Haukur - 01.07.1914, Blaðsíða 2

Haukur - 01.07.1914, Blaðsíða 2
HAUKUR. hagur markgreifans hafi aldrei verið betri en nú, og auður hans aldrei tryggari«. »Þegar hans konunglega tign hafði á ótal vegu reynt að komast fyrir það, hvers vegna markgreifinn virtist ætið vera svo þunglyndur og raunamæddur, án þess að komast að nokkurri niðurstöðu um það, þá datt honum að lokum í laug, >að það væru ef til vill peningavandræði, sem ömuðu að markgreifanum. Og ef svo hefði verið, þá mundi hann hafa hjálpað honum svo að lítið bar á, og með sinni venjulegu nærgætni. En úr því að honum hefir skjátlazt í þessu, þá verður hann líklega að gefast upp við að leysa þessa þraut, þótt honum falli það eðlilega mjög þungt, því að honum þykir innilega vænt um mark- greifann«. Það er eðlilegt. Hans konunglega tign gleymir því aldrei, hvað faðir hans átti föður markgreif- ans mikið að þakka. þjer vitið það máske ekki, kæri Múrf, að þegar þýzka sambandið var mynd- að, vorið 1815, þá lá við sjálft að faðir hans konunglegu tignar yrði strykaður út af skránni yfir þá, sem ríkjum rjeðu á Þýzkalandi, vegna samúðar þeirrar, er hann hafði haft með Napó- leon? Gamli d’Harville sáiugi, sem var alúðar- vinur Alexanders Rússakeisara, gerði þá föður hans konunglegu tignar ómetanlegan greiða, með því að hafa áhrif á Alexander keisara, því að Alexander bæði gat haft og hafði mjög mikil áhrif á það, sem gerðist á Vínarfundinum«. »Var það ekki sama árið, sem gamli d’Harville var við hirðina í Gerolstein? »Jú, og þeir voru þá leikbræður, d’Harville yngri og hans konunglega tign, og minnast ætíð síðan þessara sælu æskudaga sinna með fögnuði«. »Já, hans konunglegu tign þykir innilega vænt um d’Harville og alla þá ætt. Hann vill allt fyrir liana gera. Þannig var því varið með veslings maddömu Georges. Hún á ekki velgerninga hans eingöngu að þakka óláni sínu og mannkostum, lieldur einnig því, að hún er af d’Harville-ættinni«. »Maddama Georges, kona Duresnels, galeiðu- þrælsins, sem kallaður er Skólameistari?« »Já, móðir Franz Germain, sem við erum að leita að, og vonum að finna . . . .« »Er hún af d’Harville-ættinni?« »Hún er bróðurdóttir gömlu frú d’Harville, móður d’Harville yngra, og var alúðarvinkona hennar«. »En hvernig í ósköpunum gat d’Harville-ættin látið hana ganga að eiga þennan óþokka?« »Faðir maddömu Georges, herra v. Lagny, var fyrir sljórnbyltinguna yfirvistfangastjóri í Languedoc, og stórauðugur maður, en slapp þó við það, að vera gerður útlægur. Þegar friður og ró var kominn á aftur eftir þessa skelfingar- daga, fór hann að hugsa um að gifta dóttur sína. Duresnel bað hennar, og vegna þess að hann var af góðum og mikils virtum ættum — sumir frændur hans voru meiri háttar stjórnmálamenn og nafnkunnir þingmenn — og vegna þess að liann var stórefnaður maður, og hafði lag á því að dylja hinar illu tilhneigingar sínar með upp- gerðar-háttprýði, smjaðri og fagurgala, var bon' orði hans tekið, og hann látinn kvongast ungfr1* v. Lagny, jafnvel þótt foreldrar hennar þekktu hann ekkert sjálfan. En það var að eins skamma stund, sem maður þessi gat dulið sinn rjetta innri mann. Hann var eyðsluseggur mesti og iðjuleýs' ingi, sólginn í fjárhættuspil, og viðbjóðslegasti drykkjuræfill. Konu hans leið þess vegna afar-illa' En hún kvartaði ekki. Hún bar harm sinn í hljóðv og þegar maðurinn var orðinn henni með öfiu óþolandi, og faðir hennar var látinn, flutti huU sig á búgarð einn, sem hún átti, og bjó þar bul sínu — stjórnaði því sjálf, til þess ,að reyna að gleyma raunum sínum. Maðurinn hennar eyddi a skömmum tíma öllum eignum þeirra beggja i fjárhættuspilum, drykkjuskap og alls konar svalh> og að lokum var búgarðurinn seldur til lúkningaf skuldum. Hún fór þá með son sinn til föðursystur sinnar, markgreifafrú d’Harville, sem unni henrU eins og systur sinni. Þegar Duresnel hafði farið með öll auðæfi sin og konu sinnar, varð hann að finna einhver ráð til þess að hafa ofan af fyffr sjer, og þá var glæpabrautin auðveldasti vegurinn- Hann varð víxlafalsari, þjófur og morðingi, og var að lokum dæmdur til æfilangrar galeiðuþrælkunar- Hann stal meira að segja syni sínum frá konunn1 sinni, og fól hann á hendur sams konar bófa og hann var sjálfur. — Þegar farið var með Duresnel í fangelsið, tók kona hans sjer nafnið Georges* Frænka hennar, gamla markgreifafrú d’Harvine' var þá dáin, og hún lifði við mestu örbyrgð og eymd. Hún gat um langan tíma ekki fengið það af sjer, að biðja ættingja sína um hjálp; en að lokum svarf svo að henni, — hún hafði þá ulU tíma legið sjúk, og ekki liaft neitt til neins —, að hún neyddist til að leggja af stað í þeim erinduiflf og var förinni heitið til d’Harville frænda hennai’' Af tilviljun komst hans konunglega tign að þvl' við hvílík eymdarkjör veslings konan átti að búa> því að hann var þá staddur í París, og var ein' mitt þennan sama dag á leið til d’HarviIle, vinar síns. Hann hitti hana á götu og tók hana tali, °& fjekk hana til að snúa heim aftur. Daginn eftfr tók hann mig með sjer heim til hennar, og bág' ari ástæður hefi jeg sjaldan sjeð. Hann hjálpað* henni, eins og yður er kunnugt, — fjekk henní til fullra umráða búgarð einn úti í Bouqueval með allri áhöfn, og þar býr hún nú búi sínu og hefir nú Sólskríkjuna hjá sjer. Þeim líður vel, Þv^ að þar hafa þær ró og frið, og þess þurflu þ*r báðar með. — Til þess að særa ekki maddömu Georges, og vegna þess að hann vill aldrei láta bera nema sem allra minnst á góðverkum sínum, hefir hann ætíð haldið þvi leyndu fyrir d’HarviHe markgreifa, að hann hefir bjargað einum af ætt' ingjum hans úr hinum óttalegustu vandræðum«> »Hans konunglega tign hefir þá fleiri en eina ástæðu lil þess, að láta sjer annt um að finna son þessarar veslings konu«. »Já, og nú sjáið þjer, kæri barón, hve afar' annt liann lætur sjer um alla ættina, og skiljið, hve sárt honum fellur það, að markgreifinn sem virðist hafa alla ástæðu til að vera sæll og — 123 — — 124 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.