Alþýðublaðið - 22.06.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.06.1939, Blaðsíða 1
imnéBI: F. K. VAJLBBMAK8&ON ÚT6BPAMM: áLllMli^^RM JOC áBSAMGIS FIMTUDAGINN 22. JCNI 1939. 140. TÖLUBLAÐ lex skriðrar féllii á bfhreglnn i íxnadai i qær on loknðn honum Miklir vatnavextir af völdiim hita eru im vfðsvegar um Norðurlantl. Hans Nielsen HANS NIELSEN HANS NIELSEN fólksþings- maður og bankastjóri í Kaupmannahöfn er nýlátinn, 70 ára að aldri. Hann var góð- kunnur hér á landi af störfum í íslenzk-dönsku lögjafnaðar- nefndinni, sem.hann átti sæti í til dauðadags, enda hafði hann sem meðlimur hennar oftar en einu sinni komið til íslands, nú síðast árið 1937. Hann hafði um langt skeið þjáðst af hjartasjúkdómi. Á- gerðist sá sjúkdómur fyrir nokkrum vikum svo, að hann Frh. á 4. síðu. VEGNA geysihita víða um Norðurland er mikil leysing og allar ár og lækir í vexti, símar fréttaritari vor á Ak- yreyri. I gær var 24 stiga hiti á Akureyri og sami hiti er í ðag í íorsælunni. Þessir hitar hafa valdið því að leysingar leysa grjót og aur úr hlíðum og fjöllum og hafa skriður fallið víða, en hvergi valdið slysum svo enn sé kunnugt. En 6 skriður, sem féllu síðdegis í gær skamt frá Mið- landi í öxnadal, hafa lokað veginum norður og stöðvað bif- reiðasamgöngur. Er vegurinn algerlega ófær á stórum kafla. Þessar skriður féllu yfir veg- inn rétt eftir að bíll sá, er Stefán 'Jóh. Stefánsson félagsmálaráð- berra var í, var kominn fram hjá á leið sinni til Akureyrar frá Sauðárkróki, en þar var hann í fyrri nótt. Þrír bílar frá Bifreiðastöð Ak- ureyrar og tveir bílar frá Stein- dóri stöðvuðust við Grjótá. Var hún þá orðin svo vatnsmikil, að hún var ófær yfirferðar. Bif- i eiðar Steindórs fóru til Sauðár kióks og biða þar, en bifreiðarn- ar frá Bifreiðastöð Akureyrar fóru að Bakkaseli og bíða far- þegarnir þar. Komust þessar biireiðar yfir Grjótá við illan leik kl. 3 í nótt. Talið er liklegt að takast megi, ef fleiri skriður falla ekki í dag, að ryðja veginn svo að fser verði, en menn óttast mjög, vegna þess að allar ár og lækir eru í örum vexti, að þetta sé að- eins upphaf að öðru meira og fleiri skriður kunni að falla þá og þegar. Miklir hitar víða um land. Óvenjumiklir hitar hafa verið víða um land í dag og í gær. Víðast hvar á landinu er hæg- viðri og bjartviðri, nema þoka er hér við Faxaflóa og 6 vind- stig á Horni og Raufarhöfn. Hér er hitinn í dag 12 stig, 16 stig í Bolungarvík, 22 stig á Akureyri, 13 stig á Dalatanga og 12 stig í Vestmannaeyjum. í gær var mikill hiti á Akur- eyri, eða um 25 stig. Mestur var hití í gær á Kirkjubæjar- klaustri, eða 28 stig. Síldin orðin sæmilega feit. Léleg framraistaða úr«» valslios fslendinga. ----------:—+ Bretar slgruðn með 1 \ ITAPPLEIKURINN í gær- ¦"^ kveldi milli úrvalsliðs íslendinga og Bretanna var ekki spennandi eða skemti- legur. Hann fór fram í svartri þoku og sást varla milli marka og áhorfendur gátu tæplega séð boltann þegar hann lá á vallarhelm- ingi fjærst þeim. Eina markið, serir sett var í leiknum, kom þegar tvær mínút- ur voru af leik. Þrátt fyrir ó- tvíræða yfirburði Bretanna tókst þeim ekki að skora fleiri mörk, og má þakka það eingöngu bak- vörðunum báðum, Frímanni og Grímari, og ekki síður miðfram- verðinum, Björgvin Schram, sem var alls staðar nálægur. Voru þessir þrír menn tvímælalaust iangbeztu menn liðsins. Leikurinn var þvælulegur og seig áfram án skemtilegra við- burða. Komust íslendingar ör- Isjaldan í góð færi og kantmenn- irnir náðu aðeins nokkrum sinn- um góðum bolta. Búningar liðanna voru mjög líkir, og var ekki annað sýnilegt, en að sum verstu mistök islend- inga stÖfiiðu af þvi. Sanngjarnt hefði verið, að leiknum hefði lokið með sigri Breta, 2 gegn 0. Án þess að hægt sé að segja að leikurinn hafi verið hörkuleg- ur, bar töluvert á meiðslum. Urðu þrír menn úr liði Islendinga að hætta leik vegna meiðsla: kantmennirnir báðir, Guðmundur Jónsson og Ellert Sölvason, og miðframherjinn, Þorsteinn Ein- arsson. Leikurinn milli Bretanna og K. R. síðast var miklu betur leik- inn og skemtilegri. Var lið Bret- anna nú sterkara og þó sérstak- lega vörnin, sem var áberandi miklu betri. Reyndi ekki eins mikið á markmann Breta nú og í leiknum við K. R. Úrvalsliðið sýndi hið sama nú og úrvalslið áður hér: Lítinn samleik og slæma staðsetningu. Er svo mikið sleifarlag meðal knattspyrnuyfirvalda um myndun úrvalsliðs, að það verður varla þolað lengur. Ef knattspyrmi- menn geta ekki komið sér saman um að mynda úrvalslið og æfa það með nægum fyrirvara, ættu blöðin að koma sér saman um Fxfa. á 4. síðu. "P KKERT JL-4 fyr|r veiðiveður er í dag Norðurlandi vegna suðvestan storms á miðunum. I gærmorgun kom vélskipið Valbjörn til Siglufjarðar með 50 mál síldar. Síid hefir sést norður af Grims- ey, hjá Lundey á Skjálfanda og fyrir Austurlandi. Síldin, sem kom til Siglufjaró- •ar í gær, var mæld að fitumagni, og reyndist hún frá 9—14«/o, og var í henni töluverð rauðáta. sfaddir biskupsvigsl- nna i sannudag. BISKUPSVÍGSLA hins nýja hiskups Sigurgeirs Sig- urðssonar fer fram í Dónikirkj- unni næstkomandi sunnudag. Vígsluathöfnina framkvæmir dr. Jón Helgason biskjup, en séra Friðrik Hallgrímsson pró- fastur lýsir vígslu. Við vígsluathöfnina verða margir prestar viðstaddir og auk þess fjórir biskupar, en slíkt er einsdæmi hér á landi, að svo margir biskupar hafi komið saman. Á mánudag hefst svo presta- stefna hér í bæ, og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Drottningin kemur til Kaupmannahafnar á laugardag. Landamæri Manschukuo og Ytri-Mongolíu hafa lengi verið eitt aðal óróasvæðið í Austur-Asíu. En Ytri-Mongolía er í bandalagi við Rússland og hefir mikinn viðbúnað til varnar, ef til árás- ar skyldi koma af hálfu Japana. Á myndinni sést hersýning í Ytri Mongólíu. Fremst á mynd- inni eru herforingjar og eftirlitsmenn Rússa í landinu. Síðasta störa Siefnarborgin í Kína í hindni Japana síðan seinnipartinn i gær. :_.------------,—*---------------- Landgðnguher peirra er mí á leið frá Swatow inn í landið. LONDON í gærkveldi. FU. JAPANIR tilkynna, að þeir hafi lagt undir sig að fullu borgina Swatow í Suður-Kína klukkan 3 í dag, og segjast þeir vera komnir 12 kílómetra inn í landið á þessu svæði. Fylgir það þessari fregn frá Japönum, að þeir hafi ekkert manntjón beðið. Aftur á móti segir í fregn frá Hongkong, að Japönum hafi verið veitt allöfl- ugt viðnám. Talsmaður japönsku flota- stjórnarinnar lét svo um mælt í dag, að taka Swatowborgar myndi gera hafnbann Japana gagnvart Suður-Kína ennþá öfl- ugra en áður, enda.hefði borgin verið aðalmóttökustaður varn- ings til Kínverja frá því er Jap- anir tóku Kanton. Brezkur tundurspillir og annar amerískur eru nú staddir skamt út af Swatow. Swatow er ein af þeim borg- lura í Kína, þar sem stórveldun- um er tryggð hagsmunaaðstaða með samningum, enda pótt þar sé ekkert „alþjóðahverfi". Af hverjum 150 erlendum íbúum borgarinnar eru 80 Bretar og 40 Ameríkumenn. Foringi brezka seiuliðs- ins i Tíentsin biðnr um viðtal. Yfirforingi brezka setuliðsins í Tientsin hefir beðið um samtal við yfirforingia Japana þar á staðnum. Var málaleitun þessi borin fram fyrir munn japanska ræðismannsins, sem tók það raunar fram, að slíkt samtal myndi reynast árangurslaust, ef ræða aetti um þær málaleitanir, sem brezki aðalræðismaðurinn hefði þegar borið fram. Chamberlain forsætisráðherra gaf í dag nýja yfirlýsingu í neðri deild brezka þingsins, varð- andi ástandið i Tientsin. Sagði hann, að samgöngubann Japana við forréttindahverfið væri enn óbreytt. Þá hefðu Japanir flett fjóra brezka þegna klæðum og leitað á þeim. Chamberlain sagði, 4að í hverfinu væru nægar birgðir af mjöli og hrísgrjónum, en hins vegar hefðu tafist aðflutningar matvæla, sem geymast illa. Enn Frh. á 4. sí8u. MztífíBöisma^ nrinn í Uwerpool kallaðnr heii. Samkvæmt krifn brezku stlérnarlnnar. LONDON í gærkveldi. FO. ||/|R. BUTLEB, aðstoðarutan- ¦*•" ríkismálaréðherra Bret- lands, skýrði neðri málstofu brezka þingsins frá því í dag, að þýzka stjórnin hefði fallist á að kalla heim ræðismann sinn í Liverpool, án þess að hún vildi þó þar með játa, að nokkurt samband hefði verið milli hans og Mr. Kelly, sem nýlega var dæmdur sekur fyrir það að hafa selt hernaðaríeg leyndarmál. En til andsvars við þeirri kröfu brezku stjórnarinnar, að þessum þýzka ræðismanni yrði vísað úr landi, gerir þýzka stjórnin þá kröfu, að brezki ræðismaðurinn i Vínarborg verði kallaður heim. Nokkrir ðrðngleikar enn í Hoskva, segir Bonnet. . -.............? Mr. Strang á ráðstef nu með Moloto v í gær LONDON í morgun. FÚ. WS& WILLÍAM STBANG og *•*¦*• sendiherrar Breta og Frakka í Moskva áttu í gærdag þriðju viðræðu sína við Molo tov utanríkismálaráðherra Sov- ét-Rússlands um bryggissátt- málann, Bonnet utanríkismálaráð- herra Frakka skýrði frá því í París í gærkveldi, að á þessum viðræðufundi hefði fengist sam- komulag um ýms atriði sattmál- ans, en að ennþá væru nokkrir örðugleikar, aðallcga í sam- bandi við kröfu Sovét-Rúss- lands um það, að ábyrgð yrði tekin á öryggi Eystrasaltsríkj- anna, þrátt fyrir það, þó að þau hafi ekki beðið um slíka vernd. Láras JóhaDoessen tapaði mðlinu gep ðfengisverzinniDDi. IjrÆSTIRÉTTUR kvað upp ¦*¦"¦ dóm í gær í máli Lárusar Jóhannessonar gegn áfengisverzl- un rikisins. Var mál þetta sams konar og Lárus haf ði áður höf ð- að gegn Áfengisverzluninni og bygt á því, að meira hefði verið lagt á áfengið en leyfilegt var. Að þessu sinni nam skaðabóta- krafan kr. 280644,56, en Áfeng- isverzlunin var sýknuð. Pétur Magnússon hwn. flutti málið fyrir Áfengisverzlunina, eh Lárus fyrlr sjálfan si^. •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.