Alþýðublaðið - 10.06.1939, Side 3

Alþýðublaðið - 10.06.1939, Side 3
LAUGARDAGINW 10. Itill 1939. ALÞVÐUBLAÐtÐ Sýning sjómanna i Mark- aðsskálanum veknr mikla eftirtekt og aðdánn allra. ----—.... Ummæli Soffíu Ingvarsdóttur bæ|arfulltrúa um sýuiuguna. ♦------------------------->♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RIÍ'STJÓRI: F. R. VALDEMARSS0N. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREEÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINO (In»sfa»gur frá Hverfisgétu). SfMAR: 4980: Afgreiðsla, auglýsingar. 4981: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Viihjálms (heima). '196: Jónas Guðmunds. heima. 4915: AlþýðuprentsmiSjan. #06: AfgreiSsla, ALI»Ý®UPR#SrTSMIÐJAN ♦-------------------------♦ Sjðlfstœoismenn í Dagsbrún. HVERJUM einasta manni, sem nokkuð fylgist með viðburð- funum í verkalýðsfélögunum hér á landi, er það fullkomlega ljóst í dag, að sú óstjórn, sem verið hefir í Dagsbrún siöan kommún- istar komust þar í stjórnarað- stöðu í byrjun ársins sem leið, nefði verið með öllu óhugsanleg, ef kommúnistar hefðu ekki notið í félaginu ýmist beina eða ó- beins stuðnings Sjálfstæðisflokks- verkamannanna þar, sem hvattir voru til þess af flokki sínum og blöðum hans, aö taka höndum saman við kommúnistana „land- ráðamennina", að minsta kosti um stund, til þess að eyðileggja þann meirihluta, sem Alþýðu- flokkurinn hafði haft í Dagsbrún. Sjálfsagt hafa þeir hugsað, að það myndi verða létt verk, að ráða niðurlögum kommúnista í félaginu á eftir, og varla búist við því, að sama gerræðinu og kommúnistar með stuðningi þeirra höfðu í frammi við Al- þýðuflokksverkamennina, yrði síðar beitt við þá. 1 þessari ótrúlegu blindni studdu Sjálfstæðismenn kommún- istana í Dagsbrún á síðast liðnu ári, ýmist beinlínis eða óbein- línis, ekki að eins til þess að reka úr félaginu Jón Baldvinsson, Guðmund R. Oddsson og ýmsa aðra af elztu og beztu talsmönn- um AlþýÖuflokksins þar .heldur og til þess að svifta Sigurð Guð- mundsson, hinn vinsæla ráðs- mann félagsins, trúnaðarstarfi sinu hjá þvi og strika um hundr- að og fimmtíu gamla Alþýðu- flokksverkamenn út af félagaskrá til þess að losna við atkvæði þeirra í allsherjaratkvæðagreiðsl- unni í fyrrahaust, þegar fyrsta alvarlega skrefið var tekið til þess að slíta Dagsbrún úr tengsl- um við Alþýðusambandið. Þessir brottrekstrar nægðu til þess að tryggja kommúnistum á- fram völdin í Dagsbrún. Þau nægðu meira að segja til þess, að tryggja Sjálfstæðismönnum átján atkvæðum meira við síð- ustu stjórnarkosningu þar heldur en Alþýðuflokkurinn fékk. Það •var ekki lítill fögnuður hjá Sjálf- stæðismönnum yfir því, enda þótt athugulir menn sæju ekki, hvaða ástæða væri til þess að miklast yfir svo mögrum sigri eftir að meira en hundrað og fimmtíu Alþýðuflokksmenn höfðu með lögleysum og ofbeldi verið reknir úr félaginu. Ýmsa mun einnig^há hafa grunað, að Sjálf- stæðismenn myndu til lengdar litla gleði hafa af þeim „sigri“, sem þeir þannig höfðu unnið á Alþýðuflokknum í Dagsbrún með hlutdeild sinni í klofningsstarfi og óstjórn kommúnista þar. Enda er þaÖ nú komið á daginn. Sjálfstæðismennirnir í Dags- brún eru nú að byrja að taka út þakkirnar fyrir þjónustu sína við kommúnista. Nú er þeim tilkynt af þessum fyrri bandamönnum sínum þar, að þeir hafi „gerst freklega brotlegir við stéttarfélag sitt,“ af því að þeir í málfunda- félaginu, sem þeir hafa innan Dagsbrúnar, óðni, leyfðu sér að mótmæla þvf, að byggingarverka- mönnunum í bænum væri sigað út i verkfall, sem þeir sjálfir gátu ekkert haft upp úr annað en gtvinnuleysi og tekjumissi á með- an það stóð, en kommúnista- stjómin í Dagsbrún ætlaði að nota til þess að tryggja sér nýjar tekjur til skrifstofu sinnar og skapa hinni nýju ríkisstjórn vandræði, sem kommúnistaflokk- urinn gæti fært sér í nyt. Og Sjálfstæðisflokksverkamönnunum í Dagsbrún er nú sagt, að starf- semi þeirra í Óðni „verði ekki þoluð" og þeim ótvírætt gefið í skyn, að röðin sé nú komin að þeim, að vera reknir úr Dagsbrún á sama hátt og Alþýðuflokks- mennirnir, sem reknir voru með stuðningi þeirrai í fyrra. Það er engin furða, þó Sjálf- stæðismönnum þyki þetta lélegar þakkir fyrir alla þjónustuna við ikommúnista í 'Dagsbrún í baráttu þeirra gegn Alþýðuflokknum, enda taka blöð þeirra þeim þessa hótun mjög óstint upp. Morgun- blaðinu er bersýnilega farið að skiljast það, að samvinna Sjálf- stæðismanna við kommúnistana í Dagsbrún hafi frá upphafi verið lítið hyggileg, og að alvarleg stefnubreyting í starfi þeirra þar sé nauðsynleg, ef ekki eigi meiri vandræði af að hljótast. Það við- urkennir nú að nauðsyn beri til þess, að Sjálfstæðisflokksverka- mennirnir taki höndum saman við Alþýðuflokksverkamennina i Dagsbrún til þess að gera enda á óstjóm og ofbeldi kommúnista þar, og er það þó vissulega ekki vonum fyrr, að sú viðurkenning kemur. En Morgunblaðið er þó að minsta kosti svo ærlegt, að sýna þannig nokkurn vott af vilja til þess að bæta úr þeim skaða, sem orðinn er fyrir hina skamm- sýnu samvinnu Sjálfstæðismanna við kommúnista í Dagsbrún. Því er aftur á móti ekki að heilsa hjá Vísi. Þar veður enn Uppi sama ábyrgðarleysið eins og áður, sanm daðrið við „landráða- mennina", þó í öðru orðinu sé víðurkent að þeir séu „undir eft- irliti frá Moskva". Vísir boðar það síðast i gær, áð Sjálfstæðis- menn í Dagsbrún „muni halda sitt strik" og „að ekki verði hrap- að að neinu“ og em þau um- mæli ekki nema 1 fullu samræmi við það hugarþel, sem Vísir hef- ir hingað til sýnt til þeirrar samvinnu, sem nú hefir verið haf in milli Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins um stjórn landsins. Það getur vet verið að heild- salaklikunni, sem að Visistendur liggi það í léttu rúmi, þó að Sjálfstæðisflokksverkamöfnnunum í Dagsbrún verði fórnað fyrirfyr- irætlanir hennar og þeir reknir úr sínu verkalýðsfélagi. En það er engan veginn vist, að þeir kæri sig neitt um það sjálfir að vera hafðir að ginningarfífl- um lengur í daðri hennar við „landráðamennina", sem haldið er úti hér frá Moskva. Lúðrasveit Reykjavíkur fer hina árlegu skemtiferð sína til Akraness á morgun. Far- ið verður með botnvörpungnum „Kára“ og lagt af stað kl. 9 f. h. Farmiðar kosta 3 krónur. Lúðrasveitin skemtir á leiðinni, enn fremur verður danzað í sam- komuhúsi Akurnesinga áður en lagt verður af stað heim. Bæjar- búar ættu að nota sér tækifærið og fjölmenna með lúðrasveitinni uppeftir. Útbreiðið AlþýðublaðiÍ! SÝNINGIN, sem sjómenn hafa efnt til og opnuðu á sjómannadaginn í Markaðsskál- anum, hefir þegar verið sótt af fjölda manna og vakið mikla eftirtekt og aðdáun. Fara hér á eftir ummæli, sem Soffía Ingvarsdóttir bæjarfull- trúi hefir sent Alþýðublaðinu um sýninguna, sem ekki hvað sízt ættu að verða konunum hvöt til þess að sjá hana: Flestum bæjarbúum mun vera kunnugt um, að þessa dagana er í Markaðsskálanum yfirgripsmikil sýning á öllu því, er lýtur að íslenzkri sjómensku. En ég veit ekki hvort öllum er nægilega ljóst, að þessi stór- merka og fróðlega sýning á í rauninni erindi til allra. Við íslendingar erum fyrst og fremst sjávarútvegsþjóð. Mann fram af manni hafa forfeður okkar sótt sjóinn. Ég held líka, að hverjum sýningargesti, karli eða konu, renni blóðið til skyld- unnar, þegar hann sér hér sam- ankomin öll hin margvíslegu tæki, er þjóðin á nú yfir að ráða í baráttu sinni við Ægi ásamt þeim ófullkomnu áhöldum, sem fyrri kynslóðir urðu að bjargast við. Hér á sýningunni gefur að líta líkön af opnum bátum, skútum, mótorbátum ög gufu- skipum. Þá eru hér sýnishorn mótorvéla og eimvéla, sem nú knýja áfram hin íslenzku skip. Fyr en varir er sýningargestur- inn kominn upp á stjórnpall á nýtízku gufuskipi, þar sem á- gætur sýningarvörður skýrir fyrir hinum fákunnandi gesti leyndardóma siglingafræðinnar, svo sem hinn nýtízku rafmagns- dýptarmæli og margvísleg tæki, sem hugvit síðari kynslóða hefir búið stjórnendum skipa í hend- ur til öryggis og hægðarauka. Daglega heyrum við minst á hin ýmsu veiðarfæri, svo sem botnvörpu, línu, dragnót og herpinót. En hve margir Reyk- víkingar utan sjómannastéttar hafa séð þessi tæki og skilið til fulls, hvernig með þeim er unn- ið? Hér kynnist sýningargestur- inn á nokkrum augnablikum þessum haglega gerðu tækjum, sem draga margan happafeng í þjóðarbú okkar. Yfirleitt sýnir sýningin á á- nægjulegan hátt, hve þjóðinni hefir vaxið ásmegin í baráttu sinni við hafið. Má þar til nefna alt, sem nú hefir fengist til ör- yggis lífi sjómanna. Vil ég þar til nefna loftskeytautbúnað all- an og talstöðvar, sem þarna eru sýndar, vitakerfi íslands, sem sýnt er með ljósdeplum á landa- bréfi, og síðast en ekki sízt verð- ur sýningargestinum starsýnt á línubyssurnar, ekki sízt á þá, sem bjargað hefir lífi þriggja skipshafna á skömmum tíma. Þá eru á sýningunni mörg stór- fróðleg línurit, er snerta þróun íslenzkrar sjómensku, en vænst þykir manni um það línurit, er sýnir, að sjóslysum við íslands strendur hefir fækkað að stór- um mun síðustu tíu árin, miðað við það, sem áður var. Á Slysa- varnafélag íslands áreiðanlega drjúgan þátt í því. , Það er eftirtektarvert, að meðal hinna mörgu, er sýningu SÁ finnur- bezt hvar skór- inn kreppir, sem hefir hann á fætínum." Þetta orðtak er rétt, og það hefir sannast í mörgum greinum og m. a. um starfsemi þá, sem rekin er af félagslegum samtökum hér í Reykjavík til hjálpar reykvísk- um börnum. Reykvíkingar hafa brugðist vel við, þegar til þeirra hefir verið leitað um fjárfram- lög og annan stuðning við starf- semi þessa, en svo sem að von- um er, þá skortir mikið á, að unt sé að veita öllum þeim börnum, sem þurfa þess með, úrlausn hvað snertir sumardvöl í sveit undir góðri handleiðslu. Undanfarin ár hefir verið starfrækt barnaheimilið „Vor- boðinn,“ og hafa börnin notið þar sumardvalar 5—6 vikna tíma. Nefnd sú, sem annast starfsemi þessa, vill í sumar gera tilraun með að útvega fleiri börnum slíka sumardvöl en hún hefir áður átt kost á, en hvort það tekst, fer vitanlega mikið eftir því, hve vel bæjar- búar bregðast við, þegar til þeirra er leitað. Enginn mun neita því, að þörfin fyrir slíka starfsemi, sem hér er um að ræða, er mjög brýn, og mörg fátæk börn verða því miður að fara þess á mis, að dvelja á sumarheimili í sveit. þessa sækja, eru tiltölulega fá- ar konur. Mikill fjöldi reyk- vískra kvenna á sjómann fyrir son, eiginmann eða einhvern ná- komin nættingja. Mikinn hluta hluta ársins er hugur þeirra kvenna bundinn við sjóinn og íslenzku skipin, stundum í kvíð- vænlegum ugg og ótta. Það er ekki af skilnings- eða ræktar- leysi við íslenzka sjómanna- stétt, að reykvískar konur sækja ekki meira þessa sýningu en raun ber vitni; það er senni- lega gamla sagan, að konum hættir við að telja sig ekki þátt- takendur í athafnalífinu utan heimilisins. Þar sem sjómenska er ekki í þeirra verkahring, telja þær sig ekki bera skyn- bragð á þá hluti. Þessi hugsun- arháttur þarf að breytast. Kon- ur þurfa að fylgjast með á öll- um sviðum. Reykvískar konur, fjölmenn- ið á hina margbreyttu og á- nægjulegu sýningu íslenzkra sjómanna. Hún eykur skilning ykkar á lífi og starfi sjómann- anna. Sjáið með eigin augum alla þá fjölbreyttu nútíma- tækni, sem íslenzka sjómanna- stéttin hefir tekið í þjónustu sína. þrátt fyrir þá starfsemi, sem ýms félög hafa með höndum í þessu skyni. Konur þær, sem standa að ,,Vorboðanum,“ skilja vel þörf- ina fyrir aukið starf, þær þekkja þau vandræði að þurfa að láta börnin flækjast á götum bæjar- ins allt sumarið, og því miður þá eru hér í bæ margar fjöl- skyldur, sem ekki hafa efni til þess að fæða eða klæða börri sín svo sem þörf er á, slíkum fjölskyldum er ætlun „Vorboð- ans“ að létta undir með eftir megni, og að því hefir starf undanfarinna ára miðað. — Á sunnudaginn hefir nefndin stofnað til margskonar skemt- ana og starfsemi, sem ætlað er að gefi nokkurar tekjur. Skemt- un verður á Arnarhválstúni og veitingar seldar þar. Merki verða seld á götunum, auk þess verður hlutavelta og bazar með mörgum eigulegum munum við vægu verði. Um kvöldið verða danzskemtanir í Iðnó og Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Um leið og nefndin vill flytja þakkir sínar öllum þeim mörgu, sem stutt hafa starfsemi ,,Vorboðans“ bæði fyr og nú, þá vildi hún mega vekja athygli bæjarbúa á því, að sunnudagur- inn er helgaður málefnum barn- anna og fátæku mæðranna í þessum bæ, og heitir hún því á alla, að verja peningum sínum á þeim skemtunum, sem veita ágóðanum til mannúðar og menningarstarfsemi. Munið að hjálpa smælingj- unum. Heiðrið minningu móð- ur ykkar með því að létta undir með fátæku mæðrunum. Sýnið ykkar félagslega samhjálpar- vilja með því að styrkja fátækú börnin. Hver er sá, sem ekki þráir sólskinið og hreina loftið, minnist þess, að engum er meiri þörf á að njóta þess, en þeim, sem eru að vaxa, ungviðið grær bezt í góðu lofti og heilnæmri útivist. Hver sá, sem leggur lið sitt til styrktar ,,Vorboðans“, er um leið að styrkja grunninn undir sínu þjóðfélagi, velgengni þess og sá styrkur er fólginn í hraustum, starfsfúsum þegnum, hver veiklaður einstaklingur, er sem bilaður hlekkur í keðju, en bezta eign hverrar þjóðar er heilbrigð sál í hraustum líkama. Því marki verður ekki náð nema undirstaðan sé rétt lögð. Leggið ykkar skerf fram á sunnudaginn með því að nota afgangs aurana ykkar á skemt- unum „Vorboðans.“ DÝRAVERNDUNARFÉLAG ÍSLANDS. Dýraverndunarfélags íslands verður haldinn næstkomandi mið- vikudag 14. þ. m. klukkan 8V2 síðdegis í húsi K.F.U.M. við Amt- mannsstíg. Dagskró: Samkvæmt félagslögunum. Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi hjá for- manni, herra hafnarstjóra, Þórarni Kristjánssyni, Hafnarhúsinu. Stjórnin. Dúa. Reikningur h. f. Eimskipafélags islands fyrtr árið 1938 liggur frammi á skrifstofa vorri frá I dag, til sýnis fyrir hluthafa. Reykjavik, 10 júni 1939. Stjárnin. Tryggingarstofnun rikislns tilkynnir. Öllum þeim, er reka tryggingarskylda atvinnu, ber að til- kynna það til slysatryggingarinnar, og greiða iðgjöld fyrirfram, samkvæmt áætlun. Er því hér með skorað á alla þá, er hafa með höndum tryggingarskylda starfrækslu innan lögsagnarumdæmis Reykja- víkur, að tilkynna það tafarlaust til aðalskrifstofunnar, ef það hefir ekki þegar verið gert. Lög og reglugerðir fást á aðalskrifstofunni. Vanræksla varðar sektum. '! Tryggingarstofnun ríkisins. Slysatryggingardeild. Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Sími 1074. Soffía Ingvarsdóttir. Stjrrkið Barnaheimilið ,V«r- boðann4 á sunnudaginn! —----♦--- Skemtun á Arnarhólstúni, merkjasala, hlutavelta, bazar og dansleikir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.