Alþýðublaðið - 22.06.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.06.1939, Blaðsíða 2
FIMTUDAGINN 22. JONI 1939. ALÞYÐUBLADIÐ UMRÆÐUEFNI Góðviðrisdagar. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti og sólarkvæði hans. Ungur og heitur á Battaríinu. — Merk- ing reiðhjóla. Tölusettir knattspy rnumenn. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. SIGURÐUR SIGURÐSSON frá Arnarholti er farinn að eldast, en þó ber hann aldurinn jafnglæsi- lega og æskuárin sín. Hár og tign- arlegur gengur hann hér um göt- urnar eða við höfnina með stafinn í annari hendinni og hattinn í hinni. Ennið er hátt og bjart og svipurinn mikill og sterkur. UNDANFARNIR DAGAR hafa verið sannkallaðir góðviðrisdagar, veðurblíðan hefir iljað öllum. Mér finst að fáir hafi ort eins fallega um sólina og Sigurður, eða finst þér ekki þetta erindi hans fagurt: „Sól! Stattu kyr, þó að kalli þig sær til hvílu, ég elska þig heitar. Þú blindar mín augu, en þú ert mér svo kær, og eins hvort þú skín eða bæn minni neitar. Ég sæki þér nær, þótt þú færir þig fjær, þótt þú fallir í djúpið mitt hjarta til geislanna leitar." „HVENÆR OG HVAR varstu þegar þú ortir þessa fögru vísu?“ sagði ég við Sigurð, er ég hitti hann nýlega í góða veðrinu. Hann svaraði: „Hvenær það var man ég ekki nákvæmlega, en þegar ég orti þetta, þá var kvöld og þá var sól- arlag við Reykjavík. Ég stóð ung- ur og heitur á Battaríinu og var altekinn af hrifningu." „Hefirðu ort nokkuð nýlega um sólina?“ „Já, ég er hér með eina vísu, ef til vill fellur þér hún ekki, en hafðu hana samt.“ DAGSINS. að búið sé að minnast á þetta hvað eftir annað bæði í dálkum þínum og annara blaða, virðist enginn skriður vera kominn á þetta mál af lögreglunnar hálfu enn. Það hlýtur því að vera krafa allra reið- hjólaeigenda, að þetta verði gert sem fyrst, því fyr geta þeir ekki verið óhræddir um reiðhjól sín. eins og fjölda mörg dæmi sýna. Og það er auðvitað ekki nægilegt að merkja aðeins reiðhjól 5. Reykja- vík sjálfri, heldur í öllu nágrenni Reykjavíkur, þ. á. m. Hafnarfirði, því að í fyrsta lagi mætti búast við að reiðhjólaþjófnaðurinn færðist til þessara staða ef hjólin þar væru ómerkt, og í öðru lagi yrði það ó- þægilegt fyrir hjólreiðamenn það- an, er þeir kæmu til Reykjavíkur á ómerktum hjólum, því að lög- reglan gæti þá álitið að þau væru stolin.“ OG HAFNFIRÐINGUR heldur áfram: „Hvers vegna taka knattspyrnu- félögin í Reykjavík ekki upp þann sjálfsagða sið, að tölumerkja kapp- liðsmenn sína á kappmótum? Er- lendis er það algeng Venja, ef dæma má af því, sem sést á kvik- myndum, að stórar tölur eru festar á bak knattspyrnumannanna. Þetta er mikið skemtilegra og þægilegra fyrir áhorfendur, því að mikill hluti þeirra þekkir venjulega ekki hvern keppenda fyrir sig, sem þá þó langar oftast til. En með þessu væri- auðvitað bætt úr því. Gætu knattspyrnufélögin þá gefið út leikskrá með nöfnum og númerum keppenda. sem seld yrði á nokkra aura, og gæti það jafnvel orðið tekjugrein hjá þeim, eða að núm- erin væru nefnd með nöfnum keppenda í blöðunum áður en keppa ætti.“ Hannes á horninu. í sama bili kom aldinbori fljúgandi. Hann kom auga á hana og í sama bili greip hann hana í klærnar. Og hann flaug með hana upp í tréð. En græna blaðið flaut niður ána og fiðrildið flaut með, því að það var bundið við blaðið. Kb lftlÉl§§ ■I y > •/'•) '< ■ / llli . : :■:■:■ ■. : ívXvÍÍTOJl ■áM. - wí En hvað Þumalína litla varð hrædd, þegar aldinborinn flaug með hana upp í tréð, en hún var samt harmþrungnust vegna fiðrildisins. En aldinborinn setti hana á grænt blað uppi í trénu og gaf henni sæt blóm að borða. Litil nerskveiði á GskiH í vor. FRÁ ESKIFIRÐI er blaðinu skrifað eftir farandi. Hér eru nú skip að búast á síldveiðar. Eitt þeirra, mk. Birkir, er þegar farið. Á förum eru vb. Reynir og vb. Víðir; verða þeir tveir um eina nót. Einnig verður gert héðan út færeyskt vélskip, „Nellie“, stærð 51 tonn, á því verða 12 menn héðan og af Reyð- arfirði. Mjög lítið hefir borist hér á land af þorski á þessu vori, en því veldur að langmestu ieyti beitusíldarleysi. Samt er fiskverk- un hér með mesta móti, því tölu- vert var flutt hingað af óverk- uðum fiski frá Vestmannaeyjum og Faxaflóa. Tíðarfarið hefir verið með ein- dæmum gott, það sem af er þessu ári. Var byrjað að slá garða við hús síðast í maímánuði og túnasláttur er þegar hafinn fyrir 5 dögum. f ^ .* É Argentínsskák- mátíð. V FYRRAKVÖLD var ákveðið hvaða skákmenn skyldu mæta vegna íslands á alþjóða- skákþinginu í Buenos Aires í sumar. Þessir fara: Ásmundur Ás- geirsson, Baldur Möller, Jón Guðmundsson, Guðmundur Arnlaugsson og Einar Þorvalds- son. OG VÍSAN, sem Sigurður fékk mér, er á þessa leið: „Sól á himni hinum megin hnattar verð ég lítið feginn. Hún er öðrum dráttur dreginn, draumsjón, lýsir hinum veginn, björt að vísu, en ei mín eigin. Hjátæk er mín ást og nátæk, aldrei smátæk eða fátæk.“ ÞAÐ ER DÁLÍTIÐ öðruvísi tónn í þessu sólarkvæði Sigurðar en því, sem hann orti þegar hann var ung- ur og frá sér numinn á Battaríinu, en þó er léttur tónri í því og birta stafar af því og hlýja. HAFNFIRÐINGUR skrifar mér: „Mér þætti vænt um ef þú vild- ir koma tveimur eftirfarandi spurningum á framfæri í dálkum þínum: Hvenær má búast við að lögregl- an byrji að númera reiðhjól? Þó Ódýrt Hveiti í 10 lb. pokum 2,25 Hveiti í 20 lb. pokum 4,25 Hveiti í lausri vigt 0,40 kg. Strásykur 0,65 kg. Molasykur 0,75 kg. Spyrjið um verð hjá okkur. BREKKA Símar 1678 og 2148. TjarnarbúSin. — Sími 3570. Útbreiðið AlþýðuMaðið! Hringferð Ferðafélags Islands 1939. Austur og norður um land. Lagt af stað kl. 9 að kvöldi 5. júlí með es. „Súðinni". 1. dagur 6- júlí: Um Vestmannaeyjar; farið í land, ef unt er. 2. dagur 7. júlí til Hornafjarðar, ekið upp í Al- mannaskarð, ef tími vinst tii. Ferðinni haldið áfram um Djúpa- vog og Fáskrúðsfjörð til Reyðar- fjarðar. 3. dagur 8. júlí: Frá Reyðarfirði um Egilsstaði að Hallormsstöðum og dvalið þar nálægt sólarhring. 4. dagur 9. júlh Frá Hallormsstað um Eyða að Skjöldólfsstöðum. 5. dagur 10. júlí: Frá Skjöldólfsstöðum til Skinnastaðar. 6. dagur 11. júlí: Frá Skinnastað til Húsavíkur. 7. dagur 12. júlí: Frá Húsavík til Mývatns. 8. dagur 13. júlí: Frá Mývatni til Akureyrar. 9. dagur 14. júlí: Verið um kyrt á Akur- eyri og þá líka farnar ferðir inn bg út í Eyjafjörð. 10. dagur 15. júli: Frá Akureyri til Hóla í Hjaltadal og til Blönduóss. 11. dagur 16- júlí: Frá Blönduósi að Reykholti í Borgarfirði- 12. dagur 17. júlí: Frá Reykholti um Húsa- fell, Kaldadal og Þingvöll til Reykjavíkur. — Komið verður við á öllum merkustu stöðum á leiðinni, þótt flestra þeirra sé hér ekki getið. — Áskriftarlisti liggur frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5, Reykja- vík, til 29. þ. m. og aðrar upp- lýsingar um ferðirnar. Sundhöll Reykjavíkur hefir nú undanfarið látið bera ínn á hvert heimili hér í bænum upplýsingarit um starfsemi Sund- hallarinnar, og hefir það verið prýtt með myndum af baðlífinu þar. I því geta menn séð, hve- nær sundhöllin er opin; þá er þar verðskrá, upplýsingar um sundkensluna og einnig kort yfir stæúsvagnaferðir að ogfráSund- höllinni. Enn fremur var látin fylgja með sérstök auglýsing um afsláttarmiða Sundhallarinn- ar, sem jafnframt er nokkurs konar happdrættismiði, og þurfa menn eigi annað en að skrifa nafn sitt á auglýsinguna, senda hana síðan í Sundhöllina, þá hafa þeir möguleika til að vinna 12 afsláttarmiða að Sundhöllinni. Þeir, sem ætla að taka þátt í þessu, verða að senda miða þessa í Sundhöllina fyrir 25. þ. m. Fyrst um sinn geta þeir bað- gestir Sundhallarinnar, er farið hafa á mis við auglýsingarit þetta, fengið það í miðasölu Sundhallarinnar. Stúlkur! Ef ykkur vantar kaupavinnu, hússtörf eða síld- arvinnu, þá leitið upplýsinga hjá Vinnumiðlunarskrifstof- unni, sími 1527. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 4. Karl ísfeld íslenzkaði. — Hvaða leið ætlið þér að fara, herra? spurði ég. Umhverfis Kap Horn? — Ég ætla að reyna það, enda þótt árstíð hinna austlægu vinda verði lokið, þegar þangað kemur. Heimleiðis frá Tahiti förum við fram hjá Indlandseyjum og Góðravonarhöfða. Móðir mín Ieit á 'mig, þegar við stóðum upp frá borði. Svo yfirgaf hún okkur. Meðan Bligh braut valhnoturnar og dreypti á madeira föður míns, spurði Bligh mig á sinn vingjarnlega hátt um málakunnáttu mína. Að lokum virtist hann ánægður, tæmdi glasið og hristi höfuðið, þegar stúlkan ætlaði að hella aftur í glasið hans. Hann var hófsmaður á vín á þessum tíma, þegar allir liðsforingjar á flota Hans Hátignar drukku sér til dómsáfellis. Loks tók hann til máls. — Ungi maður, sagði hann með alvörusvip — hvernig myndi yður lítast á það að sigla með mér? Frá því hann minntist á þetta ferðalag í fyrsta sinn, hafði ég ekki um annað hugsað, en að það væri það dásamlegasta. sem ég gæti hugsað mér að fá að vera með, en þegar hann sagði þetta, varð ég ruglaður. — Er yður alvara? stamaði ég. Gæti það komið til mála? — Þér og móðir yðar ráðið því. Það væri mér sönn ánægja að veita yður rúm meðal minna ungu herramanna. Sumarkvöldið var jafnmilt og dagurinn hafði verið, og þeg- ar við gengum út í garðinn, þar sem móðir mín var, ræddi hún við Bligh um ferðina. Ég vissi, að hann beið eftir því, að ég minntist á uppástungu hans, og þegar hlé varð á samræð- um þeirra herti ég upp hugann. —• Móðir mín, sagði ég. Bligh skipstjóri hefir verið svo vin- gjarnlegur að bjóða mér með sér. Hafi hún orðið undrandi, þá tókst henni að minnsta kosti að dylja það. Hún snéri sér stillilega að gesti okkar og sagði: Það er mikill heiður, sem þér sýnið Roger, en getur óreynd- ur unglingur orðið til nokkurs gagns á skipi yðar? — Hann verður áreiðanlega góður sjómaður, frú, óttist það ekki! Ég sé það á göngulagi hans, eins og yið segjum sjómenn- irnir, og tungumálagáfa hans getur komið mér að góðu gagni. — Hversu lengi verðið þér að heiman? — Tvö ár, býst ég við. — Hann átti reyndar að fara til Oxford, en ég held, að það geti beðið. Hún snéri sér að mér og sagði í hálfgerðu gamni: Jæja, góði minn, hverju svarar þú svo? — Ef þú leyfir það, þá óska ég mér einskis fremur. Hún brosti til mín 1 rökkrinu og klappaði á hönd mér: Þá skaltu fara, sagði hún, — sízt af öllu vildi ég verða þröskuldur á vegi þínum. Ferðalag til Suðurhafseyja! Væri ég karlmaður, og ef herra Bligh vildi hafa mig með sér, þá myndi ég gjarn- an strjúka að heiman, til þess að geta fylgst með honum. Bligh hló sínum stutta, kaldranalega, einkennandi hlátri og horfði aðdáunaraugum á móður mína. Þér hefðuð orðið fyrir- taks sjómaður, frú, sagði hann — ekki hrædd við neitt, það þyrði ég að veðja um. Það var ákveðið, að ég skyldi fara um borð í Bounty í Spit- head, en það tók svo langan tíma að koma farmi og birgðum um borð, að það var liðið langt fram á haust, áður en skipið var ferðbúið. í októbermánuði kvaddi ég móður mína og fór til Lundúna, til þess að kaupa einkennisbúninga, tala við Erskina, lögfræðing okkar, og heimsækja Sir Joseph Banks. Einhver skýrasta endurminning mín frá þessum dögum er kvöldið, sem ég dvaldi á heimili Sir Josephs Banks. Hann var 1 mínum augum rómantískt fyrirbrigði — fallegur, rauðbirk- inn maður um fjörutíu og fimm ára, forseti vísindaakademis- ins, félagi hins ódauðlega Cooks, vinur innfæddra prinsessna maður, sem hafði rannsakað Suðurhöf og Labrador. Þegar við höfðum neytt matar fylgdi hann mér inn í vinnusal sinn, þar sem veggirnir voru prýddir vopnum og minjagripum frá fjar- lægum löndum. Hann tók handrit af borðinu. — Þetta er orðaskrá mín yfir tungu Tahiti-búa, sagði hann. Ég hefi látið taka þetta afrit. Eins og þér sjáið, er hún stutt og ófullkomin, en samt getur hún orðið yður að gagni. Gerið svo vel og veitið því athygli, að það þarf að breyta réttritun okkar Cooks. Ég hefi hugsað mér, og Bligh er mér sammála um það, að betra og einfaldara væri að rita orðin, eins og ítalir myndu stafa þau, einkum með tilliti til hljóðstafanna. Þér kunnið ítölsku, er ekki svo? — Já, herra. — Það er ágætt! hélt hann áfram. Þið munið dvelja í nokkra mánuði á Tahiti, meðan þið eruð að safna plöntunUm. Bligh mun sjá um, að þér fáið næði til þess að vinna að orðabók- inni, sem ég vona, að ég geti gefið út, þegar þér komið heim. Tahitiskar mállýzkur eru talaðar víðsvegar um eyjar Suður- hafsins, og orðasafn, ásamt málfræðiságripi, mun eftir nokkur ár verða sjómönnum, sem þangað sigla, nauðsynlegt. Um þessar mundir hugsum við um Suðurhafið, eins og það væri aðeins lítið eitt nær en tunglið, en því megið þér treysta, að hvala- mergðin og gróðursældin mun draga að sér athyglina, ekki sízt eftir að við höfum mist hinar fögru ameríkönksu nýlendur. — Það er margt sem truflar mann á Tahiti. hélt hann áfram eftir stundarþögn. Gætið yðar, svo að þér glatið ekki tíman- um. Og — framar öllu öðru, verið gætinn í vali hins innfædda vinar yðar. Þegar skip varpar akkerum í Matavain-flóanum, koma hinir innfæddu um borð í stórum hópum, og sérhver þeirra leggur áherzlu á, að eignast einhvern vin, eða „taio“ meðal skipshafnarinnar. Gefið yður góðan tíma, kynnið yður ástandið í landi, og veljið yður „taio“ meðal valdamanna í landi. Slíkur maður getur orðið yður til ómetanlegs gagns. Sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.