Alþýðublaðið - 10.06.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.06.1939, Blaðsíða 2
LAUGABBAGINN 10. Jflní ltH9, ALÞYÐUBLAÐfÐ UMRÆÐUEFNI Hjólreiðagrindurnar við skrifstöfuhúsin. Enn um Austurvöll. Hraunhellna- borg umhverfis styttuna. Sumarfrí unga fólksins. Far- f uglahreyf ingin. öræf in kalla. Þjóðstjórnin og þjóð- leikhúsið. Viðtalstími ráð- herranna, gestirnir og klögu- mál þeirra. Hvít stjórnar- ráðshöll á Lækjartorgi. ATHCGANIR HANNESAR Á HORNINU. '. VIÐ ALLMÖBG skrifstofuhús hlér í bærium eru hjólreiðagrind- ur og það er til mikilla bóta, Hins vegar eru hjólreiðagrindur alls ekki nógu víðá og annað, sem er enn verra, að hjólreiðamenn virð- ast ekki vilja ætíð nota grindum- ar, þar sem þær annars eru. Það ætti að gera það að skyldu að hafá slíkar grindur við dyr allra skrif- stofuhúsa í bænum. Það niyndi mjög mikið laga umferðatregðu, sem óneitanlega er við fjölda mörg stærri hús hér í bænum. i-rtlö ÍTEEKABA skoðurí á Ausfc- urvelli og því, sem þar hefir verið gert upp á síðkastið, og sem mér þyktv mjög- gott, eins og ég hefi &ður sagt, finst mér að eitt vanti. Það vantar hraunhellnaborg um- Hverfis styttuna af Jóni Sigurðs- syrii. MÖldarbyngurinn verSur • að hverfa og AusturvÖllur myndi batna mikið við það að komið yrði upp hraunhellum umhverfis stytt- una. Það getur þó verið að Matt- hías Ásgeirsson ætli að hafa það einhvern veginn öðruvísi og má vera að það sé alveg eins vel hægt. NÚ FARA MENN að hugsa um sumarfrí sín, sumarið er komið fyrir löngu og þar sem margir vinna við stór fyrirtæki, verða merm að fara að taka sér frí svo að síður rekist á. En hvert' ætla menn að fara? Það er spursmál, sem margir hugsa um. Farfugla- hreyfingin er núhafin hér og og hefir þegar náð mikilli útbreiðslu. Vonandi skipuleggur hún sumar- frí fyrir alla þá, sem vilja'" eyða sumarfríi sínu í öræfaferðum, gangandi upp á f jöllin og inn í ó- bygðirnar. Ódýrara og skemtilegra sumarfrí er varla hægt að fá hér á lahdi og það skapar áreiðanlega meiri heilbrigði að eyða sumarfríi sínu á þann hátt heldur en að flækjast um landið í bílum. Unga fólkið á tvímælalaust að taka upp þá góðu venju að eyða sumarfríum sínum í stórhópum um öræfi lands- ins. Og það er hlutverk Farfugla- hreýfíngarinnar að sjá um að þetta vérði gert. ÞJÓÐSTJÓRNIN hefir nú setið í máhuð eða svo. Mörg verkefríi hafa legið fyrir henni og allir eru sammála um það, að hefði hún ekki komið, þá hefðu togararnir ekki gengið jafnlengi í vor og raun varð á. En það er eitt verk- DAGSINS. efni, sem ég vil minnast á og biðja þessa víðtæku stjórn að taka til meðferðar. Ég mótmæli því í krafti velsæmisins, að hið svokallaða þjóðleikhús standi svona lengur. Þjóðstjórnin verður nú að láta þetta mál til sín taka og gera ein- hvern mat úr þessari stóru og veg- legu byggingu. Ef hún gerir það og fólk verður ánægt með það, þá er rekið af okkur slyðruorð, sem með réttu hefir lengi legið á okkur fyrir hið ónotaða þjóð- leikhús. RÁÐHERRARNIR hafa nú aug- lýst að viðtalstími þeirra sé dag- lega kl. 10—12. Þó munu þeir ekki taka á móti nema þrjá daga vik- unnar: mánudaga, míðvikudaga og föstudaga, og menn verða að hafa það í huga, að ráðherrarnir taka ekki á móti á öðrum dögum eða á öðrum tíma. Til þessa hefir engin regla verið til um þetta. og hefir það skapað glundroða og erfiðleika í störfum ráðherranna, en störf þeirra eru erfiðari og meira slít- andi en menn gera sér alment hug- mynd um. Þá verða menn að hafa það í huga, að þeir, sem ekki hafa brýn erindi, geta ekki búist við því, að þeim verði veitt áheyrn. TIL ÞESSA hefir öllum verið hleypt ínn tíl ráðherranna, sem hafa sagst þurfa að tala við þá, og hafa menn jafnvel komið margir sama daginn, sem hafa þurft að kæra nágranna sinn og heimtað refsiaðgerðir gegn viðkomandi, eða menn hafa beðið um lán, uppá- skrift á víxla, án þess jafnvel að viðkomandi ráðherra þekti beið- andann nokkurn hlut o. s. frv. — SLÍRT FYRIRKOMULAG í stjórnarráði mun hvergi þekkjast í víðri veröld nema hér. Og það er ekki nema sjálfsagt að„ fagna því að meiri menningarbragur komist á afgreiðslu í stjórnarráð- inu, en verið hefir.. EN SVO ER stjórnarráðshúsið sjálft annað mál. Það er fyrir löngu orðið allt of lítið og alls ekki samboðið hinu fullvalda íslenzka ríki og ríkisstjórn þess. Það þarf að rífa þetta gamla tugthús, þar sem fangarnir drápust úr hor og hungri fyr meir. Á sama stað verð- ur innan skamms að rísa fögur, — hvít höll, þar sem ríkisstjórnirnar eru. Stjórnarráðshúsið á að vera við Lækjartorg um aldur og æfi. ÉG HEFI NÚ sagt stjórninni fyr- ir verkum. Þegar hún hefir fram- kvæmt það, sem ég hef nú lagt fyrir hana, skal ég gefa henni fleiri verkefni, en ef hún gerir ekki neitt í þessum málum, þá lofa ég henni því að halda nuddinu á- fram. Hannes á horninu. Útt-rciSiS AlþýðublaSið! Þumalína. — Þetta er fallegt blóm, sagði konan og kysti blómið. En um leið og hún kysti það, heyrðist brestur En í miðju blóminu, á grænum stól, sat lítil og knappurinn opnaðist. Það var raunveru- stúlka, yndislega falleg. legur túlípan, það var bersýnilegt. Hún var ekkí meir en þumi- Hún fékk valhnotuskurn fyr- Og á daginn lék hún sér á ungur á lengd, og þess vegna ir vöggu, hvíldi á bláum f jólu- borðinu. var hún kölluð Þumalína, biöðum og breiddi róssblað yfír sig, Hraðferðir Steindórs: Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akraaes. FRÁ REYRJAVÍK: Alla mámid., miðvikuð. 00 fösíud. FRA AKDREYRI: AHa mánudaga, fimtud. og laugardaoa. M.s. Fagranes annast sjéleiðina. Mýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. | STEINDÓB símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. | Geri við saum*vél*r, alWcsa- ar h»imilisvéi*r og skiér. M. Sandholt, KlapparsMg 11. sámi 263§. -í.flckKS—r- -i?osmijricla AMATORSEtL-Ð HMffi. Kaupmannahafnarblaðið „Nationaltidende" flytur grein um islenzku sýningardeildina í New York og birtir af henni myndir. Segir blaðið, að sýning pessi sé mjög falleg og gefi góða hugmynd um íslenzkt atvinnulíf og framtíðarþýðingu íslands fyr- ir flugsamgöngur. F.O. Áheit á Slysavarnafélag Islands 1939. Frá G. V. Reykjavík kr. 5. Pórdís í Hólakoti, Akranesi (M f. á.) kr. 2. Jóhannes Björnsson, Akra- nesi (frá f. á.) kr. 4. E. S, Rvík kr. 4. önefndur kr. 10. Valgerður Guðmundsdóttír, Miðreka, Hvol- hreppi kr. 5. Kona kr. 5. Gam- alt- áheit frá konu kr. 3. Lára Stefánsdóttir, Bústaðabletti 3 kr. Í0. Gömul kona kr. 5. 0. I., Svansholti kr. 5. N. N. afhent af Þuríði Jónsdóttur, Þykkvabas kr. 10. J. G. kr. 2. G. S. kr. 5. Björn Gottskálkson, Reykjavíkkr. 25. — Kærar þakkir — J. B. B. Páll Isölfsson heiðraður. Á hátíðahljómleikum landsmóts danskra söngfélaga, sem fram fóru í Konunglega leikhúsinu, færði Páll ísólfsson sambandinu lárviðarsveig að gjöf frá íslenzk- lum söngvurum. 1 samkvæmi, sem síðan fór fram að Hotel d'Angl- eterre, var Páll Isólfsson sæmd- ur æðsta virðingarmerki danska sambandsins, en það er heiðars- peningur úr gulli. F.Ú. V Hjónaband. Síðastliðinn laugardajg vor« geíin saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni ungfrú Anna Jónsdóttir frá Loftstöðum og Bjarni M. Jónsson kennari. Heim- ili þeirra er á Sólvallagötu 18. ]||AÐURINBJ SEM HVARF 53. Blake. — Og ég kom með honum hingað til að votta það, að hann væri sá er hann segir." „Hvernig getið þér vitað það?" ,jVið höfum verið starfsfélagar í mörg ár." „Og eruð það ennþá, gæti ég trúað," greip ríkisstjórinn fram í háðslega." ,,Hann hringdi til mín í kvöld og þó ég til þeirrar stundar hefði eins og aðrir, álitið hann dauðann, þá þekti ég þó sam- stimdis rödd hans." „Og hvenær sáuð þér hann svo aftur í fyrsta sinn?" „Hann beið mín á skrifstofu sinni." „Og þér þektuð hann aftur um leið og þér komuð auga á hann?" A Það var ofurlítill skjálfti í rödd hennar, þegar hún svaraði: „Nei, ekM samstundis. En þegar hann hafði talað nokkur orð ......." „Þetta er engin sönnun." „Ég heimta að þið hverfið héðan burt af skrifstofunni sam- stundis." Blake sat kyr. Og þegar ríkisstjórinn hvessti á hann aug- un, sá hann að hendur hans opnuðust og krepptust á víxl ems og í örvlnglan. „í gamla daga, þegar við vorum saman, herra ríkisstjóri, þá ræddum við um dálítið sérstakt, sem við báðir höfðum yndi af." vRíkisstjórinn þagði. „Munið þér ekki, hvað það var, sem við töluðum um?" „Ég efast algerlega um, að við hófum nokkurntíma hizt fyrri en hér í kvöld." „Við töluðum um hunda," svaraði Blake. „Og ef þér álítið að konan mín hafi getað gefið einhverjum samsærismönnum sínum upplýsingar um það, þá þekkið þér hana ekki. — Ilka hatar hunda." „Þetta varpar engu meiru ljósi yfir málið, en annað það sem þér hafið borið fyrir mig í kvöld," svaraði ríkisstjórinn. stjórinn. Blake spratt á fætur og stóð þráðbeinn frammi fyrir hon- um. „Komið þér með mér til Southamton, í flugvélinni, nú þeg- ar í nótt." Það var sýnilegt í svip ríkisstjórans, að skoðun hans á þess- um næturgesti var að breytast. Maðurinn var að öllum líkind- um enginn svikahrappur, heldur vitskertur — snar brjálaður. „Ef þér síður viljið ferðast einsamall með okkur, herra ríkis- stjóri, þá takið þér einkaritara yðar með í ferðina. — Bezti veiðihundurinn, sem ég hefir nokkurntíma átt, elur nú aldur inn á landssetri mínu í Southamton. Hann er nú að vísu orð- inn blindur af elli, en kynið er ósvikið, — hreinæktað í báðar ættir." „Mér mundi vafalaust þykja gaman að því að fá að sjá hund- inn yðar, — einhverntíma seinna." „En það verður einmitt að ske núna," — það lá við að Jim æpti. —• Skiljið þér það ekki, — Tinker verður að tala máli mínu. — Hann mun þekkja mig aftúr. Herra ríkisstjóri, — þér þekkið hunda. —- Þér vitið, að í þeim efnum láta hundar ekki bleekkja sig. Við göngu mtil hans og fyrst reynið þér að kalla á hann, svo einkaritarinn yðar og svo skal ég kalla á hann síðastur. — Þér verðið þó að játa, herra ríkisstjóri, að gömlum veiðihundi af afbragðskyni getur kona mín ekki hafa mútað." Hinn fjarræni meðaumkvunarsvipur, sem hvílt hafði yfir andliti ríkisstjórans nokkrar mínútur, hvarf við hin síðustu orð Blakes. í augu hans kom einkennilegur glampi. Hann elskaði hunda og trúði á vit þeirra. Og það var eitthvað ein- kennilega lokkandi við þessa æfintýralegu uppástungu, „Mér dettur að vísu ekki í hug að trúa því eitt augnablik að þér séuð James Blake," sagði hann svo. „Ég álít að þór hafið ruðst hér inn til mín að næturlagi aðeins til að reyna að hindra það að rétturinn næði fram að ganga. Þrátt fyrir það, var ég reiðubúin að lofa yður að fara héðan burtu, án refsingar, — allt þetta mál er nógu and- styggilegt, þó ég færi ekki að draga yður inn í það líka. En þar sem þér blátt áfram virðist þvinga það í gegn að koma yður í vandræði, þá ætla ég að taka á móti þessari áskorun yðar. Mér skal verða ánægja að fletta ofan af þessum ófyrir- leitnu blekkingum yðar. Ég tek ekki einkaritarann minn með mér, heldur valinn mann úr ríkislögreglunni. Ég veit hvar Blake bjó. Og frá þeirri stundu, sem við höfum lent þar, mun lögreglumaðurinn sjá um það, að hvorki þér eða þessi kven- maður, fái hið minsta tækifæri til að gefa væntanlegum sam- særismönnum ykkar, vísbendingar á einn eða annan hátt. Hundinn mun ég finna sjálfur og leita mér annara upplýsinga. Og þó svo færi, að hundurinn virtist þekkja yður, læt ég það ósagt, hvort ég muni leggja meiri trúnað á sögu yðar og heiti engu um að það hafi áhrif á gang málsins. En ef hann aftur á móti þekkir yður ekki, læt ég samstundis setja yður og þennan kvenmann í fangelsi, og læt ykkur v*r* þar þaagaS tfí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.