Haukur - 01.07.1914, Blaðsíða 12

Haukur - 01.07.1914, Blaðsíða 12
HAUKUR. notaðar, og tvö eða þrjú einvígi í lofti hafa átt sjer stað. Þegar sjezt hefir til njósnarflugvjela óvinanna, hafa flugmenn flogið upp og rennt sjer beint á þær. Einn, er slíkt gerði, komst lífs af; annars hafa sltk „áflog" orðið beggja bani. Myndin sýnir frakkneska flugvjel með lítilli hraðskotafallbyssu (að eins nokkuð af skrokknum og nokkuð af öðrum vængnum sjest á myndinni). Flugmaðurinn situr niðri í skrokknum, og hefir þar gott afdrep. Skotmaðurinn er í meiri hættu staddur, en bótin er, að flugvjelar eru svo litlar og ferðmiklar, að illt er að hitta þær. Loftförin eru ólíkt betri skotspónn. Flugnaýallbyssur. Iðnfræðingar hafa lengi brotið heil- ann um það, hvernig verjast ætti árásum flugmanna, og ár- angurinn af því er fallbyssa sú, sem hjer er sýnd. Fallbyssan er þannig gerð, að skjóta má úr henni beint í loft upp, og er hún höfð á brynvarðri bifreið, svo að veita má flugmönn- um eftirför. I styrjöldinni hefir þegar tekizt að skjóta niður nokkrar flugvjelar og loftför með fallbyssum af þessari gerð. Norðurlönd og ófriðurinn. Norðurlönd lýstu þeg- ar í byrjun ófriðarins yfir því, að þau væru hlutlaus. En auð- vitað vfgbjuggu þau sig eftir föngum, til þess að vera við- búin ef á þau yrði ráðizt. Danir juku her sinn mjög. Hjer Pius X. páfi. hafði valið sjer að leiðtoga ( öllum utanríkismálum, og bar fullt traust til. í augum flestra kaþólskra manna var PíuS páfi næstum því heilagur maður. Hann var ekki kirkjufurst- inn, heldur kirkjufaðirinn. Úr sáttum milli hans og hins ver- aldlega valds á ftalíu varð aldrei neitt. Hann lifði og sem „fanginn í páfahöllinni". Hinn 31. ágúst kom kardfnálasamkundan saman ti þess að velja hinn nýja páfa. Mættu þar um 70 kardínálar úr ýmsum kaþólskum löndum. Eru þeir lokaðir inni ( kjor- þingissalnum, sem er kapellusalur einn ( páfahöllinni, og hafa þeir þar sinn smáklefann hver við hlið salsins, og sinn her- bergisþjóninn hver, er færir þeim vistir o. s. frv. Þarna verða þeir að vera unz kosningu er lokið, og tekur það oft marga daga. Engin mök mega þeir eiga við aðra menn, og ekkert má trufla þá, meðan þingið stendur yfir. Fundi halda Þeir kvölds og morgna í kjörþingissalnum. Tvo þriðju atkvæða þarf til þess að kosning sje gild. Hinn 3. september höiðu kardinálarnir komið sjer saman um páfavalið, og varð Jacob della Chiesa kardfnáli fyrir valinu. Hann er ítalskur, tæple8® sextugur að aldri, og hafði verið kardínáli í að eins þrjá mánuði. Hann tók sjer nafnið Benedikt XV. Vjer setjum hjer myndir af Píusi X. og Benedikt XV., og enn fremuí mynd af kjörþingissalnum. Meðfram veggjum salsins erU Benedikt XV. páfi. er mynd frá Danmörku, danskir hermenn á leið frá Kaup- mannahöfn út til varnarvirkjanna. Páfaskifti. Hinn 20. ágúst síðastl. andaðist Ptus X. páfi, 79 ára að aldri. Hann hafði lengi verið heilsulítill, og stundum talinn af, en nú er sagt, að harmurinn yfir Norður- álfustyrjöldinni muni hafa flýtt fyrir dauða hans, því að hann tók sjer fregnirnar um hana mjög nærri. Síðasta verk hans áður en hann lagðist banaleguna var það, að rita Vilhjálmi Þýzkalandskeisara, og ávíta hann hatðlega fyrir að hafa hafið þessa voða styrjöld. Og mælt er að hann hafi, nokkru fyrir andlát sitt. sagt við einhverja vini sína: „Fyrrum hefði páfinn getað stöðvað þessa mannaslátrun með einu orði. En nú er jeg svo vanmáttugur, að jeg fæ engu ráðið". Hann varð páfi 4. apríl 1913. Aður var hann yfirbyskup í Feneyjum, og hjet rjettu nafni Giuseppe Sarto. Hann var kominn af fátæk- um foreldrum, og var alla æfi lftillátur maður og blátt áfram, guðhræddur og góðviljaður öllum. En hann var enginn stjórnmálamaður, eins og Leó páfi, fyrirrennari hans, hafði verið, og ætla margir, að það hafi gert páfavaldinu tjón mikið. Það var sem sje á hans páfadögum, að Frakkar sögðu slitið öllu stjórnmálasambandi við páfahöllina og sögðu upp kirkjumálasáttmálanum. En mest mun það hafa verið að kenna ólagni Merry del Val kardínála, sem píus páfi stólar, og hásætishimin yfir hverjum stól, tjaldaður fjólubláu hálfsilki. Fyrir framan hvern stól er lítið borð, og á því kerti 0? skrifíæri. A miðju gólfi eru nokkur borð, og á einu þeirra stendur kaleikur, sem atkvæðaseðlunum er safnað f. í sýn er matborð, og á því svaladrykkir og kökur hand kardínálunum. cTbeistar. Sönn mikilmenni hafa þrek og áræði til að játa Þa^ hreinskilnislega, að þeir hafi gert glappaskot, vegna þesS a þeir hafa ætfð vilja og oftast mátt til þess að bæta úr þv1. Sá, sem ætíð er hræddur um það, að hann geri °nseP- þar sem hann kemur sem gestur, gerir hjer um bil ætíð ón® Margir dæma helzt um það, sem þeir bera minnst skyu Ritstjóri: STEFÁN RUNÓLFSSON, Rcijkjavik. Prentsmiðjan Gutenberg. — 1914. — 143 — _ j 44 _

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.