Alþýðublaðið - 06.06.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.06.1939, Blaðsíða 4
MREÐJUDAGINN 6. JÚNÍ 1939 ■ QAMLA BIOHI Índíána- stúlkan Spennandí og Vel leikin amerísk kvikmynd, gerð eftir einni þektustu skáld- sögu ameríska rithöfund- arins REX BEACH: „The Barrier“. Kvikmyndin ger- ist öll í undurfögru og tignarlegu landslagi norð- ur í Aíaska. Aðalhlutverk: LEO CARILLO, JEAN PARKER og JAMES ELLISON. Útsvars- «g skattakœrur skrifar Jón Björnsson, Klapp- arstíg 5 A. 10—12 ára telpa óskast í sum- arbústað austur í Fljótshlíð, til að passa 2ja ára barn. Upplýs- ingar á Leifsgötu 9 III. Útsvars- og skatta-kærur skrifar Pétur Jakobsson, Kárastíg 12. KAFBÁTSSLY SIÐ. Frh. af 1. síðu. þess sem flotamálastjórnin léti framkvæma rannsókn, eins og venja væri til þegar slys ber að höndum í flotanum. Onik sIjssíbs. KOMMÚNISTAR GÁFUST UPP. Frh. af 1. síðu. — og það verða þeir að þola á meðan hinir ábyrgðarlausu, pólitísku spekúlantar kommún- ista fara með völdin í stærsta verkamannafélagi landsins. En það verða verkamenn að hafa í huga, að ósigur kommúnistaklíkunnar í Dagsbrún er ekki ósigur fé- lags þeirra, heldur jafnvel SIGUR þess. Sðlnsamband harðllskdt- llytjenda i Horegi? KHÖFN í gærkveldi. FÚ. FISKIMÁLARÁÐUNEYTIÐ norska hefir gengið frá tillögum um það, að harðfisks- útflytjendur í Noregi myndi með sér landssamband, er síðan hafi einkasölu á þessari vöru. Þá hefir norska stórþingið samþykt að leggja til árlega í næstu sex ár 200 000 krónur, til þess að styrkja beinar fisk- flutningaferðir frá Þrándheimi til London, og vænta menn sér mikils af þessu nýja fyrirkomu- lagi. Atvinnnleysið fer nd ðð- nm minnkandl i Eng- landl. LONDON í gærkveldi. FÚ. Verkalýðsmálaráðherra Breta tilkynnti í neðri málstofunni í dag, að atvinnuleysingjum í Bretlandi hefði fækkað um 150 þús. manns frá miðjum apríl til miðs maímánaðar, og væru nú atvinnuleysingjarnir tæp hálf- önnur milljón að tölu, eða 250 þúsundum færri en á sama tíma í fyrra. Orsök slyssins er talin sú, að tvö hólf fremst í skipinu fylt- ust af sjó. Þegar kafbáturinn fanst, hafði skuturinn skagað 18 fet upp úr sjónum. Um það leyti sem herskipið „Brazen" kom á vettvang, hafði Oran kapteinn af mikilli hugprýði boðist til þess að gera tilraun til þess að bjargast út með því að nota Da- visútbúnaðinn, fyrst og fremst í þeim tilgangi að segja fyrir um björgun. Merkjakerfatæki kafbátsins höfðu eyðilagst. Þeg- ar Oran kapteinn bjargaðist og þeir, sem björguðust á eftir honum, voru allir kafbátsmenn enn á lífi. Irflðleikar bjirganar- starliins. Chamberlain sagði því næst greinilega frá björgunarstarf- inu og hvernig alt var gert, sem hægt var, til að vinna að björg- uninni og lýsti erfiðleikunum, sem sérstaklega hefðu verið miklir vegna hins ákafa straum- þunga, er þarna var. Straumur- inn var svo mikill, að kafararnir gátu ekki int af höndum starf niðri í sjónum nema sem svar- ar einni klukkustund af sex. Chamberlain taldi líklegt, að þrír menn hefðu beðið bana við tilraun til að komast út með Davisútbúnaðinum, en enginn þeirra, sem farist hefðu á kaf- bátnum, myndi hafa drukknað. Á laugardag losnuðu vírar, sem komið hafði verið fyrir ut- an um kafbátinn, og er það talið af völdum straumsins, en við þá voru fest flothylki, sem gáfu til kynna, hvar kafbáturinn væri. Bárust þau síðan með straumnum, og tók það hér um bil þrjár og hálfa klukkustund að finna kafbátinn aftur. Tilraunir, sem gerðar voru til þess að lyfta skutnum, til þess að unt væri að skera gat á skips- hliðina, heppnuðust ekki, vegna aðfalls og vaxandi straums, sagði Chamberlain. ROOSEVELT. Frh. af 1. síðu. ungshjónanna í Bandaríkjunum er lokið, fer Roosevelt 1 ferðalag um ýms vesturríkin og til Al- aska og mun á því ferðalagi fá mjög aukin persónuleg kynni af skoðunum manna á því, hvort heppilegt muni vera, að hann verði enn á ný í kjöri sem for- setaefni. Knattspyrnufélagið Fram 20 menn lögðu af stað í utan- ¥ör sína í gær með Gullfossi. Súðin fer héðan annað kvöld í hring- ferð. Háskólafyrirlestur. Frú dr. Arlandis heldur hóskóla fyrirlestur í dag um vöruskifta- verzlun. Gloría, hinn nýi bátur Samvinnufélags Hólmavíkur fór á síldveiðar um miðja síðustu viku F.O. Geysimiklir hitar ganga nú á Englandi, og und- anfarið hafa par verið miklir þurkar, svo að vikum saman hef- ir sumstaðar ekki komið deigur dropi úr lofti. Bændur á Bret- landi eru mjög áhyggjufullir um þessar mundir, því að gróður er að skrælna, og víða hafa orð- ið heiðabrunar, svo að kveðja hefir þurft hermenn á vettvang, til að stöðva útbreiðslu þeirra. F.O. Þann 1. júní var dregið hjá lögmanni í happdrætti Golfklúbbsins og kom upp númer 11336. Vinningurinn er Chryslerbifreið, og er vinnandi beðinn að snúa sér til stjómar klúbbsins. t DAi. Fjérar þjóðir taka þáttíforiiminjareim- sóknuB í Þjórsárdal í suiar. AKVEÐIÐ hefir verið, að fornminjarannsóknir fari fram í sumar í Þjórsárdal og munu fjórar þjóðir taka þátt í rannsóknunum undir umsjón Matthíasar Þórðarsonar forn- minjavarðar. Frá Danmörku kemur Aage Russel fornminjavörður og með honum Kristján Eldjárn frá Tjörn í Svarfaðardal, en hann hefir stundað fornfræðinám við Hafnarháskóla undanfarið og m. a. tekið þátt í fornminjarann- sóknum á Grænlandi. Frá Svíþjóð koma Morten Steinberger og dr. Nilson forn- fræðingur, og frá Finnlandi magister Jauko Voionamaa. Fornfræðingarnir eru vænt- anlegir hingað um 10. júlí og er búist við að rannsóknirnar standi yfir í 6 vikur. í Þjórsárdal eru á milli 20 og 30 bæjarrústir, sem vitað er um, og má marka af því, að dalurinn hafi verið blómleg og þéttbýl sveit, áður en hann eyddist af öskufalli og upp- blæstri. Áður hefir verið grafið í nokkrar bæjarrústir í Þjórsár- dal, og er ætlunin að grafa þær upp að nýju í sumar, og auk þess sem flestar þeirra rústa, sem vitað er um í dalnum. Gröfturinn er einkum til þess gerður, að kynnast bæjaskipun og húsgerð, og er ekki búist við, að aðrar fornleifar finnist, svo neinu nemi. Á einum bæ i daln- um, Skeljastöðum, hefir þó fundist allmikið af mannabein- um, og er talið, að þar hafi ver- ið kirkjustaður eða kirkjugarð- ur í kaþólskum sið. Kirhjnhljónlistar' mót i Kanpm.Mfi. Píll tsélfsion mætir fyrir íslands hönd. KAUPM.HÖFN í gærkv. F.O. ANN 2- þessa mánaðar hófst kírkjuhljómlistarmöt í Kaup mannahöfn með 400 þátttakend- um. Páll Isólfsson mætir þar fyr- ir Islands hönd, en tónverk verða teikin eftir hann og Jón Leifs, og Elsa Sigfúss syngur. „Berlingske Tidende“ segir í gær um orgeltónverk Páls ísólfs- sonar, að það hafi verið fork- unarfagurt og hátíðlegt. Auk þess er farið lofsamlegum orðum um tónverk fleiri íslenzkra skálda til dæmis Jóns Leifs, Sigfúsar Einarssonar og Sigurðar Þórðar- sonar, en ungfrú Elsa ‘Sigfúss hefir sungið lög eftir þessi tón- skáld á mótinu. Á föstudagskvöld heldur Páll Isólfsson kirkjuhljómleika í Ema- [uskirkjunni í Kaupmannahöfn og ieikur tónverk eftir Bach. Hljómleikunum verður útvarp- aðð klukkan 20,50 eftir íslenzk- um tíma. Índíánastúlkan heitir myndin sem Gamla Bíó sýnir núna. Er það amerísk mynd frá Paramount-félaginu gerð eftir skáldsögunni „Kynblendingurinn" eftir Rex Beach. Aðalhlutverkin leika Leo Carillo, Jean Parker og James Ellison. Næturlæknir er Daníel Fjeld- sted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs apóteki. ÚTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20,ýO Hljómplötur: Söngvar úr tónfilmum. 20,30 Erindi:: Ættvísi, saga og heimildarrit (Steinn Dofri ættfræðingur). 20,55 Tónleikar Tónlistarskól- ans: Sónata fyrir celló og píanó. A-dúr, eftir Beet- hoven (dr. Edelstein og Árni Kristjánsson). 21.15 Symfóníutónleikar (plöt- ur): Symfónía í Es-dúr, eftir Bruckner. 22.15 Fréttaágrip. Dagskrárlok. Kærufrestur útsvara og skatta er útrunninn annað kvöld. Björgvin Guðmundsson tónskáld frá Akureyri er stadd ur hér í bænum. Eimskip: Gullfoss er í Vestmannaeyjum, Goðafoss verður á ísafirði /kl- 1 í kvöld, Brúarfoss er væntanleg ur hingað frá útlöndum kl. 8 í kvöld, Dettifoss fór frá Grims- 'by í gærkvöldi, áleiðis til Ham- borgar, Selfoss er á leið hingað frá útlöndum. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 14.—20. maí (í svigum tölur næstu viku á undan); Hálsbólga 40 (45). Kvefsótt 114 (99). Gigtsótt 1 (2). Iðrakvef 19 (12). Inflúenza 12 (8). Kveflungnabólga 2 (5). Taksótt 2 (2). Hlaupabóla 0 (2). Skarlatssótt 1 (0). Kossageit 0 (1). Ristill 1 (0). Mannslát 11 (9). Landlæknisskrifstofan (FB). Póstferðír miðvikudaginn 7. júní: Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Þingvellir. Hafnar- fjörður. Austanpóstur. Borgarnes, Akranes. Stykkishólmur. Álftanes- póstur. Norðanpóstur. Súðinvest- ur um í hringferð. Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalamess-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóst- ar. Hafnarfjörður. Þingvellir. Norðanpóstur. Borgarnes. Akra- nes. Sjómannadagurinn. Alþýðublaðinu hefir borist eftirfarandi: í frásögn Alþýðu- blaðsins í gær af sýningu sjó- manna í Markaðsskálnum hafa slæðst inn tvær villur, sem ég bið yður, hr. ritstjóri, að leið- rétta. Þess er í fyrsta lagi getið, að undirritaður hafi að mestu leyti séð um uppstillingu sýn- ingarinnar. Hlýtur hér að vera um einhvern misskilning að ræða, því allur undirbúningur sýningarinnar hefir hvílt á 5 manna sýningarráði, er skifti með sér verkum til undirbún- ings hinna einstöku sýningar- deilda þannig að árangurinn verður ekki í þessum efnum þakkaður neinum einstökum þeirra. Hin villan er sú, að í stað Þorst. Árnasonar, er ræðu flutti við opnun sýningarinnar, er í blaðinu sagt að Þorst. Lofts- son hafi flutt ávarp á undan fé- lagsmálaráðh. — Virðingarf. Fr. Halldórsson loftsk.m. Mesti fommannahaugur í Norður-Evrópu, Rakehaugen Ullensaker, verður grafinn upp i sumar. Er þetta talið mesta verkefni þessnrar tegundar Isögu norskra fornminjaránnsókna. NRP. I. O. G. T. UNNUR nr. 38. Fundur 14 ára félaga og eldri mánud. 12. þ. m. kl. 8ýá e. h. Fulltrúakosn- ingar. Gæzlumenn. ST. EININGIN NR. 14. Á fundi annað kvöld kosnir fulltrúar til stórstúkuþings. Mælt með um- boðsmanni og gæzlumönnum. Skuggamyndasýning: Helgi Helgason. Útbreiðið Alþýðublaðið! HlutleysisBriman fellur: ítalir og Þjóðverjar hælast yfir afreb- nm sfnua ð Sgðni. LONDON í morgun. FÚ. YRSTU herflutningaskipin ítölsku komu til Neapel í gær, og var tekið á móti þeim af herskipum fyrir utan höfn- ina. Hermennirnir ganga fyrir Ítalíukonung í dag. Mussolini hefir gefið út ávarp til her- mannanna, þar sem hann lofar þá fyrir hreysti og hugprýði, þar sem þeir hafi í þrjátíu mán- uði barist gegn lýðræðisríkjun- um og bolsévismanum(!) og bor. ið sigur úr býtum. Þá hefir von Raeder, yfir- flotaforingi ÞJóðverja, gefið mm mo * 8 , oldwin follies 3 Iburðarmikil og dásamlega 1 skrautleg amerísk ,revy‘-kvikj mynd, þar sem frægustu j listamenn Ameríku frá Út- S varpskvikmyndum, söngieika-K húsum og Ballett sýna list- S ir sínar. Myndin er öll tekin í eöli- | legum litum. frekari upplýsingar um aðstoð, sem Þjóðverjar veittu Franco í Spánarstyrjöldinni í ræðu, sem hann flutti, er hann heiðr- aði sjálfboðaliða úr styrjöld- inni með gull- og silíurminnis- peningum frá Hitler. í ræðu sinni talaði hann um tvo þýzka kafbáta, sem hefðu veitt Franco lið og haft erfitt hlutverk að vinna. Flotamálai áðuneytið þýzka hefir neitað að gefa frek- ari upplýsingar um þetta mál, en blöðin tala fullum fetum um flotadeild Kondorhersins. Spánskur hershöfðingi, sem nú er í Berlín, átti langar við- ræður við Hitler í ga;r. Skutull kom til ísafiarðar í fyrradag með 105 föt lifrar. Befir hann þá aflað alls á vertíðinni 708 föt. F.Ú. Mnalð Sýnlng sjómanna er opin daglega frá kl. 10-10 XX. XX1 Hraðferðir frá Bifreiðastðð Steindðrs nn Abraaes: Tii Aknreyrar alla mánudaga, miðvlkudaga og fðstu- daga. Frá Aknreyri alla mánudaga. fimtudaga og laugar- Útrarp i ðllnm obbar norðnr-bifreiðnm. Sjóleiðina annast M.s. Fagranes ~ j Tilkynning frá ríkissffémiiiMie Viðtalstími ráðherranna verður framvegis á máoudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kiukkan 10—12 f. h. Hraðferðlr B. S. A. Alla daga nema mánndaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðsluna í Reykjavík Bifreiðastöð íslands, sími 1540. BffreiðastHð Æksareyrar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.