Haukur - 01.09.1914, Blaðsíða 2

Haukur - 01.09.1914, Blaðsíða 2
HAUKUR. »Nei, herra minn; það er ekki sonur minn, heldur maðurinn minn. Hvers vegna skyldi Pípelet ekki mega kalla sig Alfreð?« »Það dettur víst engum í hug að meina lion- um það, maddama góð. Með yðar leyfi vildi jeg gjarnan bíða eftir honum. Hann verður vonandi ekki lengi. Mjer leikur töluverður hugur á því, að fá þetta herbergi á leigu; mjer líkar staðurinn svo vel, og húsið ekki síður, því að hjer ríkir auð- sjáanlega þrifnaður og reglusemi í öllu. Annars langaði mig til að spyrja yður, maddama góð, áður en jeg fer upp til að skoða herbergið, hvort þjer gætuð ekki tekið að yður að hirða um her- bergið, leggja i ofninn og ræsta það, búa um rúmið o. s. frv. Jeg er ætíð vanur að láta dyra- varðarkonuna annast um allt þess konar, þegar hún fæst til þess«. Það var svo að sjá, sem dyravarðarkonunni líkaði þetta vel, og hún svaraði vingjarnlega: »Það er auðskilið, herra minn, og mjer skal vera það sönn ánægja, að annast um yður, Fyrir sex franka um mánuðinn skal jeg annast yður eins og þjer væruð prins eða konungur«. »Ágætt! Við segjum þá sex franka um mán- uðinn. En með Ieyfi að spyrja, hvað heitið þjer, maddama góð?« »Jeg heiti Pómóna Fortúnata Anastasía Pipelet«. »Einmitt það. Já, jeg er fús á að borga yður sex franka um mánuðinn fyrir yðar fyrirhöín. Og ef mjer líkar herbergið.........Hvað takið þjer fyrir það, maddama Pípelet?« »Fyrir herbergið og rúmklefann eru það fimmtán frankar um mánuðinn, herra minn . . . . ekki einum skilding minna .... húsráðandinn er sá argasti nirfill, sem jeg hefi þekkt, og rýir mann alveg inn að skyrtunni«. »Hvað heitir hann?« »Rauðarmur«. Það fór liálfgerður lirollur um Rúdólf, þegar hann heyrði þetta nafn. »Hvar á hann heima?« spurði Rúdólf. »í Kaunagötu nr. 13. Hann á líka veitinga- krá úti á Sæluvöllum, rjett við ána, og er þar stundum sjálfur«. Nú var enginn vaíi á því lengur, hver mað- urinn var. »Og þessi Rauðarmur er bara húsráðandi, segið þjer; en hver er þá húseigandinn?« »Hann heitir Bourdon. En jeg hefi ekkert saman við hann að sælda, heldur að eins Rauð- arm«. Rúdólf vildi gjarnan koma sjer í mjúkin hjá dyravarðarkonunni, og mælti: »Heyrið þjer, kæra maddama Pípelet; jeg er bæði hálf-þreyttur og kaldur; — viljið þjer nú ekki gera mjer þann greiða, að skreppa yfir í vín- fangabúðina hjerna í húsinu, og sækja eina flösku af sólberjabrennivíni, og fá lánuð þar tvö glös, eða öllu heldur þrjú, því að maðurinn yðar kem- ur víst bráðum heim?« Um leið og hann mælti þetta, rjetti hann konunni fimm franka pening. — 147 — »Ekki nema það þó, herra minn. Ætlizt þjer til að maður fái undir eins, við fyrstu viðkynn- ingu, velvildarhug til yðar?« mælti gamla konan. »Jeg skal setja upp skóna og fara, en jeg bið ekki um nema tvö glös, því að við Alfreð drekk- um ætið úr sama glasinu«. »Jæja, gerið þjer nú þetta, maddama Pfpelet, og svo bíðum við eftir Alfreð«. »Já, en ef einhver skyldi nú koma á meðan, ætíið þjer þá að . . . . «. »Já, verið þjer öldungis óhrædd!« Gamla konan fór. Þegar Rúdólf var orðin einn, fór hann að hugsa um, hversu kynlegt það væri, að Rauð- armur skyldi vera umráðamaður húss þessa. Hann var mjög forviða á því, að Franz Germain skyldi hafa getað dvalið hjer í þrjá mánuði, án þess að fjelagar Skólameistarans fyndu hann, því að öllum líkindum höfðu þeir þó staðið i sambandi við Rauðarm. En nú barði póstsendill á gluggann á dyra- varðarherberginu, stakk tveimur brjefum inn um gluggann og mælti: »Þrír skildingar!« Rúdólf borgaði burðargjaldið, og leit kæru- leysislega á brjef þau er hann hafði tekið við; en hann komst fljótlega að þeirri niðurstöðu, að það væri ómaksins vert að athuga þau betur. Annað þeirra var til maddömu Pipelet, og angaði af deslykt. Því var Iokað með rauðu lakki, og á innsiglinu var skjaldarmerki með hjálmi ybr og krossi heiðursfylkingarinnar, og á skildinum voru stjörnur og stafirnir K. R. Við utanáskriftina var ekkert að athuga. Rúdólf gat ekki að sjer gert að brosa, er hann sá hjálminn og krossinn, og þóttist liann þess nú fullviss, að brjefið værl ekki frá kvenmanni. Hitt brjefið var skrifað á slæman, gráan pappir» og var því lokað með oflátu, er öll var stungin út með nálaroddi. Utanáskriftin var: »Hr. tannlækmr Gæsar Bradamanti«. Hún var skrifuð með ein" tómum upphafsstöfum, og áreiðanlega með breyttrI hendi. Var þáð hugboð, heilaspuni eða veruleiki, sem olli því, að brjef þetta hefði einhvern óvið- felldin, ömurleg áhrif á Rúdólf? Hann tók eRir því, að sumir stafirnir voru að miklu leyti máðir burt — ef til vill höfðu tár dropið á brjelið, meðan verið var að skrifa utan á það. Maddama Pípelet kom nú aftur, og hafði me^ sjer sólberjabrennivínið og tvö glös. »Yður hefir víst verið farið að leiðast, herra minn?« mælti hún. »En það er æfinlega svona ef maður kemur inn í búðina hjá honum Jósef, þá losnar maður þaðan aldrei aftur?« »Póstsendil)inn kom með þessi brjef til yðar?» sagði Rúdólf. »Guð sje oss næstur! — fyrirgefið herra minn hafið þjer borgað burðargjaldið?« »Já?« »Þakka yður kærlega fyrir það, herra minn* Jeg dreg þá hara burðargjaldið frá þvi sem vín- salinn gaf til baka. Hvað er það mikið?« »Þrír skildingar«, svaraði Rúdólf, og gat ekk> — 118 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.