Alþýðublaðið - 14.06.1939, Page 2

Alþýðublaðið - 14.06.1939, Page 2
MISYIKTISAGINN 14. júni 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Mataræði Reykvíkinga. Til- laga um morgunverð. Við eigum að útrýma kaffinu. „Oslo-frokosten.“ Mölin yfir vilpuna við Thorvaldsens- bazar. Bréf um stelpurnar á haf narbakkanum. Bréf frá Sigurði skáldi Sigurðssyni. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. MATARÆÐI okkar Reykvíkinga stenður á lágu stigi, eftir því, sem sagt er og víst er um að á því er hægt að gera miklar og nauðsyn- legar umbætur. íslendingum hefir lítið verið kent í matargerð og vali matvæla, svo að það er varla von á góðu, — en nó á að fara að vínna að þessum málum á vísinda- legan hátt af hinum beztu mönnum — og ber að fagna því. Um þessi mál hef ég fengið nýlega mjög gott bréf frá „Laktus", er sjálfsagt að veita því góða athygli, en til- lögu hans um appelsínuna þyrfti þó að breyta eins og það gengur að útvega þá vöru. Bréf „Laktusar“ er á þessa leið: „ÉG VEIT VINUR MINN, að þú lætur þig miklu skipta mataræði og þjóðþrif. En ef mér segir rétt hugur um, þá neytir þú mikils kaffis eins og ég. Ég byrja daginn venjulega með því að drekka kaffi og borða brauð með og venjulega er „margaríni“ ofan á brauðinu." „NÚ ER ÉG að’verða-leiður á þessum morgunverð, og dettur í hug hvort ekki væri rétt að fara að dæmi Norðmanna og taka upp sér- stakan morgunverð, Norðmenn kalla sinn „Oslo-frokost.“ Hann saman stendur af: 1. V3 ltr. nýmjólk. 2. Vz appelsína. 3. 1 skonrok eða „knekkebröd,“ eða flatbrauð, með smjöri (ekki smjörl.) og mysuosti of- an á. 4. Gróft brauð (kjarnabrauð) með smjöri og mysuosti, magn eftir lyst. 5. Að lokum hráa gulrót eða hluta úr gulrót. Eða Vz epli.“ „HUGMYNDINA um „Oslo-fro- kosten” kom prófessor Carl Schjötz með árið 1926 og ráðlagði að þessi morgunverður yrði inn- leiddur í barnaskólum, einstökum heimilum, matsöluhúsum og öðrum opinberum veitingastöðum, Norska þjóðin hefir tekið á móti þessari hugmynd tveim höndum. Rannsókn ir gerðar á skólabörnum í Oslo hafa leitt í ljós, að ,.Oslo-frokosten“ er einkar holl máltíð. Tölur verða að bíða.“ „NÚ VIL ÉG að þú beinir því til hinnar nýskipuðu nefndar er at- huga skal mataræði þjóðar vorrar, hvort ekki væri rétt að vinna út „uppskrift" yfir einhvern „íslands- morgunverð,“ er matsöluhús og einstök heimili tækju upp í staðinn fyrir „kaffi-brauð margarín-mál- tíð“ þá, sem nú er svo almenn hér DAGSINS. í bæ. Ég kveð þig í þeirri von, að þú sért einn af tilvonandi áhang- endum „íslands-morgunverðarins.“ MÖL VAR BORIN yfir vilp- una við Thorvaldsensbazar strax daginn eftir að skrifað var um hana. Lagaðist þarna nokkuð við það, en þó ekki nægilega. Þakkir. TVENN HJÓN skrifa mér í gær bréf um stelpurnar í skipunum og þó að mér sé ekki um þetta bréf að öllu leyti, t. d. ekki kröfuna um að birta nöfn stelpnanna, þá set ég bréfið hér samt sem áður. Það er svohljóðandi: „VIÐ VORUM BEÐIN að út- vega 4 stúlkur í sveitavinnu, langt austur á land, en við treystum okkur ekki til þess, vegna þeirrar hættu, sem hvílir nú á kvenþjóð- inni, og okkur er betur en svo við beztu héruð landsins, en að við viljum stofna þeim í hættu.“ „VIÐ EIGUM ÞRJÁR DÆTUR, sú elzta er bráðum 12 ára (í skóla). Námsgreinar eru þar margar. Er ekki leyfilegt, að foreldrar megi óska, að í skólum sé lögð áherzla á, að börnin læri meira um guð og góða hegöun, og kunni eitthvað úr passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar? Megum við ekki óska, að biskupinn sjái um, að börnin séu prófuð í þessu, helzt með stuttu millibili? Er leyfilegt að leyna barnafólk hér og alla þjóðina nöfnum á þessum lauslátu stúlkum, sem hafa það fyrir atvinnu, að vera mikið með útlendum og innlendum sjómönnum? Hvernig geta foreldr- ar forðað sér og börnum sínum frá því að vera með þessum stúlkum, meðan breitt er yfir nafn og númer þeirra? Geta ekki allir skilið, að það yrði léttara starf fyrir þá menn, sem skipaðir væru til að laga þennan ósóma, ef nöfn stúlkn- anna væru auglýst? Mundu þær þá ekki leggja þennan ósóma niður?“ „VIÐ HJÓNIN ERUM þakklát þeim blöðum, sem um þetta hafa skrifað. Tíminn skrifar bezt um það. Er ekki nauðsynlegt að láta nöfn slíkra kvenna strax til lækna og á ráðningarstofur fólks? Meg- um við ekki bera svo gott traust til okkar góðu ráðhérra, að þeir af- stýri þessu þjóðarböli, og geri öll- um ljós nöfn þeirra, sem haga sér svívirðilega?“ „SIGURÐUR SIGURÐSSON skáld frá Arnarholti hefir skrifað mér á þessa leið: „Fáni íslendinga hefir hvorki notið þeirrar ástar né virðingar hérlendis sem erlend- is, minna um hann hugsað, enda enginn bjargað honum úr óvina- höndum né látið lífið fyrir hann. Það er því ekki að undra, þótt al- menningur sakni hans ekki, svo að hann hafi orð á því, á sumum opin berum byggingum, sem hann ætti að prýða, svo sem Listasafn Einars Jónssonar.“ „VÆRI VEL, að landsstjórnin heiðraði vorn fræga snilling og Hendrik de lai forseti belgíska Algýðnfiokksins. t stai Emil Vaadervelde, sem andaðist i vetnr. Hraðferðlr Steindörs s Allar okkar hraöferöir til Akureyrar eruum Akranes. fM REVKJIVÍK: Alla raánuR., miðvlbud. og fðstud. FR& tKDREYRI: illa mánudaga, firatnd. og Iangardaga. M.s. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar nieð útvarpi. verk hans með því að senda hon- um klofinn fána með rétti til af- nota, svo sem konungur Danmerk- ur og íslands heiðraði Jacobsen, er hann gaf honum hinn klofna fána Dana, þá fögru Dannebrog, til af- nota á listasafnið mikla, Glypto- tekið í Kaupmannahöfn. Ef til vill er þetta einhverjum annmörkum bundið að forminu til, en naumast svo, að þessi sjálfsagði heiður mætti ekki hlotnast Einari Jónssyni." Hannes á horninu. Útbreiðið Alþýðublaðið! Þar rann stór og breið á, en rétt við bakka hennar var fen, og þar bjó froskurinn með syni sínum. Og — svei, sá var nú ekki parfríður til höfuðsins. Við skulum setja hana út á ána á stóru blaði. Og þaðan getur hún ekki flúið, og á meðan út- búum við heimili handa ykkur. Og hann gat ekki sagt annað en koox, koox, ke — ke — kex, og ekki varð honum annað að orði, þegar hann sá fallega konuefnið sitt. Talaðu ekki svona hátt, annars vaknar hún, sagði froskurinn. — Hún gæti hæglega hlaup- ið frá okkur, hún er svo létt á fæti. HENDRIK DE MAN, fyr- verandi fjármálaráðherra í samsteypustjórn jafnaðar- manna, frjálslynda flokksins og kaþólska flokksins í Belgíu, hef- ir verið kosinn forseti belgiska Alþýðuflokksins í stað Emil Vandervelde, hins gamla, fræga Toringja flokksins, sem andaðist í vetur. Hendrik de Man var áður varaforseti flokksins, en Delat- tre, fyrverandi vinnumálaráð- herra, var nú kosinn varaforseti í hans stað. De Man er einn af þektustu stjórnmálamönnum og fræði- mönnum jafnaðarstefnunnar á okkar dögum og meðal annars einn af helztu forgöngumönn- um þeirrar hugmyndar að skipuleggja þjóðarbúskapinn samkvæmt áætlun, sem svo mjög hefir rutt sér til rúms í seinni tíð. Þektasta fræðirit de Mans um jafnaðarstefnuna er „Sálfræði jafnaðarstefnunnar“, sem þýdd hefir verið á fjöldamörg tungu- mál, þar á meðal dönsku. ]Vf AÐURINN SEM HVARF 55. fundið hinn rétta mann, — sinn rétta maka, en sem þrátt fyrir það, gat aldrei vænst þess að fá að njóta hans. Hún vissi, að þessar hugsanir voru barnalegar. Ef einhver vökumaður þarna niðri á jörðinni, kæmi auga á flugvélina, sem æddi gegn um loítið og gegn um nóttina, mundi hann þá ekki virða hana fyrir sér, sem tákn um frið og fegurð og samræmi. Svo horfði hún á ríkisstjórann. Hann sat þögull og byrstur á svip og starði fram undan sér. Hinar lotnu herðar Blakes báru vott um angist hans og sálarkvalir og henni fanst stálgreipar læsa sig urn hjartað, þegar hún sá að augu lögreglumannsins kvikuðu ekki frá Jim, en fingur hans fitluðu eins og í hugsunarleysi við skammbyssuna á beltinu. Enginn í flugvélinni mælti orð frá vörum alla leiðina. Þau flugu yfir sundið og settust svo á all stórum velli, skamt frá landssetri Blakes. Hvorki ríkisstjórinn eða lögreglumaðurinn höfðu spurt Blake til vegnar. Ríkisstjórinn hafði sýnilega látið einkaritara sinn hringja til flugmannsins strax og þu lögðu af stað frá skrifstofunni til flugvallarins í Albany — og látið hann gefa nákvæmar fyrirskipanir um ferðina. Þegar vélin var sezt, steig ríkisstjórinn fyrstur út úr henni. „Murray, viljið þér gera svo vel og gæta ungfrúarinnar og þessa manns vel“, sagði hann vil lögreglumanninn. „Þér sku'luð koma með þau nokkrum skrefum á eftir mér og sjá um að ekki verðí sagt eitt einasta orð á leiðinni." i ■ Hann gekk á undan þeim í myrkrinu í slæmum hliðarvegi. Það var engu líkara, en að hann væri þaulkunnugur á þessum slóðum. En allt í einu nm hann staðar og snéri sér að Blake: „Ég er ekki alveg viss um hvar við erum stödd, — hvaða leið eigum við nú að fara?“ Blake benti til vinstri — og svo héldu þau áfram. Þau hertu nú ganginn eftir því sem þau nálguðust staðinn. Charlottu fanst það eins og martrö ðeða hræðilegur draumur að ganga um þessa landareign undir þvílíkum kringumstæðum, — heyra sandinn marra undir skósólunum og sjá tröllskugga Blaketon hallarinnar stíga fram úr myrkrinu. Það leið töluverð stund áður en umsjónrmaðurinn lét á sér bæra. „Fyrst hann er umsjónarmaður, er hann vitanlega sofandi,“ tautaði ríkisstjórinn ergilegur. En þegar umsjónarmaðurinn kom loksins fram á sjónar- sviðið, var hann sýnilega vel vakndi. — Sterkur geisli úr vasaljósi hálfblindaði augu ríkisstjórans, og samtímis því sá hann blika á skammbyssuhlaup. „Þessi landareign tilheyrir herra Blake, er það ekki rétt?“ spurði ríkisstjórinn ofur-róelga. „Að minsta kosti tilheyrði hún honum einu sinni.“ „Hvar eru hundarnir hans geymdir?“ Vasaljósið og skammbyssuhlaupið færðist nær andliti rík- isstjórans. „Hver eruð þér með leyfi að spyrja?“ „Ríkisstjórinn.“ Ljósið lék fram og aftur um andlit hans. „Nú, — er það alt og sumt? Og ég sem hélt það væri Rússa- keisarinn fyrverandi að minsta kosti.“ Blake gat ekki annað en skemt sér við það, hve ríkisstjór- anum gekk illa að sanna hver hann væri. „Þér þurfið ekki að efast um orð mín. Ég er ríkisstjórinn og ég fiaug hingað beina leið frá Albany.“ ,,Já, — sussu já, — þetta er svo sem ákaflega trúlegt. — Þér hafði flogið frá Albany til þess að vita hvernig hundun- um liði, — á þessum tíma sólarhringsins.“ ,.Ég skal játa að það virðist eins og hver önnur fjarstæða,“ svaraði ríkisstjórinn. „En þó mun yður þykja það ennþá ó- sennilegra, að hera Blake er sjálfur í fylgd með mér.“ „Nei, nú færist skörin upp í bekkinn. — En í alvöru talað skal ég láta yður vita það, maður minn, að þér verðið að fara eitthvað lengra upp í sveitina með þessa sögu,“ svaraði um- sjónarmaðurinn með djúpri fyrirlitningu. „Já, en þetta er satt, Patrick, þetta er Blake sjálfur. Hann er ekki dáinn. — Hann er lifandi,“ sagði Charlotta áköf. Umsjónarmaðurinn beindi ljósinu á andlit hennar. ,.Guð minn góður! — Þetta eruð þá þér, ungfrú Hope!“ „Horfið þér á hann, Patrick,“ sagði Charlotta biðjandi. „Vit- ið hvort þér ekki þekkið hann þó hann sé breyttur.“ Umsj ónarmaðurinn beindi ljósinu að lögreglumanninum og Blake. — Hann virtist verða ennþá brúnaþyngri og skamm- byssan hófst ógnandi á loft. „Ef þessir herrar eru yður eitthvað til óþæginda, ungfrú Hope, þá skuluð þér segja mér frá því. Mig klæjar blátt áfram í fingurna.“ „Við erum komin til þess að fá að sjá Tinker,“ tók nú rík- isstjórinn aftur til máls. „Ef þér trúið því, sem ungfrú Hope s*gir, þá getur hún sagt yður ð það «r rétt, s#m ég

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.