Haukur - 01.07.1914, Blaðsíða 6

Haukur - 01.07.1914, Blaðsíða 6
HAUKUR. drukkinn hann var, og af meðfæddum ruddaskap, hló hann dátt að því, hvernig þau engdust sundur og saman af kvölum, þegar hnútasvipurnar væru látnar leika um líkami þeirra bera. — Jeg gleymdi sem sje að segja yður það, að Sesselju hafði líka verið varpað í dýflissu, er hún neitaði með öllu að þýðast ástaratlot húsbóndans. — Við ljetum það í ljósi, að við tryðum því ekki að hann mis- þyrmdi þrælum sínum svona hrapallega, og til þess að sannfæra okkur, brölti hann á fætur, skjögraði frá borðinu fram að dyrunum, og kall- aði á þræl einn og skipaði honum að ná í ljós- ker og koma með okkur ofan í dýflissuna. Aldrei á æfi minni hefi jeg sjeð aðra eins hryggðarsjón. Náföl, mögur, hálfnakin og öll blá og blóðrisa, lágu þau Davíð og Sesselja, tjóðruð við gólfið með gildum járnhlekkjafestum. Þau voru líkust vofum. Þegar við komum inn fyrir dyrnar, kallaði Vilhjálmur til Davíðs með grimmúðugum hæðnishlátri og mælti: »Nú, nú, læknir! Hvernig líður þjer nú? Bjargaðu nú sjálfum þjer — þú, sem ert svo lærður og vitur!« — Davíð svaraði engu, en benti með vísifingrinum til himins og sagði í lágum hljóðum: »Guð minn góður!« — y>Guð?« hafði bóndinn upp eftir honum, og rak aftur upp hæðnishlátur. »Segðu þessum guði þin- um, að hann megi rífa þig úr klónum á mjer, ef hann geti. Geri hann það ekki, þá neita jeg til- veru hans með öllu!« Okkur varð alveg orðfall. Við fórum burt úr dýflissunni, kvöddum bónda í snatri og hjeldum um borð í skip okkar. Klukkan eitt um nóttina, þegar allt var kyrrt orðið, fór hans konunglega tign aftur á land, og hafði með sjer átta vopnaða menn. Hann fór beint til dýfiissunnar, braut hana upp, og tók þau Davíð og Sesselju með sjer út á skip okkar. Því næst bað hann mig um að koma ineð sjer á land. Við hjeldum heim að bústað Vilhjálms, komumst auðveldlega inn og alla leið inn í svefnherbergi hans. Þar logaði á náttlampa. Vilbjálmur vaknaði, þegar við hristum hann til, og settist upp í rúminu; en það var svo mikið r^'k í honum eftir ölvunina um kvöldið, að hann gat auðsæilega ekki áttað sig á neinu. »Þjer hjelduð í gærkvöld, að guð mundi ekki geta hrifið veslings fangana yðar burt úr klónum á yður; en nú hefir hann gert það!« mælti hans konunglega tign. Þvi næst fleygði hann poka á rúmið, er í voru 25 þúsundir franka í gulli, og svo fórum við út, án þess að kveðja hann, flýtt- um okkur um borð í briggskipið, undum upp segl, og sigldum af stað. Davíð og Sesselja lágu fyrstu dagana eins og milli heims og helju. Þeim var hjúkrað með mestu alúð, og á þriðja degi fóru þau að hressast smám saman. En langur tími leið, áður en þau voru að fullu gróin sára sinna. Síðan hefir Davíð verið sem læknir í þjónustu hans konunglegu tignar, og ætíð sýnt honum fölskvalausa hollustu og hug- látsemi«. »Og þegar þið komuð til Norðurálfunnar, gekk Davíð að eiga Sesselju?« »Já, hjónavígslan fór fram í hallarkirkju hans konunglegu tignar, og það var öll ástæða til a" ætla, að hjónaband þeirra yrði farsælt, samvistif þeirra hinar beztu. En þau höfðu ekki verið leng' saman í hinni óvæntu, góðu stöðu, þegar íór að bera á hverflyndi hennar. Hún virtist hafa gleyrru því, hve óendanlega miklar kvalir og hörmungaf Davíð hafði orðið að þola hennar vegna og -"* hún hans vegna. Hún virtist — þegar hún fór au kynnast hvítu fólki — blygðast sín fyrir það, að vera gift Svertingja. Manni einum heldri stjettar, sem reyndar var drykkjuræfill og svallari mesti, tóks* að tæla hana og afvegaleiða. Það var fyrsta hrös- un hennar. En sjaldan er ein bára stök. Það var" eins og illar eðlishvatir hennar hefðu einung'9 legið í dvala og beðið þess, að einhver vekti þær' til þess að þær gætu þróast og magnazt á skömm' um tíma, og náð fullum tökum á henni. Efur þetta rak hvert hneykslisathæfið annað. Síðasta brot hennar er yður kunnugt um. Davíð kornst fj'rst að þessu svivirðilega háttalagi hennar fullurn tveim árum eftir að þau giftust, því að hann hafði elskað hana innilega og borið fullt traust til hennar«. »Það var sagt, að hann hefði ætlað að drepa hana?« »Já, en hans konunglega tign fjekk hann tu þess að fallast á það, að hún yrði sett í æfilang' fangelsi í kastalanum«. »í hreinskilni sagt, þá stórfurðar mig á Þvl' að hans konunglega tign skuli hafa ákveðið að hleypa henni nú út aftur, einkum vegna þess, ao kastalavörðurinn hefir hvað eftir annað vakið at' hygli hans á því, að kona þessi láti aldrei sjá a sjer nein iðrunarmerki«. »Jeg er alveg á sama máli, kæri barón minn góður! — En það er farið að verða framorðið* og hans konunglega tign óskaði þess, að hrað' boðinn yrði sendur af stað sem allra fyrst«. »Hann skal verða kominn af stað innan tveggja klukkustunda!« svaraði hr. v. Graun, °é tók hattinn sinn. »Jæja, við sjáumst aftur í kvöld á dansleik N.-N.-ska sendiherrans!« »Já, við sjáumst aftur í kvöld, kæri barón- En það verður líklega ekki fyr en nokkuð seint í kvöld, því að jeg ímynda mjer, að hans konung* lega tign vilji nú þegar í dag líta á húsið nr. l' í Musterisgötu, og ef til vill semja um leigu & auða herberginu«. (Framh.) úbaistar. —$>«— Dæm þú aldrei, fyr en að vel íhuguðu máli. Það et betra, að bíða með að segja meiningu sína, heldur en a° vera neyddur til að afturkalla hana. Örvæntu aldrei, jafnvel þótt þjer virðist fokið í öll skjo1' Þegar guð lætur það viðgangast, að trje sje fellt, þá sJe hann ætíð svo um, að fuglar hans geti byggt sjer hreiðu í öðru trje. — 131 — — 132 -

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.