Alþýðublaðið - 22.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.06.1939, Blaðsíða 3
FIMtUDAGÍNN 22. JÚNÍ 193§. ALÞYaUBLABIB ALÞÝÐUBLAÐfÐ F. R. VAL»ERÉfcRSS#N. í íjarveru hans: JéNAS GU©MUNPSSON. AFGRE»SLA: AL*Ý©tJHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgðtu). SÍMAR: 4800; AfgreiSsla, auglýsiagar. 480J: Ritstjérn (innl. fréttir). í|>82: Ritstjóri. ^3: V. S. Viihjálms (heima). '196: Jónas Guðmunds. heíma. 4^95: Alþýðuprentsmíðjan. 4b%8: AfgreiSsla. ALÞÝ©UPRENTSMI®JAN M, sem Vísir kall- ar að vera a verði. MORGUNBLADIÐ og Vísir báru þess bæði glögg merki í gær, að grein Jónasar Guðmundssonar um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til átak- anna milli Alþýðuflokksins og Kommúnistaflokksins innan verkalýðsfélaganna, sem birtist hér í blaðinu í fyrra dag, hefir komið óþægilega við kaunin hjá þeim, enda þótt ólíku sé saman að jafna, hve mannlega þeim ferst að taka á mótí þeirri rétt- mætu gagnrýni, sem hún hafði inni að halda. Hversu gjarnan, sem Morg- unblaðið vildi bersýnilega geta dregið fjöður yfir þann þátt, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir undanfarið átt í 'sundrungar- starfi kommúnista í verkalýðs- félögunum, þá er það þó ekki svo blygðunarlaust eins og Vís- ir, að þræta með öllu fyrir stað- reyndirnar. Það segir að vísu nú, að „loforð kommúnista um frelsi verkalýðnum til handa séu ekkert annað en fals", og mun enginn draga það í efa, að það segi það í fullri alvöru. En hver myndi trúa því, að Morg- unblaðinu hafi ekki verið það jafnljóst síðastliðið haust, þeg- ar þáð hvatti „Sjálfstæðismenn til að segja já" við áskorun kommúnista í Dagsbrún um að greiða atkvæði méð því að slíta það félag úr tengslum við Al- þýðusambandið? Það er ekki fyrir það, að Al- þýðublaðið hafi neina löngun til þess að vera að grafa upp gaml- ar væringar, að það minnir á þessa afstöðu Morgunblaðsins þá. En það er skilyrði fyrir því að línurnar skýrist í verkalýðsfé lögunum og endi verði bundinn á þá óstjórn, sem þar er ríkj- andi nú fynr undanfarandi sam- vinnu Sjálfstæðismanna og kom múnista í þeim, að hvorki Sjálf- stæðismenn né aðrir séu með neinar blekkingár eða sjálfs- blekkingar um það, hvaða ó- happaspor þar hafa verið stigin og hvaða stefnubreytingu og átök þurfi til þess að skapa heil- brigt starf þar á ný. Það er ýmislegt, sem bendir til þess, að Morgunblaðið hafi lært af þeirri reynslu, sem Sjálfstæðismenn hafa fengið af samvinnu sinni við kommún- ista í verkalýðsfélögunum, enda kveður það nú upp úr um það í gær, að þeir séu „reiðubúnir til að taka höndum saman við Alþýðuflokkinn og byggja upp frjáls og óháð verkalýðsfélóg á lýðræðisgrundvelli". Og þess er að vænta, að það eigi eftir að sýna sig, að í þessu efniverði ekki látið sitja við orðin ein. En Morgunblaðið er ekki eitt um það að mæla fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Það er bersýni- lega einnig togstreita um þessi mál innan þess flokks, því að af ummælum Vísis í gær verður það ekki séð, að það blað hafi nokkuð lært af samstarfinu við kommúnista, né nokkru gleymt af þeim bardagaaðferðum, sem það lærði að temja sér í ábyrgð- arlausri stjórnarandstöðu, enda virðist það blað yfirleitt hafa valið sér það hlutverk, að vega aftan að þeirri samvinnu um stjórn landsins, sem tekist hefir að minsta kosti í bili með Fram- sóknarflokknum, Alþýðuflokkn um og Sjálfstæðisflokknum, og ekki hafa neitt á móti því, að hafa til þess undir niðri sam vinnu við erindrekana frá Moskva, enda þótt það afneiti þeim á yfirborðinu. Prá slíku blaði kemur það vissulega úr hörðustu átt, að kalla það „staðlausar ásakanir" og „rógburð", að Sjálfstæðis- menn hafi undanfarið haft sam- vinnu við kommúnista. En það mætti máske hressa upp á minn- ið hjá Vísi með nokkrum spurn- ingum: Var það ekki samvinna við kommúnista, sem Sjálfstæðis- menn höf ðu í Dagsbrún við alls. herjaratkvæðagreiðsluna um lagabreytingarnar og afstöðuna til Alþýðusambandsins síðast- liðið haust? Og er Vísir búinn að gleyma því, sem hann skrif- aði sjálfur til þess að hvetja Sjálfstæðismenn í Dagsbrún til að greiða atkvæði með klofn- ingstillögum kommúnista þá? Var það ekki samvinna við kommúnista, þegar Sjálfstæðis- mmn í bæjarstjórn Norðfjarð- ar sömdu við þá um sameigin- legt bæjarstjóraefni einnig síð- astliðið haust? Og hvað kallar Vísir bak- tjaldasamning Sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði við komm- únistaklíkuna í Hlíf í vetur um að styðja hana til valda í félag- inu gegn því, að hún ræki úr því tólf þektustu og reyndustu Alþýðuflokksmennina, sem í verkalýðshreyfingunni hafa starfað í Hafnarfirði? Eru þetta bara „staðlausar á- sakanir" og „rógburður"? Og eru það máske þessi afrek, sem Vísir ætlar að færa fyrir þeirri fullyrðingu sinni í gær, að „eng- ¦ - .¦¦'......"¦-¦¦ ¦ -¦ .MiMmiui'ii!' «m Hver er trúarjátning Péturs Sigurðssonar? /^VíKUR trúhneigoum mö nnum ^*J er borið það á brýn, aö við enn höldum fast viö æfa- gamlar og úreltar trúarjátningar. Hér er trúarjátning mín: 1. Ég trúi því, að til sé GuO, og hugsa mér bann sem hjarta allrar tilverunnar og tilveruna alla sem órjúfanlega heild. Lífs- hræringar tilverunnar hugsa ég mér sem blóðrás hennar og æða- slög út frá sjálfu hjarta tilver- unnar — guði. 2. Eg trúi því, að þessi jörð hafi orðið til samkvæmt því þró- unarlögmáli, sem ríkir í alheimi himintunglanna. Að einu sinni hafi jörðin verið glóandi hnöttur, er kólnað hafi smám saman, svo þar hafi getað myndast steinalíf, jurtalíf, dýralíf og seinast r mann- líf. Að hin líkamlega sköpun mannsins sé frumstig mannlífs- ins, en hin andlega sköpun hans haldi áfram og sé að ems hæg- fara opinbemn vitsmunalífs guðs. Að takmark þess vaxtar sé full- kominn skilningur á lögmálum lífsins og fullkomið vald yfir allri opinberun andans í heimi efnisins, og fullkomnun í. mætti eftir því sem .mannsandinn full- komnast í góðleika. 3- Ég trúi því, að vitsmunalíf mannsíns sé smámynd af. vits- munalífi . Guðs, að fyrir hæfi- leika manhsins til að hugsa geti hann lifað í órofasambandi við guð — hinn mikla huga, sem hugsað héfir alla tilveruna. Að guðshyggja mannsins sé hið þráðlausa samband hans við mið- stöð lífsins, er flytji mannssálinni hinn guðlega kraft. 4. Eg trúi því, að andi guðs ir hafi verið á verði gegn kom- múnistum, nema Sjálfstæðis- menn"?! Ef leiðararitstjóri Vísis held- ur þannig áfram að berja höfð- inu við steininn í þessum mál- um, er áreiðanlegt að það verð- ur höfuðið, sem brotnar, en ekki steinninn. sé opinberun guðseðlísins og kraftarins í manninum, og afleið- ing af skapandi mætti hugsana hans — guðshyggjunnar. 5. Ég trúi því, að vísdómur Guðs, kraftur hans og kærleikur hafi opinberast misjafnlega mikið í útstreymi lífsins frá honum — sálarlífi mannanna á jörðu. Peir, sem mesta guðsfyllingu hafa flutt með sér inn í mannlífiö, hafa menn kallað spámenn, spek- inga og frelsara. Samkvæmt þessu trúi ég því, að Kristur hafi verið frelsari manna, á þann-hátt, að hann kendi mönnum veg lífs- ins, setti hugsanir þeirra og trú í náið samband við líf guðs, braut viðjar hræðslu, hjátrúar og van- þekkingar af sálum manna, vakti þar fullkomið traust til hinnar æðstu stjórnar, þroskaðan skiln- ing á góðleika lífsins og dásemd- um þess, og vakti enn fremur í brjóstum manna almáttuga trú, er veitir manninum fullkomið samband við uppsprettu kraftar- ins og fullkominn sigur yfir öllu arfgengi dýrseðlisins. 6. Ég trúi því, að lífið haldi á- fram eftir dauðann, og að það faii mikið eftir því, hversu sterka trú maðurinn hafi átt á oðru lífi, hversu vel vakandi meðvitundar- lífið verði strax eftir dauðann. Einnig að líðan hans og tækifæri eftir dauðann fari eftiT því, hversu vanþroska eða þroskaður, hann hafi verið, eða þó öllu fremur, hversu góða rækt hann hafi lagt við þroska sinn hér i þessu lífi. 7. Ég trúi því, að engir helgi- siðir séu nauðsynlegir sálum manna til fullkomnunar og sam- lífi þeirra við guð, en að alt það, helgisiðir og hvað sem annað kann að vera.sem maðurinn nógu einlæglega álítur og trúir að verið geti sér milliliðir milli sín og guðs, geti verið honum það, og þess vegna beri mönnum að virða mjög og umbera tilbeiðslu- aðferðir hvers annars. 8. Ég trúi á bræðralag allra manna og þaíi guðsriki hér á þessari jörðu í ifylling tímans, er Hið fræga eldfjall Vesúvíus á ítalíu byrjaði skyndilega að gjósa enn einu sinni um síðustu mánaðamót. Áframhald hef- ir þó ekki orðið á eldsumbrotunum og enginn skaði skeð í umhverfinu. En hraunleðja ra m út úr gígnum og niður í fjallshlíðina, eins og sjá má á myndinni. Myndin er ber- sýnilega tekin úr flugvél. til vegar komi fullkomnu réttlæti, fullkominni vellíðan, hamingju og sælu allra manna. Að þegar menn þá hverfi héðan eftir langa og göfugmannlega jarðvist, verði þeir mjög vel búnir undir annað slíf í enn æðri heimum. Pétur Sigurðsson. ÍRKX-06 MflLNINGBR- VERKSIVIIÐJRN' Innan- og utanhússmáln ing, lökk, 5ím, hreingern ingarmeðöl. — Allar tegundir. — 60% skattur á gréða af hergagnasðlu á Englandi. LONDQN í gærkveldi. FO. Hvít bók var gefin út í London í dag, þar sem það er boðað, að öll félög og einstaklingar, sem græða meira en 200 000 sterlings- pund á ári á hergagnasölu, muni verða gerð skattskyld um 60ö/6 af gróðanum til hins opinbera. tbúatala Þfzkalaniis iú 86 mllliónir. LONDON. FÚ. Eftir skýrsium, sem birtar eru í Þýzkalandi í dag, er íbúatala fe k Biðjið um vöru- og verð- skrá! Þýzkalands talin nema 80 millj- ónum og 86 nrilljónum að Bæ- heimi og Mæri meðtöldum. Útbreiðið Alþýðublaðið! Guðmundur Davíðsson: {fnrutrjáreitHiun á DiigvðUnm. l |i |^}.UÐMUNDUR DAVÍÐSSON umsjónarmaður á Þingvöll- [ ; VJ um hóf gróðursetningu trjáa, þegar hann tók við starfi |; sínu. Er hann hafði haldið því áfram um skeið og árangur- :; urinn var góður, tók Skógræktarfélag íslands að sér þetta Jl starf. Guðmundur Davíðsson hafði hagað starfi.sínu þannig að fá skólabörn úr ýmsum skólum til að gróðursetja trén. !; Hið sama gerir Skógræktarfélágið. Þ. 15. þ. m., á skógræktar- ; i degi skólabarna, sagði Guðmundur Davíðsson nokkur orð við ;!' börnin, sem unnu að gróðursetningu, og fara þau hér á eftir. . I r.t++++++*+++++++++++++++++*+++*»+++^t^^»++^+++++++++++»++++^+++++++^*+^ Áður fyr var sú venja á ís- landi, þar sem tveir eða fleiri ó- kunnugir menn mættust á f örn- um vegi, að samtalið byrjaði með því, að spyrja hverja aðra að heiti. hvaðan þeir kæmu, hvert þeir ætluðu og síðan al- mæltra tíðinda. Siður þessi er nú að mestu lagstur niður. Nú vill svo til, að þið, börnin góð, mætíð hér hóp af erlendum gest^ um. Það eru grænu trén, sem standa hér andspænis okkur, þögul og kyrlát. Þau hafa að vísu staðið.hér um nokkurt ára- bil, en samt er rétt að taka nú upp gamla siðinn og spyrja þau tíðinda. Þau eru langt að komin hingað á þennan stað, og hljóta því að hafa frá mörgu að segja. Vil ég þá reyna að túlka rnál þeirra. Fyrstu spurningunni mundu þau svara á þessa leið: Flest okkar heitum fjallafurur, nokkrar skógfurur og sembra- furur. Nöfn okkar fara eftir því, hvernig við lítum út og komum mönnunum fyrir sjónir. Við erum af ætt þess f jallaskóg. ar, sem nefndur er barrtré. Þið sjáið að blöð okkar eru grönn og þráðmynduð, en þó halda þau græna litnum allan vetur- inn, eða árið um kring. Þá liggur fyrir að spyrja trén, hvaðan þau séu komin. Við erum komin aðallega frá fjallabyggðum Noregs, mundu þau svara, frá því landi, sem flestir íslendingar eru ættaðir. í Noregi hafa ættfeður okkar, barrskógarnir, búið í þúsundir ára og klætt þar fjöll og dali. Þarna urðum við til úr örlitlum frækornum, af stórum furu- trjám. Og þar lifSum við okkar og móðurjörð og flutt sem hvít- voðungar í reifum yfir hafið til íslands og hingað til Þingvalla, til þess að nema hér land, mynda hér nýlendu og verða borgar- ar í skógargróðri íslands. Land- námsmenn, sem byggðu ísland í gamla daga, fluttu með sér ungbörn frá Noregi, sem uxu hér upp og urðu mikiir menn, Við ætlum líka að verða stór iré og fagurlimuð, ef þið merenirn- ir viljið reyna að láta okkur líða vel í landinu ykkar. Eftir að við komurn Mngað á Þingvöll og stækkuðum svo, a.ð við gátum litið yfir bjarkar- skóginn, sem vex hér á hraun- inu í grend við okkuir, vntð okkur ljóst, að hahn bar þess merki, að.hafa alist upp í þræl- dómi, við kúgun og harðrétti. Er þó ætt hans göfug og m\m vera komín út af trjánt, sem í gamla daga voru 40—-C>0 feta há. Björkin ykkar hór í hraun- inu er hryggðarmynd. Hún er sannnefnd „hin kúgaíia stétt." Æfisaga hennar hlýtur að vera raunaleg. Við óskum ekki eftir að eiga við sömu kjör að búa í framtíðinni, hjá ykkkm íslend- ingum, eða mæta sömu með- ferð. Nú erum við 30—36 ára gömul og ætlum að verða 200— 300 ára. Við viljum lifa það, að sjá litlu plöntubörnin, sem þið gróðursettuð í dag, verða að stórum og myndarlegum trjám og björkina hér á hrauninu ná sama vexti og þroska og for- feður okkar. Tilgangurinn með komu okk- ar hingað, er einnig sá, að landið ykkar, gera þann hluta þess, sem við fáum til ábúðar, skrúðgrænan sumar og vetur. Við viljum sýna, hvað íslenzk mold getur framleitt fagran og arðberandi gróður úti á víða- vangi, og að hún geti lagt til eldivið handa fólkinu, sem þarf að hita upp íbúðir sínar í vetrar- kuldanum og efnivið í ótal verkfæri og áhöld, sem enginn getur verið án. Mennirnir verða að sýna þolinmæði meðan við erum að vaxa og þroskast. Þeir mega ekki verða of bráðir og og taka líf okkar meðan við er» um á bezta aldri, eða áður en við höfum náð fullum þroska. Við furutrén lifum fyrir mennina og erum undir þá gefin. Þeir hafa flutt okkur til íslands og sett hér niður. Það stendur í þeirra valdi, yngri sem eldri, hvort okkur sjálfum, niðjum okkar og bræðraliði, tekst að Ijúka fyrir- huguðu starfi og ná settu marki. Þetta er í stuttu máli, nokk- uð af því, sem furutrén hér vildu segja um sjáfa sig og er- indi sitt hingað. (Niðurlag á morgun.) Hraðferðir Steindðrs: ] Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru ura Akranes. Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. og föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. 'Ms. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með ú t várpi. Stelndér, Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.