Haukur - 01.09.1914, Blaðsíða 3

Haukur - 01.09.1914, Blaðsíða 3
H A U K U R. að sjer gert að brosa að þessarri einkennilegu ^ndurgreiðsluaðferð maddömunnar. »Annars verð jeg, án þess að viija vera nokkuð franiur, að leyfa mjer að segja, að það er skollans góð lykt af brjefmu því arna, og það er einmitt yðara. »Lofið mjer að sjá«, mælti dyravarðarkonan °g tók við brjefinu. »Já, svei mjer ef það lítur ekki út eins og ástarbrjef. Hvaða þorpari skyldi óirfast að..........« »Jeg segi bara það, að það var gott að Alfred var ekki viðstaddur, maddama Pípelet!« »Talið þjer ekki svona, — því að annars fell Jeg máske í ómegin í faðminn á yður!« »Jeg skal ekki segja það aftur, maddama ^ipelet«. »Hvað jeg get verið vitlaus!« mælti dyravarðar- konan. »Brjefið er auðvitað frá höfuðsmanninum! Hvað jeg gat orðið hrædd!« »Hjerna er annað brjef til — það er til hr. Eæsars Bradamanti«. »Já, það er tannlæknirinn hjerna á þriðju hæð — jeg sting því nú bara í brjefastígvjelið«, svaraði dyravarðarkonan. Rúdólf leit forviða á hana og spurði: »Hvað þá? Hvar látið þjer brjefið?« »í stígvjelið hjerna á vegnum. Við látum öll ^rjef, sem eiga að fara hingað í húsið, í þetta sfigvjel — þá geta þau ekki glatazt. Þegar svo tólkið kemur heim, þá tæmum við stígvjelið, og ^thendum hverjum sitt brjef«. »Það leynir sjer ekki, að þjer eruð aðdáanlega reglusöm í öllu«, mælti Rúdólf, »og jeg fæ meiri ^g meiri löngun til að búa hjerna í húsinu. Þetta Póststígvjel er ágætt dæmi um reglusemi yðar«. Konan hafði nú rifið upp brjef það, er stílað var til hennar, og sneri því nú fyrir sjer á ýmsa vegu. Eftir dálitla þögn mælti hún hálf-vandræðalega: »Jeg kann ekki að lesa, skal jeg segja yður, ag þess vegna er Alfred ætíð vanur að lesa fyrir mig. Máske vilduð þjer nú gera svo vel, herra *ninn, að lesa þetta brjef fyrir mig?« »Með ánægju!« svaraði Rúdólf, því að hann vildi gjarnan komast fyrir það, hver brjefritarinn var. Hann tók við brjefinu og las: »Á morgun, föstudag, kl. 11, skal hita upp ibúðina á annari hæð, fága speglana, og taka hlífardúkana af öllum stólunum. Skyldi jeg af filviljun ekki verða komin, þegar kvenmaður kl. *itt kemur akandi í vagni og spyr eftir mjer undir fiafninu hr. Karl, skal fylgja henni upp í stofuna, loka hurðinni, laka lykilinn úr skránni og afhenda Qijer hann, þegar jeg kem«. Jafnvel þótt brjef þetta væri nokkuð ógreini- iegt, þá skildi Rúdólf þó vel hvert brjefsefnið var. »Hver býr á annari hæð?« spurði hann. Gamla konan drap gulum, hrukkóttum fingr- lnum á hangandi neðri vörina og svaraði brosandi: »Uss! Það eru líka ástaæfintýri . . . !« »Jeg spyr um þetta, kæra maddama Pípelet, Vegna þess að jeg vildi giarnan, áður en jeg flyt fiiig í húsið, fá að vita ýmislegt um.........« »Já, jeg skal gjarnan segja yður það sem jeg veit, en það er nú heldur ekki sjerlega mikið. — Fyrir hjerumbil þrem vikum kom hingað vegg- fóðrari, og skoðaði íbúðina á annari hæð, sem þá var til leigu. Daginn eftir kom hann aftur, og hafði þá með sjer ungan mann, laglegan, ljós- hærðan, með ofurlítið yfirskegg og kross heiðurs- fylkingarinnar í hnappagatinu. Veggfóðrarinn kall- aði hann höfuðsmann«. »Var það þá hermaður?« »Hermaður?« át maddama Pípelet eftir honum og yppti öxlum. »Hann er blátt áfram úr þjóð- verðinum og er í mesta lagi fyrirliði. Veggfóðrar- inn var bara að smjaðra fyrir honum með því að kalla hann höfuðsmann. Þegar höfuðsmaðurinn — við vitum ekki annað nafn á honum — hafði skoðað íbúðina, sagði hann við veggfóðrarann: »Gott og vel, jeg tek þessi herbergi á Jeigu. Þjer semjið um það við húseigandann«: — Daginn eftir skrifaði veggfóðrarinn undir leigusamninginn, og borgaði Rauðarmi hálfs árs leigu fyrirfram, því það leit svo út, sem þessi ungi maður vildi ekki láta sín getið að neinu. Litlu síðar komu hand- iðnamenn og rifu alt til á annari hæð, fluttu þang- að dýrindis legubekki, borð og stóla, festu upp gluggatjöld úr silki og spegla í logagyltum um- gerðum — og allt eftir því. Nú er líka skrautið og viðhöfnin þar uppi, rjett eins og í kaffiiliúsun- við aðalstræti borgarinnar. Þegar alt var tilbúið, kom höfuðsmaðurinn aftur, til þess að líta á bú- staðinn. Og svo sagði hann við Alfred: »Getið þjer ekki tekið að yður að hirða þessi herbergi — sem jeg verð sjálfsagt ekki í nema endur og sinn- um — og leggja í ofnana og þrifa til, þegar jeg sendi yður skrifleg skeyti um það?« — »Jú, herra höfuðsmaður!« svaraði Alfred. Hann er ætíð svo kurteis. — »Hvað takið þjer fyrir það?« spurði ungi maðurinn. — »Tuttugu franka um mánuðinn, herra höfuðsmaður!« — »Tuttugu franka?« áthöf- uðsinaðurinn eftir honum. »Þjer hljótið að vera að gera að gamni yðar, hr. dyravörður!« Og svo fór hann að þjarka við Alfred um þetta, eins og versti nirfill. Að hugsa sjer það, að geta verið svona lúalegur, bara íyrir fáeina franka, þegar hann hafði auðsjáanlega fleygt stórfje í það, að gera lierbergin sem allra viðliafnarmest — þessi herbergi, sem hann notar ekki einu sinni til að búa í. Loksins, eftir heilmikið þref og þjark, gekk hann að þvi, að borga okkur tólf franka um mánuðinn. — Já, það er munur á honum og yður, herra minn«, mælti gamla konan enn fremur, og leit vingjarnlega til Rúdólfs. »Þjer kallið yður ekki höfuðsmann, og látizt ekki vera annað en þjer eruð, og þjer genguð undir eins og orðalaust að því, að borga mjer sex franka um mánuðinn«. »Og svo kom þessi ungi maður aftur?« »Nú skal jeg segja yður það, sem er skrítnast af því öllu samaman. Jeg held bara, að það sjeu einhverjir að leika á höfuðsmanninn og liafa hann að ginningarfífli. Hann hefir þrívegis skrifað okkur, eins og hann skrifar núna, að við skyldum leggja í ofnana og taka til í herbergjunum, vegna þess að von væri á kvenmanni. En blessaður verið þjer, það kom aldrei neinn lcvenmaður!« — 149 — — 150 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.