Alþýðublaðið - 02.06.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.06.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGINN 2. JÚNÍ 1939 ALÞYÐUBLABfO Lepiarnál sima og sendibréfa I Dai> Birfca. FYRIR nokkru síðan talaði Steincke dómsmálaráð. herra í útvarpið í Kaupmanna- höfn og þagnarskyldu og frið- helgi sendibréfa og símtala og hvenær yfirvöldunum væri leyfilegt að rjúfa hana. Ráð- herrann benti meðal annars á að í öllum lögum, þar sem ein- hver þagnarskylda er fyrirskip- uð, verður hún þó ávalt að víkja þegar eitthvað sem snertir vel- ferð þjóðfélagsins er annars vegar, t. d. til að fyrirbyggja glæpi. Samkvæmt því fullyrti hann, að réttmæt væri að rjúfa friðhelgi einkabréfa og þagnar- skyldu símans í einstökum til- fellum. Um friðhelgi einkabréfanna lét ráðherrann svo ummælt, að hún mætti svo aðeins rjúfast, að hjá lögreglunni lægju fyrir upplýsingar, er bentu ótvírætt á það, að viðkomandi bréf hefðu einhverja þýðingu fyrir rann- sókn á glæpamáli, sem til með- ferðar væri. Og þó því aðeins að dómsúrskurður um að opna þau hefði á undan gengið. Þá mætti lögreglan í einstökum ó- venjulegum tilfellum gera slíkt á eigin ábyrgð. Hvað símanum viðvíkur, er ekki um nein hliðstæð ákvæði að ræða í stjórnarskránni. Og í engum öðrum lögum er nein reglugerð, er leysir vandamálið um þagnarskylduna. Það var því valin sú leið, að lögreglu- stjórinn gerði samning við síma- stjórnina árið 1914, um að fá það upplýst, hvðan hringt hefði verið, þegar það snerti einhver sakamál er væri í rannsókn hjá þeim. Og 1917 var það svo á- kveðið, að yfirmaður ríkislög- reglunnar, lögreglustjórinn, — skrifstofustjóri dómsmálaráðu- neytisins og nokkrir aðrir hátt- standandi embættismenn gætu krafist þess að fá að hlusta á símasamtöl. En í apríl í fyrra var þetta að mestu leyti afnum- ið með nýrri reglugerð. Fram- vegis geta að vísu yfirmenn í leynilögreglunni krafist þess undir vissum kringumstæðum, að fá að hlusta á símasamtöl, en innan 24 klukkustunda verð- ur svo að liggja fyrir skýrsla þessu viðvíkjandi. Yfirmaður ríkislögreglunnar, lögreglu- i1 stjórinn og yfirforingi leynilög- reglunnar, hafa að vísu ennþá leyfi til að hlusta á símasamtöl en ef ekki er dómsúrskurður fyr ir því, mega þeir það því aðeins, að um stórkostlega glæpi sé að ræða, svo sem morð eða land- ráð. Ráðherrann lagði áherzlu á það, að reglugerðir þessar gæfu enga ástæðu til að óttast um óréttmætann ágang á borg- araleg réttindi. Enda sýndi það sig bezt í því, að aldrei hefðu komið fram kvartanir um mis- notkun. FÉimannleg íerilng- argjöf. HON ER EKKI LÖNG, en ljót, sagan um þessa fermingar- gjöf. Það er ótrúlegt, hve langt imenn geta gengið í smekkleysum og ræfilshætti. Ég nefni hér ekki hin réttu nöfn, þótt ég geti það að mestu leyti. Vinnuveitandi einn hér í bæn- um sagði mér þessa sögu sjálf- :ur i þeim tilgangi að hún færi víðar. Maður einn, sem hjá hon- um vinnur og hefir verið óreglu- maður, en er að reyna að sígr- ast á þeim slæma galia, lét ferma dóttur sína í vor. í tilefni af því sendi éinhver henni, hér í bænum, heillaóskaskeyti og tvær flöskur af áfengi. — Enn sú fermingargjöf. Þetta er ótrú- leg saga, en því miður sönn. Af- leiðingarnar urðu þær aö fjöl- skyldan gerði sér glaðan dag — eins og menn segja, en ætti að heita annað. Húsbóndinn misti afítur jafnvægið, var á „túr“ fyrstu dagana á eftir, og mest frá vinnu heila viku. Það kostaði hann 50 krónur, minsta kosti, í vinnutapi, nýjan ósigur og hver veit hvað. Það er óskiljanlegt, að nokkur maður getur fengið sig til þess að senda stúlkubarni áfengi í fermingargjöf til þess að draga föður hennar aftur niður í þá ó- reglu, sem aðrir eru að forða honum frá og hann sjálfur að reyná að sigrast á. Mér hefir verið kunnugt um það áður, að fermingarveizlur geta orkað meiru i því, að leiða ungan mann út á háskalega braut Reldur en fermingin sjálf á rétta braut, en þessi fermingargjöf finst mér þó að bíti hausinn af skömminni. — Vonandi eru slík tilfelli sjaldgæf. 1 Pétur Sigurðsson. drottnlngíii. En hann sat grafkyrr. Þá grét Gerða litla og tár féllu á brjóst hans og seitluðu inn 1 hjarta hans. Þá aði ísmolinn og eyddi um leið spegilbrotinu. Wmmm liíii Óli.leit á hana og þá söng hún sálm, sem Óli Þá fór Óli að gráta og þá runnu spegilbrotin kannaðist við. úr augunum á honum. Hann þekkti Gerðu og hrópaði: — Hvar íhefirðu; verið allan þennan tíma, Gerða min? Og hann tók utan um Gerðu litlu, en Gerða Og þegar þau lögðust til þess að hvíla sig, hló af 'gleði og þau dönsuðu þangað til þau þá lögðust þau einmitt á orðið, sern Snæ- voru orðin uppgefin. drottningin hafði sagt honum að finna, og þá var hann orðinn frjáls maður. Um þessar mundir stendur yfir fyrirhleðsla Þverár við Háamúla í Fljótshlíð. Verður þar lágður á þessu súmri 300 metra langur garður, sem byrjun •fyrirhleðslu á þessum stað, og til þess að bægja nú þegar vatn- inu frá innra hluta fljótshlíðar og koma í veg fyrir eða draga úr landspjöllum þeim, er áin veidur þar. Þegar garðurinn er fullger, verður hann 2000 metra langur. Verkið hófst um miðjan apríl- mánuð síðast liðinn, og er ráð- gert að Ijúka því á naistu fimm árum. Hafa að undanförnu unnið þarna um 20 manns. — Eins og áður hefir verið skýrt frá, hefir undanfarin sumur verið unnið að fyrirhleðslu á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts. Var byrjað á fyrirhleðslunni við Markarfljóts- brú, þegar hún var gerð, og síðan haldið áfram áleiðis til Fljóts- hlíðar. Verður því verki einnig haldið áfram í sumar og uníið að því að fullgera fyrirhleðslu Ála — þ. e. hinn svo nefnda Efri- Ála-garð. FO. Smáíréttir. Ég er nú búinn að flytja hest- inn minn upp á Kjalarnesið til vinar míns á Esjubergi, Gísla, sem er sómamaður. Ég skildi við. hann hjá meri með folaldi. og sagði ég, að ef merin eignaðist folald næsta ár, þá gæti hestur- inn minn átt það, og þa yrði ég me'ðeigandi í því. Ég fæ hey- j;kap á nesintu í sumar. Þeir eru góðir ,karlarnir þar. Grasspretta er ekki góð enn þá, en í frarn- för. Fólk vantar tii vinnú. Lítið gert fyrir Kjalarnesið, nema skríðuhlaup stundum, einkum á Esjubergi, þegar Eiríkur Briem átti það, en nú hlé um nokkur ár; skriðurnar minka. — Oddur Sigurgeirsson hjá Guðmundi skip 'stjóra við Sundlaugaveg. j BRÉF j PAR sem I. B. í reiði sinni er enn þá að vaða elginn í Þjóðviljanum 5. maí um menn og málefni, sem hann er harla ó- kunnugur, vil ég taka þetta fram: Heimildir I. B, fyrir því, sem hann níðir mig og Alþýðuflokk- inn mest fyrir, eru frá vinkonu hans, Gróu á Leiti, eða fengnar hjá hinum og öðrum fíflum, því hvað elskar sér líkt. En þótt I. B. hringsnúist af reiði af því ég mintist á stöðu hans hér, á hann sjálfur sök á 'þyí. Ég hlaut að gera þáö í sambandi við vetur- inn ,sem I. B. sagði ekki liðinn 22. maí. Enginn ber á móti því, að þetta verk I. B. er nauðsyn- Jegt og heiðarlegt. Því er þá ó- dæði að minnast á það jaf.nt og önnur störf, ef það á við? Hvers vegna reiðist I. B. svo af þessu, þar sem hann er ekki skapaður til annara verka, hvorki hér í Grindavík eða annars staðar. Fúkyrði I. B. um Alþýðuflokk- inn og mig læt ég sem vind um eyrun þjóta og virði ekki svars. En ósannindaþvætting I. B. um samninginn milíi verkalýðsfélags- ins og atvinnurekandans, sem getur að nafninu talist einn hér í sveit og I. B. segir að sé honurn mikið í hag, en hafi þó verið þröngvað inn á hann, er vitleysa. Ég skal fræða I. B. á því, að í þéírri samningi á ég ekki einn einasta staf. Hafi I. B. haft minstu löngun til að fara með satt orð, þá var honum innan handar að fara sem sagt í næstá hús, þar sem bæði fyrverandi og - núverandi formaður leigðu báðir, og fá hjá þeim upplýsingar um hverjir stóðu að samningagerð- inni, meÖ Jóni Sigurðssyni, erind- reka Alþýðusambandsins. Báðir voru þeir í stjórn, þegar þetta gerðist. ,Um álit félagsmanna var aldrei . leitað, svo samningurinn var algerlega á valdi þeirra, sem sömdu hann, ásamt þáverandi stjórn. Um líf eða dauða Alþýðuflokks ins hér ætti I. B. að geypa sem minst, því enginn veit sína æfi fyr en öll er, og svo er með félag I. B., enda þótt það hafi haldið að nafninu einn fund austur í hverfi og bætt þar við sig 1—2 aðkomandi sjómönnum, og í öðru lagi haft eina danzskemtun með stórum undirballans, er það mjög lélegt til að stæra sig af lijá pólitísku félagi. Því hefir áður verið lýst, hvað í’rh. á 4. síðu. jl/f AÐURINN SEM HVARF 48. hefði eðlilegum dauða. Þessi maður hafði sýnilega framið sjálfsmorð. Þó hann kendi nokkurrar meðaumkunar, fanst honum þó réttmætt að Ilka fengi að þola angistarkvalir fram á síðasta augnablik, svo mikið hafði hún pínt hann með eigingirni sinni og grimd. Honum fanst hann halda á hinni reísandi svipu réttlætisins, með því að draga það á langinn að frelsa hana frá þeim örlögum, sem hún hafði sjálf kallað yfir höfuð sér. Ilka hlaut aðeins það, sem hún átti skilið, með því að verða að lifa í ótta og þjáningum nokkurn tíma. En yfirheyrslunum lauk öðruvísi en Blake hafði gert ráð fyrir. — Hann hafði álitið það sjálfsagðan hlut, að hún yrði sýknuð. En eftir 14 klukkustunda þóf kvað kviðdómurinn upp dóm sinn og dæmdi hana seka. — Og svo var hún dæmd til lífláts í rafmagnsstólnum. Aftökudagurinn var jafnframt á- kveðinn. Umsókn um náðun var send dómsmálaráðuneytinu, en henni var synjað. Áfrýjun reyndist einnig árangurslaus, því hæstiréttur staðfesti þegar undirréttardóminn. Jim hafði verið í verstu hugarkvöium þessa mánuði, sem málið stóð yfir, ag þegar hann fleygði frá sér blaðinu, þar sem frá því var sagt, að verjendum Ilku hefði ekki tekist að frelsa hana, þá skildi hann til fulls að áform hans hafði ger- samlega mistekist. Draumar hans og áætlanir um það að gera gott af sér og verða meðbræðrum sínum að liði, hrundu nú saman eins og spilabogrir. Honum var nú sá einn kostur, að snúa við, bæla niður allar vonir, sem hann hafði gert sér til framtíðarinnar og segja yfirvöldunum allan sannleikann. Með þeim hætti einum myndi hann geta bjargað Ilku. Að vísu höfðu lögfræðingar Ilku gefið það í skyn, að þeir myndu enn áný leita til æðstu stjórnarvalda ríksins með náðunarbeiðni og þar hefði máske mátt eygja endanlegar út- göngudyr. En Jim hafði ekki að ástæðulausu verið álitinn einn hinna færustu og skarpgáfuðustu lögfræðinga og því blandaðist honum ekki hugur um að þessi leið var vonlaus fyrir Uku. Nóttina áður en úrslitaáfrýjun málsins skyldi fram fara, sat Charlotía Hope hrygg í huga í íbúð sinni, en þó var hún enn ekki vonlaus um betri úrlausn málsins. Hún rifjaði upp fyrir sér 1 huganum atburðsöguna frá upphafi, og hún komst ekki hjá þv íað kenna meðaumkunar með Ilku, þegar öll sund virtust vera að lokast fyrir henni. Hún lagði nú þá spurningu fyrir sjálfa sig, hvort Jim myndi hafa verið því samþykkur, að hún á sínum tíma tók þá ákvörðun að stuðla til þess og vinna að því að kollvarpa hinni fölsku og liræsn- isfullu tilveru, sem Ilka hafði skapð sér. Hún sat við gluggann og starði út 1 náttmyrkrið. Þá var hringt í símann. Hún gekk annars hugar að símatækinu og bar það að eyranu. „Charlotta .....“ Hún náfölnði, og við sjálft lá að hún hnigi niður. Hjarta heennar barðist í brjóstinu og ótti, von og ólgandi gleði brut- ust um 1 huga hennar. Iiún hallaði sér ósjálfrátt upp að veggnum. Hún var gagntekin af áhriíum málrómsins, sem hún hafði heyrt og titrandi í geðshræringu svaraði hún í símann með ekkaþrungnum' rómi, aðeins einu orði: „Jim.“ 10 NGIN orð fá lýst þeim fögnuði, sem greip Charlottu, þeg- ar hún heyrði rödd Jims Blake í símanum og varð það ljóst að hann var ennþá á lífi, þrátt fyrir alt. En á næsta augnabliki fanst henni hún kólna öll af skelfingu. Henni kom Ilka í hug og örlög þau, sem biðu hennar. Og það var hún, sem hafði leiett gruninn að Ilku og orðið þess valdandi að hún hafði verið dæmd til dauða. Og hún hafði verið viss um að hún gerði þar aðeins það, sem rétt væri. En fyrst Blake var á lífi, gat kona hans ekki hafa myrt hann. — Hvernig átti hún nú að kippa þessu í'lag aftur? Hún hafði ósjálfrátt hrópað nafn hans fagnandi, þegar hún heyrði rödd hans í símanum, en það var eins og skuggi hefði samstundis fallið yfir gleði hennar. Rödd Blakes heyrðist aftur: „Charlotta! — Ég mátti til með að hringja til þín — þú verður að hlusta á mig — ég þarfnast hjálpar þinnar.“ „Vinur minn ...“ sagði hún ósjálfrátt, en þagnaði óðar. Hún hafði ekki ætlað að segja það. „Ertu einsömul? —- Má ég koma til þín núna á eftir?“ ,,Nei.“ Það hafði ekki heldur verið ætlan hennar að svara þannig'. En það kom líka ósjálfrátt fram á varir hennar. Henni fanst eins og ógnandi skuggi Ilku stæði á bak við þau og hefði knúð þetta svar fram. — Ef Ilka —1 þegar hún væri laus úr varðhaldinu — kæmist að því að Blake hefði heimsótt hana að næturlagi, þá . . . „Fyrirgefðu, að ég spurði,“ — hún heyrði að það kendi sársauka og vonbrigða 1 rödd hans. ,,Ég hélt ... en vitan- lega hefi ég engan rétt til að fara fram á slíkt. — Char- lotta, en þú ert eini vinurinn, sem ég á og get treyst til íulls og sem getur 'hjálpað mér.“ „Ég ’er. alein heima, Jim. — En athugaðu hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir þig, ef einhver sæi þig fara eða koma á þessum tlma sólarhringsins. — Ég neitaði aðeins þín vegna.“ „Getúm við þá ekki íundist á skrifstofunni?“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.