Alþýðublaðið - 19.06.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.06.1939, Blaðsíða 1
RIISTJÓBI: F. B. VAUDEMABSSOH Ú7GWAMÐI: AUÞtBWft&EBBBBm 'WK. ÁBGAN6UR MÁNUDAGINN 19. JCNÍ 1939. 137. TÖLUBLAÐ ndsmanna e Annar fulltrúafundur sMkrasamlaganna war settur hér í bœnum i morgun. ----------------«---------------- Viðtal við Harald Goðmundsson for- stjóra Tryggingarstofnunarinnar. AXfNAR FULLTRÚAFUNDUR sjúkrasamlaganna var settur í morgun kl. 10 í Oddíellowhúsinu. Er fundur- inn sóttur af fulltrúum allra sjúkrasamlaga á landinu, eða 12iu^trúum, auk forstjóra Tryggingarstofnunarinnar, Har- aldfr-Guðmundssonar, tryggingalækninum Jóhanni Sæ- mundssyni, deildarstjóra við sjúkratryggingarnar, Jóni Blöndal, tryggingarráðsmeðlimunum Kjartani Ólafssyni, Brynjólfi Stefánssyni og Helga Jónassyni lækni, auk ým- íssa gesta. HARALDUR GUÐMUNDSSON Um það leyti, sem full- trúafundurnn var að hefjast í morgun, hafði Alþýðublað- ið tal af Haraldi Guðmunds- syni um verkefm fundarins og fórust honum orð á þessa leið: „Þetta er annar fulltrúa- fundurinn, sem haldinn hefir verið, Sá fyrri var haldinn sum- arið 1937 á Akureyri. Verkefni Ekkja lipegl 3500 krðnur I onsins iær dánarbætnr. Mœstaréttardómur í morgun út af slysinu pefgar iögreglupjénn 3nn ®g bíistjérinn druknuðu. TlÓMUR var í morgun 4^ kveðinn upp í hæsta- rétti, sem mun áreiðanlega vekja mikla athygli. Málið reis út af bifreiðarslysinu að- faranótt 2. maí 1937, þegar bifreiðin R. 11 fór út af Sprengisandi í sjóinn og tveir menn drukknuðu, bif- reiðarstjórinn, Gunnleifur Bjarnason og Geir Sigurðs- son lögregluþjónn. Ekkja Geirs Sigurðssonar, frú Kristín Björnsdóttir. stefndi eiganda bifreiðarinnar, frú Hólmfrí.ði Baldvinsson, en hún hafði selt bifreiðina Gunnleifi Bjarnasyni, þó með eignarheim- ildarfyrirvara, til greiðslu dán- arbóta að upphæð kr. 24 0Ó0, þar af kr. 12 000 til Kristínar sjálfrar, kr. 8000 til barns Kristínar og Geirs heitins, og kr. 4000 til móður Geirs, Sig~ ríðar Steingrímsdóttur. Þá krafðist hún einnig 5% árs- vaxta frá 1. maí 1937 til greiðsludags og málskostnaðar. Það skal tekið fram, að Gunn- leifur tók við bifreiðinni 1. maí. eða daginn áður en slysið varð. Undirréttur leit svo á, að hin stefnda, Hólmfríður Baldvins- son, ætti að vera sýkn af-kröf- um stefnanda. í forsendum hæstaréttar- dómsins segir sv«: „Það þykir verða að fallast á það með héraðsdómaranum, að stefnda hafi borið hina al- mennu eigandaábyrgð á bifreið- inni R. 11 aðfaranótt 2. maí 1937 þar sem eigendaskiptin voru eigi skráð fyrr en 3. maí s. á. Téð bif reið var að vísu á f erð í þágu lögreglunnar, þegar slysið, sem í máli þessu getur, vildi til, en henni var ekki stof nað í þeirri ferð af hálfu lögreglunnar í nokkra óvenjulega hættu, og verður því eigi talið, að það leysi stefndu undan áðurnefndri ábyrgð í þessu máli, þótt bifreið- in, er verður talin hafa þá ver- ið í almennri notkun, væri á ferð í þágu lögreglunnar. • Kröfur áfrýjanda eru í þrem- ur liðum: I. Krónur 12.000.00 til handa henni sjálfri. II. Krónur 8000.00 til handa barni hennar, Geirs, og manns hennar, Geirs Sigurðssonar lög- regluþjóns, er missti lífið í slysi því, er í máli þessu getur. Var barnið nálægt eins árs að aldri, er slysið varð. III. Kr. 4000.00 til handa móður Geirs Sigurðssonar, Sig- ríði Steingrímsdóttur, sem talin er hafa verið 65 ára gömul, er slysið varð. Um I. Samkvæmt því, sem fram hefir komið í málinu, hef- ir áfrýjandi fengið kr. 3000,00 frá Tryggingarstofnun ríkisins og kr. 1670,00 í árleg eftirlaun úr bæjarsjóði Reykjavíkur. Eftir upplýsingum trygginga- fræðings ættu eftirlaun þessi Frh. á 4. sflhi. fundarins er að ræða um sjúkra- tryggingalögin og framkvæmd þeirra, bera saman reynslu hinna ýmsu samlaga, þannig að hvert geti lært af öðru og ráðg- ast um hvaða breytingar þurfi að gera á lögunum, hvernig eigi að bæta framkvæmd þeirra og koma fastara skipulagi á sam- starf hinna einstöku samlaga. Tryggingalöggjöf okkar, þar á meðal lögin um sjúkratrygg- ingar, er svo að segja alveg ný. Sjúkrasamlögin voru flest stofnuð á árinu 1936 og tóku ekki til starfa fyr en seint á því ári, eða í ársbyrjun 1937, og sum enn síðar. Það hefir tekið aðrar þjóðir, sem fremst standa í þessum málum, áratugi, jafn- vel mannsaldra, að koma trygg- ingamálum sínum í nútímahorf, og þar á meðal sjúkratrygging- unum. Við eigum því mikið verkefni fyrir höndum. Þótt löggjöf okkar sé í höfuðatriðum í samræmi við sjúkratrygginga- löggjöf nágrannaþjóða okkar, en þær hafa einmitt forystuna í tryggingamálum, vantar þó mikið á, að sjúkratryggingarn- ar sé fullskapaðar enn hjá okk- ur, Við getum að vísu mikið lært af þeirra reynslu, en okkar eigin reynsla, í sajnbandi við framkvæmd laganna, verður þó ávalt öruggasti lærimeistarinn. Takmark sjúkratrygginganna er það að veita meðlimum sín- um sem allra víðtækaata hjálp í veikindum, án þess að iðgjöldin verði óeðlilega há eða erfið. jafnframt því sem fjárhagur samláganna er trygður." — Samlögin eru nú alls 12 á landinu. „Já, samlög eru nú í öllum kaupstöðum, Reykjavík, Akur- eyri, Hafnarfirði, Vestmanna- eyjum, Seyðisfirði, Norðfirði, Siglufirði og ísafirði. Þá er sam- lag á Akranesi og þrjú i sveit- um." — Hve margir eru í samlög- unum? „Meðlimatala sjúkrasamlags- meðlima með fulíum réttindum er nú komin yfir 31 þúsund, auk barna, svo að segja má, að lítið vanti upp á að í sjukrasamlög- unum sé nú um helmingur Frh. á 4. sí8u. Láta Bretar herskip sín rjnfa hafnbann Japana i Tientsinf ;------------:—#------------;— ESa frara^eljii pelr KínverJaiB® fjóra? =•— +,.....-............. Ákvðrttun er tekln í London í dng. *Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Fyrsti iappiefta ion wlð Engieod- inpna í kvðld. LONDON í morgun. Mr. Smith, famrstjóri enska knattspyrnuflokksins. ENSKI knattspyrnuflokkur- inn, Islington Corinthian, kom hingað fyrir hádegi á laug- ardag. Sama dag kl. ZVz var flokknum haldið móttökusam- sæti að Garði, þar sem flokkur- inn gistir meðan hann dvelur hér. Formaður móttökunefnd- arinnar, Björgvin Schram, bauð flokkinn velkominn með stuttri en ágætri ræðu, og fararstjóri Englendinganna svaraði. Sigur- jón Pétursson gjaldkeri ávarp- aði gestina fyrir»,hönd Í.S.Í. í gær kyntu gestirnir sér borgina, sköðuðu sundhollina, í. þróttavöllinn og fleiri staði. .1 kvöld er fyrsti kappleikur þeirra við K.R. Útlit gestanna gefur manni beztu vonir um að hér séu snillingar á ferðinni. allir eru þeir knálegir, snarir í hreyfing- um og ákafir að sjá, er frægð flokksins líka mikil — og það er að líkindum aðeins varnagli hjá fararstjóranum, þegar hann segir, að flokkurinn sé ekki eins sterkur nú og 'oft áður. K.R.R. hefir nú loksins sett saman úrvalslið til að keppa við gestina og eins og" að líkum læt- ur eru menn óánægðir með það. Liðið á að vera þannig skipað: Markmaður: Hermann úr Val, varaímaður Anton, K.R. Bak- verðir: Grímar og Frímann, báðir úr Val, varamaður Sig. Ólafsson. Framverðir: Ellert úr Val, Þorsteinn Ólafsson úr Vík- ing, Þorsteinn Einarsson úr K. R.. Hans Kragh úr K.R. og Jón Sigurðsson úr Fram. Varamenn framvarða og framherja eru: Gísli Guðm., Ólafur Skúlason og Guðmundur Jónsson, allir úr K.R., og Magnús Bergsteinsson úr Val. Mesta óánægju vekur, að Jón Sig. skuli vera á kant- inum, þar væri rúmið bezt skip- að Guðmundi Jónssyni, sem nú er einhver bezti framherji hér. Hefir og heyrst að Jón Sig. muni ekki leika. BREZKA STJÓRNIN kemur saman á fund í dag til fress að taka úrslitaákvarðanir um, hvað gera skuli gagn- vart hafnbanni Japana á aiþjóðahverfinu í Tientsin, en um 800 Bretar eru nú einangraðir þar og fá enga aðflutninga á matvælum. Eins og nú er komið málum þar>ystra, virðist mönn- nm ekki vera um annað að ræða en að brezka stjórnin -á- kveði á fundi sínum annaðhvort að géfa brezku herskipun- um í Austur-Asíu fyrirskipun um að rjúfa hafnbann Jap- ana með valdi og flytja vistir til alþjoðahverfisins, eða láta undan kröfum Japana og framselja Kínverjana fjóra eins og japanska herstjórnin í Tientsin krafðist í upphafi, en þeir eru af Japönum sakaðir um að hafa myrt japanskan lækni fyrir nokkrum vikum síðan. Bretar grátt leiknir. Alþjóðahverfið hefir síðan því var lokað af Japönmn ekki fengið neina aðflutninga á mat- vælum, og tilraunir til þess að koma svo litlu sem grænmetí inn í það verið stöðvaðar af varðbátum Japana á fljótinu, sem rennur í gegnum borgina. Það er þó ekki talið, að beinn matvælaskortur sé enn í al- þjóðahverfinu, en útlendingarn- ir þar hafa þegar orðið að grípa til þess varaforða, sem þetr höfðu af niðursoðnum matvæl- um. Hins vegar verða Bretar, sem reyna að komast út úr alþjóða- Frh. á 4. sföu. Fast íréttasan- baad við Loidofl ALÞÝÐUBLABID hef- ir nú fengið f ast skeytasamband við Lond- on, og mnn fréttaritai-í þess, Mr. Mac Bride, rlfc- stjóri erlendra frétta við ; \ stórblaðið „Daily Herald" |! síma því um alla þýðing- ; |l armestu viðburði, sem ger- ' ast úti í heimi. Þá hcfir blaðið og trygt : sér einkaskeyti í'rá Kaup- !; mannahöfn við og víð, eias , ; og áður. I; La Guardia sagði: Ég skiia kveðju frá stœrstu foorgmni til merkustu Þjóð- arinnar í heiminum. HðtíOahðldfn i Mew ¥©rk 17. ]Anl Drottningin fer í kvöld kl. § áleiðis Kaupmannahafnar, til SAMKVÆMT símskeyti, er ritara framkvæmdanefndar íslandssýningarinnar, Ragnari E. Kvaran. hefir borist frá New York, hefir hátíð íslendinga á heimssýningunni tekist mjög vel, og landinu í því sambandi verið mikill sómi sýndur. Feryskeytið hér á eftir: Kl. 10,30 lagði stjórn íslands- sýningarinnar ásamt ýmsum úr stjórii Bandaríkjasýningarinn- ar, fulltrúar Bandaríkjastjórnar og New York borgar af stað með lögreglufylgd frá Hótel Savoy Plaza áleiðis til sýningarstaðar- ins. Þegar þangað kom var skot- ið 17 heiðursskotum fyrir full- trúum íslands á heimssýning- unni. Var þeim opinberlega fagnað í Peryton Hall og höll sýningarstjórnarinnar og Court of Peace (Friðarflötinni) fyrir framan höllina. Stjórnendur heimssýningar- innar efndu til hádegisverðar fyrir íslendingana kl. 12,45 (New York tími), en kl. 2,15 fór hátíð fram í sýningarsölum ís- lands og var því prógrammi endurvarpað hér heima. Ræðurnar, sem fiuttar voru, voru með ágætum, og meðaí annars mælti La Guardia, að „hann flytti kveðjur frá verald- arinnar mestu borg til merkuatu þjóðarinnár í heimi". Kl. 4.30 voru nokkur hund- ruð menn viðstaddir sérstaka móttökuhátíð, sem heimssýn- ingarstjórnin hélt fyrir fulltrúa íslands. Frá kl. 7—10 um kvöldið höfðu íslendingar boð inni í sýningarsölunum fyrir ýmsa gesti, og voru þar margar ræð- ur fluttar og mikill söngur fór fram. Blöðin hafa sagt mikið frá hátíðahöldum þessum, flutt út- drætti úr ræðum og birt marg- ar myndir. Þess skal getið, að forsætis- ráðherra íslands sendi forseta heimssýningarinnar skeyti í til- efni af deginum; borgarstjórinn í Reykjavík sendi einnig skeyti til borgamtjórans í N«w York.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.