Haukur - 01.07.1914, Qupperneq 4

Haukur - 01.07.1914, Qupperneq 4
HAUKUR. flýr hún ekki. Hún er og verður strokufangi, og jeg er þess albúinn, hvenær sem hans konunglegu tign þóknast, bæði að krefjast og annast um, að hún verði framseld okkur?« »Þegar hans konunglega tign sagði Davíð frá því, að von væri á Sesselju hingað, varð hann alveg höggdofa af hræðslu og mælti: »Jeg vona þó að yðar konunglega tign neyði mig ekki til að sjá hana, ókindina þessa!« — »Nei, yður er óhætt að vera alveg rólegur«, svaraði hans konunglega tign; »þjer skuluð komast hjá því að sjá hana; en jeg þarf á hennar aðstoð að halda, til þess að koma sjerstökum áformum mínum í framkvæmd«. — Það var eins og þungu fargi væri velt af Davíð. En jeg er samt hræddur um, að þessi fregn hafi vakið sárar endurminningar í brjósti hans«. »Veslings Svertinginn! Ef til vill elskar hann hana enn þá — það er sagt, að hún sje svo falleg?« mælti baróninn. Hún er töfrandi fríð — allt of aðlaðandi!« svaraði Múrf. »Það er hjer um bil ómögulegt að sjá það á henni, að hún er kynblendingur — neglurnar eru máske ofurlítið móleitari, heldur en gerist, en að öðru leyti hafa Norðurálfu-fríðleiks- konurnar tæplega eins hvítt hörund eða eins fal- lega jarpt hár og hún«. »Jeg var á Frakklandi, þegar hans konung- lega tign kom aftur frá Ameríku, og hafði þau Davið og Sesselju með sjer. Jeg veit, að Davíð — þessi ágætismaður — hefir síðan verið bundinn hans konunglegu tign með hinum einlægustu lioll- nstu- og vináttu-böndum, en jeg hefi aldrei fengið vitneskju um það, hvers vegna hann hefir helgað honum líf sitt, og ekki heldur, hvers vegna hann gekk að eiga Sesselju. Jeg sá hana ekki fyr en lijer um bil ári eftir giftingu þeirra, og hún var jiá þegar orðin alræmd fyrir hneykslishátterni sitt«. »Jeg get veitt yður fullkomna fræðslu um það, sem þjer óskið að vita, kæri barón, því að jeg var með hans konunglegu tign í Ameríkuför hans, og var viðstaddur, þegar hann bjargaði Davíð og Sesselju úr óttalegustu eymd og vandræðum«. »Já, þakka yður fyrir, kæri Múrf minn; mjer þykir vænt um að fá vitneskju um það, og er þess reiðubúinn að hlusta á sögu yðar«, svaraði baróninn. * 7. kapí tn li. Saga Daviðs og Sesselju. Á meirriháttar búgarði einum á Flórídaskag- anum í Ameríku bjó auðugur landnemi, er Vil- hjálmur hjet, og hafði hann fjölda þræla í þjón- ustu sinni. Meðal þrælanna var ungur Svertingi, er hjet Davíð, og hafði húsbóndinn tekið eftir því, að hann var óvenjulega laginn á það, að gæta sjúklinga og annast um þá. Hann bar ekki ein- tingis gott skyn á það, að fara eftir fyrirsögnum læknisins, heldur hafði hann og kynnt sjer grasa- fræði og safnað á eigin hönd ýmsum jurtum, er hann notaði til lækninga með ágætum árangri. Auk þess sýndi hann sjúklingunum innilega með- aumkun og nærgætni, og hjúkraði þeim með dæmalausri alúð og umhyggjusemi. Búgarður Vilhjálms var við sjó, eitthvað fimmtán til tuttugu enskar mílur frá næsta þorpi- Læknar þar um slóðir voru fremur ljelegir áhugalitlir, og bæði vegna vegalengdarinnar og mjög slæmra samgöngutækja, voru þeir ófúsir á að ferðast til búgarðanna úti um landið, og komu oft ekki, er sent var eftir þeim, heldur sendú einhver meðul, sem venjulega komu ekki að neinu liði. Þetta kom sjer oft afar-illa, því að þur ^ landi ganga iðulega skæðar landfarsóttir. t*es9 vegna rjeð Vilhjálmur það af, að senda Davíð Parísarborgar, til þess að læra læknisfræði. f*á gat hann ætíð haft lækninn hjá sjer. — Davíð varð innilega feginn þessu, og lagði skömmu síðaf af stað til Parísarborgar. Þar dvaldi hann í átta ár á kostnað húsbónda síns, lærði læknisfræði tók embætlispróf með bezta vitnisburði. Að Þv’ loknu hjelt hann aftur til Ameríku, til þess að ganga í þjónustu húsbónda síns«. »Davíð hefði átt að láta það vera. Hann áttí að vita það, að hann var frjáls maður, undir ein^ og hann hafði stigið fæti á land á Frakklandi«- »Já, en hann er í ríkum mæli gæddur dygg^ þeirri, sem tálleysi eða trúmennska heitir. Hann hafði lofað Vilhjálmi því, að hann skyldi komu aftur, og því gerði hann það. Auk þess hafði hús" bóndi hans kostað nám hans, og þess vegna áleú hann þekkingu sína eiginlega hans eign. Og sv° vonaði hann líka, að hann mundi geta linað þján" ingar veslings þrælanna, og mýkt kjör þeirra að einhverju leyti. Hann hjet því með sjálfum sjer, að hann.skyldi ekki einungis vera læknir þeirra» heldur og talsmaður þeirra og stuðningsmaður. Vilhjálmur var fremur vitgrannur maður, þnt1 hann væri búhöldur mikill, og hann var bæðí reglulegur harðstjóri á heimili sínu og illgjarn a^ sama skapi. Hann taldi það göfugmennsku mikla» er hann ákvað, að Davíð skyldi hafa sex hundruð franka í laun á ári. Nokkrum mánuðum eftir að Davíð kom ti| Ameríku, gaus upp megnasta taugaveiki á heimi'1 Vilhjálms. Vilhjálmur lagðist sjálfur í sóttinni, a0 Davíð stundaði hann með mestu alúð og nser" gætni, og batnaði honura því íljótlega aftur. t’rjá" tíu Svertingjar urðu hættulega sjúkir, en af þeim dóu að eins tveir. Vilhjálmur var innilega ánægð" ur með Davíð, og hækkaði nú laun hans upp * tólf hundruð franka. Davíð undi hag sínum ágset" lega, og Svertingjarnir tignuðu hann og tilbáðu. Langfallegasta stúlkan á heimilinu var aI°" bátt ein, er Sesselja hjett. Hún var að eins rúm' lega fimmtán ára að aldri. Vilhjálmur var bráð' ástfanginn í stúlku þessari, en hún vildi hvork1 heyra hann nje sjá, og var Vilhjálmur óvanur þvl' að sjer væri sýndur mótþrói, og kunni því iHa- Sesselja hafði verið ein þeirra sjúklinga, ef legið höfðu í taugaveikinni og Davíð læknað1, Hafði hann hjúkrað henni með frábærri alúð, var hún honum því þakklát fyrir lífgjöfina. leið ekki á löngu, áður en þau fóru að fá ást hvort á öðru, og ást þeirra óx, eftir því sem þaU -•127 — — 128 —

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.