Alþýðublaðið - 07.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.06.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGINN 7. JúNI 1939. ALÞmUBLA&tÐ *— ----------------------<► ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru baas: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AEGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). '".96: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝDUPRENTSMIÐJAN ♦ ---------7--------------♦ „lér er ekkí um fas- ismann að ræða“. MEÐ vaxandi undrun horfa menn um allan heim upp á þau vinnubrögS, sem sovét- stjórnin í Moskva hefir við samningaumleitanir þær um varnarbandalag gegn yfirgangi þýzka og ítalska fasismans, sem nú standa yfir milli Englands og Rússlands og þegar hafa verið teygðar á langinn í tvo mánuði — án þess, að nokkur sýnilegur árangur hafi af þeim orðið. Og það er vissulega engin furða, þótt þeim sé nú farið mjög að fækka, sem gera sér yfirleitt nokkrar vonir um aðstoð Rúss- lands til þess að stöðva framrás fasismans í heiminum. Brottrekstur Litvinovs úr ut- anríkismálaráðuneytinu í Moskva, þess manns, sem mest hefir barizt fyrir samvinnu Rúss lands við England og Frakk- land á móti fasistaríkjunum, — einmitt þegar samningaumleit- anir um varnarbandalagið eru að byrja; skipun Molotovs í hans stað, — manns, sem er gersamlega óþekkt stærð í milli- rikjapól'itík E/vrópu og engin kynni hefir af Evrópu utan Rússlands yfirleitt, brigð- mælgin, sem kom fram í þvi, að láta ekki Molotov eða aðstoðar- mann hans, Potemkin, koma til Genf, til viðtals við Lord Hali- fax — utanrfkismáliaráðjherra Breta, — eins og lofað var, og hið endalausa þóf og fyrirvarar í skriflegum orðsendingum til London og opinberum yfirlýs- ingum og ræðum í Moskva, — allt stendur þetta í svo skerandi mótsetningu við allar agítasjóns lygarnar um það, að Rússland sé „sverð og skjöldur lýðræðis- ins og verkalýðshreyfingarinnar í heiminum á móti fasisman- um“ og eigi ekkert meira kapps- mál en það, að koma á „traustu varnarbandalagi" á móti hon- um,. að menn standa höggdofa yfir slíku þyldýpi blekkinga- vaðals og óheilinda. Það kemur mönnum því ekk- ert sérstaklega á óvart, þótt Rússland komi nú, eins og síð- ustu fregnir herma, eftir tveggja mánaða samningaumleitanir og endurteknar fullvissanir um það, að það sé Englandi sam- þykt í öllum grundvallaratrið- um, fram með nýjar kröfur þess efnis, að því samningsuppkasti, sem gert hefir verið, sé nú ger- breytt frá rótum. Það er aðeins ein staðfestingin enn á því, sem flestum er nú farið að skiljast, að Rússland hafi ekki í hyggju að hætta neinu fyrir friðinn, frelsið eða verkalýðshreifinguna 1 Evrópu, Vissulega er engum þetta ljós- ara en Hitler, enda benda fregnirnar nú ótvírætt til þess, að hann hafi vel kunnað að nota sér það tóm og þau tækifæri, sem stéttarbróðir Kalifornia á Islandi* ---«---- hans í Moskva, Stalin, hefir skapað honum með undan- brögðum sínum í samningunum við England. Meðan Stal- in hefir talað um ör- yggi fyrir smáríkin í Aust- ur-Evrópu, hefir Hitler lát- ið til skarar skríða. Eystrasalts- ríkin eru búin að tapa trúnni á yfirlýsingar Rússlands um að það vilji vernda þau gegn yfir- gangi Þýzkalands. Nú reyna þau í þess stað, nauðug viljug, að bjarga sér með samningum við Þýzkaland. En hve lengi geta smáríkin í Austur-Evrópu yfirleitt gert sér vonir um það, að halda sjálf- stæði sínu með því að vega þannig salt milli sovétstjórnar- innar í Moskva og nazistastjórn- arinnar í Berlín? Liggur sú hugsun héðan í frá svo fjarri, eins og mörgum hefir virzt hingað til, að þeir Hitler og Stalin kunni fyrr en varir að geta komið sér vel saman á kostnað ekki aðeins Eystrasalts- ríkjanna, heldur einnig Rúmen- íu og Póllands? Það hefir aldrei vantað áhrifamiklar raddir, sem hafa barizt fyrir því, bæði á Þýzkalandi og Rússlandi. Og vissulega færi Stalin ekki að setja sig úr færi um svo gróða- vænleg viðskipti við Hitler, þó að lítið yrði þá um þá vernd gegn yfirgarigi þýzka nazism ans, sem Einar Olgeirsson hefir verið að bjóða okkur hér heima, og sálufélagar hans þjóðum sínum úti um heim. Það var engin tilviljun, að Molotov sagði í ræðu sinni í Moskva á dögunum, að viðskifti Rússlands og ítalíu hefðu auk- izt, og samningaumleitanirnar við England myndu ekki látnar verða því til fyrirstöðu, að samningar yrðu einnig teknir upp um aukin viðskifti Rúss- lands og Þýzkalands. Stalin hefir áður gefið það í skyn, að hann að minnsta kosti gæti vel hugsað sér góða sambúð milli sovétríkisins og fasistaríkjanna. Hann sagði á flokksþingi rúss- neska kommúnistaflokksins 1934: „Vissulega erum við ekkert hrifnir af fasistastjórninni á Þýzkalandi. En hér er ekki um fasismann að ræða. Það ætti þegar að vera ljóst af því, að ekki hefir fasisminn á Ítalíu orðið því til fyrirstöðu, að ágæt sambúð skapaðist milli Sovét- Rússlands og hennar........Við höfum ekki látið stjórnast af neinu tilliti til Þýzkalands, — frekar en til Frakklands eða Póllands. Við höfum fram á þennan dag og munum einnig framvegis haga pólitík okkar samkvæmt hagsmunum Sovét- Rússlands, og einskis annars en Sovét-Rússlands.“ Stalin er því ekkert myrkur í máli. Hann er að vísu ekkert hrifinn af Hitler. ... En það ber ekki á öðru en að sambúðin hafi gengið ágætlega við Ítalíu Mussolinis! Og því ætti þá ekki einnig að geta tekist ágæt sam- búð við Þýzkaland Hitlers? Hér er að minsta kosti ekki verið að eyða mörgum orðum um „baráttuna gegn fasisman- um“ og „vernd lýðræðisins og verkalýðshreyfingarinnar“. Slík slagorð eru aðeins ætluð til á- róðurs fyrir sovétstjórninni og Moskvakommúnismanum út á við. En í utanríkispólitík Rúss- lands eru þau óþekt hugtök. Þar er viðkvæðið: Hér er ekki um fasismann að ræða. Rúss- land sjálft ætlar sér áreiðan- lega ekki að „svíða á sér fing- urna“, eins og Molotov sagði á dögunum, fyrir neinar hugsjón- ir framar. Norska slysavamafélagið hefir nú 20 björgunarskútur með hjálparvél og auk þess á það þrjár björgunarskútur í ísmíð um. Undanfarin ár hefir félagið eignast að meðaltali 4 nýjar björg unarskútur á ári. Árlegur rekst- urskostnaður er nú 451,000 kr. og fær félagið 50,000 kr. árlegan styrk úr ríkissjóði. NRP. Útsvars- og skattakærur skrifar Jón Björnsson, Klapp- arstíg 5 A. Útsvars- og skatta-kærur skrifar Pétur Jakobsson, Kárastíg 12. Útbreiðið Alþýðublaðið! N\AR den unge vin blom- strer, da gærer det i den gamle,“ heitir eitt af leik- ritum Björnstjerne Björnsons, og þannig er það. Þegar unga fólkið dansar, þá reynir hið eldra að hoppa líka. Unga fólk- ið á mínu heimili var farið í burt um hvítasunnuna, og svo lögðum við eldri hjúin af stað líka. Ekki í neina langferð, heldur aðeins austur í Hvera- gerði. En Hveragerði er alveg sérstakur heimur, og töluvert merkilegur. Fyrst er nú það, að þar búa menn við eilífan eld, en sannarlega ekki neinar kval- ir, heldur þvert á móti sælu. Það er gott að koma hálfkaldur úr ferðalagi inn á inndælu hlýju heimilin í Hveragerði. Ég hálf- öfunda fólkið í Hveragerði, og ég held, að það hljóti að verða langlíft, því það býr þarna í samlífi við eilífan gróanda, vet- ur jafnt sem vor og sumar. Ég taldi upp undir 30 gróðurhús, en sjálfsagt eru þau fleiri. I sumum þeirra héngu vínberja- klasarnir yfir höfði manns frá einum enda hússins til annars og mintu á Kaliforníu miklu fremur en ísland. í Iiveragerði er víst ræktunaráhuginn smit- andi. Mér var sagt um einn mann, sem verið hefði fremur fátækur, sem nú væri búinn að koma upp fjórum stórum gróð- urhúsum, reisa stórt og veglegt steinsteypu íbúðarhús, girða stórt land og brjóta mikið af því. Þá var ég kyntur ungum manni og sagt um leið, að svo og svo mikið væri hann búinn að gera. „Um slíka menn eigið þið að skrifa,“ sagði fylgdar- maður minn. Þetta var alt gleði- legt og mér leizt fremur vel á unga manninn, en það þótti mér að, hve fingur hans, sem garð- yrkjumanns, voru gulir af síg- arettunotkun. Öll sú ræktun, sem til bóta snýr, er lofsverð, en mannræktunin sjálf er þó þýðingarmest. Ég hata „lík- kistunaglana“ og það þótt þeir finnist í blómauðugum gróður- húsum innan um aldin og ilm- andi gróður. Það er víst margt merkilegt í Hveragerði. Mér var sagt, að hestarnir þar væru jafnvel svo lærðir, að þeir gengju upp stein- steypustiga inn í hesthúsið, rétt eins og slyngari verur inn í „vill ur“ sínar. Ég sé eftir, að mér vanst ekki tími til þess að skoða fleira í Hveragerði en raun varð á, og auðvitað lét ég ýmsa aðra staði ganga fyrir hesthúsinu. Áhugi minn fer stöðugt vax- andi fyrir húsmæðraskólum og kvennamentun, og auðvitað heimsótti ég húsmæðraskólann í Hveragerði, en allar voru námsmeyjarnar hlaupnar á brott. Ekki vegna þess, að ég var að koma. Frk. Árný Fil- ippusdóttir er þekt fyrir dugn- að sinn og listir. Hún hefir kom- ið þessum skóla upp af eigin ramleik. Húsið mun hafa kostað um 15 þúsund krónur, með inn- lagningu vatns og rafmagns, en auk þess hefir hún lagt til sína vinnu við málningu á húsinu og ýmislegt. Skólinn hefir nú starfað í þrjú ár. Námstímabilið er 3—6 mánuðir. 14 námsmeyj- ar voru þar í vetur á sama tíma, og er það eiginlega meira en skólinn getur tekið. Þar er kend matreiðsla og hússtjórn, alls konar fatasaumur og útsaumur, mislitur og hvítur, og fleifi hannyrðir. Einnig er þar kent íslenzka, danska, teikning, leik- fimi og sund. í skólanum er bæði gufubað og kerlaug. For- stöðukona skólans er vandvirk og snillingur í hannyrðum, gler- málningu og ýmsum öðrum list- um. Henni ætti því að vera trú- andi til þess að menta náms- meyjar sínar vel í þessum greinum, eftir því, sem hinn stutti tími leyfir, sem er auð- vitað í öllum húsmæðraskólum alt of stuttur. Skólagjaldið er aðeins 55 kr. á mánuði og er þar í bæði fæði, húsnæði og kensla. Engin stofn- un getur safnað fé á slíkum við- skiftum. Þetta byrjunarstarf hefir hlotið að vera örðugt, og ekki fært öðrum en dugandi sálum. Styrk hefir skólinn eng- an hlotið annan en tvö þúsund krónur hvert síðastliðin tvö ár, en Búnaðarsamband Suður- lands gaf skólanum nýlega þús- und krónur í viðurkenningar- skyni. Frk. Árný hefir hug á að stækka skólann á þessu yfir- standandi ári, en til þess þarf auðvitað meira en góðan vilja og dugnað. En dugandi fólki opnast oftast nær einhverjar leiðir, og slíku starfi ber að leggja gott orð. P. S. Áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudaga strax eftir komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi kl. 1 e. h. Fagra- nesið fer til Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 síðdegis. HaoBðt öBBBlauBsson, bifreiðarstjérl. Hraðferðlr B. S. A, Alla daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðsluna í Reykjavík Bifreiðastöð íslands, sími 1540. BifrelðastSð áknreyrar. Landið sem ÞJóðverJ-' ar geta ekki gleymt. ---♦---- 1 eftirfarandi grein lýsir danskur ferðalangur, Pet- rus Winkel, kynnum sínum af Suðvestur-Afríku, gömlu þýzku nýlendunni, sem Þjóðverjar geta ekki gleymt og eru stöðugt að fara í kring um að Englendingar skili þeim aftur. VAÐ sem sagt verður um •S.JL Vilhjólm Þýzkalandskeisara, verða menn þó að viðurkenna, að hann hafði óvenjulega hæfi- leika til. að skaþa áhrifamikil víg- !orð í hinum mörgu ræðum sín- um. Vígorð, sem flugu sem eldur í sinu yfir löndin, og læstu sig inn í hugi manna nærri ósjálfrátt eins og glymjandi tízkusöngur. Enn þá eftir öll þessi ár lifir hið fræga vígorð hans: „Þýzka- land heimtar rúm í sólskininu!“ Og enn þann dag í dag er það notað í nýlenduáróðri Þýzka- lands. Og þrátt fyrir það, þó að Þýzkaland virðist um þessar mundir aðallega beina athygli sinni að nágrannalöndunum, mega menn ekki draga þar af þá ályktun, að Þjóðverjar hafi lagt baráttu sína fyrir nýlendum á hilluna. Áróðursstarfsemi þeirra á því sviði er þvert á móti rekin jafnt og þétt, með allri hinni víð- kunnu þýzku harðdrægni og þrautseigju. Við, sem búum hér suður frá, svo óralangt frá öllum evróþiska gauraganginum, verðum þess bezt varir, hve þessi aróður er vel skipulagður. Við, sem búum við landamæri þessarar fyrver- andi þýzku nýlendu, — Suðvest- ur-Afríku, — landsins, sem þeir geta aldrei gleymt, — hljótum ó- hjákvæmilega að sjá og heyra, hversu þessi áróðursstarfsemi er látlaus og harðvítug. Og okkur er fyllilega ljóst, að það er þetta land, sem raunverulega stendur efst á óskalista Þýzkalands. í fljótu bragði getur það virzt furðulegt, að þetta ömurlega land geti verið svo eftirsóknar- vert í augum nokkurrar þjóðar. Því ömurlegt eins og eyðimörk hlýtur það að vera í augum Ev- rópubúa, — óræktað, óbygt og sviðið af hinni brennandi sól Afríku. Það var ekki fyr en um 1880, þegar Þjóðverjar tóku að líta í kringum sig eftir nýlend- um, að þeir slóu eign sinni á þessi geysistóru landflæmi. Þá ríkti það paradísarástand enn þá á jörðinni, að jafnvel í Afríku, — sem þó þá þegar var orðin eins konar nýlenduforðabúr stór- veldanna, — fundust enn þá feykilega stór landssvæði, sem engir höfðu slegið eign sinni á. Upptökin að þessu landnámi Þjóðverja átti verzlunarhús eitt í Bremen, Luderitz & Co., sem setti upp verzlunarstöð á vesturströnd Afríku, rétt norðan við norður- landamæri Kap-nýlendunnar. Verzlunarfyrirtæki þetta keypti jafnframt 400 ferkílómetra lands- svæði af hinum þarlenda höfð- ingja Naquamalands fyrir 100 byssur, dálítið af púðri og blýi og 200 sterlingspund. Og verða það óneitanlega að teljast góð kaup. Þessi verzlunarstöð, sem nú er orðin all-álitleg borg, með mal- bikuðum götum og rafmagnsljós- um, varð eign þýzka ríkisins 1892 og hlaut nafnið Luderitzbucht. Og svo þegar Þjóðverjum varö ljóst, að alt landssvæðið milli Kap-nýlendunnar og hinnar portugisku nýlendu Angola var að eins háð yfirráðum hinna ýmsu þarlendu þjóðflokka, slóu þeir eign sinni á það þegjandi og hljóðalaust,, að einu þorpi undanskyldu. Það var þorpið Walfishbay og næstu héruð við það ,sem um langan tíma hafði verið brezk nýlenda, enda kröfð- ust Bretar þess, að það væri látið í friði. Þetta landnám var ekkert smá- ræði. Þýzka Suðvfistur-Afríka, eins og nýlendan nefndist, náði yfir 800000 ferkílómetra, eða sem svarar samanlagðri stærð Bret- lands og Frakklands. íbúatalan var aftur á móti mjög lítið til- svarandi. Menn áætluðu hana í hæsta lagi 200 000. Skiftust þeir qðallega í fjóra kynþætti, Here- íoana, Buskmenn, Hottentotta og Ovamboþ j óðf lokkinn. Mikill hluti landsins eru víð- áttumiklar eyðimerkur og enda- lausar sléttur, klæddar þurru há- vöxnu og harðgerðu eyðimerkur- grasi. Hér og þar rísa svo nakin fjöll og fjallgarðar upp úr auðn- inni, og öðruhvoru verða svo fyr- ir manni trjárunnar og óasar, — stór skógarflæmi eru engin. Með- fram allri ströndinni og langt inn í landið hreiðir sig hin öm- urlegasta eyðimörk. Og ömurleg voru áhrifin við fyrstu kynni min af landinu, árla einn morgun, er skipið, sem ég var með, lagði að bryggju í Wal- fishbay. Svo langt sem augað evgði teygði sig óendanlegt sand- haf í allar áttir. Hvergi sá á grænan díl, hvergi svo mikið sem einstakt tré. í þessari eyðimörk hefir bærinn vaxið upp, fáeinir tómlegir hús- kofar á stangli, þar sem þær vesalings hræður, sem þarna hafa sest að ,verða að eyðá dög- um sínum. — Götur eru þar eng- ar; — maður kjagar gegnum fok- sandinn, sem vindurinn blæs sainan í skafla öðruhvoru. Og maður skygnist árangurslaust eft- ir einhverju, sem minni á þæg- indi og fegurð hinnar evrópisku hámenningar. Þegar svo skipið leggur frá landi og hljómsveitin um borð lætur tónaflóðið berast yfir eyðilega ströndina og mann- lausa bryggjuna, verður hugtir manns angurvær og fyllist með- aumkun með þessum litla ein- manalega hóp manna og kvenna, sem þarna er eftir í landi, —og verður að halda áfram að lifa lífi sínu í hinni voldugu og asgilegu eyðimörk. Svo heldur maður hægt og hægt áfram, norður með strönd- inni, án þess að umhverfið breyt- ist hið minsta. Eftir U/2 tíma ferð kemur maður til annars hafnar- bæjar landsins, Swakópmundi Umhverfið þar er jafn ömurlegt, en bærinn sjálfur ber alt annan og glæsilegri svip. Hanrt hefir risið þarna upp úr sandauðninnl, án þess að nokkur eðlileg skilyrði væru fyrir hendi, — blátt áfram orðið til og myndast eingöngu samkvæmt þýzkum fyrirskipun- um. Þegar Þjóðverjar óskuðtt þess, að eignast sjálfir hafnarbtri þarna á ströndinni til þess að vera á engan hátt háðir hihunl brezka Walfishbay, þá var bær- inn grundvallaður og bygður upp samkvæmt skipulagsuppdrætti með beinum, breiðum götum, ráð- húsi, spítala og öðru tílheyrandi. Og nú blasir þarna við litil þýzk Frh. á á. Mu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.