Alþýðublaðið - 19.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.06.1939, Blaðsíða 3
MÁNUDAGINN 19. JÚNí 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. YALDEMARSS0N. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGRBIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR; 4900: Afgreiðslcí, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). '196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. v 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIDJAN Hlutleysi útvarpsins. STJÓRN útvarpsins hefir nú ákveðið að breyta nokkuð reglum þeim, sem gilt hafa um pólitískar frásagnir og tilkynn- ingar, sem birtast í útvarpinu. Mjög hefir verið deilt um hið svokallaða „hlutleysi" útvarps- ins og eru sjálfsagt margir, sem telja að þessa hlutleysis hafi verið illa gætt oft og einatt, án þess að það verði nánar rökstutt hér að sinni. Meginefni breytinganna á hlutleysisreglum útvarpsins er það, að hér eftir er heimilt „að birta tilkynningar frá blöðum um að þau á tilgreindum tíma flytji greinar um tilgreind efni eftir tilgreinda höfunda“. Þess skál þó vandlega gæta í slíkum auglýsingum, „að fyrirsagnir greinanna eða frásagnir um efni þeirra ekki beri á sér neinn pólitískan áróðursblæ, árásir á mannorð manna, flokka eða fé- lagsheilda, og eigi mega í slík- um tilkynningum felast hvatn- ingar til almennings um að lesa fyrnefnd blöð eða greinar“. Svipaðar reglur skulu og gildá framvegis um frásagnir af stjórnmálafundum og boðun þeirra og gæta þess að frásagnir séu hlutlausar og ekki áróðurs- kendar, og lausar við hvatningu um fundarsókn. Þær reglur, sem hingað til hafa gilt, hafa verið nokkru strangari. Þannig var t. d. ekki heimilt að birta auglýsingar um að ákveðin grein birtist í til- teknu blaði, heldur aðeins að blaðið kæmi út á tilteknum degi. Það er sjálfsagt að hlutleysis útvarpsins sé í hvívetna gætt, en það er áreiðanlega þyngri þraut en margur hyggur. Það er minstur vandinn að vera hlut- laus í þeirri fregn, sem frá er sagt, ef alhliða upplýsinga er aflað, og svo er jafnan um stærri atburði t. d. hér innan- lands. Hiít er erfiðara að sanna að það sé hlutleysisbrot ef látið er undir höfuð Ieggjast að segja frá atburðum, sem gerast, af því það gæti komið þeim vel, sem ákveðnum mönnum við útvarp- ið er illa við, eða af því það kemur sér illa fyrir einhverja vini útvarpsins. Þessi hliðin á ,,hlutleysi“ út- varpsins er áreiðanlega sú, sem langmest er misnotuð. Iilut- drægir fréttaritarar úti á landi eru líka ,,vandræðgripir“ fyrir hlutleysi útvarpsins, og yfir- stjórn þess hér á skiljanlega erfitt með að hafa nægilegt eft- irlit með þeim. Þess eru dæmi að fréttaritar- ar útvarpsins hafa svikist um að senda merkar fréttir ein- g.öngu af pólitískum ástæðum, en hafa hins vegar sent stór- kostlega litaðar fréttir um ó- merkileg mál, ef í hlut hafa átt skoðanabræður fréttaritar- ans. Mun mörgum svíða sú hlut- drægni — eða öllu heldur það hlutleysisbrot, sem þar er fram- ið, þó í smáu sé stundum. Sem betur fer mun þetta ekki alment um innlendar fréttir, en þó hafa menn þótzt veita því eftirtekt, sérstaklega upp á síð- kastið, að þó útvarpið láti undir höfuð leggjast að skýra frá ýmsum atburðum, mótum og samkomum, sem haldnar eru á vegum þeirra þriggja stjórn- málaflokka, sem nú eru við stjórn, þá snýr hinn svonefndi ,,sósíalistaflokkur“ — komm- únistarnir — sér ekki svo við á einu eða neinu sviði, að ekki séu löng viðtöl og frásagnir þar um í útvarpinu eins og um ein- hverja stórviðburði væri að ræða, og jafnvel beinlínis farið rangt með. Stafar þetta af því, að sumt af starfsfólki útvarpsins er kommúnistar? Þetta kommún- istadekur útvarpsins gengur svo langt, að jafnvel Helgi Hjörvar virðist hafa smitast af því við þingfréttalestur sinn í vetur, þar sem hann lagði sig allan í framkróka til þess að láta hinar heimskulegu fyrir- spurnir og frumvörp komm- únista líta út eins og eitt- hvert vit væri í þeim, er hann „las“ þau í útvarpið. Það, sem hér er sagt, er sagt með fullri vinsemd í garð út- varpsráðs og útvarpsstjóra. En vonandi er stjórn útvarpsins öll á einu máli um það, að þeirri mentastofnun, sem haldið er uppi fyrst og fremst af þeim mönnum, sem fylgja núverandi stjórnarflokkum, beri ekki að leggja alveg sérstaka rækt við starfsemi þeirra landráða- manna, sem stjórna kommún- istaflokknum, og það sé enginn greiði við íslenzka menningu, að hrúga upp kommúnistum sem starfsmönnum við ríkisútvarp- ið, og láta þá hafa áhrif á það, hvaða fréttir fólkið fær. Hlutleysis útvarpsins þarf að gæta'*og gæta vel, en það þarf fyrst og fremst að gæta þess, að útvarpið sé ekki misnotað í þjónustu landráðaflokks, sem hér starfar — kommúnistanna. Fonileifafeiúir á ii frægnm, grfsknm ornstnvelli. ALLIR þekkja frásagn- ir hinnar frægu or- ; ustu í Thermopyle (Lauga- “ skarði) á Grikklandi, þar ; sem Leonidas Spartverja- ;; konungur ætlaði ásamt 300 ;; liðsmönnum sínum að | stöðva hinn óvíga Xerxes ÍPersakonung árið 480 f. Kr., en var svikinn af ein- um landa sínum, sem j: leiddi Persa um einstigi að j; baki honum, og féll með 1; Spartverjum sínum eftir ;; hreystilega vörn. ;; Nú er verið að grafa eft- í; ir fornminjum í Thermo- pyle, og hefir fundizt þar jj svo mikið af örvum og jj öðrum vopnaleifum, að jj enginn vafi er lengur tal- jj inn, hvar í skarðinu hin j; fræga orusta hefir staðið. ;; Einstakir munir, sem ;; fundist hafa þykja benda ;j ótvírætt á það, að frá- ;j sagnirnar af orustunni, jj sem er að finna hjá gríska jj sagnfræðingnum Herodot, jj séu í öllum aðalatriðum 1; réttar. ALÞYÐUBLAÐIÐ Eftirtektarverð ummæli fyrrverandi for- seta nazistasenatsins par í borginni. Danzig flaggar með hakakrossfánanum samkvæmt skipun nazistasenatsins. Fyrirætlanir nazista I Danzig stofna heimsfriðinum í voða. ENSKA TÍMARITIÐ „SPECTATOR“ flutti nýlega eftir- jj tektarverða grein um Danzigmálið eftir Þjóðverjann jj ;j Hermann Rauschning, sem fyrir tæpum tveimur árum var j; ; j forseti senatsins (bæjarráðsins) í Danzig, eftir að nazistar j ;j höfðu náð þar öllum völdum. En sakir ágreinings við þá, flýði ;; jj hann fyrir hálfu öðru ári síðan til útlanda og lifir nú land- 1; jj flótta. ; jj Fáir ættu því að þeltkja betur fyrirætlanir og viðbúnað ;j j: nazista í Danzig en hann. ;j j; Greinin í „Spectator“ birtist hér í íslenzkri þýðingu öf- . j: urlítið stytt. jj MÖRG ÁR hafa þýzku nazistarnir unnið sleitu- laust að því, að búa Danzig undir viðburði, sem nú virðast geta gerzt á hverri stundu. í mörg ár hefir vopnum verið smyglað þangað að næturþeli í stórum stíl frá landamærum Austur-Prússlands eða af skip- um úti á Eystrasalti. í dag er svo komið, að Danzig, sem sam- kvæmt réttarstöðu sinni ákveð inni með friðarsamningunum í Versölum árið 1919, má ekki hafa neinn her, heldur aðeins venjulega lögreglu, hefir á að skipa ótrúlegum birgðum flestra þeirra vopna og skotfæra, sem á þarf að halda hvort heldur er í stríði út á við eða byltingu innan borgarinnar: vélbyssum, rifflum og handsprengjum, — meira að segja fallbyssum og skriðdrekum. Og í mörg ár hefir nazistasenatið (bæjarráðið) í Danzig neytt unga menn í borg- inni, þvert ofan í stjörnarskrá hennar og svo að segja fyrir augum Þjóðabandalagsfulltrú- ans, til þess að fara til Þýzka- lands og inna þar af hendi her- þjónustu eins og þeir væru þegnar þriðja ríkisins. Allir þessir menn hafa að aflokinni herþjónustu snúið aftur til Danzig sem æfðir hermenn. Og til viðbótar við þá hafa verið sendar þangað þúsundir þýzkra S.A.-manna og S.S.-manna, — klæddir ferðamannabúningum, eins og þeir væru að fara þang- að sér til skemmtunar. En þeir hafa ekki snúið þaðan aftur til Þýzkalands. Þannig er allt undir það búið, að bjóða út í Danzig heilum herfylkjum vel æfðra og vel vopnaðra manna til þess að endurtaka þá viðburði, sem gerðust á 16. öld, þ'egar Danzig gat leyft sér að leggja upp á eigin spýtur út í stríð við Pól- land, enda þótt .borgin væri þá eins og nú formlega undir það gefin. En það er fleira, sem nú er verið að undirbúa í Danzig. — Þaulæfðar sveitir þýzkra S.S.- manna eru að búa sig undir það, að gera einskonar byltingu í borginni sjálfri, hefja blóðugar ofsóknir gegn pólska minnihlut- anum þar, afnema þau réttindi sem Pólland hefir nú til að nota höfnina í Danzig', og inn- heimta toll af erlendum vörum, sem koma þangað, hvort heldur sjóleiðina eða landleiðina, ráð- ast á pólsku tollþjónana, um- boðsmann pólsku stjórnarinnar og Þjóðabandalgsfulltrúann, og kollvarpa yfirleitt öllu því fyr- komulagi, sem verið hefir á stjórn borgarinnar síðan hún var gerð að sérstöku ríki undir yfirstjórn Póllands. Allt á þetta að ske með skyndilegri bylt- ingu. En að hún muni kosta blóðsúthellingar, er enginn í vafa um. Samkvæmt stjórnarskrá' borgarinnar hefir Pólland bæði rétt og skyldu til þess að sker- ast í leikinn, ef til óeirða kem- ur í borginni. sem yfirvöldin þar geta ekki bælt niður af eig- in rammleik, fyrst með’því að senda pólska lögreglu til hjálp- ar bæjarlögreglunni, en því ■ næst með herliði, ef hitt ekki nægir. Ef Pólland ekki gerði það, ef til slíkra viðburða kæmi í Danzig, væri augljóst, að það hefði gefizt upp fyrir ofbeld- inu. og sætt sig þegjandi og hljóðalaust við það, að .vera svift öllum þeim réttindum, sem það hefir nú þar í borg- inni. En léti það Kinsvegar til skarar skríða og sendi lögreglu eða herlið til borgarinn'ar, hefðu þýzku nazistarnir þar með fengið hið langþráða tækifæri til að lýsa því yfir, að Pólland væri að reyna að kúga Danzig Arthur Greiser núverandi for- seti senatsins í Danzig, til hlýðni með blóðugu ofbeldi. En það myndi gefa Hitler átyll- una, sem' hann þarf. en hefir ekki haft hingað til, til þess að æsa upp tilfinningar þýzku þjóðarinnar og skapa almenna stemningu á meðal hennar fyrir stríði við Pólland. Ef Pólland skærist í leikinn í Danzig til þess að bæla niður ó- eirðir þar, myndi það gefa naz- istasenatinu kærkomið tækifæri til að veita vopnað viðnám. Ef Danzig gæti varizt Pólverjum, þó ekki væri nema nokkrar klukkustundir, ef úthellt yrði blóði, og hægt yrði að segja, að Danzig hefði sýnt vilja sinn til þess að vera sjálfri sér ráðandi, ef takast mætti, að koma ein- hverri sök á Pólland í sam- bandi við slíka viðburði — þá væri Þýzkalandi þar með ekki aðeins gefinn átylla til þess að láta til skarar skríða, heldur myndu og England og Frakk land neyðast til þess að taka málið til meðferðar. Það myndi gefa tækifæri til þess að rugla skoðanir manna í Vestur-Ev- rópu á málinu og skapa ágrein- ing þar út af því. Um allt þetta ráðabrugg hefi ég fengið vitneskju frá áreið- anlegustu heimildarmönnum, sem óttast það, að slíkir við- burðir muni þrátt fyrir allt leiða til allsherjarstyrjaldar, þar eð Pólverjar muni ekki, á- lits síns og hagsmuna vegna, sætta sig við slíka lausn Danz- igþrætunnar, þegjandi og hljóða laust. Mér hafa verið tilkynntar 50 Býir stúúeitar út- skrifiðnst 17. júnf. MENTASKÓLANUM var sagt upp á laugardag. Pálmi Hannesson réktör flutti ræðu og afhenti stúd- entunum nýju og gagnfræð- ingum prófskírteini sín. Nemendur í skólanum vora i haust 260, í gagnfræðadeild 54 og lærdómsdeild 206. Þar voru tíu deildir, einni fleiri en i fyrra. Einum bekk var tvískift, Þessir 50 stúdentar útskrifuðust: Ur máladeild: Áslaug Ásmundsdóttir I. eink, Rergpór Smári ágætis eink. Björn Sveinbjömsson I. Erla Geirsdóttir I. GuÖrún Benediktsdóttir I, Guðrún Gísladöttir II. Guðrún Stefánsdóttir II. Gunnar Guðmundsson II. Gunnlaugur Þórðarson II. Halldór Guðjónsson II. Halldór Þorbjörnsson I. Helgi Halldórsson I. Hildigunnur Hjálmarsdóttir I. Jón Bjarnason I. Kristbjörg ólafsdóttir I. Kristinn Gunnarsson II. Margrét B. Hafstein II. Margrét Steingrimsdóttir I. Ólöf Benediktsdóttir I. Ragnheiður Baldursdóttir í. Ragnhildur Halldórsdóttir II. Richard R. Thors I. Sigfriður Bjamar II. Sigfús H. Guðmundsson I. Sigurgeir Jónsson II. Unnur Samúelsdóttir II. Utan skóla; Jóhann Bemhard III. Logi Einarsson I. Þorsteinn Valdimarsson I. Stærðfræðideild: Bjarni Jónsson I. Grímur Jónsson II. Halldór Grímsson I. ■Henrik Linnet I. Hjálmar Bárðarson I. Ivar Daníelsson I. Jóhannes Bjamason I. Jón R. Guðjónsson II. Jón Kr. Hafstein II. Jón Jónsson I. Magnús Þorleifsson III. Matthías Ingibeigsson I. Pétur M. Jónasson I. Ragnar Þórðarson I. Sigfús B. Jónsson I. Sigurður Jónsson (sen.) II. Sigurður Jóusson (sen.) I. Sigurðui' F. H. Sigurðsson I. Sveinbjörn Sveinbjörnsson llí. Sveinn Þörðarson I. Þorsteinn Thorsteinsson II. Þessir fengu hæstu einkunn: Bergþór Smári 9,03, Margrci Steingrímsdóttir 8,48 og Ólöf Benediktsdóttir 8,45. 27. gagnfræðingar útskrifuðust. Gagnfræðaprófið var mjög hátt innanskóla. Þrjú þau hæstu voru: Stefanía Guðnadóttir með ágætis einkunn 9,07. Næstir vorá: Sveinn Sveinsson með 8,80 i meðaleinkunn og Finnbogi Guð- mundsson með 8,58. I. eink. hlutu 19 nemendur, II. eink. 6 og III. einkunn 1. Úr Gagnfræðaskóla Reykjavíkur tóku próf 38 og aðr-' ir utanskóla 31. Verðlaun voru veitt úr Legat- sjóði Jóns Þorkelssonar rektors: Bergþóri Smára. Úr sjóði P. O Christensen lyfsala og konu hans: Halldóri Grimssyni og úr Gúll- Bgnnasjöði: Hjálmari Bárðarsyni. Verðlaunaritgerð hans er um flugmál. þessar ráðagerðir í voninni um það. að ef þær yrðu birtar, og upphafsmönnum þeirra gert ljóst, að fyrirætlanir þeirra væru kunnar, mætti það ef tíl vill verða til þess að hjálpa til að afstýra heimsstyrjöld út af Danzig á síðustu stundu. ÚtbreiíiS Alþýðublalid!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.