Alþýðublaðið - 17.06.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.06.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAG 17. JÚNÍ 1939 ALÞYÐUBLADIÐ Gamli froskurinn hneigði sig svo djúpt fyrir henni, að höf- uðið á honum hvarf í vatnið og sagði: — Hérna sérðu nú sonarmyndina mína, og hann á að vera maðurinn þinn, og þið eigið að búa í fallegu leikhúsi. - Koax — koax — ke — ke ~ kex, sagði brúðguminn, og svo rak hann í vörðurnar. Svo tóku þeir feðgarnir fallega rúmið hennar Þumalínu og syntu með það burtu. En Þumalína sat alein og grét á græna blaðinu sínu, því að hún vildi ekki búa hjá ljótu froskunum. Hraðlerðir Steindórs: Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akranes. FRA REYKJAVÍK: Aiia mánuð., miðvikud. oo íðstuð. FRÁ AKUREYRI: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. M.s. Fagranes annast sjóieiðina. Mýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. STEINDÓR simar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. ffl Fyrsta enska kaattspymn- liðiö, sem til íslands hefir „Islington Corintians“. Myndin er af þeim, sem fóru í hnatt- ferðina. en bað eru að mestu leyti beir sömu oe hingað koma nú. TT M hádegið í dag komu ^ hingað til Reykjavíkur enski knattspyrnuflokkurinn „Islington Corintians“ frá London. Er þetta fyrsta knattspyrnuliðið, sem hingað kemur frá Englandi, föður- landi knattspyrnunnar. Knattspyrnumennirnir eru að öllu leyti á vegum K.R. hér, en félgið fekk leyfi K.R.R. og Í.S.Í. til að bjóða þeim hingað, í tilefni 40 ára afmælis síns. Hefir blaðið átt viðtal við formann móttöku- nefndarinnar, — Björgvin Schram, um komu Englend- inganna hingað, og fara hér á eftir upplýsingar þær er hann gaf blaðinu. Þessi enski knattspyrnu- flokkur, sem hingað kemur í dag er einn af frægustu „ama- tör“ knattspyrnuflokkum Eng- lands, og eini enski flokkurinn sem farið hefir í knattspyrnu- fór kring um jörðina. Tók ferða- lagið allt 8 mánuði og ekpptu því alls 95 leiki, unnu 68, gerðu 19 jafntefli og töpuðu aðeins 8 leikjum. Far för þessi öll hin glæsilegasta,, einkum þegar þess er gætt að víða kepptu þeir landsliðinu og úrvalsliðum ým- isra landa. Nú í vor fór knattspymu- flokkurinn í för til Belgíu og Luxemburg og keppti á báðum stöðunum við úrvalslið, og unnu með 3 móti 1 í kapp- leiknum gegn Belgum og 1 móti 0 gegn Luxemburgurum. A FUNDI, er haldinn ■**■ var í Mjólkursölunefnd í fyrrad., var lagt fram bréf landbúnaðarráðherra, þar sem lagt er fyrir nefndina að hefja nú þegar undirbún- ing nýrrar og fullkominnar mjólkurstöðvar hér í bæn- um. Á það hefir verið margsinnis bent hér í blaðinu, í sambandi við framkvæmd mjólkurlag- anna, enda strax frá byrjun þeirra framkvæmda verið krafa Alþýðuflokksins, að bygt yrði niý og fullkdmin mjólkurstöð hér í bænum. Það var og öllum strax augljóst, að stöð M. R., er fyrir var, þegar skipulagið hófst, mundi af ýmsum ástæðum verða óviðunandi, enda nú þegar allt of lítil og mjólkurmagnið sífelt að aukast. Mjólkursölunefnd hefir nú þegar nokkuð undirbúið þetta mál. Hefir hún fengið hingað danskan verkfræðing, sem stað. Alls keppa Englendingarnir 5 kappleiki á meðan þeir dvelja hér, og í þessari röð: Mánudag. kl. 8 ¥2 gegn K.R. Miðvikud. kl. 8 ¥2 gegn úr- valsliðinu. Föstudag kl. 9 gegn Val. Sunnudag kl. 8V2 gegn Vík- ing. Miðvikudaginn 28. þ. m. keppa þeir svo sinn síðasta kappleik gegn úrvalsliðinu, en það er víst ekki fullskipað enn. Fimtudaginn 22. þ. m. býður ríkisstjórnin knattspyrnumönn. unum til Þingvalla, en þ. 24. býður bæjarstjórn þeim til Gullfoss og Geysis. Héðan fara Englendingarnir þann 29. Lögbergsferðura strætisvagna er fjölgað frá degínum i dag. FerÖimar em aug lýstar á öðmm staö i blaðinu. Eimskip: Gullfoss fer frá Kaupmanna- höfn í dag, Goðafoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum, Brú jarfoss er í Reykjavik, Dettifoss kemur til Reykjavíkur eftir há- degi, Lagarfoss var á Djúpuvík í gær, Selfoss fór frá Reykjavik áleiðis til Antwerpen. ið hefir fyrir byggingu fjölda mjólkurstöðva í Danmörku og víðar, og er þektur sem hinn fær asti á þessu sviði. Hefir hann gert athuganir um, hvort hent- ara mundi að byggja nýja stöð, eða stækka þá, sem fyrir er. — Byggist ofannefnt ráðherrabréf um byggignu nýrra stöðva á á- liti þessa verkfræðings. Ráðherra heimilaði og nefnd- inni, að leita til erlends sérfræð. ings um aðstoð. Ennfremur fól hann nefndinni, að gera tillög- ur um eignahald og rekstur hinnar nýju mjólkurstöðvar. Er henni af þessum ráðherra, fyrirhugaður staður við Skúla- götu, milli húss Fiskifélagsins og Nýborgar. Nefndin gerði þegar í gær sínar fyrstu undirbúningsráð- stafanir. Það skal strax tekið fram, að það er vilji ráðuneytis- ins, eftir því sem segir í ráð- herrabréfinu, að eigendur nú- verandi mjólkurstöðvar bíði ekkert eða sem minst tjón af þessari ráðstöfun. Ný mjólkurstðð verð- ur byggð hér fi bænum. Hafist handa um undirbúning nú þegar. Hanneldisrannsókiiniar. ■ ■ - ♦-— Samvinna karla og kvenna. Eftir Vihnund Jónsson, landlækni. -----«---- I GREIN frú Guðrúnar Pét- . ursdóttur í Morgunblaðinu í gær, viðvíkjandi skipun mann- eldisráðsins, gætir nokkurs mis- skilnings. Konum er engin lít- ilsvirðing sýnd með þeirri skip- un, enda fjarri þeim, sem þar lögðu ráð á. í ráðinu sitja sex embættismenn eða starfsmenn ríkisins eða ríkisstofnana, sem valdir voru aðeins með tilliti til embættis þeirra eða starfs, er vel þótti fara á, að auga hefðu með þessum rannsóknum, auk þéss sem nokkur hliðsjón var höfð af því, að störf ráðsins fengjust unnin ókeypis. Hefðu þessir embættismenn eða starfs- menn vissulega ekki síður verið váldir, þó að konur hefðu verið. ' Mætti með nokkrum rétti fremur segja/'að konum váeri áð því vanvirða, áð engin úr þeirra hópi skuli gegna neinu þessu embætti eða starfi, en langt er að rekja, hverjum er um að kenna, og ber sennilega jafnvel út fyrir þjóðstjórnina og ráðu- nauta hennar. Engin kona mun hafa sótt um þessi embætti eða störf, sem þær áttu þó jafnan rétt til og karlar, og ekki ætla ég, að hæfar konur hafi legið lausar fyrir til að gegna þeim eða viljað taka að sér að gegna þeim, þó að vandlega hefði ver- ið eftir leitað. Um hinn sjöunda meðlim ráðsins, Vilhjálm Þór, banka- stjóra, er það að segja, að hann var valinn með sérstöku tilliti til verzlunar- og fjármálaþekk- ingar hans, sem ætlað var, að ráðinu gæti komið að góðu haldi. Ef einhver kona er til í landinu, sem getur farið í þau föt hans, þætti mér það mjög ánægjulegt. En ef svo er, hefir það einhvern veginn farið fram hjá mér, enda met það ekki kon- um til vanvirðu. Næst er þess að geta, að manneldisráðið mun ekki starfa að sjálfum rannsóknunum, sem fyrirhugaðar eru. Kennaranum í heilbrigðisfræði við háskól- ann, sem svo vill til, að er karl- maður, er ætlað að hafa þær með höndum, en njóta við það leiðbeininga prófessors Skúla Guðjónssonar, sem góðfúslega hefir boðið fram fræðilega að- stoð sína, en það hefir enginn annar gert, hvorki karl né kona. Þessar rannsóknir eiga að vera vísindalegar, og þarf vonandi ekki að taka það fram, að þær eiga að vera algerlega ópólitísk- ar og líka hlutlausar með tilliti til kvenréttinda. Vísindin eru sem betur fer algerlega kynlaus. Það leiðir af sjálfu sér, að þó að þessir fræðimenn, sem nefnd. ir hafa verið, anníst hina vís- indalegu hlið þessara rann- sókna, leita þeir aðstoðar, upp- lýsinga og fræðslu, hvar sem hana er að finna. Og ég get full- vissað hinn áhugasama tals- mann kvenna, frú Guðrúnu Pétursdóttur, að þar verða kon- ur sízt skágengnar. Það fyrsta, sem leitað vérður eftir, er hvorki meira né minna en á annað hundrað húsmæður á heimilum víðs vegar um land til að aðstoða við þessar rann- sóknir. Og hér verður um það þegnskapar- og trúnaðarstarf að ræða, að undir því er bókstaf- lega alt komið, hvernig fer um þessar rannsóknir. í þessum hópi verður sennilega enginn karlmaður, og vona ég, að eng- inn þeirra firtist af því. Svo sem það er eðlilegt, eins og á stend- ur, að þar sem drepið var niður eftir mönnum í manneldisráðið, yrðu aðeins karlmenn fyrir, er hitt jafn eðlilegt, að hér verði konur einar um hituna, að ó- gleymdum þó okkar mörgu, á- gætu matsveinum. Hér virðist hvort kynið vera á sínum pósti. Það er enn þá lögmál þjóðfé- lagsins, ef það er þá ekki lögmál sjálfs lífsins. Enn er hugsað gott til aðstoð- ar matreiðslukvenna, leikra og lærða, við að matreiða sem lyst- ugasta rétti úr íslenzkum efn- um, eftir matseðlum, er fræði- mennimir setja saman með það fyrir 'augum, að eftir því verði leitað, hve langt er hægt að komast í því að ala fólk á innlendum efnum. Geri ég ráð fyrir, að matreiðslukonur hinna ýmsu heimavistarskóla og ekki sízt hinar rösku og áhugasömu forstöðukonur húsmæðraskól- anna geti orðið þar liðtækar. Treysti ég því, lengst orða, að ekki verði alið hér á metingi milli karla og kvenna til miska þessu rannsóknarstarfi, ef það annars mætti verða til þjóð- nytja. Hér hallar áreiðanlega ekki á konur landsins um að leggja fram merkilegt starf, enda gerir það ekki í neinu, nema síður sé, þó að þeirra starfssvið flestra sé fyrst og fremst innan heimilanna, en karlmannanna utan þeirra. Annað mál er það, að starf kvennanna á heimilunum er oft smánarlega vanmetið í orði og á borði, og það sem þeim er hættulegast, ekki sízt, undir niðri, af þeim sjálfum og tals- mönnum þeirra. Ég vildi mega stuðla að því, að það merkilega og mikilvæga starf, sem gert er ráð fyrir, að húsmæður 1 landinu leggi fram til hinna fyrirhuguðu matvæla- rannsókna, verði ekki vanþakk- að eða lítils virt, ef vel tekst. 17/6 ’39. Vilm. Jónsson. Hraðferðlr B. S. A. Alla daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss aMnast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á BlfreiðastöS fs- sími 1540. BlfrelOastðð Aknreyrar. ■■■■■■■■■■■mnnminamnnawmnMnmnnBnwiiiBiaBlí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.