Haukur - 01.05.1914, Blaðsíða 3

Haukur - 01.05.1914, Blaðsíða 3
H A U K U R. og duglegur bóndi. Maður sá, sem nú stýrir búskapnum þar í fjarveru eigandans, mun fræða J’ður um allt það, sem þjer þurfið að fá vitneskju Hann er sagður ráðvandur og heiðarlegur 'baður, og trúr húsbónda sínum. Þjer getið haft fisnn hjá yður, meðan þjer þurfið á honum að halda. Þegar þjer eruð seztur að þar syðra, þá hafið þjer ekki einungis tækifæri til að auka auð- ^fi yðar með iðni, atorkusemi og þolgæði, heldur getið þjer einnig gert ættjöiðinni ómetanlegt gagn ^eð hugrekki yðar og kjarki. Ef nýlendubúarnir '’ildu mynda lierlið til varnar landinu, þá gætu fiaendurnir á leigujörðunum kringum yður gert yður að foringja fyrir all-álitlegri lierdeild, og ef Þeir tækju sjer til fyrir- ^yndar hetjuskap yðar °§ hugprýði, þá gætu þeir orðið allri nýlend- anni til gagns og sóma. ^eg hefi, sem sagt, valið yður þessa stöðu, ein- •öitt vegna þess, að hún er töluverðri hættu bund- ln — jeg vildi gefa yð- færi á að nota með- f®dda hugdirfð yðar og ^arlmensku, sjálfum yð- nr og öðrum til gagns. ^ð jeg ekki bauð yður fyrst þessa stöðu, var eingöngu vegna þess, að Jeg hjelt að hin staðan v*ri yður meira að skapi; þessi er svo æfintýraleg, að jeg vildi ekki bjóða yður hana, nema þjer fiefðuð um fleiri að velja. Enn þá er timi til að fireyta þessu. Ef yður Seðjast ekki að stöðunni, Þá segið mjer það blátt úfram og hreinskilnis- lega, og þá skal jeg leita að einhverju öðru handa yður. En ef þjer takið við stöðunni, þá verður að útkljá það mál á morgun. Þjer farið þá til Algier, og setjist að eignum yðar þar. Eftirgjaldið af leigujörðunum er um 3000 frankar á ári. Þjer e>gið þar til góða eftirgjald jarðanna fyrir síðast- fiðin tvö ár, og getið þjer hafið það undir eins og Þjer komið þangað suður, og notað það til rekst- úrs búsins á heimajörðinni. Vinnið að endurbót- á öllu, eins og yður er auðið; verið starf- samur, stjórnsamur og eftirlitssamur, þá munuð tjer auðveldlega komast í góð efni, og auka sí og ^ velgengi yðar og leiguliða yðar. Og jeg er líka v>ss um það, að þjer munuð verða örlátur og góður við þá, sem bágt eiga, og hafið það hugfast aó auðmenn eiga að vera höfðingjar. — Heimili •fiitt verður langt frá heimili yðar, en jeg mun Samt sem áður aldrei missa sjónar á yður, og aidrei gleyma því, að þjer hafið bjargað lífi mínu °g Hfi bezta vinar míns. Eini þakklætisvotturinn, sem jeg óska að fá frá yðar hendi, er það, að þjer Iærið svo fljótt, sem yður er auðið, að lesa og skrifa, svo að þjer getið skrifað mjer einu sinni í hverri viku, og sagt mjer, hvernig yður líður, og getið snúið yður beint til mín, ef þjer þurfið á ráðum eða aðstoð að halda«. Það er óþarft að lýsa því, með hve miklum fögnuði Breddubeitir tók tilboði þessu. Lesendurn- ir eru orðnir nægilega kunnir skaplyndi hans, til þess að geta sagt sjer það sjálfir, að ekkert tilboð gat verið honum kærara en þetta. Daginn eftir lagði Breddubeitir af stað til Algier. Múrf kinkaði kunnuglega kolli til barónsins, 4. k a p í t n 1 i. Eflirgrennslanirnar. Hús það, sem Rúdólf átti við Ekkjutrjágöngin, var ekki hinn reglulegi aðseturstaðurhans. Hann hjelt aðallega til í ein- hverri stærstu og vegleg- ustu gistihöllinni í gömlu undirborginni St. Ger- main, rjett við endann á Plumetgötu. Til þess að losna við allar við- hafnarviðtökur og sæmd- armerki, sem ætíð þykir sjálfsagt að sýna hans líkum, hafði hann tekið sjer annarlegt nafn, er hann kom til Parísar- borgar, og látið sendi- herra sinn við frakkn- esku hirðina tilkynna, að hann mundi veita hinar nauðsynlegu ern- bættisheimsóknir undir dulnefninu »greifinn af Diiren«. Vjer biðjum nú lesendurna að koma með oss inn í gistihöllina í Plumetgötu. Morgunin eftir að Breddubeitir lagði af stað til Algier, sat Múrf gamli við skrifborð í stóru herbergi einu á neðsta gólfi gistihallarinnar, og lakkaði sendibrjef nokkur, er lágu á borðinu. Klukkan hafði nýskeð slegið tíu. Svartklæddur dyravörður, með silfurfesti mikla um hálsinn, lauk upp vængjahurðunum á herberginu og tilkynnti komu »hans hágöfgi von Graun baróns«. Baróninn kom inn og Múrf kinkaði vingjarn- lega og kunnuglega kolli til hans, en stóð ekki upp frá vinnu sinni. »Viljið þjer ekki verma yður ofurlítið við eld- inn, hr. sendiherra?« spurði Múrf brosandi. »Jeg verð undir eins tilbúinn að tala við yður«. »Verði yðar vilji, hr. Walther Múrf, handritari hans konunglegu tignar. Jeg skal bíða, unz þjer bjóðið mjer að tala«, svaraði baróninn glaðlega, og hneigði sig í gamni með einstakri lotningu fyrir gamla óðalsbóndanum. — 101 — — 102 -

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.