Alþýðublaðið - 26.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.06.1939, Blaðsíða 3
MÁNUDAGINN 26. JÚNÍ 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ >3-------------------i > ALÞYÐUBLAÐIÐ KITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: jéNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsia, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 49p2: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). "".96: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN «--------------------♦ Earnakenn ararnir. VIÐ hliðina á verkamönn- um, sjómönnum, bændum og iðnaðarmönnum, sem bera uppi þjóðfélagið með fram- leiðslu lífsnauðsynjanna, eru barnakennararnir, sem ala upp hina ungu kynslóð og búa hana andlega undir lífið, vissulega sú stétt manna, sem mest á- byrgð hvílir á í þjóðfélaginu, og ef til veill meiri ábyrgð á hverj um einum, en á nokkrum ein- staklingi sjálfra framleiðslu- stéttanna. Það var sagt eftir hið örlaga- ríka stríð milli Þjóðverja og Frakka árin 1870—1871, að það hefðu verið þýzku barnakennar- arnir, sem sigurinn hefðu unnið á Frökkum, þar sm alþýðu- menntun var þá á miklu lægra stigi, en með Þjóðverjum. Þessi frægu ummæli, sem lesa má í flestum kennslubók- um í sögu síðan, eru fyrir okk- ur aðeins einn vottur þess, hve mikla þýðingu starf barnakenn- aranna er hvarvetna um heim talið hafa fyrir örlög þjóðanna. Því að við höfum engan her og hjá okkur verður hlutverk barnakennaranna vonandi aldrei það, að ala ungu kynslóðina upp í hermannlegum dyggðum, ef dyggðir skyldi kalla. En þýðing barnakennaranna er engu minni fyrir það hjá okkur, en hjá öðrum þjóðum. Þvert á móti. Við lifum í landi, sem fram á síðustu áratugi hefir verið langt aftur úr umheimin- um í allri menningu, bæði verk- legri og andlegri. Verkefnin eru því óþrjótandi. En það þarf bæði vakandi önd og vinnandi hönd til þess að rísa undir þeim. Og það er ef til vill ekki að eins rniklu leyti undir neinum kom- ið, hvort þjóðin öðlast það fram- tak, þann áhuga og þann aga, sem til þess þarf, eins og barna- kennurunum. Það er vissulega ekki lítill þáttur, sem barnakennararnir hafa átt í þeim átökum, sem gerð hafa verið hjá okkur síðustu áratugina til þess að ná umheiminum og skapa menn- ingu, verklega og andlega, sam- bærilega við hans, þó að þess þáttar gæti ekki eins mikið á yfirborðinu eins og sumra ann- ara, af því að hann er fyrst og fremst falinn í andlegu undir- búningsstarfi. Og þó mun á- reiðanlega leitun á því, að barna kennarar hafi 1 starfi sínu átt við svo andstæð skilyrði og erfið lífskjör að búa, eins og í okkar strjálbýla og fátæka landi. Því undursamlegra er það, sem á fá- um áratugum þegar á hefir unnizt. Barnakennararnir okkar líta nú þessa dagana yfir fimmtíu ára félagssamtök sín fyrir hvoru Um 80 prestar viðstadd" ir biskupsvigsiu í gær. SIGURGEIR SIGURÐSSON var vígður biskup yfir ís- landi í gær og fór athöfnin fram í dómkirkjunni. Var hún ákaflega hátíðleg og voru viðstaddir um 80 prestar víðs vegar að af landinu. Vígsluna framkvæmdi fráfarandi biskup, dr. Jón Helgason. Rétt fyrir kl. 10 í gærmorg- un söfnuðust prestar saman í alþingishúsinu og gengu þaðan til kirkju. Gengu próf- astar fyristir, — þá biskups- sveinar, — þá Jón Helga- son biskup og biskupsefnið, séra Sigurgeir Sigurðsson, síðan vígslubiskuparnir og síðan vígsluvottar. Prestar og biskupar ganga í kirkju. Þegar prestar gengu í kirkju, var hún orðin svo að segja full- skipuð fólki. Þar voru mættir, auk forsætisráðherra og annara fyrirmanna, sendiherrar er- lendra ríkja í fullum skrúða. Prestar tóku sæti framan við kór, en biskupar, vígsluvottar og biskupssveinar gengu til skrúðhúss. í kórdyrum tóku sér sæti tveir prestar: Halldór Kol- beins og Friðrik Friðriksson og er forspilinu var lokið, las Hall- dór Kolbeins inngangsorð og bæn, en síðan var sálmurinn „Nú syng þínum drottni guðs safnaðar hjörð“ sunginn. Að þessu loknu gengu prestarnir Garðar Þorsteinsson og Jón Þorvarðarson í Vík fyrir altari og höfðu altarisþjónustu. Var þá sunginn sálmurinn „Víst ert þú Jesús kóngur klár.“ En síðan lýsti séra Friðrik Hallgrímsson vígslu. Talaði hann út frá text- anum: „Þeir báðust fyrir og lögðu hendur yfir þá,“ en þessi orð eru úr postulasögunni og lýsa siðum frumkristninnar. Er hann hafði talað, las hann upp æfiágrip biskupsefnis, en síðan var sunginn sálmurinn „Lofið guð, ó lýðir göfgið hann.“ tveggja í senn: aukinni mennt- un meðal þjóðarinnar og bætt- um skilyrðum, andlegum og efna legum, fyrir kennarastéttina sjálfa til þess að leysa hið vandasama starf sitt af hendi. Það er mikill framfarahugur, er lýsir sér í þeirri þríþættu afmæl ishátíð, sem þessa og næstu viku fer fram hér í bænum: kenn- araþinginu sjálfu, uppeldismála- þinginu og landssýningu barna- skólanna, þar sem sjá má glæsi- legt sýnishorn af þeim árangri, sem náðst hefir á allra síðustu árum með aukinni menntun kennarastéttarinnar sjálfrar og bættum skilyrðum í barnaskól- um landsins. En það verður varla sagt, að þjóðin hafi sýnt það enn í verki, að hún kunni að meta að fullu það starf, sem barnakennararnir um land allt inna af hendi, með því að búa þannig að þeim efna. hagslega, að þeir geti helgað sig óskifta hinu þýðingarmikla hlutverki sínu. Enn eiga barna- kennararnir við launakjör að búa, sem fjarri eru því, að geta talizt viðunandi og allt réttlæti krefst, að verði tekin til ræki- legrar endurskoðunar í náinni framtíð. Þau tilmæli, sem hið nýafstaðna kennaraþing sam- þykkti þar að lútandi, geta vissulega hvorki talizt ótíma- bær né ósanngjörn, enda munu þau hafa fullan skilning og sam- úð hinna vinnandi stétta á með- al þjóðarinnar, hvað, sem öðr- um líður. Meðan þessi sálmur var sung- inn, gengu biskupar, biskups- efni og vígsluvottar úr skrúð- húsi í kór, en fyrir þeim gengu biskupssveinar. Voru það yngstu prestarnir, þeir séra Sig- urbjörn Einarsson og séra Guð- mundur Helgason. Jón Helga- son biskup og vígslubiskuparnir Friðrik Rafnar og Bjarni Jóns1 son gengu inn að altari. Bisk- upssveinar tóku sér stöðu sinn hvoru megin við altari og stóðu þar meðan athöfnin fór fram. Vígsluræða biskups Jóns Helgasonar. Nú hófst vígslsöngur á lat- ínu milli biskups og safnaðar og flutti biskup bæn. Síðan hóf biskup vígsluræðu sína. Tálaði hann út frá þessum orðum í 15. kap. Rómverjabréfsins: „En guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda.“ Var ræðá biskups kraftmikil og snjöll. — Hann talaði um réttlætið og kærleikann og lagði sérstaka á- herzlu á, að aðall kærleikans væri þjónustan fyrir aðra. Biskup mælti þau orð í lok ræðu sinnar til hins nýja biskups, að inntak allra óska og bæna hon- um til handa, væri að hann mætti hallast í trúnni að brjósti drottins Jesú Krists. Er biskup hóf þessa ræðu sína, gengu vígsluvottar til sætis, en hinn nýi biskup kraup áfram við gráturnar. Er biskup hafði lökið ræðu sinni, stóðu vígsluvottar aftur upp og tóku sér stöðu eins og áður við hlið hins nýja biskups, sem reis nú á fætur. líver vígsluvottur las nú valinn kafla úr ritningunni. Las séra Ólafur Magnússon prófastur í Arnarbæli fyrstur, þá Þorsteinn Briem prófastur á Akranesi, síðan Jósep Jónsson prófastur á Setbergi og loks Friðrik Hall- grímsson prófastur, en á milli lesturs prófastanna voru sung- in vers úr sálminum „Andinn guðs lifanda á himnanna hæð.“ Þegar lokið var við að syngja sálmrnn, hófst sjálf aðal vígslu- athöfnin, biskupsheitið og vígsl- an. Hinn nýi biskup vinnur bisk- upsheitið. Biskup ávarpaði vígsluþega nokkrum or'ðum, og lauk þeim þannig: „Lofar þú mér fyrir augliti allsvitanda guðs að gegna öllum störfum þínum með ár- vekni og trúmensku eftir þeirri náð, sem guð gefur þér til þess?“ En vígsluþegi svaraði hátt og skýrt: „Já.“ Biskup sagði því næst: „Gef mér þá hönd þína því til staðfestu.“ Vígsluþegi rétti biskupi hönd sína og kraup því næst aftur á kné. En biskup hélt áfram: „Svo fel ég þér á hendur hið heilaga biskupsemb- I ætti og ...“, um leið og hann mælti síðasta orðið lagði hann hönd sína yfir höfuð vigsluþega og vígsluvottar gerðu hið sama, en síðan hélt biskup áfram: „vígi þig til biskups í nafni guðs föður, sonar og heilags anda. Amen.“ Biskup flutti nú bæn, sem lauk meö „FaÖir vor,“ og að því loknu mælti biskup: Hinn nýi biskup: SIGURGEIR SIGURÐSSON „Segjum allir af hjarta við því: Amen,“ og vígsluvottar svöruðu: „Amen,“ en biskup hélt áfram: „í Jesú nafni, Amen.“ Var að þessu loknu sunginn sálmurinn: „Guð helgur andi, heyr oss nú.“ Ræða hins nýja biskups. Þegar búið var að syngja fyrsta vers þessa sálms, gengu biskup og vígsluvottar til skrúð- húss, en er lokiÖ var við að syngja sálminn, var hinn nýi biskup kominn upp í predikun- arstólinn og hóf nú ræðu sina. Biskup talaði út frá efninu: „Hinn glataði sonur.“ Var ræðan hin þróttmesta og afburða snjöll: Sonurinn er á leið heim til föður síns. Áður en hann kemst heim, sér faðirinn til ferðar hans og hleypur á móti honum. Kirkjan á að leiða mennina heim. Hún á að kveikja á larnpa kærleikans og vinna í anda hans. Biskup kall- aði á æskuna. Kirkjan á að vera heimili allra. Hann mintist á trúarbragðadeilur og hvatti ti) umburðarlyndis, þó að skoðanir kynnu að skiftast. Við verðum að gera kærleikann að sterkasta aflinu í þjóðlífi voru. Þjónar kirkjunnar eru þess albúnir, að færa fórnir og taka upp baráttu fyrir hugsjónum kirkjunnar. Ef kirkjan kemur til fólksins, þá eignast hún ást þess. Þjóðin þarf að koma öll til kirkjunnar. Fólkið er kirkjunnar helgasta skraut. Ég tek við embætti mínu með björt- um vonum; ég elska lífið og starfið og horfi hugdjarfur til framtíðarinnar. Að biskupsvigslunni lokinni var altarisganga, og gekk hinn nýi biskup meðal margra presta og skylduliði sínu til altaris. At- höfninni lauk með því, að sung- inn var sálmurinn: „Virztu guð að vernda og styrkja.“ Var söng- urinn í kirkjunni ákaflega til- komumikill, enda margt presta viðstaddir. — Organleikari var Kristinn Ingvarsson. Biskupsvigsla er tilkomumikil athöfn. Síðast fór biskupsvigsla fram fyrir 22 árum, eða 1917. Ódýrt Hveiti í 10 lb. pokum 2,25 Ilveiti í 20 lb. pokum 4,25 Hveiti í lausri vigt 0,40 kg. Strásykur 0,65 kg. Molasykur 0,75 kg. Spyrjið um verð hjá okkur. BRGKEA Símar 1678 og 2148. Tjarnarbúðin. — Sími 3570. Jén Axel Pétnrsson svarar ritstj. Vísis* . —■» •— . ; * r| AGBLAÐIÐ VÍSIR gerir mér þann vafasama heið- ur á laugardaginn, að bendla mig við pex þeirra Jónasar Jónssonar og ritstjóra blaðsins út af heiðarleik kvenna af „betri heimilum hér í bænum.“ Virðist umhyggja ritstjórans fyrir betri borgara dætrum þessa bæjar ekki meiri en svo, að hann jafn- vel vilji vinna það til. að á þær sannist samband við kínverska sjómenn, ef það gæti orðið til þess að kasta að einhverju leyti rýrð á mína lítilfjörlegu per- sónu. Iiins vegar virðist þessi umhyggja ritstjórans ekki ná til annara kvenna í bænum. En það var ekki þetta, sem ég ætlaði að ræða um í sambandi við skrif ritstjórans. Hann getur þess, að hann hafi hringt á heimili mitt, en ekki náð tali af mér daginn, sem blaðið kom út. Segir blaðið, að ég hafi verið sofandi, vegna þess, að ég hafi haft næturvakt. Það er rétt, að ég hafði næturvakt aðfaranótt laugardags, en ég fór ekki að sofa á laugardaginn fyr en kl. IV2 um daginn. Blaðið Vísir kom út kl. um 3. Allir, sem kunnir eru útgáfu Vísis, vita það, að það líður alllangur tími frá því, að gengið er frá blaðinu í prentun, og þar til að blaðið kemur út. Það virðist því vera alveg ljóst, að annað hvort hefir ritstjórinn alls ekki hringt á heimili mitt, eða, að hann hefir hringt eftir að blaðið var kom- ið í prentun, með þessari ritsmíð hans. En út af þeirri fyrirspurn, sem ritstjórinn segist hafa ætlað að beina til mín, skal þetta tek- ið fram: Engin bréf frá kínverskum sjómönnum fóru með mér í land úr umræddu skipi, þó að ég að sjálfsögðu hefði tekið fyrir þá bréf, sem hefðu átt að fara í póst, eins og aðra sjómenn, sem iðuglega biðja um slíkt um leið og hafnsögumaðurinn yfirgefur skipið. Það breytir engu frá mínu sjónarmiði, hvort það eru gulir eða hvítir menn, sem um slíkt biðja, eða hvort mennirnir sem bréfin senda, eða eiga að fá þau, eiga heima í Kína eða á íslandi. Fyrst á annað borð er farið að ræða um Kínverja í sam- bandi við þetta mál, þá þykir mér rétt að táka það fram, að mín kynni af kínverskum sjó- mönnum, einnig þeim, sem voru á þessu umrædda skipi, eru ekki lakari að neinu leyti en af ann- ara þjóða sjómönnum. Þeir eru yfirleitt prúðir og kurteisir. — Annars er öll þessi froðu- mælgi um sjómennina og kven- fólkið hrein viðurstyggð og gef- ur til kynna, að hlutaðeigandi skriffinnar vilji láta líta svo út, sem sjómennirnir séu einhverjir glæframenn, en þeir, sem í landi vinna, hreinustu englar. ■* Jón Axel Pétursson. Ungllngavlnna. Þeir piltar, sem sækja vilja um unglingavinnu í sumar, komi til skráningar næstkomandi mánu- dag og þriðjudag 26. og 27. júní kl. 2—4 e. h. á Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar og Vinnu- miðlunarskrifstofunni. Til greina koma aðeins piltar á aldrinum 16— 18 ára. Hraiferðir Steindirs: Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akranes. Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. og föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Ms. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphitaðar hifreiðar með ú t v a r p i. Stel Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. Hraéferðlr B. S. A. Alla daga nenta mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss anaast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavfk á BMrciðastðð ís- sími 1540. BifreiHastlIð Akureyrar. Akranes — Borgarnes. Áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudaga strax oftir komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi kl. 1 e. h. Fagra- nesið fer til Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 síðdegis. Mapús Gunnlaupsðn, bifretðarstjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.