Haukur - 01.07.1914, Page 10

Haukur - 01.07.1914, Page 10
H A U Iv U R Ofan til: Austurrískt stórskotalið. — Neðan til: Austurrískt fótgöngulið. Frá Belgiu: Hundar draga vjelabyssur. Belgíu væri traðkað. 6. ág. segja Austurríkismenn Rássum stríð á hendur. 8. ág. byrja Bretar að flytja herlið til Frakk- lands, til liðs við Frakka. 8. ág. vígbúast Japanar, og nokkru síðar segja þeir Þjóðverjum stríð á hendur. Portúgalsmenn lýsa þvt yfir 8. ág., að ef til komi, styðji þeir Breta. ítalir lýsa yfir því, að þeir sjeu hlutlausir; segj- ast ekki skyldir að veita Þjóðverjum og Austurríkismönnum Iið, með því að samningar þrívelda- sambandsins geri einungis ráð fyrir hjálp til varnar, en ekki sóknar, og nú hafi Austurríki hafið ófriðinn. Svartfell- ingar ganga í lið með Serbum, og ráðast inn í Bosníu. í Belgíu er barizt af mikilli grimmd dag eftir dag, og standa Belgir sig eins og hetjur; en liðsmunurinn er af- skaplegur. í orust- unni við Liége 7. ág., eru t. d. 40,000 Belgir gegn 120,000 Þjóðverjum. Eins og við var að bú- ast, urðu Belgir að hverfa úr hverri borginni á fætur annari, þar á meðal höfuðborginni Briis- sel, er þeir gáfu upp orustulaust, til þess að hlífa henni. Stjórnin flutti sigtil Antwerpen. Hafa Þjóðverjar nú Iagt mikið af Belgíu undif sig, en eiga þó oft enn í höggi við Belgi. Þegar Þjóðverjar höfðu brotizt yfir Belgfu, ruddust þeir á mörgum stöðum in° á Frakkland með ógrynni liðs. Sóttu þeir mjög vasklegn fram, og áttu að eins stutta dagleið eftir til Parísarborg- ar, en Frakkar og Bretar hörfuðu smám saman und- an. Loks auðnaðist þó bandamönnuur (Frökkum og Bret- um) að stöðva franv gang Þjóðverja (7- og 8. sept.), og síð- an hafa Þjóðverjar ætíð látið heldur undan síga. Berjast þeir öðr’u hvoru af mikilli grimmd, °S mannfall ógurleg1 af hvorum tveggja- — Talið er víst, að Þjóðverjar hafi ttpP' haflega ætlað sjer, að taka Frakkland í einum spretti á fáum vikum ' og snúa sjer svo af alefli gegn Rússuffl- En Belgir töfðu mjög þá fyrirætlun þeirra, svo að Frakk- ar höfðu tíma til að safna liði, og Bret- ar tíma til að konia Frökkum til hjálP' ar.------Að aust- anverðu berjast Rússar bæði v'^ Austurríkismenn °g Þjóðverja. Voru þeir komnir nokkuð inn Frá Frakklandi: Fljúgandi stórskotalið. 139 140

x

Haukur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.