Alþýðublaðið - 21.06.1939, Side 2

Alþýðublaðið - 21.06.1939, Side 2
ALÞYÐUBLAÐBÐ MIÐVIKUDAGINN 21. júní 1939. ÞumaliDa. LítiU, hvítur fugl flaug án Og Þumalína var svo glöð, afláts kringum hana og loks því að nú gat froskurinn ekki settist hann á blaðið. náð henni og það var svo gaman að sigla. Sólin skein á vatnið og það var eins og hún sigldi á gullspegli með purpurakögrum. Svo tók hún af sér beltið, batt öðrum endan- um um fuglinn og hinn endann festi hún við blaðið. Og fuglinn dró blaðið, sem Þumalína var á. Sextfu ára afmælishátíð Kvennaskóla Húnvetninga var haldin síðast liðinn laugardag o g hófst kl. 15 með kaffi- drykkju fyrir nemendur og aðra gesti skólans. Kl. 17 var gengið í hátíðasal skólans, þar sem for- maður skólaráðs, Þórarinn Jóns- son frá Hjaltabakka, bauð gest- ina velkomna. Þá söng söng- flokkur skólans undir stjórn for- stöðukonunnar, Sólveigar Bene- diktsdóttur frá Húsavík, 25 ára afmælisljóð Kvennaskólans og fleiri lög. Því næst lásu skáldin Páll Kolka læknir og frú Ingi- björg Benediktsdóttir kvæði, er þau höfðu ort til skólans í tilefni sextíu ára afmælisins. Þá söng Daníel Þórhallsson frá Siglufirði einsöng og frú Helga Jónsdóttír frá Akureyri. Því næst flutti Ásta Sighvatsdóttir skólaráðskona á- varp frá frú Guðrúnu Björnsdóít- ur frá Kornsá og afhenti skólan- um málverk af Birni Sigfússyni að gjöf frá þeim hjónum. Því næst las hún kveðju frá Árna Þorkelssyni frá Geitaskarði — sömuleiðis ávarp frá Árnýju Fi- lippusdóttur forstöðukonu á Hverabakka. FÚ. Esperantodagur í New York. Stjórn heimssýningarinnar í New York hefir ákveðið að nefna 3. júlí „Esperantodag“ í tilefni pess, að þann dag halda esper- antistar í Norður-Ameríku 32. þing sitt. Verður þinggestum veitt ókeypis för til sýningarinn- ar af þingstaðnum, og verður þeim sýnt hið markverðasta, sem á heimssýningunni er að sjá. FÚ. Innflutningurinn nam 31. maí síðast liðinn kr. kr. 22 576 920. Á sama tíma í fyrra nam hann kr. 21 466 120. Fiskbirgðir námu 31. maí síðast liðinn 24536 þurrum tonnum. Á sama tíma í fyrra námu þær 16 543 þurmm tonnum. Starfsemi hjúkrunarfélags- ins ,J.ikn“ i Rvfk árið 1938. ARIÐ 1938 hafði hjúkrunar- félagið „Líkn“ 6 hjúkmnar- konur í fastri þjónustu sinni. Tvær hjúkmnarkonur störfuðu við berkalavarnastöðina, 1 við ungbarnavemd félagsins og 3 við heimilisvit janah júkmn. Hjúkrunarkonumar fóru alls í 12117 sjúkravitjanir, þar af voru 9 966 sjúkrasamlagsvitjanir. Þær vöktu í 6 nætur og höfðu heilar þagvaktir í 7R/± daga. Berklavarnastöðin. Alls komu 2412 sjúklingar í fyrsta sinn. Af þeim voru 640 karlar, 918 konur og 794 börn. 570 sjúklingar voru röntgen- myndaðir, 7177 gegnlýstir, 12 var vísað í ljóslækningar og 83 út- veguð spítala- eða heilsuhælis- vist. Séð var um sótthreinsun á heimilum 37 smitandi sjúklinga. Gerðar voru 1430 loftbrjóstað- gerðir, 530 hrákarannsóknir og 535 berklaprófanir. Alls vom gerðar 7282 læknisskoðanir á stöðinni. Af hinum nýkomnu sjúklingum voru 158 eða 6,7 °/o með virka lungnaberkla. Smitandi vom 38 eða l,6°/o. Auk þess fundust greinilegar berklabreytingar (ó- virkar eða sem eftirstöðvar eftir berklaveiki) hjá 425 eða 17,7%. Meðal þeirra 1167 sjúklinga, sem komu á árinu en stöðinni vom kunnir áður, fundust ein- kenni um virka berklaveiki hjá 100 eða 8,6%, þar af vom smit- andi 22 eða 1,9%. Stór hluti hinna eða um 33% höfðu óvirkar berklabreytingar eða eftirstöðvar eftir berklaveiki. Auk þess að skoða sjúklinga, sem vísað var til stöðvarinnar frá læknum, hefir stöðin starfað að hóprannsóknum. Hafa þannig verið skoðuð öll skólabörn, sem berklapróf kom út á, auk þess kennarar og starfsfólk ýmsra stofnana. Alls hafa á þennan hátt verið rannsakaðir 950 manns. Hjúkrunarkonurnar fóm í 20801 heimsóknir á heimilin. Auk þess fóru þær í 300 sjúkravitjanir fyr- ir bæjarhjúkmn „Líknar“ og ivöktu í 4 nætur. Þessi hjúkrun er talin með skýrslu bæjarhjúkmn- arinnar að framan. Gjafir til stöðvarinnar voru metnar til peninga ,er nema kr. 2000,00, og er það fært á rekst- ursreikning stöðvarinnar. Heimsóknardagar með lxknum vom 4 sinnum í viku. Læknar stöðvarinnar vom auk Sigurðar Sigurðssonar berklayfirlæknis, Magnús Pétursson héraðslæknir, Helgi Ingvarsson, aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum og Friðrik G. Petersen, röntgenlæknir á Lands- spítalanum. Ungbarnavernd Liknar. Hjúkrunarkonan þar fór í 3191 heimsókn á heimilin. Stöðin tók á móti 406 nýjum heimsóknum og 2062 endurteknum heimsókn- um. 24 mæður leituðu ráða hjá stöðinni og vom því alls 2492 heimsóknir þangað. 42 bamshaf- andi konur leituðu ráða til stöðv- arinnar ,þar af komu 25 í fyrsta sinn. 83 böm fengu ljósböð á ár- inu. Stöðinni voru gefnar kr. 200,00 í peningum. Enn fremur ung- bamaföt, bleyjur, svif, buxur og treyjur, Allar gjafir til stöðvar- innar hafa verið metnar til pen- inga, er nema kr. 500,00 og það fært á rekstursreikning stöðvar- innar. Stöðin lánar síðan ung- barnafatnað, bamavöggur og belti handa barnshafandi konum, en gefur mjólk, lýsi, notaðan fatnað, barnapúður, svampa, sápu, pela og túttur, þegar sér- stök þörf er fyrir. Hjúkmnarkonan hefir auk stöðvarvitjana, sem að framan feru skráðar, afleyst í sUmarfríum og veikindaforföllum við bæjar- hjúkmn Líknar. Enn fremúr hefir hún farið í 191 eftirlitsferð fyrir Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Heitnsóknardagar með lækni á stöðinni vom tvisvar í viku og 1 idag í mánuði fyrir barnshafandi konur. Læknir stöðvarinnar er Katrín Thoroddsen. Starfsemi hjúkmnarfélagsins Líknar var eins og undanfarið ár haldið uppi af fjárframlögum frá riki, bæjariélagi Reykjavíkur og Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Enn fremur frá bæjarfélagi Hafnar- fjarðar og Sjúkrasamlagi Hafn- arfjarðar, og hafa Hafnfirðingar því sama rétt til skoðunar og eftirlits frá stöðvunum og fólk lððð nýjar enskar flngvélarámánnði! EFTIR því, sem enska blaðið „Sunday Tim- es“ skýrir frá, hefir fram- leiðslan á hemaðarflugvél- um aukist svo gífurlega á Englandi undanfarið miss- iri, að nú eru smiðaðar 1000 nýjar flugvélar á mánuði. Það er að minnsta kosti helmingi meira, en fyrir hálfu ári síðan, og að því er bezt verður vitað eins mikið, ef ekki meira en Þýzkaland hefir nokkru sinni getað framleitt, þrátt fyrir það, þótt vígbúnaður- inn hafi þar um langt skeið verið keyrður áfram af öll- um krafti. Hið enska blað fullyrðir, að hægt sé að tvöfalda eða jafnvel þrefalda flugvéla- framleiðsluna enn á Eng- landi, ef til ófriðar kemur, og flugmálaráðuneytið í London hafi allt undir það búið. úr Reykjavík og nágrenni. Auk þess meðlimagjöldum, gjöfum og áheitum frá félögum og einstak- lingum. Stjórnin þakkar öllum þeim, er styðja starfsemi félagsins og hjálpa þvi til þess að vikka út starissviðið. F. h. Hjúkrunarfélagsins „Líkn“, Sigrlður Eiríksdóttir, formaðúlr .. ; i . Frá refaræktinni. Refaræktin hefir yfirleitt tek- ist vel á þessu vori, þó mjög sé það misjafnt. Hefir lítið drepist af hvolpum hjá mönnum. í einu refabúi hér nálægt Reykjavík hafa þó drepist 70—80 dýr, þar af eitthvað um tíu fullorðin. Or- sökin er eitrun, er stafar frá skemdu kjöti. Hefir eigandinn orðið þarna fyrir miklu tjóni, en nokkuð bætir það úr, að tæf- urnar hjá honum hafa átt mjög marga unga, eða frá 4—11. Þetta eru aðallega blárefir. Kaupum tuskur og strigapoka. WT Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Simi 4166. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreísnin á Bounty. 8. Karl ísfeld íslenzkaði. Þessi gamaldags einkennisbúningur fór vel fagurlimuðum manni. Rödd Blighs, sem var sterk, hljómmikil og dálítið gróf- gerð, bar vott um mikinn lífskraft. Framkoma hans bar vott um hugrekki og viljastyrkleik, og augnaráðið bar vott um það öryggi, sem fáum mönnum er léð. Þessi tákn um sterkan og ófyrirleitinn persónuleika milduðust, ef horft var á enni hans,- sem bar vott um, að maðurinn hugsaði mikið, og enn fremur var framkoma hans, þegar hann var í landi, mjög við- kunnanleg. Eins og áður er sagt var vagninum ekið heim að dyrunum, ekillinn stökk niður úr sæti sínu og herra Bligh gekk út. Ég bauð hann velkominn, nefndi nafnið mitt og hann tók í hönd- ina á mér og brosti. — Sonur hans föður síns, sagði hann. — Það var raunalegt að missa hann syona fljótt — við þektum hann allir, að minsta kosti af afspurn, við, sem stundum sjómenskuna. Nú kom móðir mín, og við gengum til kvöldverðar. Bligh fór mjög lofsamlegum orðum um vísindaafrek föður míns, og innan stundar vorum við farnir að ræða um eyjarnar 1 Suður- höfum. — Er það satt, spurði móðir mín, — að Tahitibúar séu svo hamingjusamir, sem Cook áleit? — Ó, frú mín, sagði gestur okkar, — hamingja er orð, sem á sér engin takmörk! Það er satt, að þeir þurfa ekkert fyrir lífinu að hafa, og að á þeim hvíla engar skyldur. Þeir þurfa ekki að kvíða hallæri, þurfa engan aga og þar af leiðandi eru þeir alvörulausir menn. r—• Við Roger, sagði móðir mín, — höfum kynt okkur kenn- ingar J. J. Rousseau’s. en eins og þér vitið er hann þeirrar skoðunar, að aðeins hinir frumstæðustu þjóðflokkar fái notið til fulls hamingju lífsins. Bligh kinkaði kolli: — Ég hefi heyrt rætt um kenningar hans, —- en því miður fór ég svo ungur úr skóla, að ég lærði ekki frönsku. En ef ómentaður sjómaður má láta í ljós skoð- un sína á efni, sem betur hæfir heimspekingi, þá held ég, að engir geti öðlast hamingjuna, nema mentað og agað fólk. En um hina innfæddu á Tahiti er það að segja, að það er satt, að þeir þurfa ekki að óttast hallæri, en lifnaðarhættir þeirra ákvarðast af þúsundum boðorða, sem mentaðir menn gætu aldrei þolað. Þessi boðorð mynda einskonar óskráð lög, sem kallast tabu, og í stað þess að koma á hjá sér skynsamlegum aga, hafa þeir hin furðulegustu og óréttlátustu lög, sem ná til alls, sem þeir taka sér fyrir hendur. Ef monsieur Rousseau vildi dvelja fáeina daga meðal frumstæðra þjóðflokka, myndi hann ef til vill breyta skoðunum sínum lítið eitt. Hann þagn- aði og snéri sér að mér. — Þér talið frönsku, er ekki svo? spurði hann, til þess að koma mér inn í samræðuna. — Já, herra, sagði ég. — Ég verð að segja það eins og það er, herra Bligh, tók móðir mín fram í, — að hann hefir sjaldgæfa tungumálagáfu. Sonur minn gæti verið fæddur Frakki eða ítali, og hann tekur miklum framförum í þýzku um þessar mundir. Hann fékk verðlaun fyrir latínukunnáttu í fyrra. — Ég vildi gefa mikið fyrir þá gáfu, sagði Bligh og hló. — Ég vildi heldur lenda í fellibyl en þurfa að leggja út eina blaðsíðu af Cæsar nú orðið! Og samt sem áður hefir Sir Joseph fengið mér ennþá erfiðara hlutverk! Það sakar engan þótt ég skýri ykkur frá því, að ég fer bráðum til Suðurhafseyja. Þegar hann tók eftir undrun okkar hélt hann áfram. — Ég hefi verið á verzlunarskipi frá því ég hvarf úr her- þjónustunni fyrir fjórum árum, þegar friðurinn var saminn. Campbell, verzlunarmaður í Vestur-Indíum, gerði mig að skip- stjóra á skipi sínu .,Britannia“, þar sem auðugir ekrueigendur voru farþegar. Á hinum mörgu ferðum mínum hefi ég oft verið beðinn að segja það, sem ég veit um brauðávextina, sem spretta á Tahiti og Owhyhee. Ýmsum kaupmönnum í Vestur-Indíum datt í hug, að ef til vill gæti brauðávöxturinn orðið ódýr og nærandi matur handa hinum ánauðugu þrælum sínum. Þeir snéru sér því til stjórnarinnar og sóttu um að fá skip búið út á þann hátt, að það gæti flutt trén, sem brauðávextirnir vaxa á, frá Tahiti til Vestur-India. Sir Joseph Banks leizt strax vel á þetta og léði málinu fylgi sitt. Það er sennilega vegna áhrifa hans, að flotamálaráðið er að búa út lítið seglskip til ferðar- innar, og mér var falið á hendur að stjórna förinni. Við leggj- um af stað áður en árið er liðið. — Ef ég væri karlmaður, sagði móðir mín með ákefð, — þá myndi ég grátbiðja yður um að lofa mér að fara með; þér þurfið áreiðanlega á garðyrkjumanni að halda, og ég hefði getað hlúð að hinum ungu plöntum. Bligh brosti og sagði: —< Ég hefði ekki getað kosið mér betra, frú mín, enda þótt ég hafi nú þegar ráðið til mín grasafræðing. Það er David Nelson, sem hafði sama verk með höndum í síðustu ferð Cooks. Skip mitt, „Bounty“. verður fljót- andi grasgarður, útbúinn öllu, sem hugsanlegt er að geti haldið plöntunum á lífi, og ég óttast ekki, að ekki verði hægt að ná tilætluðum árangri með förinni. En það er hlutverkið, sem hinn ágæti vinur okkar, Sir Joseph, hefir falið mér á hendur, sem erfiðast er. Hann hefir gefið mér stranga skipun um það, að nota þann tíma, sem ég dvel á Tahiti, til þess að kynnast ná- kvæmlega siðum og háttum hinna innfæddu manna og semja nákvæmari málfræði og orðaskrá yfir mál þeirra en tekist hefir fram að þessu. Hann álítur, að orðabók yfir mál þeirra geti orðið mjög nytsamleg öllum þeim, sem ferðast um þess- ar slóðir. En ég kaim ekki meira til samningar orðabókar en ég kann í grísku, og hefi engan á skipinu, sem gæti tekiS að sér þetta starf.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.