Alþýðublaðið - 08.06.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.06.1939, Blaðsíða 2
PIMTUDAGINN 8. JONI 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Breytingin á Austurvelli er til mikilla bóta. Hraunhell- urnar breyta svip miðbæjar- ins og skapa hlýju, sem áður hefir ekki verið þar. Nú þarf að breyta Arnarhóli. Stelp- urnar í erlendu skipunum og það, sem þarf að gera. Hús- mæðurnar kvarta yfir slæmri mjólk. Örvar-Oddur í Rauðhólum. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. AUSTURVÖLLUR er orðinn prýðilegur, mér finst hann enn sveitarlegri en nokkru sinni áður, síðan hraunhellurnar komu á hann. Völlurinn verður allur hlý- legri við hellurnar, einangraðri í hugum okkar og finst mér jafnvel að ég gæti setið á bekkjunum í innilegum samræðum við yndislega mey, án þess að nokkur sæi okkur. ÞETTA FINST MÉR og það er alt af nokkuð, þó að það hafi ann- ars ekkert við raunveruleikann að styðjast. Ég þakka garðyrkjuráðu- naut bæjarins fyrir starf hans, og ráðamönnum bæjarins fyrir að lofa honum að starfa. Þetta er í raun og veru í fyrsta sinni, sem eitthvað er í alvöru unnið að því að prýða borgina. JÁ, AUSTURVÖLLUR er nú orðinn allgóður. Nú er bæjarbúa að sjá svo um, að alt verði ekki eyðilagt, útsparkað og troðið. Ég hefi þá trú, þrátt fyrir alt, að því meira sem gert er að því að prýða bæinn, því betur gangi bæjarbúar um hann. Með umbótunum verður hægt að skapa borgarmenningu hér, öðruvísi ekki. EN NÚ ER Arnarhóll eftir. Hann er til vansæmdar, eins og hann er, og það er auðvitað sjálfsagt, að taka hann fyrir til hreinsunar og fegrunar. Fyrst og fremst þarf að lagfæra girðinguna, hún er ljót og hefir alt af verið ljót. Menn muna hvað ég skrifaði um þessa girðingu í fyrra og hvaða áhrif það hafði. Gaddavírsgirðing hafði verið sett umhverfis hólinn með ærnum kostnaði og rifin upp nokkru síðar, en steinarnir, svo félegir sem þeir eru, voru látnir standa óhreyfðir. Það þarf að setja umhverfis hól- inn lága trégirðingu. Annars veit ég að Matthías Ásgeirsson garð- yrkjuráðunautur bæjarins er svo mikill smekkmaður, að hann kann góð ráð við þessu öllu saman. ALLIR MEKTARBOKKAR í bæjarfélaginu hafa nú skrifað al- inlangar greinar um stelpugreyin, sem flækjast um hafnarbakkann og læðast um borð í erlend skip. Þeir hafa nú skrifað sína greinina hver: Jónas frá Hriflu, Valtýr í Mogganum, séra Sigfús í Illviljan- um og Jónas minn í Alþýðublað- jnu. En skrifin þýða ekki neitt. Stelpurnar eru vitlausar í útlendu DAGSINS. „rónana“ og íslenzku strákarnir standast alls ekki samkeppnina. Ef ég væri ungur og áliti að ég hefði verið sleginn svona út, þá myndi ég safna að mér mörgum ungum mönnum, hafa með mér fulla dós af tjöru og taka stelpurnar og mála þær um leið og þær færu um borð í erlendu skipin. ANNARS ER ÞETTA bölvað á- stand og verður að taka fyrir það. Það er hægt með röggsamlegum aðgerðum og sterku almennings- áliti í verki. Ég held jafnvel að stelpugreyin viti ekki hvað þær eru að gera. Þær langar í æfintýri og finst íslenzku strákarnir ekki nógu rómantiskir. Tvær stelpur voru með tveimur erlendum mönn- um. Alt í einu kallar önnur til hinnar: „Skilurðu þinn?“ Hin svarar: „Jú, ég skil minn, nema það sem hann segir.“ ÉG HEFI EKKI FRIÐ fyrir hús- freyjunum. Þær skrifa mér og þær hringja út af mjólkinni. Hún er miklu verri en í fyrra, segja þær. Hún súrnar miklu fyr og það er ómögulegt að geyma hana í einn dag eða svo. Um daginn vildi Mjólkursamsalan ekki viðurkenna að mjólkin væri þrá, heldur væri hér um að kenna vélarbragði að nokkru leyti, en annars breyttist bragð mjólkur alt af á vorin og sumrin. Ég veit ekkert hvernig á þessu stendur, en það er sjálfsagt að reyna að fá þetta lagfært hjá réttum aðilum. ÖRVAR-ODDUR Þjóðviljans talar mikið um ágang búfjár í landi verkalýðsfélaganna í Rauð- hólum. Er það kannske vegna þess að 'nann eða piltungar hans hafi verið einhvers staðar nálægt, þegar girðingin var slitin og rifin upp, til þess að hleypa fénaði inn í landið? Eða hefir hann einhverja hugmynd um innbrotið í skálann, fyrst að orðið „þjófstolið" fellur svo auðveldlega úr penna hans? Hannes á horninu. Hveiti í 10 lb. pokum 2,25 Hveiti í 20 lb. pokum 4,25 Hveiti í lausri vigt 0,40 kg. Strásykur 0,65 kg. Molasykur 0,75 kg. Spyrjið um verð hjá okkur. BREKKA Símar 1678 og 2148. Tjarnarbúðin. — Sími 3570. ..I >, I . 11 ■. . I ■ I I " •IIIH. En Óli og Gerða leiddust og það var vor og blóm og grænt gras. Kirkjuklukkurnar hringdu, og þau þektu háu turnana og stóru borgina, því að þau áttu heima í þessari borg. Og þau gengu inn í borgina og að dyrum Og úrið sagði ,,íikk-tikk“ og vísarnir sner- ömmu gömlu, upp þrepin og inn í stofuna, úst, en um leið og þau fóru inn úr dyrunum þar sem alt var eins og áður fyr. urðu þau þess vör, að þau voru orðin full- orðin. Rósirnar á þakinu blómstruðu og ilm- inn lagði inn um opna gluggana, og þarna stóðu litlu barnastólarnir, og óli og Gerða settust í sinn stólinn hvort og héldust í hend- ur. Þeim fanst dvöl þeirra í hinum köldu sölum Snædrottningarinnar líkjast ljótum draumi. Amma gamla sat í hinu bjarta sólskini guðs og las hátt í biblíunni: „Þið komist ekki í ríki guðs, nema þið séuð börn.“ Og Óli og Gerða horfðust í augu. Og þarna sátu þau bæði, fullorðin og þó börn, og það var sumar, hið hlýja og bless- aða sumar. Útbreiðið Alþýðublaðið! Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðsluna í Reykjayík Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Blfreiðastöð Akureyrar. Bindindismaniamót að Laupm. SAMKVÆMT samþykt, er gerð yar á þingi Umdæm- isstúkunnar nr. 5, er haldið var á Siglufirði síðastl. haust, hefir það nú verið ákveðið fyrir nokkru, að bindindismannamót verði haldið að Laugaskóla, er hefjist 17. júní n.k. kl. 2 e. h. og standi til sunnudagskvölds 18. júní. Framkvæmdanefnd Umdæm- isstúkunnar undirbýr mót þetta, og hefir boðið ungmenna- félögum á Norðurlandi þátt- töku, þannig, að þau sendi nokkra fulltrúa hvert. Einnig hefir bindindisfélögum skól- anna verið boðin þátttaka, og að sjálfsögðu taka allar stúkur í umdæminu þátt í mótinu, þó ekki sé gert ráð fyrir sérstök- um fulltúum frá þeim, heldur óskað eftir almennri þátttöku allra templara. Stórtemplar og nokkrir aðrir meðlimir framkvæmdanefndar Stórstúkunnar ráðgera að koma norður, og er það von allra templara að það bregðist eigi. Rædd verða ýms mál, er snerta samstarf bindindismanna og baráttu út á við og ályktanir gerðar. Verða í upphafi hvers máls flutt framsöguerindi af þar til kjörnum mönnum og málin síðan sett í nefndir, er skili til- lögum og greinargerð síðar á fundinum. Bindindis- og ættjarðarljóð verða sungin, guðsþjónusta haldin, ávörp flutt og sérstakar kvöldskemtanir haldnar, þar sem fram fara stutt erindi, upp- lestur, söngur, dans o. fl. Norðlenzkir áhugamenn um bindindismál gera sér miklar vonir um árangur þessa móts til samstarfs og kynningar, og að voröldur fagurra hugsjóna muni rísa og ryðja sér braut, svo að unnendur menningar og siðfágunar megi sjá góðan ár- angur af starfinu fyrir þesei vandasömu velferðarmál. Eiríkur Sigurðsson U.-Rit. Norrænn bankamannafundur stendur yfir í Kaupmannahöfn og taka íslendingar einnig pátt í fundinUm. Fundurinn ræ'ðir um samvinnu banka á Norðurlönd- um, starf- og launakjör bánka- manna og ýmislegt fleira, er að störfum þeirra lýtur. F.U. JLffAÐURINN SEM HVARF 51. í annað sinn stóð Jim Blake á fætur og byrjaði að ganga um gólf. Þegar röddin heyrðist aftur í símanum, nam hann staðar. „Já, — jú ... Charlotta Hope. Já, ég er lögfræðingur. — Nei, ég hefi engin sambönd vi ðverjandann. Segið ríkisstjór- anum, a ðég geti upplýst málið til fulls.“ Hún brosti til Blakes. „Ég held að ríkisstjórinn sé að gefa eftir. Einkaritarinn er orðinn svo ástúðlegur í málrómnum.“ Jim Blake þurkaði svitann af enni sér. „Halló! — Já, — halló! — Ætlar hann að veita mér viðtal? Þökk, — kæra þökk. Segið þér ríkisstjóranum, að ég leggi samstundis af stað í flugvél.“ Og augnbliki síðar hringdi hún til flugvallarins og fékk leigða litla flugvél. „Svo panta ég bifreið til að sækja okkur til Albny,“ sagði hún brosandi við Blake. Ó þau hefðu hraðan á eins og þeim var unnt, var klukk. an farin að ganga eitt, þegar þau komu að skrifstofu ríkisstjórans. Einkaritarinn tók á móti þeim og bað þau að bíða augnablik. Þau lituðust up. Gömul málverk hengu hér og þar á veggjunum, sögulegar endurminningar. í þessu her- bergi höfðu ýms mikilmenni Bandaríkjanna lifað og starfað, Theodore Roosevelt, Charles Hughes, A1 Smith og nú síðast Franklin Roosevelt. — Margar heimskulegar spurningar og málileitanir höfðu hér verið bornar fram fyrir þá og tafið tíma þeirra. En mörg flókin viðfangsefni höfðu líka verið leyst hér og mörgum stórmálum ráðið til lykta við þess þungu og dýru skrifborð. — Og hversu oft hafði ekki ríkisstjórinn orðið að á- kveða hér á þessum stað líf eða dauða, bæði karla og kvenna. Þegar ríkisstjórinn skömmu síðar kom inn, sáu þau Char- lotta og Blake að hann var mjög þreytulegur. Langir og erf- iðir vinnudagar og vökur höfðu markað djúp spor í andlit hans. Hann var hávaxinn maðúr og þreklegur, en lítið lotinn í herð- um. Nú hafði hann vakð nokkurn tíma til að bíða eftir þeim, en hann var eins og Blake hafði sagt, maður mjög blátt áfram og drenglundaður. Hann heilsaði þeim mjög tígulega, en af mikilli prúðmensku og rétti Charlottu hendi sína. Vingjarn- leg augu hans og hlýtt brosið létu hana gleyma því eitt augnablik, hve erfitt það hlutverk var, sem þau Blake höfðu með höndum. , „Ég verð að biðja yður að fyrirgefa mér þetta mikla ónæði,“ sagði hún, „aðeins það réttlætir það, að ég er viss um að þér munið sjálfur gleðjast yfir því, að geta bjargað lífi saklausrar konu.“ l Svipur ríkisstjórans harðnaði. „Eruð þér komin til að biðja mig að náð hana?“ „Nei, ég er komin til að sanna sakleysi hennar.“ Ríkisstjórinn snéri sér að Blake og rétti honum hendina. „Þetta er James Blake,“ sagði Charlotta nú. Ríkisstjórinn kippti að sér hendinni og snéri sér að henni: „James Blake? — Hvaða James Blake?“ „Eiginmaður frú Ilku Blakes, — maðurinn, sem hún er ákærð fyrir að hafa myrt,“ Ríkisstjórinn stakk hendinni í vasann og beiskjubros lék um varir hans. „Ég verð, því miður, að láta yður vita, að ég þekkti James Blake persónulega, — þetta er ekki hann.“ „Herra ríkisstjóri,“ greip Jim Blake ákafur fram í. „Ég bað ungfrú Hope að koma hingað með mér til þess að sanna hver ég væri. Ég vissi að þér hlytuð að rengja framburð mínn og hinar stórfeldu breytingar, sem gerðar hafa verið á ytra útliti mínu, hlýtur að villa yður sýn. En til að byrja með, ætla ég að leyfa mér að minna yður á, hvar og hvenær við höfum hizt um dagana og hvað við þá höfum talað um.“ Ríkisstjórinn gekk þegjandi til dyranna og gaf til kynna með handhreifingu, að viðtalinu væri lokið. „Lögfræðingar frú Blake eru nú búnir að reyna svo mörg klækjabrögð til þess að fá viðtal við mig, að ég hélt að þeir væru orðnir uppgefnir á því. Frú Blake er líka búin að segja svo margar ólíkar sögur, að venjulegt mannlegt hugmyndaflug ætti að vera fyrir löngu þrotið. En ég get ekki nnað en dáðst að þessari síðustu uppfinningu svo frumleg er hún. En sök- um þess hve nú er orðið áliðið, vil ég leyfa mér að draga mig í hlé.“ "D LAKE virtist ekki heyra orð ríkisstjórans. Hann gekk ofurrólega að djúpum skinnklæddum legubekki og sett- ist á hann. „Herra ríkisstjóri, ég kom til þess að segja yður hina æfin- týralegu sögu mína, og þar sem um líf konu minnar er að tefla, get ég ekki farið héðan fyr en þér hafiö hlustaö á mig. Ég ætla að leggja fram sannanir og benda yður á staði, þar sem þér getið fengið þær staðfestar, strax og tími vinnst til.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.