Alþýðublaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAG 20. JÚNÍ 1939 IQAMLA BIÚSB María Walewska. Heimsfræg Metro Gold- wyn-Mayer kvikmynd, er gerist á ár'unum 18(?7— 1812 og segir frá ástum pólsku greifaírúarinnnar Maríu Walewesku og Napó- leons keisara. Aðalhlut- verkin leika tveir fræg- ustu kvikmyndaleikarar heimsins, GRETA GARBO og CHARLES BOYER. Stúlkur! Ef ykkur vantar kaupavinnu, hússtörf eða síldar- vinnu, þá leitið upplýsinga hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni, simi 1327- Glæný stór og góð rauðspetta. Saltftskbaein. Simi 2098. „Detti(«ss“ fer annað kvöld vestur og norð- ur. Aukahafnir: Húsavík, Hjalt- eyri og Sauðárkrókur. Glæný stór og góð rauðspetta. Simí 1456. „HLUTLEYSI“ CTVARPSINS Frh. af 1. síðu. Þannig ætlar þá útvarpið að sýna hið yfirlýsta pólitíska hlut- leysi sitt í framkvæmd! í þess- ari tilkynningu er virkilega ekkert annað en undirskriftin „Sósíiistafélögin á Suðurlandi,“ sem segir sannleikann um það, hvað hér sé á ferðinni. Hinsveg- ar er því logið upp, til þess að fela aðstandendur þessa móts — kommúnistana, að það sé „Jónsmessumót frjálslyndra manna.“ Og útvarpið virðist ekkert hafa við það að athuga, að flytja slík ósannindi fyrir kommúnistaflokkinn — eða sósíalistaflokkinn, eins og hann kallár sig nú sjálfur, — á kostnað annara stjórnmála. flokka í landinu. Þessi misnotkun útvarpsins í þjónustu kommúnistaflokksins er ekki aðeins hneyksli, hún er beinlínis ósvífni gagnvart allri þjóðinni, eftir að útvarpið hefir lýst því sérstaklega yfir, að það ætli að ástunda pólitískt hlut- leysi í flutningi frétta og til- kynninga og gefið út um það bindandi reglur. Það fer ekki hjá því, að það verði að athuga ástandið við útvarpið eitthvað nánar en gert hefir verið fram að þessu. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG „TOGSTREITAN“ UM VERKALÝDSFÉLÖGIN. (Frh. af 3. síðu.) landi, Danmörku, Englandi, Frakklandi, Belgíu, Hollandi? Nei, allsstaðar náin tengsli við pólitíska flokka — Alþýðu- flokkana. Er þetta í Rússlandi, Þýzkalandi, ítalíu? Ekki heldur. þar er verkalýðshreyfingin bundin við einræðisflokkana, sem stjórna ríkinu. Lengur kemst Sjálfstæðis- flokkurinn ekki hjá því að taka afstöðu í þessum málum, Vill hann samstarf við Alþýðuflokk- inn 1 verkalýðsmálunum eða vill hann samstarf við komm- únistana? Ég vona að mér hafi tekist að sannfæra Morgunblaðið um að „togstreitan“, sem það talar um er engin hégómi, heldur er hún hvorki meira né minna en átökin>í láglaunastéttum þjóð- félagsins um það, hvort hin íslenzka alþýða eigi að reka byltingarpólitík eða fylgja lýð- ræðis- og þróunarpólitík, Og Morgunblaðið neyðist fyr eða síðar til að tak^ afstöðu til þessa mjög svo þýðingarmikla máls. KAPPLEIKURINN Frh. af 1. síðu. framvörður Whitaker, hægri út. framherji Abbot, vinstri inn- framherji Marchant og mið- framherji Friday. Bakverðirnir voru veikastir í liði þeirra. Marchant var oft hættulegur fyrir framan mark- ið, en Friday hafði góða knatt- meðferð, en vantaði herzlumun- inn, þegar að marki kom. Af K.R.-ingunum geðjaðist mér bezt að Anton, Hans, Schram, Grímari og Haraldi. Gísli lék hreint ekki illa. Út- verðirnir, Ólafur og Óli, voru veikir. Anton lék ágætlega 1 „Buch- lohstíl“. Hans Kragh var sérstak lega góður og beztur af K.R.- ingunum. Hann var hinn rétti bardagamður og lagði knöttinn oft vel til hæfis. Björgvin var mjög góður sem þriðji bakvörður, en hélt knett- inum oft of lengi og misti hann stundum, þegar hann ætlaði að leika á andstæðinginn. Birgir var of taugaóstyrkur og valdi sér oft ekki rétta stöðu. Hann er áreiðanlega oft leik- inn í því að taka á móti knett- inum, en í gær virtist hann oft leika út í loftið og án þess að geta áttað sig. Hann eyðilagði alt of oft góða sókn með því að vera rangstæður í hugsunar- leysi. Það sakaði ekki að hann léki rólegar næst. En hann er duglegur, en eyðir þreki sínu oft til einskis. Hann getur orðið góður knattspyrnumaður með góðri tilsögn. Guðmundur var ekki í essinu sínu í gær og getur leikið miklu betur. Hann var sjaldan á sín- um stað í gær og kom oftar en einu sinni alveg út á vinstri væng. Þorsteinn var ekki í essinu sínu heldur. Grímar lék rólega og hugsaði leik sinn og -lék knettinum oft vel frá sér. Har- aldur stóð sig líka ágætlega. Ég hefi ekki séð hann betri. Það er erfitt að dæma leik- styrk Englendinganna eftir leik- inn í gær. Ég er ekki sannfærð ur um að þeir séu neitt framúr- skarandi, en við skulum ekki treysta á það, að þeir hafi sýnt bezta leik sinn í gærkveldi. Ef til vill geyma þeir nokkra góða leikmenn til næsta kappleiks og ef til vill eru þeir ekki búnir að ná sér eftir sjóveikina ennþá. Ég sá einu sinni í Hamborg enskt knattspyrnulið með nafninu Árnesingar f jöl menna á Þing- voll. RNESINGAFÉLAGIÐ hér í Reykjavík heldur Ámesinga- mót að Þingvöllum um næstu helgi. Þátttakendur safnast sam- an að Þingvöllum á laugardags- kvöld kl. 6, og verður danzað í Valhöll fram eftir kvöldi. Á sunnudagsmorgun kl. 10 hefst samkoma í Almannagjá, ef veÖur leyfir, ella i Valhöll, og fara par fram ræðuhöld og lúðrablástur; leikur lúðrasveitin Svanur. Kl. 12 verður sameiginlegt borðhald í Valhöll, og verða pá fluttar ræð- ur. Kl. 3 fer fram guðsþjónusta í Þingvallakirkju, eða undir ber- um himni ,ef veður leyfir. Loks verður danzað í Valhöll á sunnu- dagskvöld. Þeir, sem ætla sér að taka þátt í borðhaldinu, era beðnir að til- kynna þaÖ sem fyrst til Guðjóns Jónssonar kaupmanns á Hverfis- götu 50. Farið verður með þátt- takendur frá Bifreiðastöð Stein- dórs. Það er sjálfsagt fyrir alla Ár- nesinga, bæði þá, sem komnir eru hingað, og eins þá, sem enn dvelja heima, að fjölmenna á þetta mót, sem haldið er á helg- asta stað þjóðarinnar —- í þeirra eigin sýslu. TBRETAR OG JAPANIR Frh. af 1. síðu. fax hefði í gær átt klukkustund- ar viðræðu við sendiherra Jap- ana, og sendiherra Breta í Tok- io einnig átt viðtal við Arita, utanríkismálaráðherra Japana. Það vekur mikla ánægju á Englandi, að allt þykir benda til þess, að Bandaríkin muni veita Bretum fullkominn stuðning, ef til frekari vandræða skyldi koma út af þessu máli, og það alveg eins, þótt Japanir hafi lýst því yfir, að ráðstöfunum þeirra væri eingöngu stefnt gegn Eng- landi. Cordell Hull lýsti því yfir við blaðamenn í gær, að Bandaríkjastjórnin hefði strax boðist til þess að miðla málum út af deilunni um framsal Kín- verjanna fjögra, áður en alþjóða hverfinu var lokað, enda þótt sú deila hefði verið henni óvið- komandi. En Bandaríkjastjórn teldi sér það hinsvegar engan veginn óviðkomandi, sem síð- an hefði gerzt, og myndi fylgj- ast nákvæmlega með öllu því, sem frekar gerðist í þessum mál- um þar eystra. Mac Bride. (Daily Herald.) Fiskafli i salt nam 3’l .maí s .1. 31839 þurr- um tonnum. Á sama tíma í fyrra nam hann 28 910 þurram tonn- um. ,,Corinthins“ keppa við meist- aralið Norður-Þýzkalands, H. S. V. (1923 eða ’24, ég veit ekki hvort það er sama félag) og tapa fyrstu keppni með 0 : 3, en vann svo annan leik við miklu sterk- ara lið með 3:1. Máske þessir „Corinthians“ hafi það sama í huga gagnvart úrvalsliði okkar á miðvikudaginn. Eftir leikinn í gær búumst við við því, að úrvalsliðið okkar sigri (séu favoritter), en eins og menn vita geta þeir, sem við á- lítum sterkasta, beðið ósigur. en Reykjavík expects every man to do his duty (væntir þess að hver maður geri skyldu sína) — og sigri. f DAG Næturlæknir er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs og Ingólfs apóteki. ÚTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 19,20 Hljómplötur. Söngvar úr tónfilmum. 20,30 Erindi: Grasaferð (Stein. dór Steindórsson menta- skólakennari). 20,55 Symfóníutónleikar (plöt- ur): Symfóníu-tilbrigði og symfónía í d-moll, eftir Cesar Franck. 22,00 Fréttaágrip. Dagskrár. lok. V erkakvennaf élögin í Reykjavík og Hafnarfirði á- kveða skemtiferð. Sunnudaginn 2. júlí er ráðgert, að verka- kvennafélagið Framsókn í Reykjavík og Framtíðin í Hafn- arfirði fari sameiginlega skemti- ferð austur í Laugardal með viðkomu hjá Sogsfossum og víð. ar. Æskilegt væri, að sem flest- ar félagskonur tækju þátt í þessari skemtiför. Nánar aug- lýst síðar. Eimskip: Gullfoss fer frá Leith í. dag, Goðaioss er í Hamborg, Brúar- íoss er í Vestmannaeyjum, Detti- foss er í Reykjavik, Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar, Selfoss er á leið til Antwerpen. Stefán Guðmundsson óperusöngvari syngur í Gamla Bíó í kvöld kl. 7,15. Ámi Krist- jánsson aðstoðar. Kvennadeild Slysavamafélagsins í Hafnar- firði efndi til skemtiferðar síð- ast liðinn sunnúdag til Akranéss með „Haukanesi". Þakkar deildin hér með útgerðarmönnum, skip- stjóra og skipshöfn, er lét í té skip og vinnu endurgjaldslaust. Stjórnin. Mót fyrir starfsfólk í bókaverzlunum stendur yfir í Danmörku um þessar mundir. Einn íslendingur er á mótinu, ungfrú Sigríður Jónsdóttir, frá Bókaverzlun Jönasar Tómassonar á isafirði. Útvarpið og önnur blöð hafa skýrt rangt frá þessari frétt. Þöglar ástir, eftir Musæus, er nýkomin út í 2. útgáfu. Eins og kunnugt er, er þýðingin gerð af Steingrimi Thorsteinsson, og era það nægi- leg meðmæli með bókinni. Frá- gangur bókarinnar er hinn vand- aðasti og er hún prentuð i ísa- foldarprentsmiðju hf. Frá Haugasundi munu 67 norsk skip ganga til sildveiða á IslandsmiÖum i sum- ar, og er það stærri flotí en gerð- ur hefir verið út á síldveiðar þaðan úr borginni áður. FÚ. Á fimtudaginn kemur kl. 18,15 eftir íslenzkum tíma, verður útvarpað í Danmörk'u frá knattspyrnukappleiknum í Rönne, þar sem íslendingamir keppa. — Sama dag kl. 13,10 eftir íslenzk- Um tima verður útvarpað í Nor- egi opnun norræna stúdentamóts- ins, með ræðum kenslumálaráð- herranna á Norðurlöndum. FÚ. Sundnámskeið í Austurbæjarskólanum hófst í gær. Kent er í 10 manna flokk- um, og er hægt að komast að i tirnum á morgnana, eftirmiðdög- um eða kvöldin. Óvíst er, hvort hægt verður að halda fleiri nám- skeið þar í ár. Ættu því þeir. Hafið þið séð nýkomnu fataefnin hjá Klæðaverzlunin Guðm. B. Vikar, Laugavegi 17, sími 3245? - wsá iírQmköhuhf^opú'-'Vay.. ? sMwm. 4 ! 'OcrsUHv'Aa. Útbreiðið Alþýðujblaðið! NTJA BIO u „Jezebel (Flagð undir fögru skinni.) Tilkomumikil amerísk stór mynd frá Warner Bros, er gerist í New Orleans árið 1850. Aðalhlutverkið leik- ur frægasta .,karakter“- leikkona nútímans, Bette Davies ásamt George Brent og Henry Fonda. Börn fá ekki aðgang. Alúðarþakkir til allra þeirra, er sýndu mér velvild og hugulsemi á 40 ára prestskapar afmæli mínu. Meulenberg biskup. #######################################################»############) Óperusðnpari Stelán Guðmundsson syngur f Gsmla Bíé í hvðld kl. 7,15 SíOasta slnn. BfLSÖNeVABÓKIN styttir leiðina um helming. Er seld á götunum og við brottför bfla úr bænum. Saumastélkur og lærUngar geta komist að á saumastofu minni nú þegar. HENNY OTTÓSSON, Kirkjuhvoli. (Sími 5250.) Sýning sjómanna. Vegna allra þeirra, sem frá urðu að hverfa síðasta föstu- dag, endurtekur söngsveit sjómanna söng sinn í Markaðs- skálanum annað kvöld kl. 9. Hátalara verður komið fyrir í salnum. Þetta er í síðasta sinn, sem söngsveitin syngur á þessu ári. Þar sem það er nú ákveðið, að sýningin verðí opin einn mánuð til og hún mikið aukin með hliðsjón til erlendra ferðamanna, biður sýningarnefnd alla þá, sem eigá líkön af skipum, gamla muni, myndir og aðra sýningar- hæfa muni úr atvinnulífi sjómanna og sjávarútvegs, fyr eða síðar, sem þeir vilja lána á sýninguna, að gefa sig fram í síma 2630, 4192, 5143 eða bréflega, adressað Sjó- mannadagur, Box 425, Reykjavík. SÝNIN G ARNEFNDDIN. Akraies — Borgarnes. Áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudaga strax «£Dir komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi kl. 1 e. h. Fagra- nesið fer til Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 síðdegis. Mapiis OunnlauBsson, btfreiðarstjórl. fcr hafa hug á að læra að synda í rólegu umhverfi, og í vel heitu vatni, að nota nú tækifæriö, því enn mun vera rúm fyrir fleiri nemendur á námskeiði þessu. — Uþplýsingar fást á skrifstofu Sundhallarinnar alla virka daga kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. h. Sími 4059. Nemendur eiga að gefa sig fram þar á sömu tímum. Útflutningurinn nam 31. maí síðast liðinn kr. 16868440. Á sama tima í fyrra nam hann kr. 15785900. Meb Gullfossi tóku sér far til Reykjavikur yfir 50 farþegar, þ. á m. De Fon- tenay sendiherra, prófessor Niels Dungal, Iandshöfðingjafrú Wenn- erström og Páll ísólfsson organ- leikari. FÚ. Norrænt námsskeið í bókhaldi hófst að Kristjánsborgarhöll á laugardaginn. Einn íslenzkur þátt takandi, Sigríður Jónsdóttir, tek- lur þátt í námsskeiðinu, og bauð Kaper borgarstjóri hana sérstak- lega velkomna. Fú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.