Alþýðublaðið - 21.06.1939, Síða 4

Alþýðublaðið - 21.06.1939, Síða 4
MIÐVIKUDAGINN 21. lúní 1939. ■ GAMLA Blð María Walewska. Heimsfræg Metro Gold- wyn-Mayer kvikmynd, er gerist á árunum 18(?7— 1812 og segir frá ástum pólsku greifafrúarinnnar Maríu Walewesku og Napó- leons keisara. Aðalhlut- verkin leika tveir fræg- ustu kvikmyndaleikarar heimsins, GRETA GARBO og CHARLES BOYER. NÝJA EIMSKIPAFÉLAGS- SKIPÍÐ. (Frh. af 1. síðu.) reynsluför er gengið út frá að með- alsiglingahraði þess geti orðið rúm- lega 16 mílur á vöku. Verður skip- ið þá rúma 2 sólarhringa milli Reykjavíkur og Leith, rúman 114 sólarhring milli Leith og Kaup- mannahafnar, en beina leið milli Reykjavíkur og Kupmannahafnar rúmlega 3 sólarhringa. Ferð milli Reykjavíkur og ísafjarðar mun taka um 11 tíma, milli ísafjarðar og Siglufjarðar um 8 tíma og milli Siglufjarðar og Akureyrar rúml. 2% tíma. Á 1. farrými verður pláss fyrir 114 farþega, á 2. farrými 62 og á 3 farrými 48, alls 224 farþega. Öll farþegaherbergi verða við útveggi. Útvarpshlustunartæki verða við öll rúm á 1. farrými og firðtalsáhöld í öllum eins manns herbergjum farþega þar, en auk þess firðtals- klefar á hverju þilfari, bæði á 1. og 2. farrými. Á efsta þilfari (A-þilfari) skips- ins verður stjórnpallur með lokuðu stýrishúsi. Þar verða hin fullkomn- ustu tæki til skipstjórnar, svo sem s j álfr itandi bergmálsdýptarmælir, radio stefnumælir og gyro-áttaviti, sem er óháður segulmagni og verð- ur því eigi fyrir áhrifum af hinum tíðu segulstraumshvörfum. í sam- bandi við gyro-áttavitann verður sjálfstýrisútbúnaður, sem ræður því, að stýrt er þá stefnu, sem á- kveðin er, án þess að mannshönd- in komi til. Aftan við stýrishúsið er skip- stjórnarklefi, og er innangengt milli hans og stýrishússins. Þar eru einnig íbúðir skipstjóra, stýri- manna og loftskeytamanna, svo og loftskeytastöð með afgreiðslu- herbergi og klefa handa farþegum fyrir firðtöl. Á þessu þilfari er skýli fyrir farþega og pláss fyrir þá til göngu og leika. Af sex björgunarbátum verða 3 með mótor. Á næsta þilfari (B-þilfari, „Pro- menadedekki") er allt framskipið yfirbyggt. Fremst í húsi miðskipa er reyksalur fyrsta farrýmis, og nær hann út í borð báðum megin. Þar eru sæti fyrir 60 manns. Á afturvegg er opinn arinn. Fyrir aft- an reyksalinn er bakborðsmeg- in veitingastofa (,,bar“) með 12 sætum, en stjórnborðsmegin skrif- stofa með 4 skrifborðum. Þá tekur við stór forsalur. í honum er stigi upp á A-þilfar og niður á næsta þilfar fyrir neðan. Fyrir aftan for- salinn eru við báða útveggi svefn- herbergi og baðherbergi. Þar er einnig sérstök íbúð með dagstofu, svefnherbergi og baðherbergi. Aft- ast í húsi þessu er samkvæmissal- ur. Aftur á skipiiju er á þessu þil- fari reyksalur fyrir 2. farrými, á- samt opnu skýli fyrir farþega. Á næsta þilfari (C-þilfari, Awn- ing-þilfari) eru fremst í skipinu í- búðir háseta í tveggja manna her- bergjum, ásamt matstofu og bað- herbergi fyrir þá. Einnig verða þar herbergi fyrir þjóna. Næst tek- ur við 3. farrými. Þar fyrir aftan eru svefnherbergi fyrir 1. farrými. Síðan er forsalur þessa þilfars á 1. farrými. Þar er aðalskrifstofa fyrir alla afgreiðslu, er snertir farþega. Úr þeim forsal eru stigar bæði upp á B-þilfar og niður á næsta þilfar. Fyrir aftan forsalinn eru svefnher- bergi fyrir farþega 2. farrýmis og íbúðir vélamanna. Á næsta þilfari (D-þilfari) er fremst lestarrúm. — Miðskipa er borðsalur fyrir 1. far- rými, sem nær yfir þvert skipið. Geta þar verið 116 menn í sætum. Allir farþegar á 1. farrými geta því borðað samtímis. Fyrir aftan borð* salinn er stjórnborðsmegin fram- reiðsluherbergi, og bak við það eldhús fyrir 1. farrými og íbúð matreiðslumanna og þjóna og mat- salur þeirra. Bakborðsmegin eru herbergi bryta og þjónustufólks. Þá eru tvö stór herbergi, sem ætluð eru til þess að vera sjúkraherbergi, og hjá þeim herbergi fyrir lækni. Er svo fyrirskipað í alþjóðareglum — að fari skip, sem flytur yfir 100 farþega, lengra en 200 sjómílur frá landi, svo sem nauðsynlegt yrði í Ámeríkuferðum, þá skuli vera slík- ir spítalar ásamt lækni í skipinu. En annars má nota þetta pláss fyrir farþega. Fyrir aftan spítalann er í- búð vélamanna og þjónustufólks, matsalur yfirmanna og baðher- bergi. Miðskipa er forsalur í borð- sal 1. farrýmis og stigar þar upp á C þilfar og niður á næsta þilfar. Þar íyrir aftan tekur við vélarrúm og síðan eldhús fyrir 2. farrými og sérstök brauðgerð með rafmagns- ofni. Aftast á þessu þilfari er stjórnborðsmegin borðsalur fyrir 2. farrými. Tekur hann um 60 manns í sæti, eða alla farþega 2. farrým- is samtímis. Báðir borðsalir og eldhúsin eru þannig á sama þil- fari. Bakborðsmgin eru svefnher- bergi á 2. farrými og þar fyrir aft- an baðherbergi og íbúð þjónustu- fólks. Á neðsta þilfari (E-þilfari) eru miðskipa svefnherbergi fyrir 20 farþega á 1. farrými. Á sama þil- fari er geymsla fyrir matvæli. á- samt kæli- og frystirúmi fyrir þau. í lestum skipsins verða frysti- rúm að stærð samtals um 43000 teningsfet, þar sem koma má fyrir hérumbil 750 smálestum af flökuð- um fiski eða 26000 skrokkum af dilkakjöti, Skipið verður ca. 33000 bruttó-smálestir að stærð. Skipið verður mjög sterklega byggt. Á það að fullnægja kröfum „British LIoyd“ og að sumu leyti jafnvel sterkara en svo. Sérstak- lega verður það ís-styrkt að fram- an, þannig að styrkleiki þess verð- ur aukinn að mun frá stefni aftur fyrir miðju fram yfir það, sem venjulegt er. Vorveríi Akranes- báta. FRÁ AKRANESI hefir Al- þýðubla'ðinu verið ritað eft- irfarandi: Nokkrir Akranesbátar hafa stundað reknetaveiðar í Jökul- djúpi í vor. Veiði hefir verið fremur góð. Síldin hefir verið ísuð í togara og seld til Þýzka- lands. Hafa sjómenn á bátum þeim, er hófu reknetaveiðar strax að aflokinni vetrarvertíð, þegar fengið góðan afla.l gærdag var veiði sérstaklega góð, alt upp í 130 tunnur á bát. Togarinn „Óli Garða“ frá Hafnarfirði fór í gær áleiðis til Þýzkalands, fullfermd- ur síld; og togarinn „Venus“ byrjaði að lesta í gærkveldi. 10 herpinótaskip verða gerð út frá Akranesi í sumar til síldveiða fyrir Norðurlandi. Flest skipin eru farin norður, en nokkur fara næstu daga. Mannskaði af ?61d- nm eldinga í Dan- mðrkn og Svfgjóð. Fárviðri befir gelsað und- anfarið nmðUNorðnrlðnd KAUPM.HÖFN í gærkv. FÚ. FVIÐRI hefir geisaö á Norð- urlöndum undanfarið, svo mikið, að annað eins hefir ekki orðið í manna minnum. Fylgdu því eldingar svo miklar, að menn hafa farist af völdum þeirra, bæði í Svíþjöð og Danmörku. Á öllum Norðurlöndum hefir eldingum slegið niður í hús, og hafa margir brunar orðið af þeim ósköpum. Svo mikið fárviðri varð í Oslo, að tré reif upp með rótum á Karl Johans götu. Þakið fauk af land- búnaðarmálaráðuneytinu og veru- íegar aðrar skemdir urðu á hús- um. Kennarapingið. TUÍ IKILL ÁHUGI er meðal kennarastéttarinnar fyrir þeim málum, sem ná eru rædd á f ulltrúaþingi kennai asambands- ins. Aðalmál þingsins að þessu sinni eru um mentun kennara, og hafði i því máli Sigurður Thorlacius framsöguræðu í gær, og launamál kennarastéttarinnar. Hafði Bjami M. Jónsson kennari í Hafnarfirði framsögu þess máls. Að loknum umræðunum var mál- unum vísað til nefnda, en þær munu að öllum líkindum skila á- litum sínum á þingfundum á föstudaginn. Á morgun verður fulltrúum þingsins boðið af bæjarstjórninni til Sogsfossanna, og verður því lítið um þingfundi þá, en ætlun- in er að slíta þinginu á föstu- daginn, því þann dag hefst Upp- eldismálaþingið. Forsetar þingsins eru: Gísli Jðnasson yfirkennari Austurbæj- arbarnaskólans, Svava Þorlelfs- dóttir, skólastjóri á Akranesi, og Sveinn Halldórsson, skólastjóri í Bolungavík. Stefán Guðmundsson syngur í síðasta sinn i Gamla Bíó kl. 7,15 í kvöld. Ámi Krist- jánsson leikur undir eins og á fyrri konsertunum. Póstferðir fimtud. 22. júlí. Frá Reykjavík: Mo sf el ls sveitar-, K jalarness-, Kjósar,- Ölfuss- og Flóapóstur, Þingveiiir, Þrastalundur, Hafnar- fjörður, Þykkvabæjarpóstur, Akranes, Borgarnes, Norðanpóst- ur, Dettifoss norður. — Til Reykjavíkur: Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Öifuss- og Fióa- póstur, Þingveliir, Laugarvatn, Þrastaiundur, Hafnarfjörður, Austanpóstur, Borgarnes, Akra- nes, Norðanpóstur, Barðastrand- arpóstur, Snæfellsnespóstur, Stykkishólmspóstur. f DAG Næturlæknir er Alfred Gísla- son, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20.20 Hljómpl.: Sænsk sönglög- 20,30 Útvarpssagan. 21,00 Útvarpskórinn syngur. 21.20 Hljómplötur: Ensk lög (Berners og Taylor). 22,00 Fréttaágrip. Umsóknum fyrir börn á VorboÖann sé skil- að í dag kl. 3—5 í Þingholts- stræti 18. Eimsbip. Gullfoss fór frá Leith í gær áleiðis hingað, Goðafoss er í Hamborg, Brúarfoss er á leið tii Grimsby, Dettifoss fer vestur og jnorður í kvöld kl. 10, Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar, Selfoss er á leið til Antwerpen. Drottningin er á leið til Kaupmannahafnar; væntanieg þangað á laugardags- morgun. Matreiðslukona óskast á barnaheimilið Vorboð- ann í Árnessýslu. Umsóknum með kaupkröfu sé skiláð í skrif- stofu Verkakvennafélagsins kl. 4—6 e. m. fyrir sunnudag. íslenzku knattspyrnufélögin hafa gefið danska Rnattspyrnu- sambandinu stóra mynd af Geysi að gjöf. FÚ. Christmas Möller fólksþingsmaður, sá er nýlega sagði af sér formensku íhalds- flokksins danska, hefir ákveðið að eyða sumarfríi sínu á Færeyj- Um og á íslandi, og leggur hann af stað í næstu viku. (Sendi- herrafrétt.) Gamla Bíó: Maria Waiewska og Napoieon. TMT YNDIN, sem Gamia Bíó sýnir núna, Maria Wa- lewska og Napoleon, er merkileg bæði að efni og formi. Uppistaða myndarinnar er sannsöguleg, ást- ir Napoleons og pólsku greifafrú- arinnar Mariu Walewska. Um þetta efni hefir verið rituð bók, byggð á öllum þeim skjöl- um, sem hægt hefir verið að finna um þetta mál. Hefir bókin verið þýdd á íslenzku, neðan- rnáis í Aiþýðublaðinu. Myndin bregður mjög lítið út frá sögunni, en þó verður þess vart á stöku stað. Má búast við geysilegri aðsókn að þessari mynd, því að aðal- hlutverkin eru ieikin af tveimur vinsælustu kvikmyndaleikurum heimsins, Gretu Garbo og franska leikaranum Charies Boyer. Útbreiðið AlþýSublaðið! NVM Bl® SP fflilli tveggja elda. Viðburðarík og spennandi amerísk njósnaramynd, er geristí frelsisstríði Banda- ríkjanna. — Aðalhlutverk- ið leikur liinn karlmann- I. O. G. T. MÍNERVA nr. 172. Fundur i kvöld kl. 8V2. Kaffisamsæti fyr- ir cand. theol. Ragnar Bene- diktsson eftir fund. Mætið! Æt. Útbreiðið Alþýðublaðið! legi og djarfi DICK FO- RAN, ásamt Paula Stone og Gordon Elliot. Aukamyndir; Talmyndafréttir og her- 1] væðing stórþjóðanna. H Börn fá ekki aðgang. - a Mferðir Steindðrs: Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akranes. Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. og föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Ms. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með ú t v a r p i . Steindér, Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. fíl að feæía fll yfifsfeaffanefnd" ar úf af úrsfeurðum skaffsffóra og niðurjðfnunafiiefudar á skaff* og úfsvarsfe®er um# renn^ ur úf þann 4, júli n, fe* Kser^ ur skulu komnar i feréfafeassa skaffsfofunnar á Alþýðuftús^ ínu fyrír feL 24 þann dag. Yfírsfeaffanefnd Reyfejavífeur. fyrir krónuna, með því að nota þvotta- duftið Islíngton Corinthians—íslenzkt keppa í kvold klukkan 8,30 stundvfslega. Geta landarnir sigrað ? — Alllr standa á ðndinnl!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.