Alþýðublaðið - 05.06.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.06.1939, Blaðsíða 4
MANUDAGINN 5. JONI 1939. saeAMLA biúb tndíána- stúlkan Spennandi og Vel leikin amerísk kvikmynd, gerð eftir einni þektustu skáld- sögu ameríska rithöfund- arins REX BEACH: „The Barrier“. Kvikmyndin ger- ist öll í undurfögru og tignarlegu landslagi norð- ur í Alaska. Aðalhlutverk: LEO CARILLO, JEAN PARKER og JAMES ELLISON, S141PAUTC ER0 l'TT I I --FÍ Súð fer vestur og norður miðviku- dag 7. þ. m. klukkan 9. síðdegis. Aukahafnir: Búðir, Staðarfell og Bolungavík. Tekið á móti flutningi til há- degis á morgun. — Pantaðir farseðlar óskast sóttir á morgun. A SJÓ OG SILD Frh. af 3. síðu. þig langa til að kasta þér út í vinnandi manniðuna og þó þú sért farinn að reskjast, kemstu ekki hjá því að löngunin brjót- ist út hjá þér með leynilegu andvarpi: Æ, íslands æska, gaman væri að eiga fáein ósvik- in brot af þínu ósvikna lífs- magni. Siglufjörður er mætistaður- inn fyrir alla Norðurlandabú- ana, sem hafa síldveiðina að at- vinnuveg. Þar sjást Norðmaður- inn, Færeyingurinn, Svíinn, Lettlendingurinn, Daninn og ís- lendingurinn og ræða saman í bróðerni. Að önnur þjóðerni fyrirfinnist, svo sem Englend- ingar, Skotar og Frakkar, er alls ekki sjaldgæft. Af hinum fjölmennu Norðurlandabúum hlynna Norðmenn langbezt að sínu fólki. Auk þess að þeir starfrækja hið ágæta sjó- mannaheimili sitt, senda þeir árlega skip sitt „Friðþjóf Nan- sen“, sem margvíslega aðstoðar og hjálpar norskum fiksimönn- um við ísland. En hvað sjó- mannaheimilinu viðvíkur, á það sjálfsagt ekki minstan þátt í reglusemi og prúðri framkomu Norðmanna er þeir dvelja í landi. Þeir, sem eldri eru, muna aðra tíma og róstusamari. ís- lendingar og Norðmenn voru þá ekki ávalt sáttir og Siglu- fjörður varð þar af leiðandi landsins ásteitingarsteinn. Það er enn þann dag í dag mikið hneykslunarefni, ef þessi þús- undahópur verður glaðvær úr hófi fram og fer út fyrir ein- hver þau takmörk, sem almenn- ingsálitið setur. En það er samt ekkert undrunarefni. Þegar all- ur þessi skari skilur við heimili sín, slitna hin viðkvæmustu bönd. Minningin um og löngun- in eftir fjölskyldunni skapar ó- fullnægða þrá 1 huganum. Þessi þrá dofnar ekki þegar hann sér aðra menn ganga hamingju- sama til heimila sinna. Þvert á móti, hún verður sterkari. Hjá sumum mönnum verður hún svo sterk, að þeim finst óheilla- ráðið verða þjóðráð, en það er að deyfa þrána með nokkrum teygum af góðu víni. En hér hafa Norðmenn siglt sniðug- lega milli skers og báru. Eitt af höfuðskáldum þeirra, Björn- stjerne Björnson, líkti sér í einu kvæðinu við skelfiskinn, sem ber húsið sitt á bakinu, skáldið sagði að hvar sem leið sín lægi um heiminn, bæri hann ávalt heimilið sitt með sér. Eftir þessu hafa Norðmenn munað hér á landi, þeir hafa flutt heim- ilið með sér og plantað það nið- ur í Norsk fiskerhjem. En öllu slíku hafa íslendingar gleymt. Við þekkjum allir máltækið: Refir eiga holur, en íslenzkir sjómenn eiga engan sameigin- legan verustað í landi annan en götuna. Það væri því ekki ann- að en tímabær virðingarvottur, ef ríkisstjórn eða hið háa al- þingi reisti sjómanninum um síldveiðitímann eitthvert skjóls- hús, sem lítils háttar gæti mint á heimilið, sem hann yfirgefur. Að minsta kosti stendur það engum nær en hinum virðuíegu aðilum, að hlúa sem bezt að þessum æðarfugli sínum, sem reitir af sér dúninn fyrir marg- ar milljónir króna árlega. Skrifað í maí. H. Þ. KAPPLEIKURINN Frh. af 1. síðu. viðburöur er afmæliskappleikur K. R. við Val 14. þ. m. Og svo koma Bretarnir þann 17. Akselsson um leikinn: Útkoman, sigur Vals með 2 mörkum gegn 1, svaraði til styrkleika liðsins, en jöfn út- koma eftir IV2 klukkutíma leik hefði ekki heldur verið órétt- lát, en hinn betur skipulagði leikur Vals færði honum sigur- inn. Það kom líka í ljós, að Val- ur, í 2. hálfleik móti vindinum, átti auðveldara með að koma á góðum samleik og sýndu fram- herjarnir, að undanteknum Ell- ert, sem ekki var vel upplagð- ur, betri leik en þeir hafa sýnt áður á þessu vori. Framverðirnir léku örugt og Frímann bezt. Bakverðirnir Sigurður og Grímar byrjuðu vel, en virtust taugaóstyrkir og öryggislausir í seinni hálfleik. Hermann lék jafnan vel. Liðið í heild er mjög jafnt skipað. Þrátt fyrir ósigurinn sýndi K. R. góðan leik, sem lofar góðu um liðið eftirleiðis. Þó eiga þeir, samkvæmt minni skoðun, að vera á verði eftir nokkrum góð- um leikmönnum. K.R.-ingar verða vafalaust skæðir keppi- nautar á næsta íslandsmóti. Björgvin Schram er án efa bezti leikmaður K. R. og nú lék hann líka sérstaklega vel og það var hann, sem bar uppi vörnina. Skúli er ungur leikmaður, mjög efnilegur og sýnir ótví- ræða hæfileika og lék oft mjög vel. Af framherjunum leizt mér bezt á Guðmund Jónsson, sem barðist með hinu rétta bardaga- kappi og lék oft vel, og Hans Kragh er að ná aftur sinni fornu leikni. Bakverðirnir léku ekki hrífandi. Sigurjón lék knettinum alt of oft út af vell- inum og Haraldur lék oft meira á manninn en knöttinn, þó var hann betri. Anton, markvörður. inn, stóð sig vel. Kappleikurinn var allur hinn drengilegasti. Mr. Divine má heldur ekki gleyma. Það er enginn vafi á því, að tilsögn hans færði Val sigurinn að þessu sinni. Lindemann, dómaranum, tókst vel að stöðva ólöglegar hrindingar, en úrskurðir hans um rangstæður voru alls ekki réttir. Þegar t. d. vinstri kant- maður hafði knöttinn og hægri útframherji (standandi hægra megin við vítateig), er rang- stæður og hefir engin áhrif á leikinn, þá á ekki að stöðva leikinn og gefa aukaspyrnu. Þetta og ýmislegt líkt þessu kom oft fyrir. Og það bætti heldur ekki úr skák, að línu- vörðurinn, Þráinn Sigurðsson, gaf hvað eftir annað merki um rangstæður, sem engin áhrif höfðu á leikinn, en sem betur fór skifti Lindemann sér ekki alt af af því. Það er líka á- f DA6. SJÖMANNADAGURINN Frh. af 1. síðu. mikla vinnu, ágæta smekkvísi og útsjónarsemi. Þessi dagur er þegar orðinn fastur í meðvitund þjóðarinnar og verður án efa einn mesti há- tíðisdagur hennar. Slómennskn sýningin vekir mjðg mikla eftirtekt. Sjómenskusýningin er ein- hver bezta og eftirtektarverð- asta sýning, sem hér hefir verið háð. Hún á að standa í hálfan mánuð og er ekki að efa að mikill meirihluti Reykvíkinga mun fara og sjá hana. Þarna ægir öllu saman, þó í röð og reglu og svo vel fyrir komið, að leikmenn fá fulla hugmynd um þá stórkostlegu þróun, sem fram hefir farið í íslenzkri sjó- sókn jafnvel alt frá landnáms- tíð til hins fullkomna nútíma. Þarna eru æfagömlu veiðar- færin, sjóklæðin, skipin, þarna eru nýtízkutækin, nýtízkuút- búnaðurinn, vélarnar og skipin. Þarna eru matsalir skipanna út- búnir og skreyttir af Matsveina- og veitingaþjónafélaginu, þarna er deild loftskeytamannanna, vélstjóranna, brú skipstjóranna, afurðir sjávarins útbúnar af Niðursuðuverksmiðju SÍ.F. fyr- ir gaffalinn og hnífinn. Sýning- in var opnuð með mikilli við- höfn að viðstöddum mörgum gestum. Þorsteinn Loftsson flutti ávarp, en Stefán Jóh. Stefánsson flutti aðalræðuna og opnaði sýninguna. Lúðrasveitin Svanur lék íslands Hrafnistu- menn og þjóðsönginn. Það er þrekvirki, sem sjó- mennirnir hafa unnið með því að setja upp þessa veglegu sýn- ingu. Þeir hafa aðeins haft til þess 4 daga og 4 nætur. Það er listarbragð á allri sýningunni og hún sýnir hina miklu feg- urðartilfinningu þeirra, sem sett hafa hana upp. Aðallega hefir Friðrik Halldórsson loft- skeytamaður séð um uppsetn- ingu sýningarinnar. Reykvíkingar eiga að streyma á þessa sýningu í stórhópum og enginn, sem sækir hana, mun sjá eftir því. Eimskip: Gullfoss fer til útlanda í kvöld kl. 8, Goðafoss er á Akureyri, Brúarfoss kemur til Vestmanna- eyja í fyrramálið, Dettifoss er á leið til Grimsby, Lagarfoss er á Sauðarkróki, Selfoss er á leið hingaö frá Antwerpen. Happdrættið. Síðasti endurnýjunardagur fyr- ir 4. flokk er í dag. stæðulaust að stöðva leikinn vegna rangstæðu, þegar knött- urinn er á leið út eftir vellin- um og ný sókn er hafin í hina áttina. Guðjón Einarsson, Mr. Divine og Buchloh eru áreið- anlega á minni skoðun um þetta efni. Annars er það andstætt venju minni að gagnrýna dóm- ara, en þegar bæði leikmenn og áhorfendur geta álitið, að skiln- ingur og dómar Lindemanns um rangstæður séu réttir, en dómar okkar eigin dómara, svo sem Guðjóns, Þorsteins og fleiri álitnir rangir, þá vil ég taka þetta fram. 5f3 * ' Næturlæknir er Björgvin Finns- son, Garðastræti 4, sími 2415. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20,20 Hljómplötur: Göngulög. 20.30 Sumarþættir (Valtýr Stef- ánsson). 2050 Útvaroshliómsveitin leikur dönsk alpýðulög (Einsöngur Gunnar Pálsson). 21.30 Hljómplötur: Dönsk tónlist. 22,00 Fréttaágrip. Dagskrárlok . Hjónaband. Á laugardaginn voru gefin sam :an í hjónaband hjá lögmanni ung frú Helga Jónsdóttir skrifstofu- stúlka hjá Mjólkurfélaginu og Sig urliði Kristjánsson kaupmaður. Heimili peirra verður á Lauga- vegi 82. , Bazar. Allar þær góðu konur sem hafa í hyggju að styrkja bazar Barna- heimilisins VorboÖi ,sem haldinn verður þ. 11. þ. m., komi mun- um sínum sem allra fyrst til undirritaðra kvenna: Katrín Páls dóttlr, Norðurstíg 5, Gíslína Magn úsdóttir, Freyjugötu 27A, Guð- rún Halldórsdóttir, Njálsgötu 4, Sigríður Friðriksdóttir, Bárugötu 12, Guðríður Sveinsdóttir, Berg- þórugötu 15, Jóhanna Egilsdóttir, Eiríksgötu 33, Anna Guðmunds- dóttir, Ásvallagötu 39. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Margrét Sturludóttir sauma- kona og Gunnar Bjartmundsson vélstjóri Nýlendugötu 16 . Súðin kom í gærkvöldi úr hringferð austur um land. Litprentuð æfintýri. Blað kommúnista hefir undan- farið verið að auglýsa litprentuð æfintýri. Næsta æfintýrfð i „ser- íu“ blaðsins mun verða litprent- un af æfintýri Héðins Valdi- marssonar formanns kommún- istaflokksins „út á við“ og um „baróninn af Balkanskaganum". Happdrætti. Dregið var í happdrætti bygg- . ingarnefndar skáta af fulltrúa lögmanns nýlega. Kom upp nr. 13316. Handhá?i gefi sig fram við formann byggingarnefndarinnar, H. Thorarensen, Útvegsbanka Is- lands. Árnesingafélagið í Reykjavík hefir ákveðið að halda Árnes- ingamót fyrir Árnesinga austan íjalls og vestan á Þingvöllum 24. og 25. júní n. k. með fjöl- breyttri dagskrá. Formaður fé- lagsins er Guðjón Jónsson kaup- Jmaður, Hverfisgötu 50. Námskeið i vefnaði heldur frú Sigurlaug Einars- fdóttir í Hafnarfirði næstu 6 vik- ur. Kenslan fer fram í Flensborg- arskólanum. Frá Þingeyri. Leifur Jóhannesson verkamaður á Þingeyri á í vor 36 lömb und- an 18 ám. Þrjár eru einlembdar, 13 tvílembdar, ein þrílembd og loks ein fjórlembd. Fjögur lömbin vega samtals 10 kílógrömm og lifa öll — tveir svartir hrútar og tvær hvítar gimbrar. FÚ. I. O. G. T. IÞAKA. Fundur annað kvöld. Stórstúkuþingsmál rædd. Útsvars- og skatta-kærur skrifar Pétur Jakobsson, Kárastíg 12. Kaupum tuskur og strigapoka. ISF Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Sími 4166. Útbreiðið Alþýðublaðið! Goldwln Follies Iburðarmikil og dásamlega skrautleg amerísk ,revy‘-kvik| mynd, þar sem frægustu listamenn Ameríku frá Út- varpskvikmyndum, söngleika-| húsum og Ballett sýna list- ir sínar. Myndin er öll tekin í eðli- legum litum. I Jarðarför mannsins míns, Sigurðar Sigurðssonar frá Hjalteyri, er andaðist 25. f. m., fer fram þriðjudaginn 6. júní kl. 1 Vz e. h. og hefst með bæn að heimili mínu, Helgadal við Kringlumýrar- veg. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Inga Sigurbjarnardóttir. Til tækifærisgjafa Sehramberger heimsfræga kunst MERANIK. SiaadaimiiHi KUmTAhh. K. Einarsson & Bjömsson. Bankastræti 11. Akranes — Borgaiues. Áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudaga strax eftir komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi kl. 1 e. h. Fagra- nesið fer til Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 síðdegis. Magnús Qnnnlaugsson, Mfreiðarstjirl. Hæstaréttardómar í Hjéfnaðarmðli. IMORGUN var kveðinn upp dómur í hæstaréttl í málinU: Réttvisin gegn Gísla G. Þórðar- syni og Margréti Ketilbjarnardótt ur. Málavextir eru sem hér segir: Ákærður Gísli Þórðarson hefir ját að, að hafa 20 okt. f. á. stolið tunnu af saltkjöti, sem stóð á uppfyllingunni við höfnina í StykkishóJmi, Flutti hann tunn- una með sér á trillubát til Bílds- eyjar og lét hana þar í kompu inn af eldhúsinu í bænum í Bílds- ey. Morguninn eftir sagði hann ákærðu Margréti Ketilbjarnar- dóttur, en þau bjuggu saman i Bíldsey, frá tunnunni og hvernig hún væri fengin. Átaldi hún hann fyrir verknaðinn, en matreiddi þó kjötið. Ennfremur hefir Gísli játað, að hann liafi um mánaðamótin októ- ber—nóvember f. á., er hann var staddur í Stykkishólmi, skorið festi frá uppskipunarbát, sem lá við bryggju í Stykkishólmi og farið með hann, út í Bíldsey. Þá hafði ákærð Margrét Ketil- bjarnardóttir játað að hafa stolið tveim refaskinnum hér í Reykja- vík í marzmánuði 1937. Seldi hún annað þeirra fyir 135 krón- ur, en hitt fyrir 235 krónur. 1 undirrétti voru bæði dæmd i 45 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en hæstiréttur þyngdi dóminn á Gísla Þórðar- Byni upp i 60 daga fangelsi. 99 manns fórnst með enska kaí- bátnnm. LONDON í gærkv. FÚ. ÍUTÍU og níu menn létu líf sitt, er kafbáíurinn „Thet- is“ fórst í Liverpoolflóa. Kafbáturinn verður annað- hvort dreginn á land skamt þar frá, sem hann stakst á endann, eða dreginn til Birkenhead. Brezku konungshjónin hafa sent flotamálaráðherranum skeyti til þess að votta honum samúð sína í tilefni af kafbáts- slysinu. óhemjustór mammúttönn, sem menn ætla að muni vera 20 000 ára gömul, hefir fundist á Skáni í Svíþjóð. Fundur þessj hefir vakið mikla athygli meðal vísindamanna. FÚ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.