Alþýðublaðið - 26.06.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.06.1939, Blaðsíða 1
BEESTléBI: F. B. VALDSMABS80N írmmmmi alþýduflokkikinh XX. ABOAN€RJB MÁNUDAGINN 26. JÚNÍ 1939 143. TÖLUBLAÐ ]Frá biskupsvígslunni í gær. ----------------- Alvarlegt ástand við iaiida- mæri MongoUu og Mansjúkuo. ——-----------?------------------ Stöðugir bardagar milli Rússa og Japana, bæði á landi og í íofti síðan 11. maí í vor! Myndin er tekin í dómkírkjunni á því augnabliki þegar biskups- eiðurinn er tekinn af hinum nýja biskupi. Fyrir altarinu frá hœgri til vinstri: Séra Friðrik Rafnar vígslubiskup, Dr. Jón Helgason, fráfarandi biskup, sem framkvæmdi vígsluna, og séra Bjarni Jónsson vígslubiskup. En fyrir framan þá krýpur hinn uýi biskup, séra Sigurgeir Sigurðsson. Sjá frásögn af athöfninni á 3. síðu blaðsins í dag. Tveim drengjum bjargað frá drukuun ð sMastn stnndn. —m Bátnum hvolfdi á ytri höfninni, en manni, sem staddur var á Arnarhöli töbst að nera aðvart í tíma. ¥ AUST eftir klukkan 3 í *~ gærdag lá við stórslysi á ytri höfninni. Voru tveir unglingspiltar, þeir Gunnar Bjarnason, Marargötu 7 og Guðjón Bjarnason, Mímis- vegi 6, á skemmtisiglingu töluvert fyrir utan Rauðar- árvíkina, þegar bátnum hvolfdi. Fyrir snarræði Snæ- björns Eyjólfssonar, er tók eftir slysinu frá Arnarhóls- túni, og lögreglunnar, tókst á síðustu stundu að bjarga drengjunum. Gunnar og Guðjón voru búnir að sigla töluvert á ytri höfninni, og tókst siglingin vel hjá þeim, þrátt fyrir töluverðan vindstrekk- ing. Þegar peir voru um 2000 metra fyrir utan Rauðarárvíkina, ætluðu þeir að snúa bátnum við og halda heim á leið. Vildi þá svo illa til fyrir þeim, að segl- stag slitnaði, en um leið hvolfdi bátnum, og losnuðu þeir við hann. Báðir piltarnir voru syndir. Heppnaðist þeim að synda til bátsins og tókst með miklum erfiðismunum að snúa honum við- Héldu þeir sér nú dauðahaldi í'bátinn fullan af sjó •og morandi í kafi. Þegar þessi atburður var að gerast þarna úti á sjónum, var á Arnarhólstúni staddur Snæ- björn Eyjólfsson. Sá hann þegar bátnum hvolfdi og hljóp strax til bifreiðastöðvarinnar Bifröst og hringdi þaðan til lögreglunn- ar og tilkynti henni slysið. Brá lögreglan þegar við og sendi sveit sinna færustu sund- mánna til slysstaðarins. Svo heppilega vildi til, að einn af bátum hafnarinnar var í full- um gangi og vélamaðurinn um borð, þegar lögregluþjónarnir komu niður að höfninni. Var þegar haldið út til slys- staðarins og komið svo fljótt á staðinn að drengjunum varð bjargað. Voru þeir mjög illa á sig komnir, rennvotir og kaldir. Hrestust þeir þö furðu fljótt og voru í gærkveldi bunir að ná sér til fulls. Telja verður víst, að þarna hafi þrent sameinast til bjargar drengjunum: snarræði Snæbjam- ar og lögreglunnar, og ekki hvað sízt það lán, að báturinn skyldi .vera í gangi, því það tekur altaf langan tíma að hita bát. Skemtisiglingar unglinga hafa mjög aukist nú á síðustu tímum, og er ekki nema gott eitt við því að segja. En það verður að vara. siglingamennina alvarleigja viðí því, að hætta sér langí út á með- an peir ekki kunna fullkomlega með bátana að fara, né eru færir Um að bjarga sér til lands, ef ó- happ skyldi koma fyrir. Slðfckviliðið kall að út í jorgnn. ¥ MORGUN á tíunda tíman- ¦¦¦ um var slökkviliðið kvatt á Grettisgötu að vagnaverk- stæði Kristins Jónssonar. Hafði kviknað þar í hefil- spónum í kjallaranum út frá miðstöðinni. Engar skemdir urðu á húsum, af eldinum, en nokkrar skemd ir urðu af vatni. Slökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva. LONDON í morgun. FU. « JÁTAÐ var í Moskva í gærkveldi, að bardagar hefðu átt sér stað á landamærum Mansjúkúó og Mongólíu, og hefir ekki áður verið getið um bardaga þessa í fregnum frá Moskva. í tilkynningu frá hinni opinberu fréttastofu sovét- stórnarinnar segir, að bardagar hafi farið þarna fram alt frá 11. maí, bæði á landi og í lofti, en þennan dag hafi 120 flugvélar Japana og Mansjúkúómanna ráðist inn yfir landa- mæri Ytri-Mongólíu, en 95 flugvélar Mongólíumanna og Rússa hafi snúist gegn þeim til varnar. í þessari rússnesku tilkynningu er enh fremur borið á móti þeirri fregn frá Japönum um þessa atburði, að Rússar hafi mist 130 flugvélar síðan á laugardag í fyrri viku. Ástandið í Tientsin hef ir ekki * breyzt, og í gær voru ýmsir brezkir þegnar enn flettir klæð- um og rannsakaðir. Þannig var brezkur maður, Finlay að nafni, og kona hans, sem er þýzk að ætterni, afklædd utan við hið brezka forréttindasvæði, og eins var farið með Mr. Cecil Davies, erindreka Nýja Sjálands, sem flettur var klæðum og rannsak- aður öðru sinni, Þá herða Jap anir á eftirlitinu með skipaferð- um á fljótinu, og hefir verið leitað í nokkrum brezkum skip- um. Mjólkurskortur gerir nú vart við sig á hinu bannlýsta svæði í Tientsin, og er þetta einkum bagalegt fyrir sjúkrahúsið á staðnum. Hátfðleg opnun skóla« sýningarinnar í gærdag ----------------» Yf ir þúsund bðrn í skrúðgöngu um bæinn ¥ ANDSSÝNING barna- ¦^-4 skólanna var opnuð í gær með mikilli viðhöfn. Kl. 1V2 söfnuðust skóla- börn saman í Miðbæjarskól- anum og gengu fylktu liði í Austurbæjarskólann. Voru margir fánar bornir í göng- unni, en í fararbroddi gengu skátar. Voru börnin í göng- unni um eða yfir 1000. 1 garði Austurbæjarskólans hafði safnast saman nokkuð margt og tilefni var til Hafði margt og tilefn ivar til. Hafði verið komið fyrir ræðupalli og hátalara. Eftir að börnin höfðu fylkt liði í garðinum, tók söngflokkur barnanna sig út úr og tók sér stöðu á einum tröppunum. Voru það bæði börn úr barnaskólun- um hér og úr Vestmannaeyjum, en börnin úr Vestmannaeyjum komu 90 saman hingað með Ægi síðast liðið föstudagskvöld. Eftir að Jón Sigurðsson hafði Frh. i i. sí&ti. Englendingar nnnn Yíking. Gestirnir beita Ijót- um bellibrðgðum. KAPPLEIKURINN í gær milli Englendinga og Víkings var ekki sérlega skemtilegur né við- burðaríkur. Allmikill stormur var, og lá knötturinn alla jafna á öðrum vallarhelmingnum. í liði Englendinga kepti Mr. Devine, þjálfari Vals, og með Víkingum keptu Björgvin Schram og Frimann Helgason. Voru þess- ir tveir og beztu menn liðsins. Gunnar Akselsson dæmdi leikinn vel. Víkingar léku undan vindi í fyrri hálfleik og þrátt fyrir nokk- úr sæmilega skipulögð upphlaup Englendinga, lá knötturinn oftast- nær á Vallarhelmingi þeirra, en Víkingum tókst ekki að setja mark, vegna mistaka við það. Fyrri hálfleik lauk. með 0:0. — í 'síðari hálfleik lygndi allmikið og gekk lengi i þófi, án þess að mark yrði sett. En þegar um 25 mínútur voru af hálfleiknum, skoruðu Englendingar mark. Varð leikurinn nú nokkru grófari, og beittu Englendingar oft belli- brögðum, lögðust á axlir leik- manna, brugðu þeim eða jafnvel slóu þá. Er óvenjulegt að sjá mikið af slíku hér — og vilja íslendingar sízt læra þetta af þeim; en Víkingar virtust þó of námfúsir á þetta. Eftir skamma stund settu Englendingar annað mark, og lauk leiknum þannig með 2:0. Af Víkingum voru beztir Hauk- ur Óskarsson, Isebarn, sem fékk of lítið að gera, varamaðurinn Vilberg, og sérstaklega vel lék Gunnar Hannesson, sem aldrei hefir sýnt jafn gððan leik og skildi vel stöðu sina með Fri- manni. Næsti og síðasti leikur Eng- lendinga er við úrvalsliðið á mið- vikudag. Verður úrvalsliðið á- kveðið í kvöld. Reykholt. Sumargistihúsið í Reykholti er opnað. Skentnn AipfðflfL- félaganna v!ð Sigríð- arstaðasfcög ¥ar nl sótt. Til skemtnnar vorn ræðuhðld, sðngnr, leikir og dans. /% LÞÝÐUFLOKKSFÉLÖG- ¦**¦ IN á Akureyri og Dalvík héldu útiskemtun við Sigríðar- staðaskóg í Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyjarsýslu í gær.Var skemtunin ágætlega sótt og fór hið bezta fram. Upphaflega var ákveðið, að Al- þýðuflokksfélagið á Húsavík tæki líka þátt í skemtuninni, en þegar til þess kom, voru öll far- artæki upptekin í Ásbyrgisferð- um, en þar söng Karlakór Reykjavíkur í gær. Á skemtun Alþýðuflokksfé- laganna við Sigríðarstaðaskóg fluttu erindi Stefán Jóhann Stefánsson félagsmálaráðherra, Finnur Jónsson, Jón Sigurðsson og Erlingur Friðjónsson. Fé- lagar úr F. U. J. á Akureyri skemtu með söng, Á eftir skemtu menn sér við reiptog, leiki og dans fram eftir nóttu. Síldin að koma? Frá fréttaritara Alþýðublaðsins SIGLUFIRÐI í dag. Eitt skip er á leið til Siglu- fjarðar með 400 mál af síld, sem það fékk út við Grímsey í nótt. Nbkkur önnur skip fengu dá- litla slatta. Flugvélin flaug í morgun í síldarleit, og sá hún þrjár stór- ar torfur hjá Mánáreyjum og tvær torfur út af Sléttu. Veður er gott og fagurt fyrir öllu Norðurlandi í dag. Innbrot í nótt í Vinnufatagerð* ina við Þver- götu. INÓTT var framið innbrot í Vinnufatagerðina við Þvergötu og stolið þar nokkru af peningum. Hafði verið farið inn á þann hátt, að brotinn var gluggi, og skriðið þar inn. Var síðan brot- inn veggskápur og peningum stolið þaðan. í ÍRSt- ur-Skaftafellssýsln stenð ur yfir. ¦ £ JuT OSNING á alþingismanni **¦ fyrir Austur-Skaftafellssýslu íór fram í gær. Þrír menn voru i kjöri, eins og kunnugt er. Kjörsókn var mjög mxkil. Talning atkvæða hofst í dag kl. 2 að Hólum, og verða ú'rslit kunn um kl. 7 í kvöld. Fjðgur ráðimeyti í nersku stjérntnni endurskipuð. Torp verður fjármálaráðlierra, Stðstað félagsmála- ráðberra, Me viðskipta- og Tromsoe dðmsmáiaráth. K.höfn í gærkveldi. FÚ. /1 LLMIKLAR breytingar **• hafa verið gerðar á norska hafa verið gerðar á norksa ráðuneytinu. Bergsvik f jármálaráðherra hefir látið af embætti, en í hans stað kemur Torp, áður félags- málaráðherra. Við embætti félagsmálaráð- herra tekur aftur formaður þing flokks jafnaðarmanna, Stöstad óðalsþingforseti. Þá hefir og Madsen viðskipta- málaráðherra látið af störfum, en í hans stað kemur Lie, áður dómsmálaráðherra. Við dómsmálaráðherraem- bættinu tekur Wold Tromsoe dómari. Ekki er talið, að þessi ný- myndun stjórnarinnar hafi nokkur áhrif á stefnu norsku stjórnarinnar, sem menn hyggja að verða muni söm og verið hef. ir. Noreka stjórnin h«tir nú af- Oscar Torp, forseti norska Alþýðuflokksins, sem síðan 1935 hefir verið fé- lagsmálaráðherra, en nú tekur við fjármálaráðherraembættinu. numið bannið við útflutningi sildaxmjöls, sem sett var á fyrir nokkm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.