Alþýðublaðið - 15.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.06.1939, Blaðsíða 3
FIMTUDAG 1S. JÚNÍ 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ *—.— ------—-------------♦ alþyðublaðið ÍUT65PJÓRI: F. R. VAIiDBMARSS®N. £ fjarveru hans: JéNAS ÖUBMUNBSSON. AEGRWBSLA: ALBÝBUHÚSINU (Istnsaiieur írá Hverfisgtttu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Rlfetjórn (iiml. fféttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). '196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: AíþýSupretitsmiðjaj*. 4906: AfgreiSsla. ALÞÝÐUPRENTSMIBJAN 11 Capone. ÞAÐ mun einsdæmi i sögu íslenzks þingræðis á síðari tímum að einn af þingmönnum þjóðarinnar gerist til þess að neita að hlýða lögum landsins nema ákveðin skilyrði séu upp- fylt'. En þetta hefir nú gerst hér á landi með einn af þingmönn- um kommúnista, Héðin Valdi- marsson, oliusala. Svipað fyrir- brigði var urti tíma alkunnugt í Bandaríkjunum og raunar víðar um illræmda glæpamenn og glæpamannaflokka. Er þetta fyr- irbrigði með Héðin Valdimars- son hér því hliðstætt við glæpa- mannaforingjann alþekta AlCap- one, sem setti lögreglu- og rík- isstjórum í Bandaríkjunum hin og önnur „skilyrði", sem lögreglan og ríkisvaldið yrði að uppfyllá ella mundi hann drepa og myrða þennan eða hinn eða ræna og stela á þessum eða hinum staðnum- Um tíma „samdi“ Bandarikja- lögreglan og sum fylkin raunveru lega við A1 Capone og glæpa- mannaflokk hans, en þeir „samn- ingar“ leiddu til meiri og meiri glæpaaldar og ómenningar og að lokum var svo komið að glæpa- flokkamir réðu mestu í Banda- ríkjunum og litlu tauti varð við þá komið. Það er ein af mörgum endur- bótum Roosevelts forseta að hafa ráðið á þessu ástandi vemlega bót- A1 Capone og flestir glæpa- félagar hans sitja í fangelsum og lögreglan vinnur að því ó- spart að uppræta illþýðið. Al- menna skömm fékk allur heim- urinn á þessum glæpalýð eftir ránið og síðar morðið á barni Lindberghs flugkappa, og má telja þá almennu andúð upphaf þess, að hafist var handa til útrýming- ar þessum glæpalýð. Hér á landi virðist starfsemi þessi vera í hyrjun. Uþphaf henn- ar má telja í Hlíf í Hafnarfirði er því var af „A1 Capone Hafnar- fjarðar" hótað að reka 123 verka- menn úr félaginu ef þeir upp- fyltu ekki það ófrávíkjanlega „skilyrði" að segja sig úr félagi, sem á engan hátt hafði aðstöðu til að vinna Hlíf nokkurt ógagn. Þessu „skiíyrði“ var ekki full- nægt. Mennirnir vom reknar og málið er fyrir dómstólum ríkis- ins- Næsta stigið er að „A1 Capone Reykjavíkur" lætur í Byggingar- félagi alþýðu hér í bæ sam- þykkja að félaginu skuli ekki breyta í samræmi við landslög nema með ákveðnum „skilyrð- um“ og em þau ein hin fárán- legustu sem heyrst hafa. Til þessa væri sönnum kommúnist- um trúandi, því þeirra fyrsta og æðsta boðorð er að brjóta öll borgaraleg lög, sem brotin verða, tii þess að brjóta niður með þvi virðingu manna fyrir lög- um og rétti. En af einum þing- manni þjóðarinnar, þó hann sé Dyrír rúmu ári orðinn kommún- isti, og það af manni sem sjálfur á jafnmikla hagsmuni undir þyí eins og Héðinn Valdimarsson, að lög landsins séu haldin og eftir þeim farið alveg skilyrðislaust, mátti búast við þvi, að hann léti ekki nema einu sinni ofbeldis- hneigðma verða skynseminni yfir- sterkari. A1 Capone hafði það aldrei sér til afsökunar að hann væri þingmaður, sem svarið hefði að virða stjórnarskrána og hlýða lögum landsins. Hann átti þó þá afsökun, en einnig henni er Héð- inn sviftur. * Sú ofbeldisframkoma sem H. V. og félagar hans hafa sýnt í Byggingarfélagi alþýðu nú síð- ast, dæmir sig sjálf. Ef þeir menn, sem í félaginu eru, hafa ekki vit fyrir Héðni og kommúnistum þeim, sem hann síðasta árið hef- ir safnað inn í félagið sér til að- aðstoðar, er það byggingarfé- lag, sem hann nú stjómar, úr sögunni. Það nær engri átt að fá kommúnistaklíku þeirri, sem alt vinnur til bölvunar núverandi ríkisstjórn og situr á svikráðum við frelsi þjöðarinnar, í hendur einn einasta eyri til þessa eða annars án þess að fullkomlega sé trygt eftírlit af hálfu hins op- inbera — með gerðum þessara manna. Að á þeim eða öðram §é verið að fremja eitthvert lýð- ræðisbrot er helber fjarstæða því þeir geta ef þeir vilja átt meiri- hluta hinnar nýju stjórnar en sú stjórn verður að vera kosin á löglega höldnum fundi í félaginu og af löglegum meðlimum þess. Séra Sigfús er x gær að tala !um það í „Þjóðviljanum“ að með „lögum skuli land byggja en með ólögum eyða“, en skilur sýnilega ekki hvað átt er við með „ólög“. Með því að fara með ólögum (en ólög þýða ekki lög) er átt við að brjóta lög þau sem í gildi eru. Skapar slikt ástand upplausn og „eyðir löndunum“. Séra Sigfús er einn i þeim flokki sem sett hefir sér það takmark að brjóta lögin, einn þeirra sem „fara með ólög“ hér á landi, en það gerir ekki Stef- án Jóhann Stefánsson félagsmála- ráðherra eins og Sigfús er að tala um, og þessi er fyrstur og fremstur meginmunur á sr. Sig- fúsi og félagsmálaráðherra, því Sænskar uppeldisfræðingur om njítizkn barnakenslu. Viðtal við Svíaim Gunnar Hellsten, sem undanfarnar vikur hefir verið kennari við kennaranámskeið hér í bænum. \T IÐ viljum að börnin * séu alin upp sem frjálsir meðborgarar, en ekki sem þegnar þjóðfélagsins. — Börnin verða því þegar í barnaskólunum að læra að njóta frelsisins, þannig, að þau í framtíðinni verði fær um að meta gildi lýðræðis- ins, og fær um að varðveita það,“ sagði Gunnar Hellsten, sænskur kennari, sem AI- þýðublaðið hafði tal af í gær. Frá 1. júní hefir staðið yfir kennaranámskeið hér í bæ. Er það haldið að tiihlutun Kenn- arasambandsins og Kennara- skólans, og hafa tun 50 kennar- ar víðsvegar að af landinu tekið þátt í námskeiðinu. Aðaikenn- arar námskeiðsins hafa verið dr. Símon Jóh. Ágústsson, Ármann Halldórsson og Gunnar Helisten kennari frá Helsingborg. Hefir blaðamaður frá Alþýðu- blaðinu átt viðtai við herra Gunnar Hellsten um nýtizku kensluaðferðir, en um það efni hafa fyrirlestrar hans á nám- skeiðinu aðallega fjallað. — Hvert á hlutverk baraaskól- anna að vera? „Það á ekki eingöngu eða að mestu leyti að vera lestrar- kensla,“ svarar herra Hellsten. „Hlutverk barnaskólanna sem uppeldisstofnana verður að auk- ast. Sé bókleg kensla vandasöm, þá er uppeldísstarf kennaranna enn vandasamara. En þrátt fyrir það, þá er og hefir bóklega nám- iö alt af verið undirstaða kensl- unnar.“ — Hvenær er þess krafist, að börnin læri lexíumar sínar? ráðherrann er með lögum land að byggja, en sr. Sigfús með ó- lögum hið sama land að eyða. GUNNAR HELLSTEN. „Heima hjá sér á kvöldin, eftir að þau hafa verið í skólanum 5 eða 6 klukkustundir. En það er spurning, að hve miklu leyti þessi kensluaÖferÖ er eðlileg. Það er þannig nú, að skólastund- unum er varið til að hlýða böm- unum yfir, til að rannsaka hvem- ig þau hafa lesið heima. En þessi aðferð getur tæplega vakið ást nemendanna til bókanna, því að það er ekki spurt um, hvort þau vilji lesa, heldur er þeim skipað að lesa. Undir slikum kringumstæðum verður bókin að eins leiðinleg námsbók. Börnin fá jafnvel ó- geð á öðrum bókum, og það getur tekið þau mörg ár að læra að meta hið sanna gildi bók- anna.“ HýtízkBskéli er ai mlklfl lejti Tinnnskéli. — Eiga börnin þá ekki að hafa neinn heimalestur? „Jú, auðvitað, en ekki í hinni gömlu merkingu þess orðs. Ný- tízku skóli er eins og við vitum ! að miklU ieyti vínnuskólí, og þess vegna væri óeðlilegt, ef hann gæfi ek.ki börnunum tækifæri til að vitma heima, því hann vill einmxtt kenna böraunum að vinna upp á eigin spýtur og á eigin ábyrgð. En aöal vinnustaður barnanna er og verður skólinn að vera, því þar geta börnin fengið upplýsingar um það hjá kennaranum, sem þau ekki skilja. Kennarinn á að geta kent og stjórnað, og í mörgum tilfellum betur en foreldrarnir. 1 skólunum hafa börnin líka bækur, áhöld og annað það, sem þau þurfa við námið og vinnuna, auk þess sem þau hafa þar fullkominn vinnufrið. Vinnufrið hafa því miður ekki öll börn heima hjá sér, til þess er víða alt of þröngt. Við verðum að kenna börnun- um að fara með bækur, áður en við getum farið fram á það við þau, að þau lesi það, sem í þeim stendur.“ — Á hvern hátt verður eðli- legast að kenna börnunum að virða og lesa bækur? „Það er að vísu mikið undir kennaranum komið, hvernig það tekst. Fyrst og fremst á yfir- heyrslan ekki að vera í því fólg- in, að kennarinn leiti með log- andi ljósi að ónákvæmni eða kunnáttuleysi barnsins. Ef kenn- arinn yfirheyrir barnið þannig og skammar það fyrir litla kunn- áttu, en er spar á hólið, þegar betur gengur, þá missir bamið allan áhtxga fyrir náminu. Þegar svo er komið, að bömunum finst þeim alt mistakast, álíta þau, að það borgi sig ekki fyrir þau að vera að þræla þetta, og á- huginn fyrir náminu verður eng- inn. Allir nýtízku sálfræðingar halda því fram, að ekkert sé manninum hættulegra en vaninn að misheppnast. Það er þessi vani, sem fær bömin til að van- meta sjálf sig, og getur haft sínar alvarlegu afleiðingar fyrir þau x framtíðinni. Mikilvægasta verkefni okkar kennaranna er að leggja hjá börnunum undirstöð- una fyrir vananum að heppnast.“ — Verður ekki að taka sérstakt tillit til hvers einstaks bams við þessar kensluaðferðir? „Jú, og ekki nóg með það, að tekið sé tillit til gáfna og dugn- aðar, heldur á og verður einnig að taka tillit til þess, txndir hvaða kringumstæðum þau böra búa, sem ekki geta lært námsgreinar þær, sem þeim er ætlað.“ — Hafið þér kynst kensluað- ferðum við skölana hér? „Skölarnir hér Í Reykjavík eru fullkomlega sambærilegir vjð ný- tízku skóla eriendis, og er að- dáunarvert, hvað ykkur hér á. íslandi hefir tekist betur að fylgj- as tjmeð tímanum en mörgum öðrurn, sem sagt er um að hafl menninguna fyrir næsta granna, Enda er islenzka kennarastéttin sú víðförulasta, sem ég heff, kynst." I kvöld kveður herra Gunnar Hellsten ísland. Er ferðinni heit- ið ti.I heimalandsins, Sviþjóðar, þar sem hann hefir verið ráðinn til að ferðast víða um landið pg flytja fyrirlestra um nýtízku kensluaðferðir; en í haust fer hann til Finnlands og tekur þar jpátt í svipuðu kennaranámskeifti og því, sem hann er nú að. kveðja. Nútlma snyrtivörur fyrir heimiiið. Gólfáburður, Gólfhón, Bónolía, Husgagnaáburður. Biettavatn, Metallxm. ISKK-OG MBLNINGRR VERKSIVIIÐJRN’ mm g|§&a Úthraiiii Alþýiablaðti! Gnðlaugur Rósinkranz: Norræn samvinna. ♦. Nl. Sú samhyggð, vinátta og samvinna, sem ríkjandi er meðal Norðurlandaþjóðanna er áreið- anlega ekki aðeins orðin tóm. Þessi gagnkvæma öryggis- tilfinning og vinátta, sem nú ríkir á Norðurlöndunum inn- byrðis, hefir ekki skapast nema fyrir einlægan vilja, mikla þrautseigju og starf fjölmargra manna. Ef allir þeir menn, sem hafa beitt sér fyrír samvinnu Norðurianda, hefðu í stað þess alið á kala og óvild milli þess- ara þjóða, væri miklu líklegra að þær þyrftu nú engu síður að vígbúazt til varna hver gegn annari, en gegn yfirgangi ann- ara þjóða. Síðan norrænu félögin voru stofnuð, hafa þau allra félaga mest beitt sér fyrir að efla vin- áttu og samvinnu Norðurlanda- þjóðanna og eiga mjög mikinn þátt í að skapa hina miklu gagnkvæmu öryggistilfinningu og þá almenningsskoðun, sem nú ríkir á Norðurlöndum, að þessum þjóðum beri að vinna saman að velferðarmálum sín- um og eigi sameiginlega að vera á verði gegn öllum utanaðkom- andi hættum, hverrar tegundar sem þær eru. Með hverju hefir þetta áunnizt? Með stöðugri fræðslu- og kynningarstarfsemi. Með námskeiðum og mótum, — þar sem þátttakendur munu samanlagt hafa verið um eða yfir 60 þúsund, sem flestir hafa verið eða síðar orðið áhrifa- menn, hver í sínu landi, með gagnkvæmum heimsóknum skólanemenda, útgáfu blaða og tímarita, fyrirlestrastarfsemi, — háskólafræðslu, sýningum, kvikmyndum, bókasöfnum, endurskoðun kenslubóka o. fl. o. fl. sem allt miðar að því að skapa gagnkvæma raunhæfa þekkingu á löndum og þjóðum. Enginn efi er heldur á, að flept norræn stétta- og vísindafélög telja sér hag í því að hafa sam- vinnu, sem bezt sést á því, að um 30 slík félagasambönd á Norðurlöndum hafa árlega fundi. Tæpast munu hagsmuna eða áhugamannahópar, eins og t. d. læknar, lögfræðingar, sam- vinnumenn, heildsalar, verk- fræðingar, lögreglumenn, gufu- skipaeigendur, bankastjórar, kennarar, verzlunarmenn og verkamenn kostað upp á stöðug og sameiginleg fundahöld fyrir öll Norðurlönd, ef þeir teldu sig ekki hafa neitt gagn af því, eða héldu það vera með öllu til- gangslaust. Það er ekki laust við að hér verði stundum vart við kurr eða kala til hinna Norðurlandaþjóð- anna af því að þau taki ekki nægilegt tillit til okkar, þær vilji ekkert fyrir okkur gera, vilji ekki lána okkur fé þegar við biðjum ekki um það. Vinátta þeirra sé því ekkert annað en vingjarnlegar ræður, fagurgali og fals. Þetta er bygt á miklum misskilningi. Alt of mikillar viðkvæmni gætir oft í um- gengni okkar íslendinga við frændþjóðir okkar, viðkvæmni, sem aðeins ber vott um minni- máttartilfinningu vora. Við megum ekki vera alt of við- kvæm fyrir því, þótt lands vors sé ekki alt af getið í ræðum eða blaðanótisum þar sem rætt er um Norðurlöndin, ekki meira heldur en gei-t hefir verið (að síðustu árunum undanteknum) til þess að kynna okkur í öðr- um löndum. Á fundum utanrík- isráðherranna, sem jafnan vekja mikla eftirtekt og öll blöð Norðurlanda ski'ifa um, hefir það tæpast komið fyrir að full- trúi hafi mætt fyrir ísland, við það skapast eðlilega sú skoðun hjá fjölmörgum, að ísland sé í rauninni ekki með Norðxxrlönd- unam. Á síðari árum mun það tæpast koma fyrir, að opinberar stofnanir, félög eða félagasam- bönd á hinum Norðurlöndunum sýni íslandi ekki fulla virðingu og eftirtekt þegar slíkt er eðli- legt eða viðeigandi. í menningarmálum má benda á fjölmörg dæmi, þar sem ís- land hefir stórmikinn hag af samvinnunni við Norðurlöndin. í Danmörku höfum við rétt á við Dani um að notfæra okkur skóla og aðrar menningarstofn- anir. Auk Sáttmálasjóðsins eru í Danmörku ýmsir sjóðir, sem stofnaðir hafa verið af Dönum til styrktar ísl. námsmönnum, viss tala kandidata fær ár hvert að vistast í landinu til fram- haldsnáms o. s. frv. Sú aðstaða, sem við höfxxm í Danmörku, er því mikilsvirði fyrir litla þjóð, sem er svo fátæk af menningar- tækjum, sem við erum. í Nor- egi hefir sérstakur sjóður, Snorrasjóður, verið stofnaður til styrktar ísl. námsmönnum og sumar æðri mentastofnanir hafa ákveðið að viss tala íslend. inga skuli hafa vísa vist þar ár hvert. Þá hafa Svíar, auk marg- háttaðrar vináttu og kurteisi, veitt oss mikinn stuðning. Fyr- ir nokkrum árum veitti sænska ríkistjórnin ísl. stúdentum sama rétt til náms við sænska há- skóla og sænskum stúdentum, einnig veitir sænska ríkið nú einum íslenzkum stúdent árlega uffl 2000 kr. styrk til náms í Svíþjóð, verið er að stofna þar sjóð, fyrir forgöngu Svía, er verði 100 þús. kr., sem ætlaður er til styrktar ísl. námsmönn- um. Og jsíðan Wenner-Grens- sjóðurinn var stofnaður, hafa ísl. stúdentar, sem nema í Svi- þjóð, fengið allríflega styrki auk rentulausra lána. Sænska samvinnusambandið veitir ís- lendingum árlega styrk til náms í Svíþjóð og hefir gefið út á- gætar bækur, ásamt mörgum öðrum, um ísland. Þá hafá Sví- ar lagt fram allmikið fé og starfskrafta til vísinda á ís- landi. Finnland mundi varla hafa látið sinn hlut eftir liggja, ef tilefni hefði gefist, til meira samstarfs við ísland. — Undan hinni menningarlegu samvinnu við hin Norðurlöndin þurfum við því áreiðanlega ekki að kvarta. Þá skulum við athuga hina fjárhagslegu samvinnu, ef meta skal vináttu þjóða eftir því hve mikið þær kaupa af vörxxm eða lána hver annari mikið fé. Raunar tel ég að vörukaup og fjárlán fari ekki eftir vináttu milli þjóðanna, heldur séu það hrein hagsmunamál, sem ekki byggjast á góðgerðasemi, nema ef vera kynni hjá hinum góð- kunna „barón“! Það væri því alrangt að meta vináttu ein- hverrar þjóðar eftir því, hvort Frh. á 4. sí8m.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.