Alþýðublaðið - 05.06.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.06.1939, Blaðsíða 2
MANDDAGINN 5. JGNI 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Hversvegna sést ég svo sjaldan? Leiftur úr þýzkri menningu. Hneyksli í Aust- urstræti við dyr menningar- félagsins. Atvinnan í Reykja- vík og utanbæjarmennirnir. ATHUGANÍR HANNESAR Á HORNINU. ALLMARGIR hafa undanfarið skrifað mér og fundið að því, hve Hannes á horninu kemur sjaldan í blaðinu. Ég vil taka það fram, að ástæðan er ekki sú, að ég sé far- inn að eldast svo mjög, að ég sé farinn að verða latur við bréfa- skriftirnar, heldur er hún sú, að Alþýðublaðið er alltof lítið. Eina ráðið til að fá Hannes á horninu oftar í blaðinu er að fá breyttu fyrirkomulagi á blaðinu og það stækkað. í þýzku blaði stóðu eftirfarandi klausur nýlega undir fyrirsögn- inni: „Ótrúlegar fréttir.“ „GESTGJAFINN Emil Kopoer og kona hans. eigendur veitinga- hússins „Vier Linden“ hafa lýst því yfir, að þau myndu verða fyrst manna til þess að verzla við Gyð- inga, þegar búðir þeirra verða opnaðar aftur.“ „PÓSTFULLTRÚINN Kluge í Lubbecke heilsaði Gyðingnum Lazarus á járnbrautarstöð þar á staðnum — hneigði sig djúpt og bauð honum alúðlega góðan dag.“ „PAUL KEMPT gullsmiður í Suhl tók ofan fyrir Gyðingastúlk- unni Saprha og Gyðingnum Fried- mann. Þetta gerðist sunnudaginn 15. janúar, um sama leyti og S.A. höfðu fundi sína.“ „ANNA GARTNER í Butten- wiesen umgengst Gyðinga þar á staðnum. Hún kom í sorgarklæðum að jarðarför Gyðingastúlkunnar Flora S. Lammfromm.11 ÞETTA ERU hokkur leiftur úr þýzkri menningu nú til dags. HAFA Reykvíkingar, sem dag- lega ganga Austurstræti, ekki séð forina við dyrnar á Thorvald- sens-bazar? — Og ef þeir hafa séð hana, eins og hún er nú, og eins og hún er búin að vera sumar eftir sumar og ár eftir ár, hvernig stendur þá á því, að hún skuli vera þarna óumtalað? Eða eru Reyk- víkingar svo blindir fyrir sóða- skapnum, að þeir sjái ekki? ÞEGAR skemtiskipin koma, eru hinir útlendu gestir laðaðir að Thorvaldssensbazar, til þess að kaupa minjagripi um íslenzka menningu, þeim gefst þá um leið og hefir gefist ríkulega undanfarin ár tækifæri til að sjá íslenzkan þrifnað, ekki svona í afdalakoti, heldur í aðalgötu höfuðborgarinn- ar, ómengaða, opna forarvilpu við dyrnar, að því menningarfyrirtæki, sem tekur að sér að sýna js- DAGSINS. lenzka þjóðmenningu og kennir sig við sjálfan Thorvaldsen. [ , jfc- íy&M , " "'i ERU engin takmörk fyrir því, jafnvel ekki í sjálfu Austurstræti, hvað húseigendum á dýrustu og arðmestu lóðum bæjarins getur haldist uppi af sóðaskap með hús sín? Farið sjálf og sjáið! Annars eru það auðvitað ekki húseigendurnir, sem hafa skapað þennan óþverra, heldur allskonar sóðadót, sem flækist um göturnar. Vilja ekki heilbrigðis og hreinlæt- isvöldin í þessum bæ setja upp „boxhanskana11 og útrýma þessum óþverra? „GÆGIR“ skrifar mér á þessa leið: „Það var orð í tíma talað og þó of seint, sem hann S. M. skrif- aði þér, 26. maí. Gamlir Reykvík- ingar og ungir, sem eru uppvaxnir hér, eru bókstaflega settir hjá, — þegar um atvinnu er að ræða eins og S. M. bendir réttilega á.“ „HVERJIR ERU ÞAÐ, sem við vinnu eru í hinum ýmsu ríkis- stofnunum? Mestmegnis eru það menn, nýfluttir til bæjarins og oft lítt hæfir til þess starfs, sem þeir eru settir til, geta allir séð það, sem líta þar inn og sjá þessa menn vera að pikka þar á ritvél með einum fingri." HVERNIG VAR ÞAÐ þegar lög- regluþjónunum var fjölgað hér um árið? Það væri fróðlegt að sjá skýrslu um það, hvað margir Reykvíkingar hlutu þau hnoss, eða hafa Reykvíkingar komist að í tollþjónastöðurnar svo nokkru nemi? Ég held nú ekki. SÚ SAGA gengur um bæinn, að um seinustu áramót hafi tollþjón- um verið fjölgað mikið og um stöðurnar hafi sótt fjöldi bæjar- manna með mjög sæmilegri ment- un alt upp í stúdentspróf, en ein- göngu utanbæjarmen nvoru teknir í þessar stöður. Svona mætti lengi telja.“ ÞETTA um tollþjónana er alls ekki rétt. Hannes á Iiorninu. Skipasmíðastöðvar í Danmörku hafa tekið við pöntunum um smiði á skipum fyrir 220 milljónir króna samtals. Það eru alls 57 skip, sem hér er um að ræða, og þar af eru 32 pöntuð af erlendum aðilum, en 25 af dönskum. — Á sænskum skipasmíðastöðvum eru einnig smíðuð óvenjumörg skip um þessar mundir. Skipa- smíðastöðin í Gautaborg hefir til dæmis fengið fleiri pantanir en nokkru sinni áður. Mörg af skip- um þessum eru smíðuð eftir pöntunum frá Englandi. FÚ. Svo báru hreindýrin Óla og Gerðu aftur til Finnakonunnar, þar sem þau vermdu sig í hlýrri stofunni og létu vísa sér veginn heim. E? En Finnakonan hafði saumað handa þeim ný og gert við sleðann sinn. föt. t ■ Og hreindýrið og ungi hreinninn hljóp við hlið hans alveg að landamærunum. Þar snéri Finnakonan við m5ð hreindýrin sín. níðbréfunum áfram að rigna yf- ir konuna, og bréfritarinn virt- ist verða ófyrirleitnari með degi hverjum, því svo fóru rannsóknarlögreglunni einnig að berast samskonar bréf. Einn góðan veðurdag tókst svo Himmelstrup allt í einu að komast fyrir sannleikann og vakti hann almenna undrun. Það var konan sjálf, sem skrif- að hafði öll bréfin. Játaði hún viðstöðulaust, en kvaðst enga grein geta gert sér fyrir því hversvegha hún hefði tekið upp á þessu, sér hefði fundist eitt- hvað „koma yfir sig,“ sem blátt áfram hefði knúð hana til að setjast niður og skrifa þetta. Konan var svo afhent geð- veikralækni til rannsóknar. Hveiti í 10 lb. pokum 2,25 Hveiti í 20 lb. pokum 4,25 Hveiti í lausri vigt 0,40 kg. Strásykur 0,65 kg. Molasykur 0,75 kg. Spyrjið um verð hjá okkur. Ulí É mjéli itðisk oppfianing. AMVINNUFÉLAGASAM- BAND NOREGS og mjólk- úrsölusambandið sænska hafa í sameiningu fest kaup á ítalskri uppfinningu í þá átt að fram- leiða ull úr mjólk. Eftír þessari uppfinningu er hægt að framleiÖa úr undanrennu gerviullartegund, sem nefnist „lanital“. Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið með gerviull- artegund þessa við matvæla- birgðastöð sænska ríkisins, sýna, áð hún er í ýmsum efnum eins góð og náttúrleg ull. Aðrir halda því hins vegar fram, að gerviullin „lanitar1 sé ekki eins endingar- góð. Samband sænskra samvinnufé- laga og mjóikursölustjórnin hafa nú sent ríkisstjórninni uppá- s'tungu um ,að ríkið kaupi 5 millj. kg. af „lanitalull“ og láti vinna úr henni einkennisbúninga handa hermönnum. Er þessi málaleitun rökstudd með því, að Svíþjóð hafi meiri mjólk en markaður sé fyrir í landinu og að ull sé mjög dýr. Sænska stjórnin hefir ekki kvarað tillögunni enn þá. FÚ. Lík rekur á Akranesi. Nýlega rak lík á Akra- nesi. Var það lík Jóns Sveins- sonar, háseta á lv. Ólafi Bjarna- syni, sem drukknaði i vetur. Einkeunilegt iðg- reglnmál. SNEMMA í þessum mánuði kom einkennilegt mál fyr- ir réttinn í Horsens í Dan- mörku. Kona ein þar í borginni hafði urn langan tíma orðið fyrir undarlegum ofsóknum, á þann hátt, að henni bárust stööugt með litlu millibili nafnlaus níð- bréf er smánuðu hana á hinn ógeðslegasta hátt. Konan leitaði svo ti.1 lögregl- unnar og hóf hún ítarlega rann- sókn undir stjórn lögreglufor- ingja Himmelstrup að nafni. — Meðan á rannsókninni stóð hélt Símar 1678 og 2148. Tjamarbúðm. Sími 3570. Útsvars-. og skattakærur skrifar Jón Björnsson, Klapp- arstíg 5 A. Útbreiðið Alþýðtjblaðið! MAÐURINN SEM HVARF 50. til þín ef ég treysti þér ekki? Treysti þér meira en öllum öðrum lifandi verum.“ Hún hjúfraði sig aftur að honum. En svo spurði hún gripin af þeirri tilhneigingu, sem er öllum konum sameiginleg, að njóta óvæntrar hamingju með hliðsjón af einhverju ömurlegu í því liðna: „Hvers vegna yfirgafst þú mig án þess að gefa mér nokkra skýringu? — Hvers vegna ertu svona — svona undarlegur? — Ég elskaði þig eins og þú varst.“ Hann svaraði ekki strax, en lagði handlegginn yfir herðar hennar og leiddi hana inn ganginn, inn á einkaskrifstofu sína. Svo settist hann í gamla skrifborðsstólinn sinn, en Charlotta lét fallast í djúpan hægindastól, sem ætlaður var viðskifta- vinunum. „Ég flúði frá Ilku. Hún — elskaði annan. Og ég komst að því að hún hafði ákveðið að ráða mig af dögum.“ „Ég veit það,“ svaraði Charlotta með beizkju í röddinni. „Og þess vegna sagði ég frá öllu, sem ég vissi um hana þegar ég frétti að þú værir dáinn.“ „Svo það hefir verið fyrir þínar aðgerðir að hún var hand- tekin.“ Charlotta kinkaði kolli, — og Blake stundi þungan. „Og það er einmitt orsökin til þess, að ég er komin aftur. Eins og þú sérð þá myrti hún mig ekki. — Við verðum að frelsa hana.“ „Þú mátt vera viss um að hún bjargar sjálfri sér einhvern veginn. Það gera konur af hennar tegund ávalt. — Og auk þess hafði hún ákveðið að myrða þig, — það veiztu ... Jim! — Fyrir augnabliki síðan hélt ég að þú hefðir komið aftur af því að þú elskaðir mig.“ Hann hristi höfuðið, dapur í bragði. „Nei, — ég gæti frekar sagt að ég hafi horfið af því ég elskaði þig. Hún gefur mér aldrei skilnað eftir á meðan ég á nokkurn eyri til. — Og fyrst ég get ekki gifst þér, er það réttasta, sem ég get gert, að hverfa úr minni gömlu veröld. Ég gerði það líka. En — nú er ég neyddur til þess að koma aftur.“ í Hún horfði á hann og hann sá sársauka og ásökun leynast í svip hennar. Það var konan, sem elskar af öllu sínu hjarta, sem horfði á manninn, sem brást ást hennar. ,,í nokkur augnablik áðan áleit ég að við hefðum nú loks- ins fundið hvort annað og að við mundum aldrei þurfa að skilja framar.“ Hann stóð á fætur og byrjaði að ganga fram og aftur um gólfið. Eftir litla stund settist hann aftur. Honum hafði fund- ist það svo eðlilegt og sjálfsagt að koma til hennar og segja henni leyndarmál sitt, og þannig myndi það ávalt hafa verið og verða þegar eitthvað geigvænlegt berði að dyrum hans. Hún var bezti félaginn, sem hann átti, — bezti vinurinn hans. Og nú hafði hann leitað til hennar aðeins til þess að hrinda henni svo frá sér aftur, þegar Ilka væri úr allri hættu. Hann hafði að vísu ekki tekið það með í reikninginn, en það hlaut óhjákvæmilega að verða afleiðingin. Ilka myndi verða honum erfiðari hér eftir e nnokkru sinni fyr. Hún myndi aldrei gefa hann lausan. Nú myndi hún ávalt nota það sem svipu á hann, hvað hún, saklaus, hefði orðið að þola hans vegna. Og að það skyldi hafa verið Charlotta, sem átti upptökin að ákærunni, gaf Ilku nýjan möguleika, — varð henni nýtt vopn til að vinna á móti hamingju hans. Þegar hann loksins svaraði, \-ar þungur undirstraumur af hatri í rödd hans. Og hann talaði hægt eins og hann sliti orðin sundur: „Á þessu augnabliki gætiég látið hana deyja.“ Augu Charlottu höfðu fylgt hverri hreyfingu hans og hverju svipbrigði. En ásökunin í svip hennar var horfin. „Og þetta gætir þú gert fyrir mig — fyrir okkur.“ ITann roðnaði undan augnaráði hennar. „Það er hræðilge grimd, en — ég sé enga aðra leið til að verða frjáls maður.“ AU sátu þögul um stund, svo stóð hún upp, gekk um- hverfis skrifborðið, laut yfir hann þar sem hann sat í stólnum og kysti hann á ennið með brennheitum skjálfandi vörum. „Þrátt fyrir alt, þá getum við ekki gert það. — En ég get ekki gert að því, þó það sé ljótt, að ég er innilega ðlöð yfir því, að þú gazt hugsað þannig.“ Hann ætlaði að taka hana aftur í faðm sér, en hún ýtti honum blíðlega frá sér og gekk aftur til sætis sins. „Nei, við megum ekki gleyma okkur, — við verðum nú að láta skynsemina ráða eins og í gamla daga. — Iivað get- um við gert til þess að frelsa Ilku?“ Blake laut fram á borðið hugsandi. Henni sýndist hann hafa elzt um mörg ár þessar seinustu mínútur. —En það gerði ekkert til, því á þessum sömu mínútum höfðu þau fund- ið hvort annað, — orðið innilega samrýmd eins og í gamla daga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.