Alþýðublaðið - 15.06.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.06.1939, Blaðsíða 2
Ósamkomulagið, sem allt drepur. Eitt sinn las ég það í dönsku blaði, að ósamkomulag félaganna eyðilegði alla knattspyrnu í Dan- mörku. Hugsaði ég með mér, hvað maðurinn mundi segja um knatt- spyrnulífið hér á landi. Meðlimir þessara fáu félaga, sem hér eru, berast á banaspjótum, hvar sem þeir mætast, og stjórnir félaganna vinna hver gegn annari og eyði- leggja allt heilbrigt íþróttalíf í landinu. Gleggst dæmi þess eru vallamál- in. í mörg ár hefir Keykjavíkur- bær unnið að því, þótt hægt gengi, að leggja grundvöllinn að íþrótta- svæði bæjarins við Öskjuhlíð. Há- værar kröfur eru stöðugt á lofti um það, að framkvæmdum sé hraðað. En á sama tíma kaupa knatt- spyrnufélögin lönd undir íþrótta- velli fyrir þúsundir króna. Ef þau legðu öll .saman vallafé sitt, væri áreiðanlega hægt að hefja æfing- ar í íþróttahverfinu í nánustu framtíð. Búizt er við, að bæjar- stjórn taki hart á þessum mótað- gerðum félaganna, og neiti þeim ' um styrki næstu árin. Væri það aðeins réttlát hegning. Annáð áþreifanlegt dæmi ósam- komulagsins er úrvalsliðið. Nú er svo komið, áð nær þvi á hverju ári koma hingað erlendir knattspyrnu- flokkar. Er. þá jafnan vani að tefla fram úrvalsliði gegn þeim. En nú síð- ustu árin er það orðið svo. að hver höndin er upp á móti annari, þegar velja á úrvalslið. Hefir það því aldrei orðið nema kák eitt. Nú enn einu sinni eru aðeins nokkr- ir dagar þar til enskur flokkur kemur, en ekkert er gert. f>etta eru aðeins tvö dæmi þess ósamkomulags, sem ríkir milli fé- laganna hér og mun eyðileggja allt heilbrigt íþróttalíf í landinu. tþróttafélögin verða að vinna sam- an að hugsjón íþróttanna, en herja ekki hvert gegn öðru, í þeim til- gangi, að Vinna sem flesta bikara. Zeus. Þjálfun úti- íþróttamanna. Hér. birtist framhalð af grein Benedikts Jakobssonar. Verður talað um böð ýmis konar. Hreinsun og herðing húðarinnar. Það er mjög þýðingarmikið at- riði að hreinsa hörundið vel eftir íþróttaæfingar. Annars hindrar storkinn sviti og ryk öndun húðar- innar að meira eða minna leyti. Nauðsynlegt er að vatnið sé nokkuð heitt, ca. 30—40°, eigi það að geta talist hreinlætisbað. Eftir öll heit böð er sjálfsagt að taka kælandi böð til þess að forðast of mikla útgufun frá líkamanum og þá um leið hitatap. Eftir kalda baðið eru nokkrar hörundsstrokur heppilegar. Þær örva blóðrásina og flýta fyrir því að Jsreytan hverfi úr líkamanum. Steypiböð 16—40°. Venjulegasta hreinlætisráðstöf- un útiíþróttamannsins er steypi- baðið. Hvort er réttara að fá sér heitt eða kalt bað? Hvorttveggja er bezt. Heitt og kalt til skiftis er góð herðing eða leikfimi fyrir húð- ina. Sá, sem er heitur og þreyttur, á ekki að fara strax undir steypi- bað og allra sízt kalt. Kalt bað verkar þannig, að háræðar húðar- innar dragast snögglega saman og blóðþrýstihgurinn hækkar, erfiði hjartans eykst þá mjög skyndilega að miklum mun. Sé hjartað veik- þygt eða nýbúið að erfiða, getur IÞROTTIR þessi snögga hækkun blóðþrýst- ingsins verið hættuleg. Til athugunar. 1. Stillið baðið svo, að það falli sem mýkst. Steypibað, sem dynur yfir ykkur eins og' hagl- skúr, verkar sem aukin á- reynsla fyrir taugarnar. 2. Byrjið með 30—35° heitu vatni. 3. Sápið allan líkamann rækilega og standið til hliðar við steyp- una á meðan. 4. Þvoið sápuna af líkamanum með 35—40° heitu vatrii. 5. Smákælið steypuna niður í 16°. 6. Að frádregnum þeim tíma, sem þið eruð að sápa ykkur, eigið þið ekki að vera lengur undir steypunni en 3—4 mín. 7. Gleymið ekki að taka hörunds- strokur eftir baðið. Heit kerböð 40—42°. Heit kerböð örva blóðrásina og örva efnaskifti líkamans, þau auka blóðþrýsting og hjartslátt, þau draga úr stirðleika og þreytu í vöðvunum. Að fara oft í heit ker- böð er óheppilegt vegna þess, að það drgur úr andlegri og líkam- legri starfslöngun. Kælandi bað á eftir er nauðsynlegt til þess að forðast ofkælingu, sem stafar af því að hitaútgeislun húðarinnar er mjög ör eftir heita baðið. Volg böð 20—30°. íþróttamaður, sem kemur frá keppni og er þreyttur og æstur í skapi, afþreytist og róast fljótt og vel í volgu baði. Það er hæfilegt að liggja 20—30 mínútur í bað- inu og smáhreyfa sig. Volg böð eru á engan hátt hættuleg. Gufuböð 45—55°. Gufuböð eru íþróttamönnum mjög holl. t. d. einu sinni í viku. Þau verka. mýkjandi á vöðvana og hreinsa og herða húðina. Það er ekki gott að fara í gufubað strax eftir mikið erfiði, vegna þess að gufubaðið sjálft reynir mikið á hjartað. Hjartslátturinn og blóð- þrýstingurinn hækkar og blóðhit- inn hækkar um 1—1,5° á fyrstu mínútunum, en þegar svitinn byrj- ar að brjótast út, lækkar blóðhit- inn aftur. Feitir menn geta létzt um 1—2 kg. í einu gufubaði. Oft verða menn mjög þyrstir á eftir. Stafar það af því, að líkaminn hefir tap- að 1—2 lítrum af vatni í gufubað- inu. Þeir, sem óvanir eru gufuböð um, eiga ekki að vera lengur en 10—15 mínútur í einu, síðan er nauðsynlegt að fara í steypibað (16 —20°) til þess að kæla húðina. Að því loknu er hægt að fara aftur í gufubaðið og því næst í kælandi bað. Til þess að gufubaðið komi að fullu gagni er mjög heppilegt að vefja um sig teppi og liggja í 20—30 mín. á bekk eða sófa. Rómversk böð 60—70°. Þar er notað þurt loft, en ekki gufa. Þau eru ekki þekt hér, en eru samt að ýmsu leyti ekki lak- ari en gufuböðin. Þessi tegund baða er íþróttamönnum mjög holl og gilda um hana sömu reglur og gufuböð. Sjóböð. Það er óheppilegt að útiíþrótta- menn æfi sund í sjó að nokkru verulegu leyti, vegna þess að sund í sjó dregur úr snerpu og mýkt vöðvanna. Sólböð. Sólböð eru heppileg sem heilsu- meðal, en verka slappandi og sljóvgandi. Þau eru því ekki heppi- leg samdægurs eða degi fyrir erf- iða keppni. Þeir, sem eru óvanir, verða auk þess að gæta hófs, t. d. vera ekki meira í fyrstu en 10—15 mín. Sjálfsagt er að taka kælandi böð eftir sólbað. (Frh.) Bankakeppni í knattspyrnu. Þessa dagana fer fram keppni í ínattspyrnu milli bankanna í Reykjavík. Er kept um silfurvíx- ilinn, sem Bankablaðið hefir gefið. Útvegsbankinn vann í fyrsta leikn- am Búnaðarbankann me 4—0. 50 sundmet á 10 árum. Viðtal við Jónas Halldórsson, sundkappa. t fyrra dag setti Jónas Halldórs- son sundkappi 50. met sitt. Var það í 300 m. sundi. Hann bætti sitt eigið met um 12,9 sek., úr 4:04.8 í 3:51,9. Jónas hefir nú í mörg ár verið einn af fremstu sundmönn- um okkar, þótt hann sé aöeins 25 ára. Tíðindamaður blaðsins átti í gær tal við Jónas, þar sem hann var við vinnu sína í Sundhöllinni. — Hvenær manstu fyrst eftir þér í sundlaug? „Ég byrjaði 10 ára að busla í laugunum. Fyrstu árin var það að- eins leikur með öðrum ungling- um.“ — Hvenær nauztu fyrst kenslu? „Þegar ég var 15 ára byrjaði Jón Pálsson sundkennari að segja mér til. Síðan hefi ég alt af notið kenslu hans. Ég kepti fyrst 1929 bæði í drengja og fullorðinna sundi. Frá því þá til þessa dags hefi ég kept í flestum mótum. sem hér hafa farið fram.“ — Er ekki hentugt fyrir þig að stunda sund samfara atvinnunni hér? „Það er frekar óhentugt. Þegar maður þarf að vinna frá kl. 6 til 3 íá morgnana og verður að standa við vinnuna, í þeim hita, sem hér er, verður máður máttlaus, og hefir litla löngun til að synda að vinnu lok- inni. Maður, sem hefir létta vinnu annars staðar, hlýtur að hafa meiri löngun til að synda en við, sem hér vinnum. — Hvað álítur þú nauðsynlegast fyrir sundmenn, sem ætla að ná árangri, að leggja áherzlu á? „Fyrst og fremst að hlýða kenn- Jónas Halldórsson. aranum. Ég þekki dæmi þess, að drengir, sem koma hér, spyrja Jón hvað þeir eigi að synda. Hann seg- ir t, d. 400 m. með einhverri að- ferð. Þegar þeir hafa synt dálitla stund, segja þeir með sér, að hann telji ekki hve mikið þeir syndi, og synda styttra. Með slíku eru þeir ekki að svíkja Jón, heldur sjálfa sig. Mér hefir ávalt reynst það bezt. að hlýða kennaranum út í yztu æsar.“ Þegar hér er komið verður Jón- as að fara frá til vinnunnar. Hann hefir sett 50 met í þessi 10 ár, sem hann hefir kept í sundi. Það afrek munu fáir leika eftir honum næstu árin, þegar litið er á, hve ungur hann er enn. Hann á því ábyggilega eftir að bæta met og vinna önnur afrek lengi enn. ERLENDAR FRÉTTIR Taisto Máki, hinn frægi finski langhlaupari. Máki 14:26,8. Fyrir mánaðamótin fór fram mót í Helsingfors, þar sem eftirfarandi árangrar náðust: 800 m.: 1) Rákköláinen. Finn- land, 1.56.2; 2) Wennberg, Svíþj., 1.56,4. Hástökk: 1) Nicklén, Finnland, 1.91; 2) af Ursin, d:o, 1,88. 5000 m.: 1) Taisto Maki, Finnl., 14:26,8; 2) Ilmari Salminen, Finnl., 14:46,4; 3) Laihoranta, Finnland, 14:51,8. 100 m.: 1) Strandberg, Svíþjóð, 10,6; 2) Savolainen, Finnland, 10,7. Kúluvarp: 1) Kreek, Eistland, 15,48. Spjótkast: 1) Nikkanen, Finnl., 72,67; 2) Sule, Eistland, 69,52; 3) Vainio, Finnland, 69,25; 4) Issak, Eistland, 63,95. Frjálsar íþróttir. Á móti í BandaríkjUnum um hvítasunnuna náðust þessir ár- angrar helztir: 400 m. Woodruff 47,0. 800 m. sami 1:57,2, 200 m. Clapp 21,2. Stöck, þýzki kastarinn, hefir nú kastað kúlunni 16,04. Franska metið í spjótkasti hefir verið bætt upp í 63,30. ísl. metið er 58,78, svo að litlu munar á þjóðum, sem hafa 42 og 0,1 millj. íbúa. Norðmaðurinn; Erling Kaas stökk nýlega í Oslo 4.10 í stang- arstökki. Er það bezta afrek í Ev- rópu í þessari grein á árinu (fleiri með það). Sund. Á stúdentamóti í Tokio fyrir skömmu náðust þessir árangrar: 100 m. frjáls aðf, Arai 58,4, 200 m. fr. aðf. Yoshida 2:18,6, 400 m, fr. aðf. Babatome 5:05,4. 200 m. bringus. Hamuro 2:41,8, 100 m. baksund Kojima 1:09,4. Hollenzka sundkonan Jopie Waalberg synti nýlega 200 m. bringusund á 2:57,6 mín. Er það annað bezta sund á þeirri vega- lengd, sem synt hefir verið. Jopie á heimsmetið á 2:56,9. Frakkinn L. Zins setti fyrir skömmu franskt met í 100 m. bak- sundi á 1:10.8. Fyrra metið var 1:11,2. Strandberg meiddur. í keppni í Ábo í Finnlandi ný- lega kepti Lennart Strandberg í 200 m. hlaupi. Hann varð að hætta vegna meiðsla eftir 80 m. Hann verður orðinn góður eftir mánuð. Þriggja borga keppni. Síðastliðinn sunnudag fór fram keppni milli Stokkhólms, Gauta- borgar og Skáns. Stokkhólmur fékk 122 stig, Skánn 103 og Gauta- borg 98. Helztu úrslit urðu þessi: 3000 m.: Arne Andersson 8:31.8, Ollander 8:42.6. 1500 m.: Spánga Jansson 3:54.4. Börreson 3:58.6. 110 m. grindahl.: Hákan Lidman 14.6. 100 m.: Lennart Lindgren 11.0. 800 m.: Vendberg 1:55.1. 400 m.: Thomasson 50.2, Dani- elsson 50.3. Kringlukast: Berg 46.91. Sleggjukast: Malmbrandt 49.89. Erikson 49.87. Langstökk: Stenquist 7.02. Hástökk: Lundquist 1,88. Sama dag náðust annars staðar í Svíþjóð þessir árangrar: 3000 m.: Thore Tillman. Syþj. 8:26,6, Mátti Saga íslenzku metanna. 5 km. kappganga. 29:38,8 Ottó Marteinsson, Á. ’22 28:43,4 Óskar Bjarnason, Í.R, ’23* 28:12,8 Ottó Marteinssón, Á. ’24* 28:03,0 Guðm. Pétursson. K.R. ’26 27:25,0 Haukur Einarss., K.R. ’29 26:27,5 Sami ’32 10 km. kappganga. 55:28,0 Haukur Einarss.. K.R. ’34* 52:48,2 Sami ’37 4X100 m. boðhlaup. 52,5 Fram ’14* 51.2 Víkingur ’20* 50.2 K.R. ’21 49,4 K.R. ’22* 48,8 Ármann ’22 48,8 Í.R. ’28* 48,8 K.R. ’31* 48,8 K.V. ’31* ;47,3 K.R. ’32 46,8 K.R. ’36 46,0 K.R. ’37 45,0 K.R. ’37 1000 m. boðhlaup. 2:16.0 Ármann ’34 2:15.7 Rvík (drengir) ’35 2:14,0 K.R. ’36 2:13,2 Rvík ’36 2:11,6 K.R. ’37 2:07,0 K.R. ’37 2:05,4 K.R. ’37 4X400 m. boðhlaup. 3:52,0 Ármann ’22 3:44.2 K.R. ’37 1500 m. boðhlaup. 4:03,0 K.R. ’26* 3:47,0 K.R. ’28° 3:47,0 Ármann ’30 3:34,4 K.R. ’37 Hér eru tekin með til fróðleiks afrek, sem eru jöfn metum, þótt þau séu eigi staðfest. Á allsherjar- mótinu 1928 hlupu K.R.-ingar 1500 m. boðhl. á 3:47,0, en það hefir aldrei verið staðfest, þótt það sé talið rétt. Sveit Reykjav.kur í bæjakeppni drengja 1935 setti metið í 1000 m„ sem talað er um. Stjörnumerktu afrekin eru ó- staðfest, en alment talin rétt. Hitt og þettaúr enskri knatt- spyrnu. Hvergi er áhuginn á knattspyrnu meiri en í Englandi, hvergi eru knattspyrnumenn betri en þar. í ensku keppnunum kemur margt fyrir, sem gaman er að, og verður sagt hér ýmislegt smávegis um á- horfeendur, leikmenn, leiki o. fl. Flestir áhorfendur, sem verið hafa við leik í Bretlandi, voru við keppnina milli Englands og Skot- lands í Glasgow 1927. Þeir voru þá 149547, eða sem svarar þvf, að hvert mannsbarn á fslandi hefði verið þar og töluvert meira! í Eng- landi sjálfu er metið 126047, sem var við úrslitin í Cup-keppninni 1923 milli Bolton og West Ham- pshire. Tekjurnar af fyrstu úr- slitakeppninni í Wcmbley voru 748952 kr. (eftir núv. gengi). Brezka meistaramótið á þessu ári fór þannig: England — Skotland 2—1. England — írland 7—0. Wales — England 4—2. Skotland — Wales 3—2. Skotland — írland 2—0. Wales — írland 3—1. England, Skotland og Wales 4 stig hvert, en írland 0. —o— Markamet. Fred Drake (Arsenal) setti 1936 7 mörk í leiknum við Aston Villa. Það var met. Síðar bætti R. Bell metið upp í 9 mörk í einum leik, en ,,brenndi“ þó af vítísspyrnu. Nú á J. Payne þetta haet með 10 Jarvinen, Finnland, 8:33.2. Spjót- kast: Rané. Finnl. 67.97. Tegsted, Sv. 62.00. Atterwall, Sv. 59.00(1). Atlerwall er sýnilega ekki í æf- ingu.' eh hann hefir kastað langt yfir 70. Matta Jarvinen má eklti rugla saman. við. spjótkastarann, enda er hann (hlauparinn) kallað- ur „litli Matti“. Luis — Galento. Hinn margþráði bardagi milli heimsmeistarans Joe Louis og bjór- varmbarinnar Tony Galento fer fram 28. júní n.k, Karl Hein og Erwin Blask. Tvö ný heimsmet. Wooderson og O. Lutz í % mílu og sleggjukasti. Englendingurinn Wooderson setti nýlega í Manchester heimsmet í % mílu. Hljóp hann á 2:59.5 mín. Fyrra metið var 3:00.8. Heimsmetið í sleggjukasti héfir einnig verið bætt. Er það O. Lutz (auðvitað Þjóðverji), sem hefir bætt það. Kastaði hann 59.06 m. í Dortmund. Fyrra metið átti landi hans, Bask, og var það 59.00, sett í Stokkhólmi í fyrra. Síðustu árin hafa Þjóðvérjar skarað fram úr öðrum þjóðum í þessari grein. Þeir hafa átt marga menn yfir 55 m. Tveir hafa þó vér- ið beztir, þeir Karl Hein og Erwin Blask. Hein vann í Olympíuleikun- um 1936, en Blask var númer tvö. Síðan hafa þeir unnið á yíxl, þegar þeir hafa kept og báðir átt heimsmetið á tíma. Nú hafa þeir eignast þriðja félagann, Oskar Lutz, heimsmeist- arann nýja, en munu þó hyggja að ná metinu aftur. Áður hafa þessi met verið í sleggjukasti: J. Flanagan. USA . . 1901 50,30 J. Flanagan. USA . . 1903 52,33 J. Flanagan, USA .. 1908 54,86 J. Flanagan, USA .. 1909 56.17 M. Mc Grath, USA . . 1911 57.09 M. Mc Grath, USA . . 1912 57,75 P. Ryan, USA .... Á 1913 57,77 K. Hein, Þýzkaland . 1938 58,24 E. Blask, Þýzkaland 1938 59,00 O. Lutz, Þýzkaland . 1939 59.06 Þrjú afrek hafa aldrei verið staðfest: Hullman, USA, 1934, 59 rú. O’Callagan, írland, 1937, 60^57 m. Erwin Blask. Þýzkaland. 1938, 58,13 m. hiörkum. Þegar hann settí þau, keppti hann í fyrsta sinn í fram- línunni, en hafði áður leikið bak- vörð. „Knock out“ met í knattspyrnu á sennilega markmaður Arsenal. Hann sló þrjá af leikmönnum þeim, er voru í sama liði og hann, svo, að þeir urðu af fara út af! í öll skiptin ætlaði hann að bjarga með því að slá boltann. Newcastle Un. var 1924 sektað um 780 sterlingspund fyrir að tefla ekki fram sínu bezta liði. Svípjóð vann Noreg með 3 gegn 2. Landskappleiknum milli Svía og Norðmanna lauk að þessu sinni með sigri Svía 3—2. Fór leikur- inn fram á Rásunda vellinum í Stokkhólmi. í hálfleik höfðu Norð- menn 2—0, en Svíar kvittuðu í síð- ari hálfleik. Sviar og Norðmenn hafa kept 42 sinnum síðan 1908. Hafa Svíar unnið 24 leiki, Norð- menn 12, en 6 orðið jafntefli. Síð- an 1936 hafa Norðmenn alt af unn- ið, svo að þeir munu hyggja á hefndir í Norðurlandakeppninni, en þessi leikur var utan hennar. Max Bear sleginn út. Max Bear barðist nýlega Við Lou Nova á Yankee Stadion í New York. Fékk Bear í 2. lotu vont sár við munninn, sem stöðugt blæddi úr, svo að hann varð að hætta í 11. lotu. Hér misti Max sigur, að því er talið er, fyrir óhappaaár þett».

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.