Alþýðublaðið - 13.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.06.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐIUDAGINN 13. SON! 1039. ALÞBUIUÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RWSWélI: F. R. VALÐBMARSS0N. í fjwveru hfiu: JéNAS €RJ©MUNDSSON. AF©RE»SLA: 4L»f»ÚHÚSI^¥ (Inmgaagur feá HverSSgmtu). 49®* >6 1!« SÍMAR: Afsreiðsla, auglýsimgar. Rihiíjéra (imml. frétSr). Rifcigéri. V. S. Viihjálmis (haiima), Jémas Gruðmumés. höiima. Al]»ýðupremtsmiðjaa. Afgrftiisla. ALÞÝ*Ui»é*«N'TSMÍ»JAN VestmaaBaáagnr LiireglnstjérS skrifar borpr- RÁÐGERT er, að eflt verði til sérstaks Vestur-íslend- ingadags hér 2. júlí n. k. og fari hátíðahöldin fram á Þingvöll- um. Þeir, sem frumkvæði hafa um þessa nýbreytni, munu vera Vestur-íslendingar, sem búsettir eru hér á landi, eða félag þeirra, enda munu þeir skilja bezt þá þýðingu, sem það hefir að tengja saman ættar- og vinar- böndin, sem eiga að binda sam- an landana austan og vestan hafsins. Oss hér heima er skylt að minnast þess, hve landar vorir vestan hafsins hafa oft látið sig miklu skifta hin mestu nauð- synja- og menningarmál okkar, og þó mundu þeir hafa gert það enn meir, ef hægara hefði verið um samgöngur við þá, en hing- að til hefir verið. Það er vel farið, að áhuga- samir menn hafa nú hafist handa um að efna hér til hátíðar, sem helguð sé sambandinu milli ís- lendinga austan hafs og vestan og mætti þessi byrjun vel geta orðið upphafið að meiri og nánari samskiftum milli þjóðar- brotsins í Ameríku og okkar hér heima. En eins ber þó að minn- ast, að þó slíkir hátíðisdagar séu oft mikilsverðir sem byrjun og vakning góðs málefnis, eru þeir ekki mikilsvirði, ef 1 kjöl- farið siglir ekki annað og meira. Meiri virk samvinna á sem flest- um sviðum. Allir þessir „dagar“ okkar eru hættulegir, ef það eru aðeins fögur orð, sem flutt eru, en ekkert raunverulegt starf verður afleiðingin af þeim. En tæplega virðist ástæða til að ætla, að ekki geti orðið framhald á samstarfi voru og Vestur-íslendinganna. Ekki er að efa, að vér hljótum að leita í vesturveg í viðskiftamálum vorum og þá er oss það ekki þýðingarlaust að eiga þar slíka málsvara, sem landar vorir þar hafa reynst oss bæði fyr og síðar. Það er ánægjulegt, að nú virðist aukast mjög viðleitnin til meira samstarfs við landa vora og aðra vestan hafsins og væri óskandi, að hinn fyrsti vestmannadagur hér mætti verða til þess, að flýta fyrir því að sem fyrst yrði tekið upp sem nánast samstarf við þær þjóð- ir, sem þar búa og sem vér höf- um haft alltof lítil viðskifti við hingað til. Mosrmjrda MIKIÐ þóf hefir veriS um bifreiðastæðin í bærnun undanfarið heilt ár. Hefir geng- ið á sífeldu umtali mn að koma bifreiðunum af Lækjartorgi. því að þó að það sé þægilegt, að hafa þar bifreiðar til taks, þá er það mjög slæmt fyrir umferð- ina að hafa bifreiðastæðin þar. Vegna missagna hefir lög- reglustjóri farið þess á leit við blaðið, að það birti bréf er hann ritaði borgarstjóranum um þetta efni og fer það hér á eftir: „Með bréfum dags. 29. apríl og 3., 4. og 16. f. m. hafið þér, herra borgarstjóri, sent mér til um-i sagnar umsóknir nokkurra bif- reiðastöðva um leyfi til starf- rækslu framvegis, og vil ég í ,til- efni af því leyfa mér að taka fram eftirfarandi: Bifreiðastöðin Geysir við Kalkofnsveg. Stöð þessi er í nýju húsi og hefir bifreiðastæði við austan- verðan Kalkofnsveg. Eru húsa- kynni þessarar stöðvar mjög góð og lega stæðanna og alt fyrir- komulag hið bezta. Vil ég því mæla með því, að bæjarstjórn samþykki stöð þessa. Bifreiðastöð Steindórs. Stöð þessi hefir afgreiðslu í húsi við Hafnarstræti, og hefir það nýlega verið stækkað og endurbætt. Er húsnæði það, sem til afgreiðslu er notað, hið bezta. Stöðin hefir stæði fyrir bifreiðar sínar á eignarlóðum stöðvareig- andans á horni Aðalstrætis og Hafnarstrætis og milli Trýggva- götu og Hafnarstrætis, og eru lóðir þessar það rúmgóðar, að hægt mun vera að geyma þar þær bifreiðar, sem við stöðina þurfa að vera, án þess að þær standi á gangstéttum eða á göt- unni. Eins og kunnugt er, er lega bifreiðastöðvar þessarar og stæða hennar sú, að ökuleiðir frá henni liggja allar yfir gangstéttir út á þröngar og fjölfarnar götur, og er þetta að sjálfsögðu mjög til trafala allri annari umferð. Af þessari ástæðu tel ég stað þenn- an eigi til frambúðar fyrir bif- reiðastöð. En með hliðsjón af því, að núverandi eigandi hefir gert stæði fyrir bifreiðarnar á eigin lóðum, að honum hefir ný- lega verið leyft að stækka og endurbæta stöðvarhús sitt og að erfitt mun að sjá jafn stórri stöð fyrir viðunandi plássi annars staðar, vil ég þó mæla með því, að bæjarstjórn samþykki stöð þessa fyrst um sinn. Aðalstöðin. Sótt er um leyfi til að reka stöð þessa áfram á sama stað Ðg á sama hátt og áður. Stöð þessi hefir tii þessa látið bif- reiðar sínar, er þær hafa Ökki jverið í akstri, standa á gangstétt- inni við stöðvarhúsið, sem er við Lækjartorg, og á Lækjartorgi ut- an gangstéttarinnar. Vegna hinn- ar miklu umferðar, sem um Lækjartorg er, tel ég ekki eiga að leyfa þar stæði fyrir bifreiðar umfram það, sem óhjákvæmilegt er, svo sem teljast kann um strætisvagna fyrst um sinn. Ég legg því gegn því að orðið sé við umsókn þessarar stöðvar. Litla bílastöðin. Að því er þessa stöð snertir, er sótt um leyfi til að reka hana á sama stað og hingað til. Af sömu ástæðu og greindar eru hér að framan í sambandi við umsókn Aðalstöðvarinnar legg ég til að þessari . umsókn sé synjað. Bifreiðastöðin Hekla. Egill Vilhjálmsson sækir um leyfi til að reka bifreiðastöð með afgreiðslu í húsi því við Lækj- argötu, þar sem nú er afgreiðsla bifreiðastöðvarinnar Heklu, og lætur þess getið, að skilyrði séu fyrir hendi til þess að geyma bifreiðar stöðvarinnar í porti við Lækjargötu nr. 4- Bygging nefnds stöðvarhúss mun eins og í um- sókninni er getið, hafa verið leyfð með því skilyrði, að hif- reiðar núverandi stöðvar væru geymdar í nefndu porti. Á þessu hafa hins vegar orðið hinar mestu vanefndir frá stöðvarinnar hálfu, og hafa bifreiðar hennar mjög verið til trafala á Lækjar- götu, en þar tel ég ekki tiltæki- legt að leyfa bifreiðastæði. Með tilliti til þessarar reynslu og þeirra staðreynda, að við bif- reiðaafgreiðslu hlýtur ávalt að vera mikil bifreiðaumferð, tel ég ekki fært að verða við umsókn þessari. Bifreiðastöð Reykjavíkur, h/f. sækir aðallega um leyfi til að reka samnefnda bifreiðastöð á- fram á sama stað og með sama fyrirkomulagi og undanfarið, en tii vara er sótt um leyfi til að nota núverandi afgreiðsluhús, þótt neitað yrði um stæði, þar sem þau nú eru. Þessi bifreiða- stöð hefir undanfarið geymt bif- reiðar sínar á Lækjartorgi og Austurstræti fyrir framan stöð- ina. Á þessum stöðum tel ég ó- fært að leyfa bifreiðastæði fram- vegis, og legg því til, að aðal- umsókninni verði synjað. Ef leyft yrði að hafa afgreiðsluna áfram á sama stað, mundi afleiðing þess verða sú, að sífeldur bif- reiðastraumur yrði ávalt að henni og frá, þó með nokkurri við- stöðu, og mundi það verða til á- líka trafala annari umferð og ef fast bifreiðastæði væri leyft á því svæði. Eins og mál þetta liggur fyrir, get ég því ekki held- ur verið því meðmæltur, að orðið sé við varaumsókninni. Garðar Gíslason sækir um leyfi til að reka bif- Áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudaga strax eftir komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi kl. 1 e. h. Fagra- nesið fer til Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 síðdegis. Magnús Gnnnlaugsson, bilreilarstjért. Hraðferðlr B. S. A. Aila daga stexua másmdaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss amnast sjé- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð ís- sími 1540. EifreiðastHð ákureyrar. Til tækifærisgjafa Sclirambeager helmsfrœga kransf KERAMIK. Handunnlnn KRISTALL. K. Einarsson & Björnss*n. Bankastræti 11. reiðastöðina Bifröst með óbreyttu fyrirkomulagi. Stöð þessi hefir stæði fyrir bifreiðar sínar á eigin lóð og mun hafa fengið leyfi til að bæta húsakynni sín. En sá mikli ókostur er á fyrirkomulagi þessarar stöðvar, að aka verður úr stæðunum yfir gangstétt fjöl- farinnar götu, og skapa stórhýs- in, sem eru sitt hvoru megin inn- keyrslunnar, blind horn beggja megin.. Ég tel stað þennan þvi ekki til frambúðar fyrir bifreiða- afgreiðslu, en með því að bif- reiðageymslan er á eigin lóð, vil ég þó ekki leggja á móti því, að stöð þessi sé samþykt fyrst urn sinn. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Bjarna Jóns- syni ungfrú Kristín Þorvaldsdótt- ir saumakona og Ástráður Jóns- Son, verzlunarmaður, Liverpool. Heimili ungu hjónana verður á Grundarstíg 11, Amgrinmr Kristjánssons Komum til móts vió móðurina. —....♦ -- Bæða flutt við bátiðahðld barnaheimílisins Vor- boðlnn i Arnarhélstúni sunnuúaginn 11. júni. AYORIN erum vér venju fremur vongóð. Þegar sumarþeyrinn blæs hlýlega um vanga og æskan hlær við vor- inu. Það er eitt af dásemdum tilverunnar, að hula er dregin yfir framtíð hvers og eins. Það er því að þakka, að vér getum þó vonað alls hins bezta í lengstu lög, hvað sem annars kann á að bjáta. Og þó er það nú svo, að enda þótt vér kunnum vel að meta þetta lífsins lögmál, þá erum vér samt sem áður ærið mörg með því markinu brend að „vera sífelt að spyrja og spá.“ eins og þar stendur. Ekki kann- ske svo mjög um framtíð vora hvers fyrir sig, heldur um fram- tíð heildarinnar. Framtíð barn- anna, framtíð þjóðarinnar. Vér lifum í þessu efni í dagdraum- um þar sem oss dreymir um það, hvernig börnum vorum muni farnast. Hvernig verða muni að lifa í þessu landi eftir svo og svo mörg ár. Hvort hinni komandi kynslóð muni auðnast að lifa hér hagsælla, farsælla og. hamingjusamara lífi en vér sjálf gerum. Hvert skyldum vér þá líta, ef vér vildum glæða og styrkja þær vonir, er vér berum í brjósti varðandi heill og ham- ingju barna vorra. Lítum yfir barnahóp, því þar sem Iítil börn fara, fer fram- tíðin. Ef alt er með feldu er hópurinn fríður, hraustur, lífs- glaður. Þar er fólgið hið kom- andi líf, sú orka, er innan stundar leysist úr læðingi. Nú vaknar sú spurning: Hvernig ferst oss úr hendi.áð varðveita hina dýrmætustu eign barnanna, hina góðu eiginleika þeirra, heilbrigði þeirra og þrótt, lífsgleði og athafnaþrá, meðfædda fórnfýsi og kærleiks- þel? Lífshamingja barnanna og þá hinnar komandi kynslóðar er svo að segja einvörðungu undir því komin, að þetta takist. — Hvernig vinnum vér þá að þess- ari verndun hinna góðu eigin- leika, er blunda með barninu? í fyrstu eru þetta verk móð- urinnar. Verk hinnar um- hyggjusömu, góðu móður verða aldrei fullþökkuð eða oflofuð. En aðstöðumunur mæðranna er svo harla mikill, að jafnvel þótt þær séu allar af vilja gerð- ar að inna störf sín trúverðug- lega af hendi, störf móðurinnar, sem eru ábyrgðarmestu trúnað- arstörf, sem unnin eru fyrir þjóðfélagið, þá er ekki von til þess, að ávalt takist vel, þegar tekið er tillit til þeirra kjara og þeirrar lífsaðstöðu, er þær alt of margar eiga við að búa. Hér grípur líka svo margt fram í. Barnið er lítil félags- vera. Við uppeldisstörf dugar heldur engin einangrunarstefna. Fyrr en varir er barnið farið að taka á sinn hátt þátt í félags- lífinu. En félagslífið, jafnt hinna hærri sem lægri, er eins og við öll þekkjum oft sora blandið. Viðfangsefnin eru þar ærið misjöfn. Aðferðirnar til að ná settu marki misjafnar.Þar á ég við þegar börn venjast svo raunalega fljótt á að hafa rangt við í leikjum. Þá er líka leik- vangurinn ærið misjafn. Hér verður þá að öllu samanlögðu alt of margt, sem verður á vegi hins unga vegfaranda, sem hefir í sér fólgið neikvætt uppeldis- gildi. Hér er það, sem vér staðnæm- umst frammi fyrir einhverju mikilsverðasta þjóðfélagsvanda- máli, er bíður úrlausnar. Þar sem viðfangsefnið er það, að að bægja frá, afmá hin nei- kvæðu uppeldisáhrif, en koma mæðrunum til aðstoðar, þar sem þær hafa lagt grundvöllinn, og þeirra áhrifa- gætir ekki. Sjá svo til að umhverfi, leikir, störf og nám barnanna hafi jákvætt uppeldisgildi. Það er að alt þetta verndi hina góðu eiginleika barnsins, veki þrótt og athafna- þrá, glæði kærleikslund og fórn- fýsi og auki vitsmunaþroska þeirra og heilbrigði. Því verr hafa þessi mál yfir- leitt farið halloka fyrir öðrum á þeim vettvangi, þar sem opin- berum málum er í hvert skifti ráðið til lykta, og veldur því hvorttveggja, að þessi mál eru fyrst og fremst andleg mál, en ekki efnisleg, og svo hitt, að þau eru öðrum fremur málstaður þeirra þegna þjóðfélagsins, er hlédrægastir eru og minst nriega sín. — Málstaður hinnar fátæku móður og barnanna hennar. Hér er ekki um það að ræða að byggja skrauthýsi, banka- byggingar, leikhús, leggja götur og byggja brýr. Nei, en hér er miklu fremur um það að ræða, að það verði hamingjusamt og heilbrigt fólk, sem treður í framtíðinni hinar malbikuðu g’ötur, sem nú eru lagðar, og hefst við í þeim húsum, sem nú eru bygð. ý Þetta skilur bezt móðirin sjálf. Konurnar, sem standa fyrir barnaheimilinu Vorboð- inn, heita nú á samborgarana tíl fylgis við málstað hins fátæka barns. Þær- hafa þegar unnið stórvirki.- Hver sá, sem aðstoðar þær í starfi þeirra, vinnur hin- um góða málstað. Hann má vera þakklátur fyrir það, að hohum býðst tækifæri til þess. Gerið því meir en rétt að gefa gaum þessum störfum, þessarí viðleitni. Sýnið í verki að þíð skiljið hvað hér er í húfi með því m. a. að kaupa merki dags- ins og styðja st^rfsemi Vor- boðans í hvívetna bæði nú og endranær. „Vorboðinn ljúfi,“ segir Jón- as Hallgrímsson. — Vorboðinn, þetta eina orð, vekur hlýju og unað í brjósti hvers einasta ís- lendings. „Vorboðinn“ sá, er hér um ræðir, er vorboði hins gróandi þjóðlífs. Hjálpumst .öll til að hlúa að þeim gróðri, er slíkt vor skapar. Gerum hann fagran og' þróttmikinn, þá höf- uni vér sannarlega ástæðu til að horfa vonglöð mót framtíð- inni. • - j Arngrímur Kristjánsson,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.