Haukur - 01.03.1914, Blaðsíða 2

Haukur - 01.03.1914, Blaðsíða 2
H AU KUR. sára sinna, þótt hann væri töluvert fölleitur enn þá. Hinn maðurinn var Breddubeitir. Þessi gamli vanagestur krárkerlingarinnar í »Hvítu kanínunni« var nú svo gjörbreyttur að út- liti öllu, að hann var hjer um bil óþekkjanlegur. Hann var hreinn um hendur og andlit og nýrak- aður, og hann var í nýjum, dökkbrúnum frakka, nýjum buxum, og var með nýja skó á fótunum og hvítt, útsaumað hálslín. Hver sá, sem hefði sjeð hann þarna í fyrsta skifti, hefði sjálfsagt á- litið hann einhvern æruverðasta borgara heimsins. Múrf batt hestinn við járnhring í múrnum, og bað Breddubeiti að koma með sjer. Þeir fóru inn í stórt, laglegt herbergi, er var inn af búðinni. Hús- búnaðurinn allur var úr hnotviði. Tveir gluggar voru á herberginu, og sneru þeir út að garðinum. Múrf virtist vera gagnkunnugur þarna, því að hann tók út úr skáp einum brennivinsflösku og staup, og sagði við Breddubeiti: »Það hefir verið hálfkalt í morgun, góðurinn minn; viljið þjer ekki fá yður staup?« »Nei, þakka yður fyrir — ef yður er sama um það, þá vildi jeg helzt láta það vera«. »Hvað þá? Þjer viljið það ekki? »Jeg er svo glaður og ánægður, að jeg hefi ekkert fundið til kulda. Þegar þjer sóttuð mig í gær ofan að St. Nikulásarhöfninni, þar sem jeg hamaðist við timburuppskipunina, til þess að halda á mjer hita, hafði jeg ekki sjeð yður frá þvi nóttina góðu, þegar gráhærði Svertinginn blind- aði Skólameistarann — já, þvílíkt! mjer þótti al- veg nóg um að sjá það, — og andlitið á hr. Rú- dólf ekki síður! Hann, sem ætíð hefir verið svo góðmannlegur, var blátt áfram hræðilegur þá stundina«. »Nú, Og hvað svo?« »Þjer sögðuð mjer, eins og þjer munið, að hr. Rúdólf hefði orðið að ferðast eitthvað burt undir eins, eftir að atburðirnir gerðust í Ekkju-trjágöng- unum, og að hann hefði gleymt að minnast nokk- uð á mig. Nú, já, hr. Múrf — ef hr. Rúdólf hefir alveg gleymt mjer, þá þykir mjer það leitt«. »Jeg átti við það, maður minn góður, að hann hefði gleymt að launa yður hjálp þá, sem þjer veittuð honum. En hann mun áreiðanlega muna eftir yður samt sem áður«. »Það þykir mjer vænt um að heyra. Hr. Rúdólf hefir sagt við mig — því skal jeg aldrei gleyma — að jeg ætti enn þá töluvert af óspilltu hugarfari og sómatilfinningu — í raun og veru er það meira en nóg . . .« »Já það er því miður satt, góðurinn minn. að Rúdólf fór burt án þess að gera neinar ráð- stafanir viðvikjandi yður. Jeg fyrir mitt leyti á ekkert til, nema það sem jeg fæ hjá húsbónda mínum, svo að þótt jeg væri allur af vilja gerður, þá gæti jeg ekki endurgoldið yður allt það, sem þjer hafið gert fyrir mig«. »Nei, nú eruð þjer að gera að gamni yðar, hr. Múrf!« »En því í fjandanum komuð þjer aldrei yfir í Ekkjutrjágöngin eftir að atburðirnir gerðust þar? Hefðuð þjer gert það, þá hefði hr. Rúdólf ekki — 75 — farið svo, að hann hefði ekki áður munað eftn yður«. »Hr. Rúdólf gerði engin boð eftir mjer, og Þa gat mjer svei mjer ekki dottið i hug, að han° hefði neitt við mig að gera«. »En þjer hefðuð átt að geta sagt yður þa^ sjálur, að hann mundi að minnsta kosti þykjast þurfa að láta yður í ljósi þakklátsemi sina«. »En þjer sögðuð áðan, að hr. Rúdúlf hefð* ekki gleymt mjer?« »Gott og vel, við skulum þá ekki tala meira um það. — Jeg hafði mikið fyrir því að finna yður. Þjer komið vist aldrei nú orðið til krái' kerlingarinnar i »Hvítu kanínunni«?« »Nei«. »Hvers vegna gerið þjer það ekki?« »Vegna þess að jeg hefi tekið það í mig«. »Það líkar mjer vel! — En þjer sögðuð áð' an, að þjer hefðuð orðið mjög feginn að hitt® mig . . . .« »Já, einmitt, hr. Múrf! Þegar þjer funduð mig í gær við timburuppskipunina, þá sögðuð þjer: »Jeg er ekki ríkur, góðurinn minn, en jeg gel samt sem áður útvegað yður stöðu, þar sem yður getur liðið dálítið betur, heldur en hjer við hafn' arvinnuna, og þjer fáið fjóra franka á dag í kaup«' — Fjóra franka á dag! Jeg hjelt mjer hlyti að hafa misheyrst. Það eru fullkomin undirforingj3' laun! Jeg svaraði yður, eins og þjer munið, að jeg tæki til þakka. Og þá sögðuð þjer, að je& mætti ekki líta út eins og betlararæfill, og sv° fenguð þjer mjer peninga fyrir fatnaði, og a^ stundarfjórðungi liðnum var jeg orðinn uppstrok' inn og prúðbúinn eins og sjálfseignarbóndi. nú erum við hingað komnir«. »Já, eruð þjer nokkuð óánægður með það?(< »Jeg skal segja yður það, hr. Múrf, að þegal dekrað er svona við mann, þá verður maðu* kveifarlegur, og ef jeg ætti að fara í vinnugarni' ana mína aftur, þá mundi mjer falla það mjóé þungt. Og svo — fjórir frankar á dag, fyrir miM' sem aldrei hefi fengið nema tvo franka — og þa^ svona allt í einu — mjer finnst það allt of kostu- legt til þess að það geti staðið til lengdar. vil miklu heldur sofa alla æfi í hálmfletinu míuUr heldur en að sofa fjórar eða fimm nætur í góðu rúmi, og verða svo að fara í hálmíletið aftur. Svona er jeg nú gerður«. »Það skil jeg vel. En það væri þó Iíklega’ betra, að sofa allt af í góðu rúmi?« »Auðvitað er það betra, að hafa eins og mað' ur getur í sig látið af brauði, heldur en að drep' ast úr hungri. — Segið mjer, er þetta ekki sláti' unarhús?« spurði Bredduheitir, þegar hann heyrð* í brytjárni búðarpiltsins. »Jú, það er slátrunarhús. Einn af vinulU minum á það. Við skulum nú litast um hjernar meðan hesturinn hvílir sig«, svaraði Múrf. »Þetta minnir mig á æskuárin, þegar jeg var hjá hrossaslátrurunum í Montfaucon. Það er skrít' ið, en satt er það samt, að ef jeg ætti að kjosa um stöðu, þá kysi jeg langhelzt að vera slátraH- Ríða á góðum liesti út um sveitirnar, og kauPa — 76 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.