Alþýðublaðið - 23.06.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.06.1939, Blaðsíða 2
Vinnið að hneía- leikunum. Því að þeir eiga mikla fram- tíð hér á landi. Núna síðustu mánuðina hefi ég lesið um knattspyrnu, glímu og aðrar íþróttir í hinum ýmsu dag- blöðum hér í Reykjavík. En eina íþrótt sé ég aldrei neitt um. Það eru hnefaleikar. Og mig undrar það, þar eð hér í Reykja- vík er nóg af félögum, sem hafa töluverðan meðlimafjölda. Ég veit að margir hafa mikinn áhuga á hnefaleikum og vildu gjarnan iðka þá. En hvers vegna heyrist ekkert frá þessari íþrótt? Það er af því að félögin gera ekkert fyrir hana (eða lítið).. Að vísu hafa Ármann og K.R. húsnæði til æfinga, og K.R. hefir fastan kennara, Þorstein Gíslason, ef ég veit rétt, og Ár- mann hafði kennara nokkra tíma í vetur. En það er ekki nóg til að vinna hnefaleikana upp. Það er ekki nóg að hnefaleikamenn æfi ár eftir ár. ef þeir fá ekki bar- daga sér til örvunar, því að ella missa þeir áhugann og gefast upp, því að þeir mæta ekki skilningi hjá stjórnum félaganna. Tvisvar sinnum hefir verið barist um íslandsmeistaratitlana í hnefa- leikum, fyrst í Gamla Bíó fyrir fullu húsi, síðara skiptið á íþrótta- vellinum, þar sem margir. áhorf- endur voru. Þetta eitt bendir á, að áhugi er hér á hnefaleikunum. Þvi á þá ékki að vinna þá upp og halda áfram í staðinn fyrir að J hætta 'pg láta allt reka á reiðan- um? Hnefaleikaíþróttin hefir þann kost, að hægt er að iðka hana allt árið, og geta menn því alltaf verið í góðri æfingu og alltaf einhverjir til í bardaga. Ef stærri félögin í Réykjavík vildu eitthvað fyrir þessa íþrótt, ættu þau að útvega góða kennara til að kenna ungum mönnum hana. Ég álít, að það sé sú íþrótt, sem íslendingar muni komast lengst í, þegar þeir fá góða tilsögn. Við minnumst Vilhelms Jakobssonar, sem var í Kaupmannahöfn í byrj- un heimsstyrjaldarinnar. Hann æfði IÞROTTIR Eftir 17. júní mótið. .—»-----— Bættar aðstæður fyrir öllu. hnefaleika og kömst svo langt í þeim, að oft er talað um hann, þegar gamlar hnefaleikaminningar eru rifjaðar upp í Danmörku. En af hverju komst hann áfram? Fyrst og fremst af því, að hann hafði löngun og hæíileika og einn- ig af því, að félagið, sem hann var í, útvegaði meðlimum sínum góða kennara og góð skilyrði oog síðast en ekki sízt útvegaði það meðlim- unum bardaga, þegar þeir voru nógu vel æfðir undir þá. Eins og ég talaði um fyr, þurfa hnefaleikamenn eins og Irunn Jónsson? Guðjón Mýrdal og Hall- dór Björnsson, sem eru sennilega beztir á íslandi nú, og brátt ná þeim aldri, að þeir hætta að æfa hnefaleika, hvatningar við. Hugs- ið um það, kæru stjórnendur fé- laganna, og gerið eitthvað fyrir hnefaleikana áður en það er of seint. Þið hafið nóg af ungum mönnum, sem þrá að komast fram á sjónarsviðið, Gefið þeim kennara og tækifæri í félagakeppnum. Þeg- ar þeir eru svo orðnir góðir í íþrótt- inni, þarf að fá erlenda boxara hingað, og eftir það, má fara að hugsa til Evrópumeistaramótanna, að ógleymdum Olympíuleikunum. Ég er ekki að byggja loftkastala, því að ég veit. að hnefaleikamenn- irnir munu undir góðri tilsögn kom- ast lengra en nokkrir þeirra í- þróttamanna, sem fóru til Berlínar leikanna 1936. Vitanlega ætla ég ekki að fara að gagnrýna þá för, þótt mörgu hafi þar verið ábóta- vant. Að sjálfsögðu geta útiíþrótta- mennirnir og knattspyrnumenn- irnir einnig komizt langt. Þess höfum við næg dæmi. Jón Kaldal var lengi Danmerkurmeist- ari í 5 og 10 km. hlaupum og F. Thorsteinsson, sem komst oft í danska landsliðið. En það var af því að þeir höfðu góða kennara og tóku þátt í mörgum keppnum áður en þeir náðu hámarki getu sinnar, þyí að keppnin er nauð- synleg, en hér alt of lítð af þeim. í það minsta í hnefaleikum og frjálsum íþróttum. Vinnið því meira að hnefaleikum og úti-íþróttum. Með þökk fyrir birtinguna. Carl Nielsen, Klapparstíg 20. Wooderson tapaði. Hið mikla míluhlaup, sem Eng- lendingurinn Wooderson kepti í, fór fram í Princetown s.l. laugar dag. Wooderson brást algerlega vonum manna og varð aftarlega í röðinni, enda þótt hann leiddi hlaupið mestan hluta leiðarinnar. Chuck Tenske vann á 4:11,0. Frá íþróttalegu sjónarmiði var 17. júní mótið að þessu sinni mjög misheppnað. Það sýndi mikla deyfð yfir frjálsum íþróttum. Þátt- takendur voru frábærilega fáir, eða frá einum í sex. Hér verður að nokkru minst á hinar ýmsu greinar mótsins. 100 m. hlaup. Tveir hlauparar gengu úr, og annar af því að hann var í fimleikasýningu rétt áður. Sveinn hljóp ágætlega, enda var veðrið svo gott, sem bezt verður á kosið. Þó er eitt atvik, sem ekki má ganga fram hjá. Það er, að klukkurnar þrjár, sem voru á Sveini, sýndu 10.6, 10.9 og 11.2! Eftir þessu ættu að vera 6 metrar frá því er fyrsta tímaverði sýnist Sveinn fara yfir markið og þangað til þriðja tímaverði sýnist það! Það nær ekki nokkurri átt, og hlýtur því eitthvað að vera í ólagi. Það 4 að athuga og gera við öll skeið- úrin, áður en þau eru notuð við mót. Þá er einnig sjálfsagt, að halda námskeið fyrir tímaverði og nota aðeins vana og nákvæma menn við það á mótum. Það skal tekið hér fram, að tími Sveins, 10,9 sek,, mun vera því nær réttur, enda á Sveinn hann fyllilega skil- inn. Menn urðu fyrir vonbrigðum með kringlukastarana. Kastað var 5 því nær á hlið við vindinn, en hefði átt að kasta á móti eða alveg á hlið. Tveir keppendur komu þreyttir eftir aðrar greinar í kringlukastið, og náðu því ekki nálægt því, sem þeir ættu að geta. Gunnar Huseby er aðeins 15 ára og kastaði 33,86, sem er ágætt af- rek. Hann verður þó að minnast þess að æfa stílinn og keppa ekki of mikið með fullorðnum svona ungur. í stökkunum var þátttaka afar lítil. Sigurður Sigurðsson er ber- sýnilega ekkert æfður, en þó er furða hve langt hann kemst. Marga stökkvara vantaði, t. d. Guðjón Sigurjónsson (meiddur), Karl Vil- mundarson, Jóhann Bernhard o. fl. Skemtilegasta greinin var 1500 m. Sigurgeir „keyrði“. sem kallað er, þ. e. hann hljóp hratt af stað og hélt uppi góðri ferð, þótt hann brysti þol til að halda það út. Þeir, sem hlupu þetta hlaup, eiga á- byggilega eftir að hlaupa mikið betur í sumar, enda þótt þetta hlaup væri gott. I 400 m. hljóp Ólafur Guð- mundsson afar hratt af stað, en hafði ekkert þol, þegar á leið, og hætti nær því. Þetta mót sýndi, að frjálsar í- þróttir eru á miklu niðurlæging- artímabili. Knattspyrnan ríkir, hún á mikinn meirihluta æfingatímans og æ og æfinlega eru knattspyrnu- kappleikir til að hamla æfingum úti-íþróttamanna. Þetta ber ekki að skilja knattspyrnunni til lýta, heldur á það að minna á, að fleiri æfingavelli vantar. Það þarf að koma upp úti-íþróttavelli sem allra fyrst. Þá er hægt að hefja starf í þá átt að fá unga menn til að æfa úti-íþróttir, þá er hægt að fá hing- að erlenda menn til að keppa, fyrr ekki. Nii eru til hér í bæ fjórir knatt- spyrnuvellir, en enginn úti-íþrótta- völlur. nema ef kalla skyldi út- kima á Nýja íþróttavellinum, þar sem þeir fá að æfa, sem áhuga hafa á úti-íþróttum. Félögin þurfa að koma sér sam- an um að vinna í sameiningu að vallamálinu, þá kemur hitt á eftir. Bættar aðstæður fyrir öllu. Það á að vera fyrsti þátturinn í viðreisn- arbaráttu frjálsu íþróttanna. Nýtt sænskt met í 5000 m. Á föstudaginn 16. þessa mánaðar setti Thore Tillman sænskt met í 5000 m. á 14:24,8. Fyrra metið átti Kalarna Johnsson á 14:27,4. Kepn- in fór fram í Stokkhólmi. Thore Tillman hefir hér gert meira en nokkur bjóst við. Hann hefir áður aðallega hlaupið 10 km. og er búizt við meti af honum þar á næstunni. Margir munu nú spyrja: Hvar er Kalarna? Nú hafa aðalkeppinautar hans tveir hlaupið undir hemsmet- inu, og sænska metið hefir verið tekið af honum. Hann hefir verið veikur nýlega og gengið illa að komast í æfingu. En hvað gerir hann, þegar þar að kemur? Þýzk knattspyrna. Úrslit þýzka knattspyrnumeist- aramótsins urðu þau, að Schalke 04 urðu meistarar, þegar þeir höfðu sigrað Admira með 9—0 í úrslitaleiknum, Schalke 04 er frá Berlín, en Admira frá Wien. Saga islenzku metanna." f ■ ð: Sigurður Sigurðsson, Þrístökk, 11,41 Skúli Ágústsson 1914° 12,34 Sigurl. Kristjáns., Í.R. 1923* 12,40 Osvald Knudsen, Í.R. 1924 12,73 Sveinbj. Ingim,, Í.R. 1927 12,87 Sami 1928 13,08 Daníel Loftsson, K.V. 1933 13,18 Sig. Sigurðsson, K.V. 1935 13,38 Sami 1935* 13,54 Sami 1935 13,85 Sami 1936 14,00 Sami 1936 Hástökk. 1,48 Magnús Ármannsson, 1911* 1,50 Skúli Ágústsson 1914* 1,55 Osvald Knudsen, Í.R. 1920 1,60 Sami 1921‘ 1,654 Sami 1922 1,67 Sami 1922* 1,70 Sami 1923 1,81 Helgi Eiríksson, Í.R. 1927* 1,755 Sami 1930 1,80 Sig. Sigurðsson, K.V. 1936 1,81 Sami 1937 1,825 Sami 1938 1,85 Sami 1938 Helgi Eiríksson stökk á móti í Kaupmannahöfn 1927 1,81, en það fékst aldrei staðfest. Stjörnu- merktu afrekin voru ekki staðfest, þótt þau séu talin rétt. Leiðréttingar. I 400 m. stóð Sig- urður Pétursson i stað Sigurjón Pétursson. i 3000 m. var met Guð- jóns 9:16,0 mín. Maki hleypur 5 km. á 14:08.8. Síðastliðinn föstudag setti Finn- inn Taisto Máki glæsilegt heims- met á 5 km. Hljóp hann á 14:98.8 mín., sem er 8.2 sek. betra en fyrra metið. Hlaupið fór fram í Helsing- fors. Annar í því varð Kauko Pe- kuri, sem hljóp einnig undir fyrra heimsmetinu, eða á 14:16.2. Fyrra metið átti Lauri Zetinen, 14:17.0, sett 1932. Máki ber nú af öllum langhlaupurum síns tíma, og hefir jafnvel betri útkomu en sjálfur Nurmi, ef reiknuð eru fimm beztu afrek þeirra eftir finnsku stigatöfl- i Danir unnu af- ;; ! mæliskeppnina. i! ]; Afmæliskeppni danska J; !; knattspyrnusambandsms fór ;! ;; á þessa leið: J; !; Noregur — Svíþjóð 1—0. 1; ;! Danmörk — Finnland 5—0. !; Danmörk -— Noregur 6—3. !; ;i Norðmenn hefndu sín á ;! I; Svíum fyrir ófarirnar síðast/ !; !; Flestum til undrunar unnu “ Danir Norðmenn með 6—3 !; :; í úrslitunum. Norðmenn n i 3—2 í hálfleik. Sýnir þetta, ;j að Danir eru orðin ágæt !; !; knattspyrnuþjóð. Tveir fyrstu s leikirhir fóru fram í síðast- ’ “ liðinni viku, en úrslitin á ![ sunnndaff. unni. Sé hlaupurum raðað eftir því, verður röðin þessi: 1. Taisto Máki, Finnland. 1500 m.: 3:55,2 — 984 stig 3000 m.: 8:15,6 — 1093 stig 5000 m,: 14:08,8 — 1139 stig 10000 m.: 30:02.0 — 1076 stig Alls 4221 *tig 2. Kauko Pekuri, Finnland. 1500 m.: 3:52,5 — 1020 stig. 3000 m.: 8:19,0 — 1070 — 5000 m.: 14:16.2 — 1109 — 10000 m,: 30:14,0 — 1054 — Alls 4252 stig, 3. Volmari Isohollo, Finnland, 1500 m.: 3:54,3 — 996 stig. 3000 m.: 8:19.6 — 1066 — 5000 m.: 14:18,3 — 1101 — 10000 m.: 30:12,8 — 1057 — Alls 4220 stig. 4. Paavo Nurmi, Finnland. 1500 m.: 3:52,6 — 1019 stig. 3000 m.: 8:20,4 — 1061 — 5000 m.: 14:27,4 — 1065 — 10000 m.: 30:06,1 — 1069 —. Þetta sýnir að Maki og Pekuri eru einhverjir beztu langhlaupar- ar, sem uppi hafa verið. Fjórir menn hafa hlaupið undir 14:20,0: 1. Tainto Máki. 14:08,8- 1939. 2. Kauko Pekuri, 14:16,2 - 1939. 3. Lauri Lektinen. 14:16,9 - 1932. 4. Valmari Ishollo, 14:18,3 - 1932. Afrek Lektinens var viðurkennt sem 14:17,0, því að Alþjóðasam- bandið viðurkennir ekki tíundu- hluta úr sekúndu. Á sama móti og þetta heimsmets- hlaup fór fram, setti Storskrubb finnskt met í 400 m. grindahlaupi, 53.6. Hástökk kvenna. Enska stúlkan Dorothy Odan hefir nýlega sett heimsmet í há- stökki kvenna, 1,66 m. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. g. Karl ísfeld íslenzkaði. endurgjald fyrr nokkrar axir, öngla, hnífa og skraut handa konum hans, mun hann sjá yður fyrir nýjum matvörum, bjóða yður til sín, þegar þér dveljið í landi og gera allt fyrir yður, sem í hans valdi stendur. Ef yður henti sú skyssa, að velja sem „taio“ einhvern almúgamann í landi, finnst yður hann leiðinlegur og hann hefir enga þekkingu á málinu. Yfirstéttar- menn á Tahiti eru hærri, bjarthærðari og miklu gáfaðri en manahune-arnir, eða þrælarnir. — Þá eru Tahiti búar ekki líkari hver öðrum, en við? Sir Joseph brosti. — Þeir eru ólíkari hver öðrum, að ég hygg. Þeir virðast við lauslega kynningu líkari hver öðrum af því, að siðir þeirra eru fábrotnari og vinna beggja stéttanna er hin sama. Maður sér oft konunginn í fylgd með fiskimönnum, eða drottninguna sjálfa róa sínum eigin báti. En í raun og veru eru þeir ólíkir. Engin athöfn, hversu virðingarverð, sem hún er, getur hafið mann frá þeirri stétt, sem hann er fæddur í. Aðeins höfðinginn er álitinn afsprengi guðanna, og aðeins hann er álitinn hafa sál. Hann þagnaði stundarkorn og lék með fingrunum á stólbríkina: Þér hafið allt, sem þér þarfnist, er ekki svo? Fæði liðsforingjaefnisins er ef til vill ekki sem bezt. en þegar þér stigið á skipsfjöl mun einhver stýrimannanna krefjast af yður þriggja eða fjögurra punda, sem varið er til þess að gera fæðið fjölbreyttara. Hafið þér sextung? — Já, herra — einn af sextungum föður míns. Ég hefi sýnt mr. Bligh hann. — Mér þykir vænt um, að þér eruð í forsjá Blighs. Það er eklti til betri sjómaður en hann. Ég hefi heyrt því fleygt, að hann sé harðjaxl um borð, en það er betra að vera of strang- ur en of mildur. Hann mun segja yður fyrir verkum, vinnið störf yðar fljótt og munið, að allt er undir aganum komið. Ég kvaddi herra Joseph og síðustu orð hans ómuðu í eyr- um mér: — Allt er undir aganum komið! Það fór svo, að ég átti eftir að hugsa oftar um þessa setningu, og stundum með all- miklum biturleik, áður en við sáumst aftur. Foringjar og undirmenn á skipi H. H. „Bounty“. William Bligh, liðsforingi, skipstjóri. John Fryer, stýrimaður. Fletcher Christian, annar stýrimaður. Charles Churchill, liðþjálfi. William Elphinstone, annar liðþjálfi. „Bakkus gamli“, skipslæknirinn. Thomas Ledward, aðstoðarlæknir. David Nelson, grasafræðingur. V/ilIiam Peckover, fallbyssuskytta. John Mills, önnur fallbyssuskytta. William Cole, bátsmaður. James Morrison, annar bátsmaður. William Purchell, timburmeistari. Charles Norman, annar timburmeistari. Thomas Mclntosh, timbursveinn. Joseph Coleman, ryðmeistari. Roger Byam, Thomas Hayward, John Hallett, Robert Tinkler, Edward Young, George Steward. / liðsforingjaefni. John Norton, Peter Lenkletter. } bátsstjórar. George Simpson, undirbátstjóri. Lawrence Leboue, seglgerðarmaður. Mr. Samuel, einkaritari skipstjórans. Robert Lamb, slátrari. William Brown, garðyrkjumaður. John Smith, Thomas Hall, matsveinar. Thomas Burkitt, Mathew Quintal, John Summer, John Millward, William McCoy, Henry Hillbrandt, Alexander Smith, John Williams, Thomas Ellison, Isaae Martin, Richard Skinner, Matthew Thompson, William Muspratt, Michael Byrne. hásetar. Hernaðarlöggj öf in. f ' f % LOK nóvembermánaðar fór ég um borð í „Bounty“ í Spithead. Enn þann dag í dag get ég brosað að ferða- kistunni, sem ég hafði meðferðis frá London. Hún var troðin út af fötum og einkennisfötum, sem ég hafði keypt fyrir meir en hundrað pund. Það voru bláir stélfrakkar, fóðraðir hvítu silki, buxur og vesti úr hvítu nankini, fallegir, þríhyrndir sjó-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.