Haukur - 01.03.1914, Blaðsíða 6

Haukur - 01.03.1914, Blaðsíða 6
H A.UKUR. hús, sölubúð og peningar í haugum — það er svei mjer ekki annað en fíflalæti! Nei, djöfullinn hafi það, það skal enginn telja mjer trú um!« Og hann hló svo hátt og dátt að glumdi i stofunni. »En takið þjer nú einu sinni eftir . . .« »í hreinskilni sagt, náðugi herra, held jeg, að þjer hafið ætlað að leika laglega á mig. Jeg sagði líka við sjálfan mig: Hr. Rúdólf er reglulega gamansamur náungi«. Rúdólf var nú orðinn hjer um bil ráðalaus með að sannfæra Breddubeiti, og mælti þess vegna alvörugefinn og með hálf-óþýðri og bjóðandi röddu: »Jeg hefi þakklátssemina aldrei í fíflskapar- málum, og ekki heldur hluttekningu þá, sem göf- ugmannleg breytni vekur hjá mjer. Eins og jeg liefi margsagt yður, þá gef jeg yður þetta hús og þessa peninga. Og úr því að þjer eigið svona bágt með að trúa mjer, þá sver jeg yður við drengskap minn, að þetta er allt yðar eign, og að jeg gef yður það af áður nefndum ástæðum!« þegar Breddubeitir heyrði þetta og sá, hve alvörugefinn Rúdólf var á svipinn, gat hann ekki lengur efazt um það, að þetta væri satt. Hann starði litla stund þegjandi á Rúdólf, og mælti síðan blátl áfram, og svo klökkur, að hann ætlaði varla að koma orðunum út úr sjer: »Jeg trúi yður, náðugi herra, og þakka yður innilega. Svona vesalingur, eins og jeg, segir ætíð það, sem lionum hýr í brjósti — krókalaust. Jeg þakka yður innilega og af hrærðu hjarta. Jeg get ekki sagt yður neitt, nema það, að jeg skal aldrei neita óláns-aumingjum um hjálp eða aðstoð, því að hungur og eymd eru slæmar ókindur, sem ginna mennina — eins og veslings Sólskríkjuna — ofan i forardíki spillingarinnar, — og vegna þess, að þeir, sem einu sinni eru fallnir í það, eiga mjög erfitt með að komast upp úr því aftur«. »Þjer getið ekki heldur sýnt þakklátssemi yð- ar á fegurri eða betri hátt. Þarna í skrifborðs- skúffunni finnið þjer skjöl um fasteign þessa. Jeg hefi þar kallað yður hr. Franceur, og afsalað eign- inni í yðar hendur«. »Franceur?« hafði Breddubeitir upp eftir honum. »Vegna þess að þjer hafið aldrei hlotið neitt skírnarnafn, og ættarnafn yðar er ókunnugt, gef jeg yður þetta nafn. Það er fallegt nafn, og jeg er sannfærður um að þjer fáið mætur á því, og gerið því aldrei neitt til vanvirðu«. »Þvi lofa jeg yður náðugi herra«. »Og verið nú hugrakkur og ókvíðinn, vinur minn! Þjer getið hjálpað mjer til að gera dálítið góðverk«. »Jeg, náðugi herra?« »Já. Þjer skuluð ganga á undan öðrum með góðu eftirdæmi. Þessi góða staða, sem torsjónin hefir veitt yður, á að sýna, að jafnvel djúpt fallnir menn geti komizt á fæturna aftur, ef þeir iðrast misgerða sinna og hafa varðveitt eitthvað af hin- um góðu eiginlegleikum sínum. Þegar aðrir fallnir menn sjá það, hvað þjer eruð hamingjusamur — þrátt fyrir það, þótt þjer hafið gert yður sekan um hegningarvert athæfi og þolað þunga refsing11 fyrir — af því að þjer voruð allt af ráðvanduf maður og drengur góður, — munu þeir gera a^t sem þeir geta, til að bæta ráð sitt. Jeg vil e^' að neinn fái vitneskju um fyrri æfi yðar. En Þa er samt sem áður bezt að vera við því búinn, a það vitnist hver þjer eruð. Að lítilli stundu 1$ inni komið þjer með mjer til bæjarstjórans. heyri sagt að hann sje maður vel fallinn til ÞesS að taka þátt í starfsemi ininni. Jeg segi honum nafn mitt og tek yður í ábyrgð. í tvö ár ætla je$ í hverjum mánuði að senda yður þúsund franka> sem þjer, bæjarstjórinn og sóknarpresturinn, ele að útbýta meðal fátæklinga. Ef annarhvor þessara manna skyldi vera nokkura vitund hikandi í ÞV1 að umgangast yður, þá mun slíkt hverfa af sjálfu sjer, þegar þið farið að vinna saman að kristile£rl líknarstarfsemi. Og þegar þið svo eruð byrja®1^ að starfa saman, þá er það undir sjálfum ýdul komið, að ávinna yður traust og virðingu þessara mikilsmetnu sæmdarmanna, og jeg er viss um a þjer munuð kappkosta það«. »Jeg skil yður, náðugi herra. Það er ekk* einungis jeg, Breddubeitir, sem þjer sýnið ÞessU dæmalausu hjálpsemi og góðvild — þjer vllJlu hjálpa öllum þessum vesalingum, sem hafa fram1 glæpi, eins og jeg, og þolað hegningu fyrir, °& hafa — eins og þjer sögðuð um mig — kom12* klaklaust frá því, og varðveitt eitthvað af göfug um hugsunarhætti og sómatilfinningu«. Rúdólf hafði hlustað með athygli á allt Þa sem Breddubeitir hafði sagt, og var hrifinn a inörgu af því. Með því að vekja hjá þessutn mauu1 virðinguna fyrir sjálfum sjer og hjálpa honum 1 að meta sjálfan sig rjettilega, hafði Rúdólf jalu framt tekizt að vekja hjá honum ýmsar skynsam legar, virðingaverðar og jafnvel hlýlegar hugsanlf og tilfinningar. »Við skulum nú litast um í húsinu yðar<<> mælti Rúdólf. »Múrf gamli, vinur minn, hefir þegar leyft sjer þá ánægju, og jeg vil gjarnan njóta hennar líka«. Rúdólf og Breddubeitir fóru nú ofan stigau11' Þegar þeir komu út í garðinn, kom búðarpilf°r inn til þeirra og mælti við Breddubeiti: »Þjer eruð víst nýi húsbóndinn minn, Þr' Franceur. Jeg ætlaði bara að segja yður, að verzl' unin gengur þegar ágætlega. Öll rifjasteikin kindalærin eru þegar seld, svo að við verðuu1 undir eins að slátra tveimur eða þremur kinduur í viðbót«. »Þarna sjáið þjer«, mælti Rúdólf við Breddu beiti; þjer fáið undir eins tækifæri til að sýua kunnáttu yðar og dugnað, og jeg vil gjarnan njóla góðs af því. Sveitaloftið hefir geíið mjer gú^a matarlyst, og jeg vil feginn fá að bragða á rif)a' steikinni yðar«. »Það er fallega gert af yður, hr. Rúdólf sæmd fyrir mig. Jeg skal gera hvað jeg get!« (Framh.) Orð rógberans eru svipuð kolunum: brenni ÞaU ekki, þá sverta þau þó að minnsta kosti. 83 - — 84 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.