Alþýðublaðið - 07.06.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.06.1939, Blaðsíða 4
f DAfi. MIÐVTKUDAOINN 7. IONI 1939. H6AMLA Blðn Índíána- stúlkan Spennandi og vel leikin amerísk kvikmynd, gerð eftir einni þektustu skáld- sögu ameríska rithöfund- arins REX BEACH: „The Barrier". Kvikmyndin ger- ist öll í undurfögru og tignarlegu landslagi norð- ur í Alaska. Aðalhlutverk: LEO CARDL-LO, JEAN PARKER og JAMES ELLISON. ; Útbreiðið Alþýðublaðið! LANDIÐ SEM ÞJÓÐVERJAR GETA EKKI GLEYMT Frh .af 3 .síðu. fyrirmyndar smáborg með vatns- leiðslum, skólpræsum, raf- magni o. fl. o. fl. Og aödáunar- .verðir eru hinir mörgu en litlu garðar, sem Þjóðverjum hefir tekíst með undraverðri elju og dugnaði að koma í rækt, þrátt fyrir næstum algeran skort á regni. Þama vaxa nú grængresis- spildur, blóm og trjámnnar. Jafn- vel er þarna á einum stað opin- ber skemtigarður, þar sem maður getur hvilst undir skuggum há- vaxinna pálma og hlustað á „mú- sikkina" hjá hinni velviljuðu hljómsveit bæjarins. Draumurinn um höfnina hefir aftur á móti ekki ræzt. Skilyrðin fré náttúmnnar hendi vom hér ekki hin sömu og í Walfishbay. Þar er allstór sandtangi, sem að nokkm leyti myndar höfnina, en þarna er engu sliku til að dreifa. Ströndin liggur varnarlaus gegn opnu Atlantshafínu og tilraunim- ar, sem Þjóðverjar reyndu samt sem áður til að byggja þar höfn, reyndust að lokum of kostnaðar- samar. „Brúarfoss“ fer á föstudagskvöld 9. júní vestur og norður. Aukahafnir: Ólafsfjörður, Önundarfjörður, Bíldudalur og Stykkishólmur í SUÐURLEIÐ. Farseðlar óskast sóttir fyrir há- degi á föstudag. „öoðafoss“ fer á mánudagskvöld 12. júní um Vestmannaeyjar til Hull og Hamborgar. Hin mörgu nafnaskilti með Meier, Miiller og Schmidt, bera vott um, að þarna býr enn þá allálitlegur hópur Þjóðverja. Og víðasthvar sem maður kemur inn til að verzla, fara viðskiftin fram á þýzku. Haldi maður svo áfram frá Swakopmund með járnbrautinni, sem liggur inn í landið, kemur maður eftir 370 kílómetra ferð til höfuðborgarinnar, Windhook. — Á þessari leið losnar maður loks- ins úr hinni tilbreytingarlausu sandauðn og vingjarnlegra um- hverfi mætir auganu. Grasslétt- urnar verða þéttari og þéttari og allur gróður jarðarinnar verður fjölbieyttari eftir því sem nær dregur höfuðborg nýlendunnar. Þegar þangað kemur, gnæfa tígu- leg háfjöll við himin að baki hennar. Borgin sjálf er mjög snotur, þó litil sé, og umhverfið alleinkennilega fagurt. — Þar er margt með nýtiskusniði, kirkjur, og gistihús og götur, enda búa þarna rúm 4000 hvítra manna. Þarna eru líka allmargir úrkomu- dagar á árinu; en það sem stendur landinu mest fyrir þrifum eru hinir sífeldu þurkar. Frh. Lagaþekking Þjóðviljans. JÓÐVILJINN skýrir í dag þannig frá tilboði Bygg- ingarsjóðs verkamanna um að lána Byggingarfélagi alþýðu 650 þúsund krónur á þessu ári til byggingar nýrra verka- mannabústaða gegn því, að fé- lagið uppfylli skilyrði bráða- birgðalaganna um breytingar á lögum um verkamannabústaði, að með því sé „heimtað, að Byggingarfélag alþýðu brjóti lög sín“! Þetta er ágætt sýnishorn af málflutningi kommúnistablaðs- ins og þekkingu þess yfirleitt á þeim málum, sem það skrifar um. Það hefði þó ekki þurft annað en að fletta upp í núgild- andi lögum Byggingarfélags al- þýðu til þess að sjá, að þar er meðal annars ákveðið, að félag- ið skuli ávalt hafa lög sín í sam- ræmí við lögin um verkamanna- bústaði. Nú hefir þeim verið breytt með bráðabirgðalögun- um, og það er því ekki brot á lögum Byggingarfélagsins, heldur þvert á móti í fyllsta samræmi við þau, að það breyti lögum sínum samkvæmt bráða- birgðalögunum og uppfylli þar með þau skilyrði, sem þar eru sett. En að kommúnistablaðið við- urkendi þennan sannleika, var vitanlega ekki við að búast. BARNAHEIMILIÐ VORBOÐINN Frh. af I. síðu. Styrki fékk nefndin frá ríki og bæ, 1000 kr. frá hvoru. Að öðru leyti studdist starfsemin við margs konar safnanir. Vegna þess hvað eftirspurnin hefir verið mikil og þörfin hefir í flestum tilfellum verið brýn á að geta gert þeim lausn, sem beðið hafa fyrir börn, hefir nefndin tvískift því tímabili, sem hún hefir skólann, og því hafa börnin ekki verið lengur en þetta 5 vikur. Þó höfum við orðið að neita nærri því eins mörgum börnum og við höfum tekið. Nú langar okkur mjög til að breyta þessu og hafa hvert barn alt sumarið eða að minsta kosti 6—7 vikur. Þetta finst okkur þó því aðeins mögulegt. að við getum fengið annað skólahús til svo að við þurfum ekki að hafa í alt færri börn en áður. Við eigum kost á skóla- húsi, en hvort okkur tekst að framkvæma þetta er alt komið undir því, hvað vel Reykvík- ingar taka okkur núna þegar við erum að herja á þá með söfnun. Til þessa hafa þeir reynst vel eins og vænta má af þeim. Svo er það einnig komið undir því, að veðrið á sunnu- daginn verði gott og fólkið komi og kaupi merki og veitingar. Það verður ýmislegt til skemtunar, svo sem bazar, tom- bóla, veitingar o. fl.“ FROST I NORÐUR-NOREGI. Frh. af 1. síóu. í Norður-Noregi er aftur á móti hríðarveður um þessar mundir og óvenjulegur kuldi. Sitja bifreiðar sums staðar fast- ar í snjó. Vitað er um 20 fjár, sem helfrosið hafa síðustu daga. Næturlæknir er Eyþór Gunn- arsson, Laugavegi 98, sími 2111. Næturvörður er í Laugavegs og Ingólfs apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.45 Fréttir. 20,20 Hljómplötur: Píanólög. 20,30 Útvarpssagan. 21,00 Útvarpskórinn syngur. 21,25 Orgelleikur í fríkirkj- unni (Eggert Gilfer). 21.45 Hljómplötur: Nýtízku- tónlist. Jón S. Jónsson verkamaður, Aðalbóli við Þormóðsstaðaveg, er fimtugur í dag. Hann hefir lengst af stund- að sjómensku, aðallega við vél- gæzlu og vélstjórn, en síðustu árin hefir hann stundað algenga verkamannavinnu hér í bænum. Jón S. Jónsson er hinn ágætasti verkalýðssinni og Alþýðu- flokksmaður og hefir tekið öfl- ugan þátt í starfsemi Alþýðu- flokksfélags Reykjvíkur. Hann er ágætlega máli farinn. Hér í blaðið hefir hann ritað nokkrar greinar, aðallega gegn liðhlaup- unum og sundrungarstarfi þeirra. Allir vinir og félagar Jóns á Aðalbóli óska honum til hamingju með fimtugsafmælið. Loftur Júlíusson var þriðji í stakkasundinu á Sjómannadaginn á 2 mín. 53,2 sek. Konan sem gaf Bandaríkja- fánann heitir Margrét Vilhjálms- son á Njálsgötu 33. Það var mað- ur hennar, Sigurður Vilhjálmsson Sem átt hafði fánann. Að gefnu tiiefni skal pað tekið fram að Sjómannadagurinn hafði ekki skemtun þá sem var í Iðnó um kvöldið. Eimskip: Gullfoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyjum, Goðafoss kem að vestan og norðan í kvöld kl. 10, Brúarfoss er í Reykjavík, Dettifoss er í Hamborg, Lagar- foss er á leið til Borðeyrar, Sel- /foss er í Vestmannaeyjum. HÆSTARÉTTARDÓMUR Frh. af 1. síðu. ákærður bifreiðinni R. 358 aftur með bátnum og rakst þá Sig- mundur á hornið á vörupalli bif- reiðarinnar og féll á götuna. Var hann fluttur á Landsspítalann og og andaðist þar seinna um dag- inn. Fór fram lögreglurannsókn í máli þessu og var síðan höfðað mál gegn Halldóri Sveinssyni, bif- reiðarstjóra á R. 358 fyrir ógæti- legan akstur. Undirréttur sýkn- aði hann en Hæstiréttur dæmdi hann í 100 króna sekt. Jafnvel ungt fiólk eykur vellíöan sína með því að nota hárvðtn og Ihnvðtn. Við framleiðinn: EAU DE POBTUGAL r EAU DE QUINÐCE EAU DE COLOGNE BAYBHUM ÍSVATN Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftir stserð. — Þó höfum við hafið framleiðslu á ILMVÖTNUM úr hinum heztu erlendu efnum, og eru nokkur mevki þegar komin á markaðúm. — Auk þoss höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötnum og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þegar þaer þurfa á þessum vörum að halda. Loks viljum vér minna húsmwðurnar á bökunar- dropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hœtti úr réttum efnum. — Fást alls staðar. Atengisverzlim ríkisins. Stjóm skrða- og skautafélags Hafnar- fjarðar biður þess getið, að þeir sem ætla að verða með í sUmar- leyfisför félagsins vestur í Dali 8. júlí verði að tilkynna þátttöku sína fyrir 21. þ .m. í síðasta lagi til Kristins Guðjónssonar, sími 9230, eða Guðmundar Guðmunds- sonar, sími 9310. Gefa þeir allar upplýsingar. Kaupum tuskur og strigapoka. Mr Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Sími 4166. wm kyia bio mi @o!dwin Follies íburðarmikil og dásamlega skrautleg amerísk ,revy‘-kvik mynd, þar sem frægustu listamenn Ameríku frá Ot- varpskvikmyndum, söngleika- húsum og Ballett sýna list- ir sínar. Myndin er öll tekin i eðli- 1 legum litum. Mest og bezt fyrir krónuna, með því að nota þvotta- duftið PERLA Tilboð óskast í byggingu tveggja spennistöðvar- húsa úr steinsteypu. Teikningar og lýsing fást á teiknistofu Rafmagns- veitunnar. Hraðferðir frá Bifreiðastðð Steiodórs ni Akraees: Til Aknreyrar alla mámitlaga, miðvlkudaga og fðsíu- daga. Frá Akureyri alla mánudaga. fimíudaga og laugar- tíaga. ttvarp í ðllnm oklif norður-bifreiðum. Sjóleiðina annast M.s. Fagranes Nysostnr Frá K. E. A. fesmlim aftiar Samband ísienskra samvinnuféiaga E Sfmi 1080. Aðeins 3 solodagar eftir í 4 flokki. Happdrættið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.