Haukur - 01.05.1914, Blaðsíða 6

Haukur - 01.05.1914, Blaðsíða 6
HAUKUR. degi. Svo liðu mörg ár, er Uglan vissi ekkert um barnið, hvort það var lífs eða liðið; en fyrir hjer um bil hálfum öðrum mánuði rakst hún allt i einu á það í Cité-hverfinu. Telpan var þá orðin fulltíða stúlka, og var hún ýmist kölluð Sólskríkj- an eða Maríublóm. Nokkrum dögum áður en þær hittust þarna, hafði áður nefndur Tourne- míne, sem Skólameistarinn hafði kynnzt á galeið- unum, sent Rauðarmi nákvæma skýrslu um barn það, sem hann hafði komið fyrir hjá Uglunni. — Rauðarmur þessi er ákaflega einkennilegur og dul- arfullur náungi — einka-trúnaðarmaður fanganna, bæði þeirra, sem eru á galeiðunum og í hegning- arhúsinu, og sömuleiðis þeirra, sem látnir hafa verið lausir, og á hann sí og æ heimulleg brjefa- viðskifti við þá. í þessu brjefi Tournemínes er sagt, — og ber því saman við framburð Uglunnar, — að einhver maddama Serafín, sem var bústýra hjá skjalaritara einum, Jakob Ferrand að nafni, — hafi árið 1827 falið Tournemíne á hendur, að leita uppi einhverja konu, sem fengist til þess að taka að sjer og ala upp 5—6 ára gamalt barn, sem menn — eins og áður er sagt — vildu losna við, og mátti hann bjóða henni 1000 franka í meðgjöf með því. Ugl- an gekk að þessum kostum, svo sem áður er sagt. Tilgangur Tournemínes með að senda Rauðarmi þessa skýrslu var sá, að gera hann færan um að kúga fje út úr maddömu Serafín, með því að hóta henni að öðrum kosti að Ijósta upp þessum gamla og löngu gleymda atburði, og áskildi Tournemine sjer þriðjung þess Qár, er Rauðarmi tækist á þennan hátt að hafa út úr henni. Tournemíne fullyrðir, að maddama Serafín liafi rekið þetta erindi fyrir einhverja aðra. — Brjef þetta hafði Rauðarmur Iánað Uglunni, er um langan tíma hefir verið lagskona Skólameist- arans og hans önnur hönd í öllum hans glæpa- verkum. Þetta nægir til að skýra orð þau, er Uglan mælti við Sólskríkjuna, þegar hún rakst á hana í drykkjukránni »Hvíta kanínan«: »Við vit- um hverjir foreldrar þínir eru, en þú skalt aldrei fá vitneskju um það!« Nú lá fyrst fyrir að grafast fyrir það, hvort efnið í brjefi Tournemínes væri sannleikanum samkvæmt. Það hefir komið í Ijós, að bæði mad- dama Serafín og Jakob Ferrand eru til. S'kjala- ritarinn á heima í Sentierstræti nr. 41, og er talinn ákaílega siðavandur og guðhrséddur maður; hann fer að minnsta kosti oft í kirkju. í viðskiftum er hann frábærlega aðgætinn og nákvæmur, svo að sumir álíta hann jafnvel sínkan. Maddama Sera- fín er enn þá bústýra hjá honum, Þessi Jakob Ferrand var bláfátækur maður, en keypti skjalaritarasýslunina fyrir 150,000 franka, er maður einn, Karl Róbert að nafni, lánaði hon- um. Karl Róbert er einn af æðstu foringjunum í þjóðverði Parísarborgar, ungur maður, sjerlega lag- legur, og hrókur alls fagnaðar í samkvæmum kunningja sinna. Hann á ákveðinn hluta af tekj- um skjalaritarans, sem gizkað er á að sjeu um 50,000 franka á ári; en auðvitað skiftir hann sjer ekkert af störfum skjalaritarans. Sumir halda, að skjalaritarinn og Karl Róbert hafi átt i ýmisleg11 kauphallar-gróðabralli, og grætt stórfje á því, sV° að Jakob Ferrand gæti nú auðveldlega borgaó Karl Róbert að fullu kaupverð sýslunarinuar, ^ hann vildi. En slíkt getur auðvitað verið tilbun' ingur. Hitt er víst alveg áreiðanlegt, að maddama Serafín, bústýra þessa göfuga og guðhrædda manns< getur gefið mikilvæga vitneskju um ælterni Sól' skríkjunnar«. »Þetta er ágætt, kæri barón, ágætt!« rn®'11 Múrf, er hinn hafði lokið lestrinum. »IJað er svo að sjá, sem sögusögn þessa Tournemínes sje sönn og áreiðanleg. En hvað er að frjetta af syn* Skólameistarans? Hvers hafið þjer orðið fróðaP um hann?« »Vel nákvæmar skýrslur um hann hefi je$ ekki fengið enn þá, enn nokkurn veginn fuIlnægJ' andi«, svaraði baróninn, og hjelt svo áfram lestf' inum: 5. k a |> í t u 11. Skýrsla um Franz Germain. »Fyrir hjer um bil hálfu öðru ári kom ung°r maður, Franz Germain að nafni, frá Nantes tb Parísarborgar. í Nantes hafði hann verið í þjoir ustu bankhafanna Nóel & Co. Það sjest á játningu Skólameistarans, og a ýmsum brjefum, sem fundust hjá honum, að þ°rP' ari sá, sem Skólameistarinn hafði falið uppel^1 sonar sins í þvi skyni að freista hans til gl®Pa'' verka, er þeir löngu áður höfðu komið sjer sama° um, hafði skj'rt piltinum frá áformum þeirra, °$ stungið upp á því við hann, að hann yrði þei'n hjálplegur með þjófnað og víxlafölsun, er þeir setP uðu að reyna að koma í framkvæmd hjá hus' bændum hans, þeim Nóel & Co. Franz Germain afsagði með öllu að taka þatj í þessu athæfi þeirra, og ljet jafnframt í tj°sl megnustu gremju sína yíir því, að þeir skýl^u ætlast til sllks af sjer. En vegna þess að hann vildi ekki ákæra mann þann, sem hafði alið ham1 upp, skrifaði hann húsbændum sínum nafnlauS| brjef, og sk5rrði þeim frá því, hverskonar sanis®rl hefði verið myndað gegn þeim. Og svo hvar hann á laun burt frá Nantes, til þess að forðast menn þá, er ætluðu að gera -hann samsekan sjef í glæpunum. Pegar þessir þorparar komust að því, að Gftr main var farinn burt, lögðu þeir af stað til Ear isarborgar, fengu Rauðarm í lið með sjer, og tóku þegar að leita að syni Skólameistarans, eílaust . versta tilgangi, því að nú var þessum unga manUl orðið kunnugt um áform þeirra. Fyrir bjer urtl bil sex vikum heppnaðist þeim loksins eftir lan£a leit og mikla fyrirhöfn að komast fyrir það> a hann átti þá heima í Musterisgötu nr. 17. f’egar hann eitt kvöldið kom heim að bústað sínum, satu menn þar fyrir honum og rjeðust á hann, og slapP hann með naumindum undan þeim (frá þessu ha Skólameistarinn ekki skýrt hans konunglegu tign/‘ (Frnmli.). 107 — 108

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.