Alþýðublaðið - 24.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.06.1939, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Breytlngar á sjúkratrygglngar lðgunum eru i undirbúningi. ---4--- Fulltrúafundur sjúkrasamlaganna, sem nú er lokíð, samþykkti ýmsar ályktanir þar að lútandi. LAUGARDAGINN 24. IÚNÍ 1930. *------------------------1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSQN. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). "‘.96: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN *------------------------♦ Sækjast sér um líkir. ILÍTT skiljanlegri bjartsýni hafa ýmsir meðal lýðræð- isþjóðanna í Vestur- og Norður- Evrópu allt fram á þennan dag alið þá von í brjósti, að Sovét- Rússland myndi, þrátt fyrir allt, sem á milli bæri, ekki neita því, þegar á ætti að herða, að leggja sitt fram til þess að stöðva yfir- gang og ofbeldisverk fasista- ríkjanna í Evrópu, með því að bindast samtökum um varnar bandalag við England og Frakk- land til verndar þeim nágranna- ríkjum Þýzkalands og ítalíu, — sem ógnað er. Að vísu má segja, að með til- liti til allra þeirra stóru orða, sem valdhafarnir í Moskva og erindrekar þeirra úti um heim hafa haft um þýðingu Sovét- Rússlands fyrir verkalýðs- hreyfinguna, smáþjóðirnar og lýðræðið í baráttunni við fas- ismann, hafi ekki verið ástæða fyrir neinn að' ætla það, að þetta land myndi bregðast svo gersamlega á stund neyðarinn- ar eins og nú er að koma á dag- ,inn. En þeim, sem vel hafa fylgst með þróun Sovét-Rúss- lands undir einræði Stalins, — kemur það hvergi nærri á ó- vart, þótt lítið verði um efndir á öllum þeim fögru loforðum, sem sovétstjórnin hefir gefið verkalýðshreyfingunni og lýð- ræðinu úti um heim. Því heima fyrir hefir stjórn Stalins fyrir löngu sagt skilið við allar þær hugsjónir, sem hún út á við fram á þennan dag hefir þótzt vera að berjast fyrir. Hugsjónamenn rússnesku byltingarinnar eru flestir komnir undir græna torfu, og ekki allir á sem nátt- úrlegastan hátt, og rússneska þjóðin er í dag fjær því frelsi, sem hún barðist fyrir í bylt- ingunni, en nokkru sinni áður. Stalin hefir enga samúð með frelsinu og lýðræðinu. Hitler og Mussolini standa hjarta hans miklu nær. Fyrir þá, sem vel hafa fylgst með úrkynjun sovétstjórnarinn- ar undir einræði Stalins, kemur það því alls ekkert á óvart, þótt hann taki nú í útrétta hönd hins þýzka stéttarbróður síns og heiti honum bæði hlutleysi og vinsamlegum viðskiftum, ef að í harðbakka skyldi slást milli fasismans og lýðræðisins annars staðar í Evrópu: Hinn rússn- eski harðstjóri mun hugsa sem svo, að hann hafi ekkert að ótt- ast af Iiitler í dag, og fyrir aðra sé ástæðulaust að „svíða á sér fingurna,11 eins og Molotov hafði eftir honum í jómfrúræðu sinni sem utanríkismálaráðherra súvétstjórnarinnar ekki alls fyrir löngu. Má vel vera, að hann sé ekki með öllu vonlaus um það, að geta hagnast eitt- hvað sjálfur á óförum annara og hirt aftur að launum fyrir hlutleysið einhvern hluta þeirra landa, sem undan Rússlandi gengu í heimsstyrjöldinni og borgarastyrjöldunum á eftir henni, Það væri þá heldur ekki í fyrsta sinn í sögunni, sem Þýzkaland og Rússland kæmu sér saman um það, að skipta upp á milli sín svo óþægilegu nágrannalandi eins og Póllandi. Og það er áreiðanlega engin til viljun, að Ivan grimmi, Pétur mikli og jafnvel Alexandrarnir og Nikulásarnir eru nú aftur í hávegum hafðir í sögukennslu- bókum Stalins, síðan nöfn eins og Trotzki, Bukharin, Rykov og Sinovjev hafa verið þurrkuð út af blaðsíðum þeirra, Það eru frelsishugsjónir byltingarinnar, sem þar með hafa verið bann- færðar, og yfirdrottnunarstefna keisaranna, sem aftur hefir ver- ið sett í hásætið. En ekki eru það glæsilegar horfur fyrir friðinn, frelsið og lýðræðið í Evrópu, sem nú eru að opnast við það að sovét- stjórnin lætur þannig grímuna loksins falla. Hingað til hefir þó óvissan um afstöðu Sovét Rúss- lands verið nokkur hemill á yfirgangi Hitlers. En nú virðist sá tími hinsvegar óðum vera að nálgast, að hann þurfi ekki ein- asta að vera algerlega óhrædd- ur við alla bakskelli frá sálu- félaga sínum og stéttarbróður, Stalin, austur í Moskva, heldur muni hann þvert á móti eiga þar hauk í horni um aðdrætti á olíu, stáli og öðru því, sem hann vanhagar um til að geta gert nágrannalönd Þýzkalands hinn- ar nazistisku siðmenningar að- njótandi. Það má mikið vera, ef árang- urinn af þessum breyttu við- horfum á ekki eftir að sýna sig áður en langt um líður í Dan- zig. finli Tékkóslóvakín afhent Þýzkalandi! Alnjéðabankion i Basei gerði Jiað án vitnndar bankaráðsins! LONDON i gærkveldi. FO. RANSKIR BANKAR hafa strengilega mótmælt því, að gull Tékkóslóvakíu hefir ver- ið afhent Þýzkalandi, og gerir Bonnet, utanríkismálaráðherra Frakka, þannig grein fyrir mót- mælunum, að afhendingin hafi verið ákveðin af forseta alþjóða- hankans í Bazel, án þess að tal- að væri við bankaráðið, þar sem Frakkar eiga fulltrúa. Forseti alþjóðahankans er brezkur maður. Nýlega kom mál þetta til um- ræðu í brezka þinginu, og skýrði fjármálaráðherra Bretlands; sir John Simon, svo frá, að ákvarð- anir um afhendingu og meðferð þessa gulls yrðu aðeins teknar af stjórn alþjóðabankans, og berzka stjórnin hefði ekkert vald til að láta það mál til sín taka. PULLTRÚAFUNDI Sjúkrasamlaganna var slitið síðdegis á miðvikudag. Heimsóttu fulltrúarnir að fundinum loknum skrifstof- ru Sjúkrasamlags Reykja- víkur og Tryggingarstofnun- ar ríkisins, en síðan komu þeir allir saman í sameigin- legu hófi. Alþýðublaðið hefir áður skýrt lauslega frá þeim málum, — sem rædd voru á fundinum. Voru þau öll auk þess rædd ná- kvæmlega í hinum ýmsu nefnd- um og ályktanir þar gerðar sem fundurinn síðan tók afstöðu til. Aðalályktanir fundarins verða samlögin eða stjórn Tryggingar- stofnunar ríkisins að ræða við alþingi og ríkisstjórn, enda verða t. d. tillögur fundarins um breytingar á lögunum um al- þýðutryggingar auðvitað að leggjast fyrir alþingi. Iðgjöld sjómanna. Undanfarið hefir verið á- greiningur um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Samkvæmt siglinga- lögunum ber útgerðarmönnum, eins og kunnugt er, að bera kostnað af sjúkdómum sjó- manna meðan þeir eru skráðir á útveg þeirra. Sjómenn hafa hins vegar víðast hvar orðið að greiða fult iðgjald til sjúkra- samlaganna til þess að njóta fullra réttinda í þeim. Sjúkra- samlögin, og raunar sjómenn líka, vilja koma því svo fyrir, að útgerðarmenn greiði iðgjöld- in fyrir sjómennina fyrir þann tíma, sem þeir eru skráðir og að samlögin greiði síðan kostnað við sjúkleika þeirra, en útgerð- armenn beri auðvitað eftir sem áður aðra áhættu samkvæmt siglingalögunum. Um þessi mál hafa ekki tekist samningar milli útgerðarmanna og samlaganna og samþykti fundurinn áskorun á alþingi um að breyta lögunum um alþýðutryggingar á þá leið að það geti ekki orðið neitt vafamál, að útgerðarmönnum beri að greiða til samlaganna iðgjöld lögskráðra sjómanna. Óhæfilegur kostnaður við sérlyfin. Þá var allmikið rætt um það á fundinum, að kostnaður sam- laganna við sérlyf og vitamin- lyf sé orðinn ískyggilega hár og fer hann sífelt vaxandi. Nam t. d. kostnaður af vitaminlyfjum 10% af öllum lyfjakostnaði Sjúkrasamlags Rvíkur s.l. ár og hefir farið vaxandi síðan. — Fulltrúafundurinn ákvað að fela Tryggingarstofnun ríkisins að gera ráðstafanir til þess að notkun þessara lyfja og annara sérlyfja verði tak- ----------4---------- mörkuð. Til eru önnur lyf, sem eru samsett á sama hátt og þessi svokölluðu sérlyf og gera sama gagn, en eru margfalt ódýrari. Hellbrigðisstjórnin hefir gefið út skrá um þessi lyf og er nú til- ætlunin að framvegis greiði samlögin aðeins % verðs þess- ara tilsvarandi lyfja, sem eru jafngóð og hin svokölluðu sér- lyf. Lyfin þurfa að lækka. Þá skoraði fulltrúafundurinn á alþingi að fella niður tolla á lyfjum og á heilbrigðisstjórnin að lækka lyfjataxtana. Um sambandið milli sjúkratrygg- inganna og slysatrygginganna var og mikið rætt. Hölluðust fundarmenn að því fyrirkomu- lagi að samlögin taki að sér alla sjúkrahjálp hinna slysatryggðu manna, sem í samlögunum eru, en slysatryggingarnar greiði síðan aftur þennan kostnað til sjúkratrygginganna. Kynsjúkdómarnir og sam- lögin. Þá hefir verið ágreiningur milli sjúkrasamlaganna og rík- isframfærslunnar um það, hverjum beri að greiða kostn aðinn við kynsjúkdómasjúk- linga. Sjúkrasamlögin telja sig ekki eiga að bera þennan kostn- að. Skoraði fulltrúafundurinn eindregið á alþingi að breyta orðalagi laganna um alþýðu- tryggingar svo, að það verði al- veg tvímælalaust, að kostnaður við kynsjúkdómasjúklinga hvíli hér eftir sem hingað til á ríkis- framfærslunni. Varasjóður samlaganna. Fundurinn samþykti að stofna varasjóð sjúkrasamlag- anna og eiga 3% af heildartekj- um sjúkrasamlaganna að renna í þennan varasjóð. — Verður sjóðurinn geymdur í vörzlum Tryggingarstofnunar ríkisins. Er gert ráð fyrir, að þetta hundraðs gjald gangi til þess að mynda varasjóði fyrir hin ein- stöku samlög til viðbótar sjóðs- eignum þeirra nú, og sé þessi hluti varasjóðanna geymdur í vörzlu Tryggingarstofnunar rík- isins. Jafnframt samþ. fundur- inn, að leita til ríkisstjórnarinn- ar um að nota heimild alþýðu- tryggingalaganna til að koma á fót Jöfnunarsjóði sjúkrasamlaga með tillagi frá atvinnurekend- um, þar sem varasjóðir samlag- anna ekki verða nægilega styrlc- ir fyr en eftir nokkur ár. Þróun alþýðutrygginganna. Það hafði kostað Alþýuflokk- inn fjölda mörg ár að berjast fyrir alþýðutryggingum, áður en lögin voru samþykkt á alþingi — og andstöðuflokkarnir sér- staklega Sjálfstæðismenn sýndu þessu mikla hagsmunamáli al- þýðunnar fullan fjandskap með- an nokkur kostur var — og þar til að Alþýðuflokkurinn hafði unnið málinu svo mikið fylgi, að þjóðin var yfirleitt orðin með málinu. Því var hins vegar yfir lýst hér í blaðinu daginn eftir að lög- in voru samþykkt og í ræðu Haralds Guðmundssonar á al- þingi nóttina, sem þau náðu samþykki, að það væri langt frá því. að lögin væru þann veg, sem Alþýðuflokkurinn hefði helzt kosið. Hinsvegar væri nú grundvöllurinn lagður að trygg- ingunum og nú hæfist baráttan fyrir því, að fá þeim breytt í fullkomnara horf. En jafnvel eftir það, að lögin voru samþykkt, var þeim sýnd- ur fullur fjandskapur úr vissri átt og er það í ferskustu minni, þegar Vísir birti níðkveðskap eftir eitt leirskáld sitt um trygg- ingalögin. Smátt og smátt, jafn- hliða því, sem almenningur hefir kynst betur lögunum, hefir skilningur hans farið vaxandi á þeim. — Alþýðuflokkurinn mun, eins og hingað til, berjast fyrir fullkomnari tryggingum svo að æfi þeirra sem verst eru settir í lífinu, verði nokkuð ör- uggari en áður var. Er það gott, að fulltrúafund- ur sjúkrasamlaganna hefir lagt nokkurn skerf til þessarar um- bótabaráttu. Eiríkor finðJénssoB skésmiðir 75 ára. EIRÍKUR GUÐJÓNSSON I dag er 75 ára Eiríkur Guð- jönsson skósmiður á Hverfisgötu 98 A, en skósmíðavinnustofu sína hefir hann á Laugavegi 76. — Þrátt fyrir öll þessi mörgu ár, ber Eiríkur ellina vel og vinnur dagleg störi sín af elju og dugn- aði. Hann er enn ungur í anda og fylgist með í opinberum mál- um, eins og maður, sem er ungur og fullur af fjöri. Hann hefir alla tíð verið göður Alþýðuflokks- maður og lesandi Alþýðublaðsins frá því fyrsta sem það kom út. yill biaðið í dag færa honum al- úðarfyllstu hamingjuóskir með þökkum fyrir öll liðin ár. Mferðir Steindðrs; Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akranes. Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. og föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Ms. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með ú t v a r p i . Stelndér, Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. Landssýning baraaskólanna verður opnuð sunnudaginn 25. júní í Austurbæjarskólanum. Kl. IV2 hefst skrúðganga skólabarna frá leikvangi Mið- bæjarskólans. í fararbroddi skrúðgöngunnar ganga skátar, leikfimi- og söngflokkar frá barnaskólunum. Kl. 2 á leikvangi Austurbæjarskólans: , 1. Hópsöngur barna (frá nokkrum skólum). 2. Ræður: Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri. Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar. Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri. Sig. Thorlacius formaður S. í. B. 3. Leikfimisýningar (skólabörn). 4. Hópsöngur barna. Aðgöngumiðar að leikvangi Austurbæjarskólans kosta 1,00 kr. fyrir fullorðna og 0,25 kr. fyrir börn, og gilda þeir einn- ig að skólasýningunni á sunnudag. Skólabörn, sem taka þátt í skrúðgöngunni, hafa ókeypis aðgang að leikvanginum. Akraies — Borgarnes. Áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudaga strax «ftir komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi kl; 1 e. h. Fagra- nesið fer til Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 síðdegis. Mapnús Gunniaupsson, bifreiðarstjðri. Hraðferðir B. S. A. Alia daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð ís- sími 1540. Bifreiðastðð Akureyrar. Bilsðngrabókin styttir leiðina um helming. Er seld á götunum, hjá Ey- mundsen, Bókav. ísafoldarprentsmiðju og við brott- för bíla úr bænum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.