjer. Þjer verðið að afsaka, Shirley, þó jeg segi það blátt áfrain, að það lítur helzt út fyrir að kjallaravörð- urinn hafi verið töluvert sjeður náungi, og að hann hafi veiið skarpskygnari heldur en flestir ættingjar húsbónda hans«. »Jeg skil yður ekki ahnennilega«, mælti Shir- ley. »Jeg hefi ætíð haft þá skoðun, að þetta bla® væri með öllu gagnslaust og einskisvert«. »Mjer virðist það einmitt vera mjög niikils' vert, og jeg held að það sje áreiðanlegt, að Bruntoo hafi verið sömu skoðunar og jeg. Hann hefir a^ líkindum ekki sjeð það í fyrsta skifti nóttina þa> sem þjer komuð að honum í bókaherberginu«. »Það er vel líklegt. Við gerðum aldrei neiff til þess að halda þvi leyndu«. »Jeg ímynda mjer, að hann hafi í það skifh einungis ætlað að glöggva sig á einhverju, sem hann hefir ekki þótzt muna nógu vel. Eftir þvl sem mjer skildist á yður, hafði hann fyrir frama0 sig nokkurs konar landabrjef eða lóðaruppdrátt, sem hann var að bera saman við handritið, °í stakk í vasa sinn, þegar hann sá yður«. »Já, það er alveg rjett. En hvað gat honum gengið til þess, að vera að hnýsast í þessi göml° blöð, sem einungis koma okkur við, og hvað þýö” þetta samhengislausa og óskiljanlega bull?« »Jeg held að það geti ekki verið mjög torvelt, að komast fyrir það«, svaraði jeg. »Og ef þjel hafið ekkert á móti því, þá skulum við fara m°ð næstu eimlest út til Lussex, halda heim til yða>> og reyna að grafast fyrir þetta allt á staðnum, Þar sem það hefir gerzt«. Sama daginn, siðari hluta dags, komum til Hurlstone. Ef til vill baíið þjer sjeð mvnd a þessari gömlu og fornfrægu höll, eða lesið uin ba>ia> og ætla jeg því að láta nægja að segja vður þa“’ að hún er nú i lögun eins og { , og er styttri álmaI1 upphaflega byggingin, en lengri álman nýrri viðbót- Yfir lágu bogadyrunum á miðri gömlu álmunni er böggvið í steininn ártalið 1607, en öllum fornleif»' fræðingum ber saman um, að höllin hljóti að ver» miklu eldri, en muni hafa fengið einhverja me>rl háttar 'iðgerð 1607. Vegna þess hve veggirnir e|11 afar-þykkir og gluggarnir litlir á þessari gömlu bvgé' ingu, álilu eigendur hallarinnar á átjándu öldinO1 nauðsynlegt, að bæla nýju álmunni við, og nú e gamla álman eingöngu notuð til geymslu, þega. hún annars er nokkuð notuð. Ljómandi faIle-i° trjágarður er allt í kringum höllina, og tjörnin. sel11 vinur minn liafði getið um, er rjett við tijág01’0 þau, sem liggja heim að höllinni. Frh. — 63 04

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.