Alþýðublaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 2
MUÐJUDAG 20, JÚNÍ 1939 ALÞVÐUBLAÐIÐ Kennarasamtökin á íslandi 50 ára. «. - — Þing Kennarasamb and sins sett í gærkveldi. ----»--— Uppeldlsmálaþiiig byrjar á fðstndag og skélasýaing opnuð á sunnudag. UM ÞESSAR MUNDIR heldur Samband íslenzkra barnakennara hátíðlegt 50 ára afmæli kennarasam- takanna á íslandi. 16. febrúar 1889 stofnuðu kennarar hér í bæ Hið íslenzka kennarafélag, sem starfaði fram til ársins 1921, en það ár var stofnað Samband íslenzkra barnakennara. Verða þessi hátíðahöld kennaranna mjög fjölbreytt. í gær hófst Kennaraþingið, og sækja það fulltrúar frá öll- um félögum sambandsins. Á föstudaginn kemur hefjast svo aðalhátíðahöldin með uppeldismálaþingi, sem standa á yfir til sunnudags, en þann dag verður í Austurbæjar- skólanum opnuð skólasýhing. í gær var tíðindamönnum blaða boðið á fund stjórnar Kennarasambandsins og fram- kvæmdastjórum hinna ýmsu atriða hátíðahalda kennaranna, og skýrði forseti Kennarasam- bandsins, Sigurður Thorlacius skólastjóri, frá þróun og sögu kennarasamtakanna þau 50 ár, sem þau hafa verið starfandi hér á landi. í febrúarmánuði 1889 komu saman um 20 kennarar. Ræddu þeir um nauðsyn þess að kenn- arar hefðu með sér einhver sam- tök, til þess að geta á þann hátt betur unnið fyrir áhugamálum stéttarinnar. Stofnuðu þessir á- hugamenn svo Hið íslenzka kennarafélag 16. febrúar s. á., og var Björn M. Olsen fyrsti formaður félagsins. Var tilgangur félagsins fyrst og fremst að efla alla alþýðu- mentun svo og alla æðri ment- un. Vakti félagið þegar á sér mikla athygli, einkum vegna þess, að margir af kunnustu mönnum landsins voru starfandi í félaginu eða réttu því hjálpar- hönd, og má þakka þær miklu framfarir, sem orðið hafa á skólamálunum, hinum ötulu forystumönnum samtakanna á hverjum tíma, og þeim góða skilningi, sem menn utan sam- takanna höfðu á áhugamálum stéttarinnar. Má segja, að allar þær fram- farir, sem orðið hafa hér á landi á skólamálunum, standi í nán- um tengslum við starfsemi 4- kennarasamtakanna. T. d. var Náttúrufræðifélagið stofnað fyrir tilstuðlan Kennarafélags- ins. Aðalviðfangsefnið hefir þó alla tíð verið að koma á umbót- um á alþýðumenntuninni, og hefir sú starfsemi verið tvíþætt, annarsvegnar að koma. alþýðu- menntuninni 1 betra horf og hinsvegar að auka menntun kennara. Á Alþingi 1907 voru sam- þykkt lög um skólaskyldu barna og lög um stofnun Kennaraskól- ans, Tók skólinn til starfa árið eftir. Marka þessi lög gjörbreyt- ingu 1 skólamálum landsins, og má hiklaust telja framgang þeirra fyrst og fremst að þakka Kennarafélaginu og formanni þess þá, Jóni Þórarinssyni, og fleirum, svo sem Hannesi Haf- stein, sem var aðalflutningsmað- ur þessara mála á Alþingi. — Einnig má og þakka Guðmundi Finnbogasyni, því það var hánn, sem ferðaðist um landið. safn- aði skýrslum og undirbjó laga- frumvörpin að mestu leyti. Eftir að þessum þýðingar- miklu áföngum hafði verið náð, hófst baráttan um kjör kenn- aranna og réttindi. — Voru kennsluréttindi kennaranna engin og ráðningartíminn mjög óákveðinn. Mátti með sanni segja, að kennararnir væru ráðn- ir frá degi til dags, og að kaup færi eftir því, hvað hverri ein- stakri hreppsnefnd þóknaðist að greiða kennaranum. Má því geta nærri að víða hefir kaupið verið mjög lágt. Lög um skipun barnakennara og laun þeirra voru samþykkt á Alþingi 1919. Var með þessum lögum réttur kennaranna meir tryggður en verið hafði, sömu lög giltu fyrir allt landið, og þurftu því kennararnir ekki að eiga það undir dutlungum hreppsnefndanna hvað þeir fengu í kaup. Árið 1921 er svo Samband ís- lenzkra barnakennara stofnað, og hættir Kennarafélagið þá starfsemi sinni, enda voru flest- ir af virkustu kennurum félags- ins stofnendur sambandsins. —• Hefir sambandið allt frá stofn- un sinni verið aðalfélagssam- band kennaranna, og hefir stefna þess verið í höfuðdrátt- um hin sama og gamla félags- ins, að vinna að umbótum og framförum á sviði menntamál- anna. í sambandinu eru álls 420 kennarar úr öllum sýslum landsins, en alls eru starfandi 450 kennarar á landinu, og eru það farkennararnir, sem aðal- lega vantar enn' 1 sambandið. Aðalstarf Kennarasambands- ins hefir nú undanfarin ár ver- ið: Að auka menntun kennara, og þá fyrst og fremst að stuðla að utanförum þeirra og útvega þeim fararstyrki. Má segja, að þessi liður starfseminnar hafi tekist með ágætum, því eins og sænski kennarinn, Gunnar Hellsteri, sem var hér á dög- unum, sagði í viðtali við Al- þýðublaðið, þá er „íslenzka kennarastéttin sú víðförulasta,“ sem hann hafði kynnst. Að gefa út tímarit, sem fyrst og fremst væri helgað áhuga- málum kennarastéttarinnar, og hefir Kennarasambandið nú hin síðustu ár gefið út tímaritið „Menntamál." Að kennaramenntunin hér á landi væri endurbætt. í þessu sambandi má geta þess, að kennarafræðslunni er ætlað rúm til afnota í nýju háskóla- byggingunni, en þó er ekki full- ráðið enn, hvemig því verður hagað. Síðan 1934 hefir Samband ís- lenzkra bamakennara verið í Alþjóðasambandi barnakennara — en það hefir aðsetur sitt í París. Hefir S.Í.B. tvisvar tekið þátt í þingum Alþjóðasambands- ins. Hefir samband þetta deildir um allan hinn menntaða heim, þar sem lýðfrelsi ríkir. Hátiðahöld í tilefoi 50 ára aMisins. í tilefni af 50 ára afmæli kennarasamtakanna verður gef- in út allstór bók eftir Gunnar M. Magnúss, er fjallar um sögu samtakanna, en þó öllu frekar um sögu íslenzkra kennslumála — og heitir bókin „Saga al- þýðufræðslunnar á íslandi.“ Kennaraþingið var sett í gær. kveldi. Mættu þar um 50 full- trúar, eða frá öllum félögun- um, sem hafa rétt til að senda fulltrúa, en þau eru nú rúm 20. Á föstudaginn kemur verður uppeldismálaþingið sett með ræðu Hermanns Jónassonar forsætisráðherra. Fræðsluer- indi um uppeldismál verða flutt af dr. Símoni Jóh. Ágústssyni — magister Ármanni Halldórs- syni og Karli Finnbogasyni skólastjóra á Seyðisfirði. Verður öilum erindunum útvarpað, svo og setningarræðunni. „Sýningin verður opnuð á sunnudaginn kl. 2,“ segir Jón Sigurðsson skólastjóri, en hann er einn í framkvæmdanefnd skólasýningarinnar, og nú hvílir Jón Sigurðsson „kollega“ sinn Sigurð Thorlacius, ög skýrir blaðamönnunum frá opnun sýningarinnar. Við opnunina syngur barnakór nokkur lög. Taka um 300 böm þátt í þess- um kórsöng, og verða í hópn- um m. a. börn frá Vestmanna- eyjum. — Einnig verða margar ræður fluttar og að þeim lokn- um fer fram leikfimisýning barna. „Um það, hvað verður að sjá CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 2. Karl ísfeld íslenzkaði. lét móðir mín ekki á sér sjá nein ytri tákn harms, enda þótt hjónaband þeirra hefði verið mjög hamingjusamt. Móðir mín hafði haft mikinn áhuga á náttúruvísindum, en það var sú vísindagrein, sem hafði fært föður mínum þann heiður að vera gerður að meðlim akademísins; móðir mín var dóttir sveitarinnar og undi betur í Withycombe en x skemtanalífi borgarinnar. Ég átti að fara til Oxford þetta haust, til Maydalen, emb- ættissystur föður míns, og fyrsta sumarið, sem móðir mín var ekkja, kyntist ég henni sem fyrirtaks félaga, sem ég fékk aldrei leiða á að njóta samvista við. Konur þeirra tíma voru aldar upp við það að spara samúðartár sín og mæta mótgangi með bros á vör. En hið viðkvæma hjarta hennar og ágætar gáfur gerði samræður hennar skemtilegar, og hún hafði enn fremur lært það, að þögnin getur verið góð, þegar maður hefir ekkert að segja — hún var því ólík öðrum ungum stúlkum á þeim árum. Morguninn, sem bréf Sir Joseph Banks barst okkur í hend- ur, vorum við í garðinum. Þetta var í lok júlímánaðar, himin- inn var blár og rósailmur í lofti, það var einn þeirra morgna, sem kemur okkur til þess að þola enska loftslagið, sem út- lendingum finst óþolandi. Ég var einmitt að hugsa um það. hve fíngerð og falleg móðir mín væri í svarta kjólnum, með þykku, Ijósu fléttumar, hraustlega andlitsblæinn og dimm- bláu augun. Thacker, nýja þernan okkar — dökkeyg stúlka frá Devon — koih trítlandi ofan stíginn. Hún hneigði sig og rétti móður minni silfurbakka. Móðir mín tók bréfið, settist á bekk í garðinum og fór að lesa. — Það er frá Sir Joseph, sagði hún, þegar hún loks lagði frá sér bréfið. — Þú hefir heyrt getið um Bligh skipstjóra, sem var með Cook yfirhöfuðsmanni í síðustu ferð hans. Sir Joseph skrifar, að hann sé í leyfistíma og sé hjá nokkrum vinum sínum í Tunton og áð sig langi til þess að heimsækja okkur eitthvert kvöldið. Föður þínum þótti alt af mikið til hans koma. Ég var horaður sláni um 17 ára, þegar þetta var, seinn í öllum snúningum. En þessi frétt verkáði á mig eins og raf- straumur færi um mig allan. — Bligh skipstjóri! hrópaði ég. — í hamingjubænum bjóddu honum að koma! Móðir mín brosti. — Ég átti von á því, að þetta myndi gleðja þig, sagði hún. Vagninn var sendur af stað tímanlega og herra Bligh boðið að neyta með okkur kvöldverðar sama kvöld, ef hann fengi því viðkomið. Ég man eftir því, að ég sigldi sama dag stund- arkorn með syni eins þurrabúðarmannsins, en ég hafði enga ánægju af því. í huganum var ég stöðugt hjá hinum vænt- anlega gesti okkar og mér fanst tíminn til kvöldverðar lengi áð líða. Ég var ef til vill á þeim árum bókhneigðari en margir jafn- aldra minna, og eftirlætisbók mín var frásögn dr. Hawkes- worth’s af ferðunum um Suðurhöfin, en þá bók hafði faðir minn gefið mér á tíunda afmælisdegi mínum. Ég kunni svo að segja utanbókar þessi þrjú þykku bindi, og af jafnmiklum áhuga hafði ég lesið frönsku frásögnina af ferð Monsieur de Bougainvilles. Þessar fyrstu frásagnir um rannsóknarferðir í Suðurhöfum, og um siði og venjur íbúanna á Otaheiði og Ow- hyee (en svo voru eyjarnar nefndar á þeim árum) vöktu mér þann áhuga, sem mér er nærri því óskiljanlegur enn þann dag í dag. Rif Jean Jacques Rousseau’s, sem höfðu svo víð- á sýningunni, er bezt að leita upplýsinga hjá formanni sýn- ingarnefndarinnar, imgfrú Val- gerði Briám,“ segir Jón Sigurðs- son um leið og hann brosir til ungfrúarinnar. „Skólasýningunni verður að- allega skift í þrjár deildir,“ seg- ir Valgerður Briem: Vinna barna. Sést þar greini- lega sá aðstöðumunur, sem börnin víðsvegar að af landinu hafa, til þess að vinna og nema. Hafa munir verið fengnir frá mjög mÖrgum skólum og mun- um við reyna eftir því sem föng eru á, að sýna skólavinnu barnanna. Kennslutæki. Hafa framfarir orðið mjög miklar nú hin síð- ustu ár á öllu því, er lýtur að kennslutækni. Er óþarfi að rekja það hér. Væntanlegir sýningar- gestir sjá það greinilega, þegar þeir koma. Uppeldismálasýning. Er þar sömu söguna að segja og um kennslutækin, og má með sanni segja^ að í uppeldásmálunum hafi orðið gjörbreyting á síðustu árum. Kennslusýning mun einnig fara fram. Verður kennt í tveim kennslustofum tvær stundir á dag, og verður sýningargestum þar gefið tækifæri á að kynn- ast nýtízku kennsluaðferðum. Skólasýningunni lýkur 2. júlí. „Bíls5nflsa-Mfem“. Fyrir helgina var farið að selja á götum bæjarins bók með mörg- um af vinsælustu sönglögunum, þeim sem heyrast sungin i öans- sölum og ekki síður í bíl- unum. Þó hefir sá ljóður verið á þeim söng að flestir söngmenn- imir hafa ekki kunnað nema söng lögin, og þá ef til vill einnig hluta úr erindunum, er því bók þessi mjög þörf öllum þeim sern ferðast hvort heldur er í bíl ©Öa með öðrum farartækjum því jafn- framt því að kenna mönnum skemtileg erindi, minnir bókín einnig á þaÖ sem eigendumir þegar kunna. Bilsöngvabókin mun áreiðan- lega verða vinsæl, en þó vantar í þessa bók marga af vinsælustu bílsöngvunum. Þar er t. d. ekki: „Kátir vom karlar“, Ljúfa Anna“, „Er það minn eða þinn sjóhattur“, „Það er ei neitt, sem bætir bölið“ o. m. fl. „slagarar", sem mjög oft em sungnir i bíl- unum. Þá hefði og verið ágætt, að á eina eða tvær blaðsíður aftast í bókinni hefði verið sett upphöf kvæða og vísna, sem syngja má til þess að minna fólk á lög og ljóð, því menn „muna“ oft svo illa í bílunum. Bilsöngvarl. ÚíbreiÖið AlþýðubkWS! Mferðir Steindórs: Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akranes. Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. og föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardag*. Ms. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Steiudér, Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. “ 1 Hraðferðlr B. S. A. Alla daga neaia mánadaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss aHHftst sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð ís- sími 1540. Bifreiðastðð Akureyrar. tækar og raunalegar afleiðingar, fluttu kenningu, sem öði- aðist marga áhangendur jafnvel meðal merkra manna. Það var tízka þá að álíta, að hin sanna dygð og hamingja væri aðeins til meðal fólks, sem lifði á frumstæðasta menningar- stigi og væri laust við allar hömlur. Og kenningu Rousseau’s óx ásmegin, þegar Wallis, Byron, Bougainville og Cook komu aftur úr rannsóknarferðum sinum og fluttu lokkandi frá- sagnir um Nýju Cythræu, þar sem hinir hamingjusömu íbúar eyddu dögunum við söng og dans. Jafnvel faðir minn, sem var svo önnum kafinn við stjörnufræði-athuganir sínar, að hann hafði nærri því gleymt þeirri stjörnunni, sem hann átti heima á, hlustaði með athygli á frásagnir vinar síns Sir Joseph Banks, og ræddi um þær við móður mína, sem var einn af áhangendum þeirra, sem töldu hamingjuna fólgna í hinu upp- runalega. Áhugi minn yar fremur vakinn af hinu æfintýralega en af hinu heimspekilega. Ég þráði, eins og aðrir ungir menn, að sigla um óþekt höf, að finna eyjar, sem ekki voru til á sjó- kortinu og verzla við vingjarnlega, innfædda menn, sem litu á alla hvíta menn sem guði. Sú hugsun, að bráðum fengi ég að tala við liðsforingja, sem hafði verið á skipi Cooks í síðustu ferð hans — sjómann, en ekki vísindamann, eins og Sir Joseph, olli því, að ég reikaði um í vímu eftirvæntingarinnar allan daginn. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þegar vagninn nam staðar, og herra Bligh steig út úr honum. Á þeim árum var Bligh skipstjóri á bezta aldri. Hann var meðalmaður á hæð, sterkbygður og byrjaður að fitna, en var fallegur á velli. Veðurbitið andlit hans var breitt, drættirnir kringum munninn báru vott um festu og dökku augun voru falleg. Þykka, hvítpúðraða hárið bylgjaðist yfir háu, göfug- mannlegu enni. Hann hafði þríhyrnda hattinn sinn þversum, treyjan var úr ljósbláu klæði með hvítum bryddingum og gyltum hnöppum, Veatið, buxumar ©g "ilrliiimir v*ru kvítór

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.