Alþýðublaðið - 03.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.06.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAG 3. JÚNÍ 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jónas Guðmundsson: Starfsaðferðir kommúnista. --—..•+—... MÖNNUM er nú að verða það betur og betur ljóst, hver hætta vofir yfir þeim lýðræðisríkjum, sem leyfa kommúnismanum í einni eða annara mynd að festa rætur í þjóðfélaginu. Hvergi ut- an Rússlands hefir þessi hreyf- ing sigrað, en allsstaðar þar, sem einhver verulegur hluti þjóðanna hefir glæpst til fylgis við þessa óheillastefnu hefir frelsi alþýðunnar verið afmáð og fjöldi manna drepinn, sví- virtur og kvalinn ver en til dauða. í öllum þeim löndum voru það kommúnistarnir, sem rógbáru og svívirtu alþýðu- hreyfinguna og forystu hennar, sprengdu samtök verkalýðsins og leiddu yfir hann glötunina í mynd fasismans og einræðisins. Og í Rússlandi, eina landinu þar sem þessi stefna —- komm- úni,sminn — hefir sigrað, er ekkert frelsi til. Engar skoðan- ir nema kommúnistanna eiga rétt á sér, engin blöð nema þeirra, fá að koma út og engir flokkar aðrir fá að starfa þar að stjórnmálum. Hafi einhver áhrifamaður aðra skoðun en einvaldsherrann og „flokkur- inn“ er sá sami drepinn eða hneptur í þrælkunarvinnu eða fangelsi við hinar hörmuleg- ustu pyndingar. Allt eru þetta staðreyndir, sem þúsundir sannana er hægt að færa fyrir og hverjum með- alupplýsturn manni eru kunnar. Þetta breytist ekki né batnar •fyrir því, þó hægt sé að benda á að margvíslegar framfarir á sviði framleiðslu, samgangna og hernaðar hafi átt sér stað í Rússlandi síðan þessi ógnar- stjórn komst þar til valda. Saga þjóðanna hefir að geyma marg- ar slíkar hliðstæður, sem sýna að alment frelsi og vellíðan þarf ekki að vfera samfara miklum framkvæmdum, sem þvert á móti oft byggjast á fullkominni þrælkun fólksins, og „sterkir menn“ eða „sterkir flokkar" geta jafnvel unnið mikil þrek- virki á ýmsum sviðum hernaðar og verklegra framkvæmda, þó alþýða manna sé svift öllu því, sem heitir persónufrelsi, frjáls- ræði í hugsun og lífsþægindi. Þegar menn dæma kommún- istana, verða menn að hafa það í huga, að hjá þeim ríkir ekki á neinu sviði það frelsi, sem við þekkjum, sem fædd og uppalin erum í lýðræðisríki. Þar, sem þeir ná völdunum, er alt slíkt af- numið. Dmmæli Stauninss. Að hinum mætustu mönnum sé það ljóst, hver hættá al- mennu frelsi stafar af kommún- istum, vil ég tilfæra hér í þýð- ingu ummæli Staunings for- sætisráðherra Dana, er hann við hafði í ræðu er hann flutti 1. maí s.l. í Kaupmannahöfn. — Hann segir þar: „Sögu tveggja kynslóða þekki ég af eiginni raun, og þess vegna veit ég hver ógæfa bíður hins vinnandi fólks, ef gefið er eftir, og ef sundrungin nær að festa rætur. Það er aftur haldið, sem vinnur, þegar sam- heldni alþýðunnar bilar. í 20 ár hefir illkynjuð simdr- ungarhreyfing lifað sníkjulífi á danskri alþýðuhreyfingu. í 20 ár hefir þessi hreyfing svívirt flokk okkar og félags- skap til þess að brjóta niður lýðræðið og greiða götu einræð-. isins. Ekkert annað en.illt eitt hefir þessi hreyfing skilið eftir á liðnum árum, og þó virðast vera til verkamenn, sem fylgja henni, í stað þess að sýna heið- arlegt samstarf, heiðarlegt fé- lagslyndi til stuðnings þeirri framþróun, sem sýnt hefir frá ári til árs árangur á öllum sviðum þjóðlífsins. Vér höfum unnið oss frelsi, pólitískt jafnrétti og meðráða- rétt á vinnustöðvunum og í bæjarfélögunum, sveitarfélög- um og ríkinu. Vér eigum í landi voru það málfrelsi, prentfrelsi og það samtakafrelsi, sem kom- múnistarnir afnumdu, þar sem þeir fengu völd, og aðrir síðan fetuðu í fótspor þeirra með að gera. Milljónir manna lifa nú án þessa frelsis. Póli- tísk og trúarleg ánauð varð af- leiðingin af moldvörpu- og sundrungarstarfsemi kommún- istanna. ALDREI ÆTTU VERKA- MENN AÐ GLEYMA HVERT NÍÐINGSVERK KOMMÚN- ISTARNIR HAFA UNNIÐ.“ Allir, sem þekkja til komm- únistanna að nokkru ráði munu sammála þessum ummælum Staunings. Og alla, sem fengið hafa opin augu fyrir starfsemi þeirra, mún furða á því, að til skuli vera í lýðfrjálsu þjóðfé- lagi nokkur svo gersamlega steinblind mannkind, að hún geti fengið sir til að fylgja slíkri stefnu, sem kommúnisminn er. En þegar þetta er betur at- hugað, kemur í ljós, að það eru starfsaðferðir kommúnistanna, sem eiga allan aðalþáttinn í því að fólk glæpist til fylgis við þá. Jafnvel sæmilega menntaðir menn vaða í villu og svima, sak- i-r hinna lævíslegu starfsaðferða þeirra. ♦ Ég mun nú víkja að þessum starfsaðferðum, eins og ég hefi reynt sjálfur að þær eru þau rúm 10 ár, sfem ég hefi átt því láni að fagna að v.era í andstöðu við þessa skaðræðis hreyfingu í hvaða mynd sem hún hefir birst hér á landi. Takmark kemmðBista. i in ft —11 srug Áður en lengra er haldið, er nauðsynlegt að gera sér ljóst hvert takmark kommúnista er. Flestum, sem þeim flokki fylgja, er það óljóst, hvað þá öllum þorra af fylgjendum annarra flokka. „Takmark okkar er að út- rýma auðvaldsskipulaginu og koma skipulagi hins fullkomna kommúnisma á í staðinn,“ segja þeir. En allir eru raunar jafn- nær fyrir þessu. Hvernig á þetta að gerast, og hvað er hinn fullkomni kommúnismi, sem í staðinn á að koma? Auðvaldsskipulaginu verður ekki útrýmt nema með blóð- ugri byltingu, að dómi komm- únistanna. „Að slík tímamót (þ. e. valda- taka kommúnista) muni ekki falla saman við venjulegar kosningar, þingsetu eða þess háttar, nema fyrir tilviljun eina, mun flestum ljóst, svo það, sem úrslitum ræður, verður meirihluti handanna — „liand- aflið“ — segir í málgagni kom- múnista. Ein af málpípum þeirra, — Einar Olgeirsson, hefir látið svo um mælt, að sá verkalýður, „sem ætlar að afnema þetta auðvaldsskipulag“ eigi „enga aðra Ieið“ en vægðarlausa bar- áttu, háða með verkföllum og „hvaða öðrum ráðum, sem duga“ og sem „leiðir til sífelt skarpari árekstra“ og „nær að lokum hámarki sínu í vopnaðri uppreisn verkalýðsins.“ Hér er ekki myrkt talað, svo enginn getur um villst hvaða leiðir kom múnistarnir ætla sér að mark- inu. Þessi leið var reynd í Þýzka- landi — og hvernig fór þar? — Hún var líka reynd á Ítalíu og nú síðast á Spáni og allsstaðar varð niðurstaðan sú sama. Þegar „byltingin” er unnin og kommúnistamir teknir við, hefst „uppbygging sósíalism- ans,“ segja kommúnistarnir. Sú „uppbygging“ byrjar með „al- ræði öreiganna“, þ. e. að hrein ógnarstjórn sezt við völd og ræður þar enginn neinu nema sá sem valdamestur er í Kom- múnistaflokknum í Rússlandi, því allir . aðrir kommún- istaflokkar úti um heim lúta boði hans og banni. Er því hvert það land, sem kommúnistar þannig kynnu að vinna, fyrsí og fremst orðið rússnesk nýlenda. Það er kom- múnistanna sjálfra að ákveða hvenær „alræði öreiganna" hættir og ,,þingstjórn“ tekur við. Nú er „alræðið“ búið að vera í Rússlandi í rúmlega 20 ár og ekkert sýnist benda til að það verði afnumið fljótlega. Þvert á móti er það stöðugt að verða blóðugra og blóðugra. Skrípaþingið, sem þar er nú, er svipað og í Þýzkalandi Hitlers, einskis ráðandi og aðeins haft í blekkingarskyni. Meðan komm- únisminn er á fyrra stigi sínu heitir hann „sósíalismi", en eft- ir að hann kemst á síðara stigið — lokastigið — heitir hann kommúnismi, segir blað komm- únista 14. maí þ. á. Þar segir líka, að meðan auðvaldsþjóðirn- ar eigi við vaxandi örðugleika að stríða „halda þjóðir sósíal- ismans ótrauðar áfram braut sinni til fullkomins kommún- isma“. Sést bezt af þessu hver blekking liggur í nafni þess kommúnistaflokks, sem hér á landi starfar nú, og að það er rétt hjá Brynjólfi Bjarnasyni, að það er aðeins um „þáttaskifti í lífi flokksins að ræða“, en ekki hitt, að hann hafi horfið frá kommúnismanum. Af framan- sögðu er auðsætt, að takmark kommúnistanna er útrýming alls lýðræðis og í stað þess ein- ræðisstjórn eins flokks — kom- múnistaflokksins —, sem með vopnum og fangelsunum og dauðadómum heldur völdunum meðan hægt er. Smátt og smátt verða komm- únistarnir í skjóli einræðis síns yfirstétt, eins og nú þegar er sýnt orðið í Rússlandi, sem í öllu skilur sig frá alþýð- unni, og hin gamla saga stétta- skiftingar og stéttabaráttu hefst á ný og endurtekur sig. Þessu takmarki er í lýðræðis- landi ekki unt að ná nema með vopnaðri uppreisn, eins og Ein- ar Olgeirsson hefir líka tekið fram. Þetta verður að nægja, og þó aðeins sé hér drepið á aðalatrið- in, ætti öllum að vera ljóst hvert er hið raunverulega tak- mark kommúnistanna. Skal nú vikið að helztu starfsaðferðum þeirra. Róprian. Það vopnið, sem kommúnist- ar beita með hvað mestum ár- angri í starfsemi sinni, er róg- urinn. Enginn er talinn liðtæk- ur í kommúnistaflokkinn nema hann sé boðinn og búinn til þess að flytja allan þann róg, sem honum er fyrirskipað af yfir- boðurunum, út til almennings. Rógstarfseminni er þannig hag- að, að „foringjarnir“ koma sér saman um hvern nú skuli rægja, búa til rógsögurnar og koma þeim á framfæri við á- hugasama flokksmenn, eða segja þær til gamans á sellu- fundum. Hinir óbreyttu liðs- menn bera svo róginn út. Alls staðar — á vinnustöðvunum, á 'samkomum, á fundum og i við- tölum við einstaka menn koma þeir rógnum að. Þetta er ekki alt af pólitískur rógur, heldur miklu frekar persónulegur róg- ur til þess gerður að draga þann mann niður í áliti almennings. Þannig eru þessar sögur jafnvel sjaldnast um pólitík, heldur fjárbrall, svik, óreglu og annað úr einkalífi manna, sem ýmist er fótur fyrir eða alveg logið upp. Síðan heldur rógsagan á- fram, þessi segir hinum og hann svo öðrum og svo flýgur sagan frá manni til manns. Því miður er mannlegt eðli ennþá svo lágt, að menn trúa oftast því, sem ilt er sagt um náungann, og vara sig ekki á rógnum, og því er þessi aðferð einna áhrifa- mest af starfsaðferðum komm- únista. Og rógsagan er ennþá þýð- ingarmeiri fyrir þá sök, að þeg- ar hún kemur út til almennings veit hann ekki að hún er frá kommúnistunum komin, af þeim tilbúin og útbreidd í á- kveðnu augnamiði, og geldur því ekki varhuga við henni. Sem dæmi upp á þessa aðferð vil ég skýra hér frá eftirfarandi at- viki: Síðastliðið sumar voru fjórir ráðamenn núverandi kommún- ista hér úr Reykjavík staddir í herbergi einu á hóteli á Akur- eyri. í herberginu við hliðina á því bjó Alþýðuflokksmaður, sem var á ferð fyrir norðan. Ó- mögulegt var fyrir hann að komast hjá því að heyra hvað sagt var í herbergi kommúnist- anna, því einföld hurð var milli herbergjanna. Þegar kommún- istarnir höfðu komið sér vel fyrir, barst tal þeirra að klofn- ingunni í Alþýðuflokknum, sem þá var nýlega um garð gengin. Allir voru þeir á einu máli um að nú þyrftu þeir að vinna vel tiT þess að „slá niður Skjald- borgina“ og nefndu ýmislegt, sem gera þyrfti. Eitt af því, sem þeim öllum kom saman um að bezt dygði, væri það að taka á- kveðna menn, sem þeir til- nefndu, breiða út um þá alls konar sögur og svívirðingar sannar og lognar og svívirða þá sem allra mest persónulega. „Það mun duga, ef ég þekki fólkið rétt,“ sagði einn af kom- múnistunum. Skyldi þar ekkert látið ónotað og sá rógur rekinn bæði opinberlega og í leyni. Töldu þeir að þetta myndi bezt duga, því á öllum mætti ein- hvern höggstað finna, Voru nú talin upp nöfn þeirra Alþýðuflokksmanna, sem mest höfðu staðið gegn kommúnist- unum og athugað hvaða rógur mundi bezt bíta á hvern þeirra. Þegar leið á nóttina leystist hin kommúnistiska glaðværð upp, en ekki var annað að heyra en fullnaðarákvörðun um þetta væri tekin. Nú vil ég spyrja lesendur: Hvort finst ykkur ekki dyggi- lega hafa verið unnið á þessari „línu“ frá Akureyri? Hafa þeir menn, sem nú standa fremstir í flokki alþýðusamtakanna, far- ið varhluta af róginum? Ég spyr ykkur, verkamenn á vinnustöðvunum, sjómenn á skipunum, verkakonur og iðn- aðarfólk: Er ekki á vinnustöð ykkar „Héðins-maður“, eða kommúnisti, sem rógborið hefir þessa menn leynt og ljóst? Hug- leiðið þetta og svarið ykkur sjálf. Allir þekkja þá rógsher- ferð, sem hið stolna blað Nýtt land og Þjóðviljinn hafa farið opinberlega gegn einstökum forystumönn- um Alþýðuflokksins. Ekkert blað mun hafa komið svo út af þessum blöðum s.l. ár, að þar væri ekki ein eða fleiri níðgrein eða rógsgrein um Stefán Jóhann Stefánsson. Skipulagning rógsstarfsem- innar er ekki hér með búin. Kommúnistarnir vita að ekki er hyggilegt að rægja marga menn úr sama flokki í einu. Það yrði of áberandi og því yrði síður trúað. Þess vegna eru menn „teknir“ einn eða tveir í senn og höfuðáherzlan lögð á að rægja þá til hlítar, og þegar árangurinn er sýnilegur orðinn að dómi foringjanna er dregið úr og annar nýr tekinn í stað- inn. Kommúnistarnir vita að lygin, nógu oft endurtekin, verður oft að sannleika í hugum þeirra, sem lítið hugsa eða jafn- vel langar til að hún sé sönn. Vel skipulögð rógstarfsemi er ekki þýðingarlítil. Og þess ,munu engin dæmi, að beinlínis skipulagðri rógstarfsemi hafi verið beitt af neinum flokki fyr hér á landi í stjórnmálabarátt- unni. Enda er það svo, að í kommúnistaflokkinn veljast nær því undantekningarlaust misindismenn eða menn, sem líta á starf sitt sem eins konar „trúboðsstarf“, sem heimilt sé að beita „hvaða ráðum sem duga“ til að ná tilætluðum ár- angri eða vinna „flokknum“ gagn; Visvitandi ðsannindi. Til þess að notfæra sér róg- inn út í æsar þurfa kommún- istarnir vel skipulagða starf- semi eins og áður er á minst. Það þarf að grafa upp eða búa til „trúlegar“ sögur, setja menn til að útbreiða þær, fylgjast með árangrinum o. m. fl. Þess- arar miklu fyrirhafnar þarf ekki eins við aðferð nr. 2 hjá kommúnistunum, en hún er vís- vitandi ósannindi. Það kemur ekki fyrir, að í blaði þeirra eða blöðum sé rétt sagt frá nokkru því máli, er Al- þýðuflokkinn snertir. Fullkom- l»ga vísvitandi ósannindi er þar farið með um svo að segja hvert einasta raál, sem hann varða, Heilum sögum er skrökv- að frá rótum og alt vísvitandi rangfært. Þeim nægir ekki heldur að nota ósannindin inn- anlands. Þeir láta félaga sína er- lendis koma þeim þar á fram- færi, ef þeir halda að það geti skaðað. Að telja upp öll ósann- indi Þjóðviljans er engum kleift, en á fátt eitt skal bent. Þegar síðasta Alþýðusam- bandsþing var háð, sögðu kcm- múnistar að þingið hefði verið „ólöglegt". Aðalrökin, sem fyr- ir því voru færð, voru þau, að kjörnum fulltrúum hefði verið meinuð þingseta. —- Ekki ein- um einasta manni eða konu, sem rétt átti til þingsetu, var mein- uð hún. Þeir, sem ekki fengu réttindi, voru þeir einir, sem neituðu að borga skatt til sam- bandsms, en skattgreiðsla fé- laganna hefir frá öndverðu ver- ið skilyrði fyrir því, að fulltrúar þeirra fengju þingsetu. Af þessum ósannindum fædd- ust svo sjálfrátt önnur, þ. e. þau, að gerðir þingsins væru ólöglegar. Alt eru það sömu ó- sannindin og af sömu rótum runnin. Ein ósannindin, sem kommúnistar nú nota, eru, að mörg félög hafi sagt sig úr Al- þýðusambandinu. Sannleikur- inn er sá, að aðeins í tveimur fé- lögum hefir farið fram lögleg atkvæðagreiðsla um það og var felt í báðum. Hins vegar hafa kommúnistar látið samþykkja á fámennum fundum slíkar ,,úr- sagnir“ og sjá allir að slíkt er vitanlega hrein lögleysa. Þannig má sanna með fjölda dæma, að bein ósannindi eru ekki þýðingarlítill þáttur í starfi kommúnistanna. Að segja aldrei satt orð um andstæðing sinn, en fara sífelt með vísvit- andi ósannindi um alt, sem hann snertir, þarf meira en lítið forherta lygara til. Þetta gæti þó þolast hér inn- an „landhelginnar“. En komm- únistunum er það ekki nóg. Allir vita nú að lygagreinin í „Man- chester Guardian“ var af þeim samin og send blaðinu. Allir vita nú, að Einar Olgeirsson sendi kommúnistablaði í Dan- mörku skeyti með beinum ó- sannindum um umræður og yf- irlýsingar forsætisráðherra á alþingi, er skaðað hafa málstað íslands erlendis. Þetta varð hann að meðganga á alþingi. Allir vita enn fremur, að út af deilunum við Alþýðuflokkinn hér hefir verið reynt — og stundum tekist — að koma al- gerlega ósönnum frásögnum inn í blöð Alþýðuflokkanna á Norðurlöndum af íslenzkum kommúnistum, sem hafa gefið sig út fyrir „sósíaldemókrata“ erlendis. Þess eru dæmi að kommún- istar hafa rekið úr flokki sínum menn fyrir það eitt að þeir neit- uðu að segja ósatt þegar þess var af þeim krafizt af flokkn- um. Einna nærtækasta dæmið þar um er um Ingólf Jónsson fyrv. bæjarstjóra á ísafirði. Hann birti leiðréttingu á lyg- um, sem staðið höfðu í flokks- blaði kommúnista um meðferð þurfamanna á ísafirði. Fyrir þetta var hann rekinn úr flokknum með dæmafáum per- sónulegum svívirðingum, sem birtar voru í sama blaði og leið- réttingin. Þannig er ósannindastarf- semin rekin sem annar aðal- þáttur í áróðursstarfinu fyrir tilveru þessarar aumkunar- verðu flokksnefnu. Frh. á á. síðs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.