Haukur - 01.05.1914, Blaðsíða 4

Haukur - 01.05.1914, Blaðsíða 4
HAUKUR. Baróninn var hjer um bil fimmtugur að aldri, gráhærður nokkuð, en hárið þunnt og dálítið hrokkið. Hakan var nokkuð löng, og var hún að nokkru leyti hulin breiðum netludúksborða, er hann hafði um hálsinn. Andlitið var fyrirmann- legt og gáfnalegt, framkoman öll glæslmannleg, og augun undir gullspangagleraugunum hvöss og slægðarleg. Hann lagði hattinn sinn á stól, og fór yíir að eldstónni. »Hans konunglega tign hefir auðsæilega farið seint að hátta í nólt, Múrf minn góður«, mælti hann eftir litla þögn. »Jeg sje að þið hafið haft mjög miklar brjefaskriftir«. »Hans konunglega tign fór ekki í rúmið fyr en klukkan sex í morgun. Hann skrifaði meðal annars átta blaðsíðu bfjef til yfirdróttstjórans, og las mjer fyrir annað fullt eins langt til formanns- ins í ríkisráðinu«. »Á jeg að bíða eftir hans konunglegu tign, til þess að skýra honum frá því, sem jeg hefi að segja«. »Nei, kæri barón. Hans konunglega tign hefir lagt svo fyrir, að ekki mætti vekja hann, fyr en klukkan tvö eða þrjú í dag. Hann óskar þess, að þjer sendið þessi brjef með hraðboða nú þegar í dag, í stað þess að láta þau bíða eftir ferðinni á mánudaginn. Fregnir þær, sem þjer hafið feng- ið, getið þjer sagt mjer, og skal jeg þá flytja hans konunglegu tign þær, þegar hann vaknar. Hans konunglega tign hefir lagt svo fyrir«. »Það er ágætt. Jeg vona að hans konunglega tign verði ánægður með skýrslu mina. Og jeg vona líka, kæri Múrf, að þessi hraðboðasending sje ekki neinn illsviti. Síðustu brjefin, sem jeg færði hans konunglegu tign . . . .« »Skýrðu frá því, að allt væri í góðu lagi þar eystra, og einmitt vegna þess að hans konunglega tign óskar að láta sem allra fyrst í ljós ánægju sína yfir því, vill hann láta senda hraðboða nú þegar í dag«. »Þarna er hans konunglegu tign rjett lýst. Þyrfti hann að ávíta einhverja, þá myndi hann ekki hraða því svo mjög«. »Er ekkert nýtt að frjetta, kæri barón? Hefir ekkert vitnazt enn þá? — Heimullegu æfintýrin okkar . . . .« »Eru öllum hulin enn þá. Þennan tíma, sem hans konunglega tign hefir dvalið hjer í Parísar- borg, hafa þessir fáu menn, sem hann hefir heim- sótt, orðið að venjast því, að sjá hann að eins mjög sjaldan. Menn halda, að hann vilji helzt vera sem mest einn út af fyrir sig, og að hann bregði sjer oft út um sveitir að gamni sínu. Það var hyggilega gert af hans konunglegu tign, að losa sig í bili við herbergisþjóna sina og annað þjón- ustulið, því að nú veit enginn, að hann hefir not- að dulargerfi, nema Sara Mac Gregox-, greifafrú, og Tom Seyton, bróðir hennar, og þau kæra sig víst hvorugt um að kjafta frá því«. »Það eru Ijótu ólukkans vandræðin«, mælti Múrf brosandi, »að þessi bölvuð greifafrú skuli vera orðin ekkja — einmitt nú!« - 103 - »Var það 1827 eða 1828, sem hún giftist?« »Það var 1828, skömmu eftir að telpan henn' ar andaðist; ef hún hefði lifað, þá væri hún nu orðin eitthvað sextán eða seytján ára. Hans kon- unglega tign syrgir hana enn þá, þó að hann tal* aldrei um það«. »Það er eðlilegt, einkum vegna þess, að hans konunglegu tign varð ekki barna auðið í siðara hjónabandinu«. »Nú fer jeg að skilja það, hvers vegna hans konunglega tign lætur sjer svona einstaklega annt um veslings Sólskríkjuna. Auðvitað eru það brjóst- gæði hans og meðaumkvun með öllum bágstödd' um, sem ráða þar mestu. En samt get jeg l' myndað mjer, að umhugsun hans um dóttur sina auki áhuga hans, því að dóttir hans væri nú ein- mitt á sama reki og Sólskríkjan; og hann harmar hana sárt, þótt hann hafi audstyggð á móður hennar, greifafrúnni«. »Það er í sannleika hrapallegt, að þessi Sara, sem við hjeldum að við værum lausir við að fufin og öllu, skuli vera orðin laus og liðug aftui', ein- mitt nú, hálfu öðru ári eftir að hans konungleg® tign missti konu sína — eftir ástúðlega, en þvl miður allt of stutta sambúð — hún var regluleg fyrirmynd kvenna. Jeg er sannfærður um þad, að greifafrúin álítur það bendingu fi’á forsjóninnb að hún skyldi verða ekkja og hann ekkjumaður svo að segja á sama tíma«. »Það hefir vakið á ný þessar heimskulegu vonir hennar, svo að hún er nú áfjáðari en nokkru sinni áður, jafnvel þótt henni sje vel kunnugt um það, að hans konunglega tign hefir megnustu and- styggð á henni, sem ekki er að orsakalausu. Var það ekki henni að kenna, að--------já, kæri barón«, mælti Múrf, án þess að ljúka við setninguna; »Þessi kona veldur sorg og gremju, hvar sem bun fer og flækist. Bara að guð gefi, að hún steýþ1 okkur ekki í einhverja óhamingju!« »Það þarf ekkert að óttast hana framar, kserl Múrf. Áður hafði þessi brögðótta kona ill og skað' samleg áhrif á hans konunglegu tign. En blin hefir sjálf ónýtt öll þau áhrif með hinni svívirði' legu breytni sinni, og þó einkum með hinum hræðilega atburði, sem hún var völd að . . • -<( »Talið þjer lágt!« mælti Múrf. »Hann nálgas* ,óðum, ólánsdagurinn mikli, þrettándi janúar, og jeg er ætíð dauðhræddur við hann, vegna hans konunglegu tignar«. »Mjer finnst þó, að synd hans ætti að vera honum fyrirgefin fyrir löngu, svo framarlega, sem auðið er að afplána misgerðir með einlægri iðrun og yfirbót«. »Fyrir alla muni, við skulum ekki tala men-3 um þetta, kæri barón .... það yrði til þess að gera mig dapran i bragði allan daginn«. »Eins og jeg sagði, álít jeg markmið það» sem greifafrúin hefir sett sjer, ákaflega heimsku- legt, því að dauði vesalings litlu telpunnar, sem við minntumst á áðan, skar í sundur síðustu taug" ina, sem hefði getað tengt hans konunglegu tign við þessa óræstis konu. Það væri reglulega asna~ legt af henni, ef hún gerði sjer nokkrar vonir«* — 104 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.