Haukur - 01.09.1914, Blaðsíða 4

Haukur - 01.09.1914, Blaðsíða 4
HAUKUR. »Aldrei?« »Nei; takið þjer nú eftir, herra minn: í fyrsta skiftið kom höfuðsmaðurinn lafmóður, syngjandi og blístrandi og ákaflega gleiðgosalegur. Hann beið í tvær klukkustundir, en — engin kom. Höfuðs- maðurinn var auðsæilega bæði sneyptur og reiður, þegar hann ætlaði að skjótast fram hjá herbergis- dyrunum okkar, og til þess að sjá betur framan í hann, kallaði jeg til hans og sagði: »Heyrið þjer, herra höfuðsmaður, það hetir enginn kven- maður komið hingað til að spyrja um yður«. — »Það er gott, það er gott!« svaraði hann vand- ræðalega og flýtti sjer út. Skömmu áður en hann kom í annað skiftið, kom sendisveinn með brjef til hans. Mig grunaði undir eins, að stefnufundur- inn ætlaði að farast fyrir í þetta skiftið lika, og við hlógum okkur máttlaus að þessu. Þegar höf- uðsmaðurinn kom, sagði jeg við hann: »Hjerna er brjef til yðar, herra höfuðsmaður. Það lítur út fyrir, að þjer ætlið að koma erindisleysu enn þá einu sinni!« — Hann rak upp stór augu, reif brjefið upp, !as það, og varð dreyrrauður út að eyrum. En hann reyndi að stilla sig, og sagði eins og ekkert væri um að vera: »Jeg vissi það vel, að enginn mundi koma i dag. Jeg kom bara til þess, að biðja yður að hafa nákvæmar gætur á öllu«. En við sáum það vel, að hann sagði þetta ekki satt. Hann var bæði hryggur og reiður, þótt hann vildi ekki láta á því bera«. »En í þriðja skiftið? Hvernig fór þá?« spurði Rúdólf. »í þriðja skiftið hjelt jeg að í raun og veru ætlaði að verða eitthvað úr þessu. Höfuðsmaður- inn kom í vagni, uppstrokinn og ilmandi frá hvirfli til ilja. Hann tók við lyklinum, og meðan hann var að fara upp stigann, sagði hann ofur yfirlætislega: »Segið hlutaðeigandi kvenmanni, að dyrnar sjeu beint á móti sliganum, og að hurðin falli inn«. Við lofuðum því. Og til þess að sjá til hennar, þegar hún kæmi að dyrunum, fólum við okkur bak við hurðina í ganginum. — Nú kom litill blár vagn, með tjöldum fyrir gluggunum, og nam staðar við húsið. Ökumaðurinn fór ofan úr sæti sínu og opnaði vagndyrnar. Við sáum, að þar inni sat kona með svarta slæðu fyrir andlit- inu og handtösku í kjöltunni. Hún hjelt vasaklút fyrir munninum, og var svo að sjá, sem hún væri að gráta. En nú skuluð þjer bara taka eftir: í stað þess að fara ofan úr vagninum, hvíslaði hún nokkrum orðum að ökumanninum, og varð hann þá auðsæilega forviða og lokaði vagndyrunum aftur«. »Fór kvenmaðurinn þá ekki ofan úr vagninum?« »Nei, herra minn. Hún hallaði sjer aftur á bak í sætinu og huldi andlitið í höndum sjer. Jeg hljóp úr fylgsni mínu áður en ökumaðurinn komst aftur upp í sæti sitt, snaraði mjer að hon- um og spurði: »Hvað er þetta, góðurinn minn? Ætlið þjer undir eins að snúa við aflur?« — »Já!« svaraði hann. — »Og hvert ællið þjer nú?« — »Til sama staðarins, sem jeg kom frá«. — »Og hvaðan komuð þjer þá?« — »Frá St. Do- minique-stræti, horninu á Belle-Chasse-stræti«. Rúdólf varð bilt við, því að d’Harville mark' greifi, einhver bezti vinur hans, átti einmitt heima á þessuin stað. Var það hugsanlegt, að markgreifa- frúin færi svona gálauslega að ráði sínu? Hafði markgreifinn grun um það, að hún væri honum ótrú? Var það orsökin til fáleika hans og þung' lyndis? Þessar spurningar vöknuðu allt i einu í huga Rúdólfs. Reyndar þekkti hann flesta eða alla nán- ustu vini og kunningja markgreifahjónanna, minntist þess ekki, að hafa nokkurn tíma sjeð þar nokkurn mann, sem líkzt gæti höfuðsmann- inum, eftir því sem maddama Pípelet lýsti hon- um. Auk þess þurfti kvenmaður þessi ekki uð eiga heima á þessum tiltekna stað, þótt hún fsen þar upp í vagninn. Rúdólf hafði engar sannanir fyrir því, að þetta hefði verið markgreifafrúin. En hann vissi ekki hvernig á því stóð, að hann ga1 ekki hrundið frá sjer óþægilegum gruni um, að svo hefði verið. Dyravarðarkonan tók eftir á- hyggiusvipnum á andliti hans. »Um hvað eruð þjer nú að brjóta heilann> herra minn?« spurði hún. »Jeg er að hugsa um það, hvers vegna þess- um kvenmanni muni hafa snúizt hugur svona allt i einu«. »Og sussu, herra minn! Það þarf ekki mikið til þess — dutlungar, hræðsla eða hjátrú getur hafa valdið því. Við erum svo huglitlar og lítil- sigldar, veslings konurnar!« mælti þessi nauðljóta kerlingarskrukka. »Jeg er viss um það, að ef jeg hefði verið í hennar sporum, og haft i hyggju að fara inn.... Nei, jeg hefði aldrei getað fengið það af mjer, að vera blessuðum manninum minum ótrú! Annars ælti enginn maður undir sólinni að hrósa sjer af því, að . . . . «. »Því trúi jeg vel, maddama Pípelet. En þessi ungi kvenmaður ...... »Jeg veit ekkert um það, hvort hún hefir verið ung. Maður gat tæplega sjeð blá-nefbrodd- inn á henni. En það eitt er víst, að hún sneri undir eins við aftur, án þess að gera vart við sig* Þó að einhver hefði gefið okkur tíu franka, Þa hefði okkur ekki þótt vænna um það, heldur en um þessi málalok, og við ætluðum alveg a^ springa af hlátri, þegar við hugsuðum til þess, hvernig höfuðsmaðurinn mundi verða i framao* þegar hann kæmist að þessu. Og í stað þess fara undir eins upp til hans, og segja honum a^ kvenmaðurinn hefði snúið við og farið heim aftur» ljetum við hann bíða í fulla klukkustund, °$ heyrðum við að hann var allt af að ganga on> gólf, mjög óþolinmóður. Loksins fór jeg svo upP til hans. Jeg hafði ílókaskó á fótunum. Jeg keiu að dyrunum, sem eru beint á móti stiganum " opna þær; það marrar í hjörunum; það er svarta- myrkur í stiganum, og sömuleiðis í ganginum* Og hugsið yður bara — í sama bili og jeg op°a dyrnar og ætla inn til hans, ríkur hann að mjer» og faðmar mig allt í einu að sjer, þrýstir mjer að brjósti sjer, kyssir mig í ákafa og segir með blíðr* ávítunarröddu: »En hvað þú kemur seint, engfiÞ inn minn!« 151 - — 152 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.