Haukur - 01.07.1914, Blaðsíða 5

Haukur - 01.07.1914, Blaðsíða 5
HAUKUR. kynntust betur. En Davíð vildi ekki biðja hús- bóndann um samþykki hans til ráðahags þeirra, fyr en þau gætu gift sig, og beið því rólegur eftir þvi, að stúlkan yrði fullra sextán ára. Húsbóndi þeirra vissi ekkert um ástir þeirra. Gerði hann niargar tilraunir til að vinna hug Sesselju, og gerðist stundum helzti nærgöngull við hana; mátti segja, að hann ljeti hana hvorki í friði nótt nje dag. Einu sinni kom hún þrútin af gráti til Davíðs, °g sagði honum frá ofsóknum húsbónda síns. Hún hafði í þetta skifti átt fullt í fangi með að verjast ofbeldi hans. Davíð reyndi að hugga hana og bughreysta, og fór svo undir eins á fund hús- bónda síns, til þess að biðja hann um feyfi til að kvongast henni . . . . « »Nú versnar það, Múrf minn góður! það er auðvelt að hugsa sjer, hvernig þessi ameríski soldán muni hafa tekið þeirri málaleitun — hann hefir auðvitað kveðið þvert nei við þessu«. »AIveg rjett; hann kvað þvert nei við því. Hann sagðist ætla sjálfum sjer og engum óðrum þessa ungu stúlku. Davíð gæti valið sjer einhverja aðra meðal kynblend- ingsstúkna þeirra, sem hann hefði; það væri um nógar að velja, sem væru fullt eins fallegar og Sesselja, °g hlytu að geta orðið Davíð eins geðfelldar °g hún. Davíð skýrði Vilhjálmi nú frá því, að Sesselja og hann hefðu lengi elskað. hvort annað, þótt Þau hefðu þagað um það. Vilhjálmur yppti öxlum, og vildi eyða þessu fali, en Davíð sat fastur við sinn keyp — ekkert ^fugði. Að lokum varð Davíð svo gramur í geði, að hann Ijet falla einhver ógætnisleg orð í garð húsbónda síns; en þá varð Vilhjálmur alveg hamslaus af bræði, Ijet taka Davið, fjötra hann v*ð staur, húðstrýkja hann með hnútasvipum og fara með hann í dýflissu. En áður en farið var með h>avíð, Ijet hann sækja Sesselju, og dró hana með sjer inn í soldánshöll sína, fyrir augunum á Davíð. Þelta háttalag bóndans var jafn heimskulegt, e*ns og það var grimmúðlegt, því að hann gat ekki án Davíðs verið, eins og sýndi sig bráðlega. Hann varð sem sje að leggjast í rúmið þenn- atl sama dag, yíirkominn af hitasótt, er hann liafði hakað sjer sjálfur, bæði með hóflausum drykkjuskap Náföl, mögur, hálfnakin og öll blá og blóðrisa, lágu pau Davíð og Sesselja, ijóðruð við gólfið með gildum járnhlekkjafestum. (Sjá 131. dálk.) sínum og með sífelldum ærslum og ofstopa, því að hann sleppti sjer alveg, þegar hann reiddist, og hann reiddist oft. Hann sendi undir eins eftir lækni til næsta þorps, en læknirinn gat ekki komið fyr en eftir hálf- an þriðja sólarhring. Sóttin magnaðist óðum, ogVil- hjálmur varð hræddur um líf sitt. Davíð var einí maðurinn, sem gat bjargað honurn. En Vilhjálmur var mjög tortrygginn, eins og öll illmenni eru, og var sannfærður um, að Davíð mundi nota tæki- færið til hefnda, og byrla sjer eitur. Sóttin ágerð- ist og kvalirnar voru óþolandi, og þegar Vilhjálmur taldi dauða sinn alveg vissan, hugsaði hann sem svo, að úr því að hann ætti að deyja, mætti einu gilda, hvert dauða- meinið væri, og ekki væri alveg óhugsandi, að göfugmennska Da- víðs mætti sín meira, heldur en hefndar- hugur hans. Og er hann hafði lengi átt í stríði við sjálfan sig, ljet hann loks leysa Davíð, og koma með hann til sin«. »ög Davíð bjargaði honum?« »Davíð vakti yfir honum nótt og dag og annaðist um hann eins og móðir um barn sitt. Vilhjálmifór smám saman batn- andi, og að nokltrum dögum liðnum hafði Davíð með einstakri alúð og umhyggju- semi tekizt að gera hann albata. Læknir sá, sem sóltur hafði verið, varð alveg for- viða á því, hve lækn- ingin hafði gengið fljótt og vel«. »Og hvað gerði Vil- hjálmur nú?« spurði baróninn. »Til þess að þurfa ekki sí og æ að bera kinnroða fyrir þræli sínum, samdi hann við lækni þann, er hann hafði látið sækja, og rjeð hann lil sin gegn afar háu kaupi, en — varpaði Davíð í dýflissuna aftur«. »Helvízkur!« »Skömmu eftir að atburðir þessir gerðust, komum við til Ameríku. Við ferðuðumst undir dulnefni á dönsku briggskipi, og fórum víða á land til þess að litast um, þar sem við sáurn bændabýli fram með ströndinni. Við fengum ágæt- ar viðtökur hjá Vilhjálmi bónda, og dvöldum hjá honum um nóttina og næsta dag. Þá um kvöldið var Villijálmur ölvaður mjög, eins og hann var víst ollar, og þá sagði hann okkur sögu þeirra Davíðs og Sesselju, og bæði vegna þess, hve — 129 — — 130 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.