Haukur - 01.03.1914, Blaðsíða 7

Haukur - 01.03.1914, Blaðsíða 7
/o\J l/ov ýEíintýri Sherlock ijolmes Leynilögreglusögur eftir A. Conan Doyle Ck\J l/QV Shirleya-siðbókin. Frh. Jeg var nú þegar orðinn sannfærður um það, Watson, að hjer væri ekki um þrjú sjerstæð leynd- armál að ræða, heldur að eins um eitt, og að ef mjer einungis tækist að lesa Shirleya-siðbókina rJeft, og skilja hana, þá mundi jeg jafnframt skilja það, hvernig á hvarfi þeirra kjallaravarðarins og stofuþernunnar stæði. Þess vegna hugsaði jeg nú eingöngu um siðbókina. Hvernig stóð á því, að þjóninum hafði verið svo umhugað um það, að skilja spurningar og svör siðbókarinnar? Auðvitað var orsökin sú, að hann hafði komizt á snoðir um að í spurningun- um og svörunum fælist einhver fróðleikur, sem hvorki húsbóndi hans, nje neinn af forfeðrum hans, hafði tekið eftir nje skilið, en sem þjónninn bjóst við að hafa einhverskonar mikilsverðan hagn- að af að komast fyrir. En hvað var það, og hvernig hafði það orðið orsök afdrifa hans? Undir eins og jeg hafði lesið siðbókina, varð tnjer það ljóst, að tölur þær, sem þar eru tilfærð- ar, hlytu að vera mál á einhverjum stað, og að fyrstu og síðustu spurningarnar ættu við eítthvað, sem þar væri geymt. Jeg þóttist og vita það, að ef okkur tækist að finna þennan stað, þá værum við komnir vel á veg með að grafast fyrir leynd- armálið — þetta leyndarmál, sem forfeður Shir- leys höfðu álitið nauðsynlegt að sveipa svona ein- kennilegum dularhjúpi. Það var tvennt í siðbókinni, sem auðsæilega var ætlað til þess að átta sig eftir: eikin og álm- urinn. Og um eikina gat ekki verið neinum hlöð- um að fletta; það hlaut að vera átt við æfargamla risavaxna eik, er stóð til vinstn handar við veg- inn, þegar ekið var heim að höllinni — einhverja stærstu og fallegustu eik, sem jeg hefi sjeð. »Hún hefir víst staðið þarna á sama stað á þeim árum, sem siðbókin ykkar var samin?« spurði jeg, þegar við ókum fram hjá eikinni. »Já, hún hefir meira að segja sjálfsagt staðið þarna á sama stað, þegar Norðmennirnir lögðu England undir sig, 1066«, svaraði hann. »Hún er nieira en 23 fet að ummálk. Þarna höfðum við þá áreiðanlega fundið ann- an leiðbeinarann. »Eru nokkur gömul álmtrje hjerna í grennd- Inni?« spurði jeg. »Nei, ekki nú. En þegar jeg var unglingur, Þá stóð gamall álmur þarna yfir frá, en fyrir hjer um bil 10 árum varð hann fyrir eldingu, er felldi hann til jarðar. Og svo var rótin grafin upp og sljettað yfir blettinn«. »En þjer vitið þó víst enn með vissu hvar hann stóð?« »Já«. »Og er enginn annar álmviður hjer í grennd- inni?« »Nei, ekki gamlir álmar, en hjer er mikið af gömlum bækitrjám«. »Jeg viidi gjarnan fá að sjá hvar álmurinn stóð«. Við höfðum ekið í veiðivagni frá járnbrautar- stöðinni til hallarinnar, og undir eins og við slig- um ofan úr vagninum, fór Shirley með mig út á flötina, og sýndi mjer blettinn, þar sem álmurinn hafði staðið. Það var hjer um bil miðja vegu milli eikarinnar og hallarinnar. Það var svo að sjá, sem athuganir mínar ætluðu að ganga vel. »Það er víst ómögulegt að komast fyrir 'það, hve hár álmurinn hefir verið«, spurði jeg. »Það get jeg sagt yður nú undir eins, ef þjer viljið. Hann va.r 64 fet«. »Hvernig stendur á því, að þjer vitið það*svo nákvæmlega?« spurði jeg forviða. »Það skal jeg segja yður: Þegar gamli heim- iliskennarinn var að kenna mjer þríhyrningafræði, þá fjekk hann mjer hjer um bil ætíð úrlausnar- efni, sem voru fólgin í því, að finna hæð ýmsra hluta, og á þann hátt varð jeg smám saman að ákveða hæð allra trjáa og húsa hjer í nágrenninu«. Þetta var nú með öllu óvænt heppni. Allt það, sem jeg þurfti að fá vitneskju um, kom miklu fljótara og fyrirhafnarminna, heldur en jeg hafði getað búizt við. »Segið mjer nú«, spurði jeg, »hefir kjallara- vörðurinn aldrei lagt fyrir yður spurningar likar þessum ?« Reginald Shirley leit forviða á mig. »Jú, nú þegar þjer minnist á það«, svaraði hann, »þá man jeg eftir því, að Brunton spurði mig fyrir nokkr- um mánuðum um hæð trjesins. Hann sagðist hafa verið að þrætast á um það við hestasveininn«. Það var ekki ónýtt að fá vitneskju um þetta, Watson, því að það sýndi að jeg var á rjettri leið. Jeg leit til sólar. Hún var þegar farin að lækka á lofti, og jeg sá það að innan klukkustundar mundi hún vera hjer um bil í hæð við efstu grein- ar eikarinnar. Einu skilyrðinu í siðbókinni var þá fullnægt. Þar sem talað var um skugga álms- ins, hlaut að vera átt við yzta enda skuggans. Jeg varð þess vegna að finna það, hvar yzti endi skuggans hefði verið, einmitt á því augnabliki, er sólin var rjett yfir eikinni«. »Það hlýtur að hafa verið býsna torvelt verk, Holmes, þegar álmurinn var ekki lengur til«. »Nú, jæja, — jeg vissi það þó að minnsta kosti, að úr því að Brunton gat gert það, þá mundi jeg líka geta það. Auk þess — þá var það ekki neitt vandasamt verk. Jeg fór með Shirley heim í lestrarstofu hans, og tálgaði mjer þennan titt, — 85 — — 86 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.