Alþýðublaðið - 27.06.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.06.1939, Blaðsíða 1
RITSTJ0RI: F. B. VALÖEMAHSÖÖSN ALÞföUPLOKKDHMN 30L ÁB3AM6UB ÞRIÐJUDAG 27. JUNI 1939 144. TOLUBLAÐ 1' ÍL og æfingnni brezk; 1 Ráðsíafanir, sem yekjá tnikla athygli á Eeglandi. " -ff- ••'¦-•.....iiiki „Resolution", eitt af orustuskipum brezka flotans. 4 nfir helíursf élaijar í sam handi ísl. harnakennara. —.— » Kennarapínginn og uppeldísmálapliiginu lauk i gærkveldi með vegiegu samsæti að Hétel Borg. IZENNARA- og upþeldis- *™" málaþinginu lauk í gærkveldi með samsæii að Hótel Borg. Samsætinu stýrði Jón Sigurðsson skóla- stjóri, formaður afmælis- tiefndar. Meðal gesta voru heiðursfé- lagar Sambands íslenzkra barnakennara, en fjórir nýir héiðursfélagar voru kjörnir af hinú nýafstaðna þingi þess, þeir dr. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður, Steingrímur Arason kennari við Kennara- skólann, Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri á Akureyri og Þórð- ur Thoroddsen læknir. Mintist forseti S.Í.B., SigurS- ur Thorlacius skólastjóri, þess mikilvæga starfs, sem þessir menn hafa unnið í þágu upp- eldismálanna. Þökkuðu svo hin- ir nýju heiðursfélagar fyrir með snjöllum ræðum. Þórður Thoroddsen læknir var fyrstur manna á þingi, sem bar fram frumvarp um sérstak- an kennaraskóla. Var hann á- valt mikill stuðningsmaður bættrar alþýðufræðslu. Guðmundur Finhbogason landsbókavörður samdi fyrsta f rumvarpið um almenna skóla- skyldu. Ferðaðist hann mikið bæði erlendis og innanlands, er- lendis til þess að kynna sér fyr- irkömulag alþýðufræðslunnar meðal menningarþjóða og inn^ anlands til þess að kynna sé£ ástandið í þessum efnum. Til- lögur sínar og niðurstöður birti hann í bók sinni Lýðmentun. Þorsteinn M. Jónsson var einn allra ötulasti forvígismað- ur málefna kennara á þingi. Einkum fékk hann þar miklu framgengt til umbótar á launa- kjörum kennara. Steingrímur Arason er líklega sá maður í íslenzkri barnakenn- arastétt, sem mestan þátt hefir átt í því að bæta vinnubrögð í skólum landsins, enda hefir enginn þeirra lagt annað eins á sig til þess að mentast til síns starfs. Hann hefir einnig samið hinar vinsælustu smábarnabæk- ur, sem hér er völ á. En ef til vill er þýðingarmesti þátturinn í starf i hans þau átök, sem hann sem formaður Barnavinafélgs- ins Sumargjafar hefir gert til þess að bæta uppeldisskilyrði hinna yngri barna í Reykjavík með stofnun dagheimila. Af eldri heiðursfélögum S. í. B. voru viðstaddir Haraldur Guðmundsson forseti sameinaðs þings, Ásgeir Ásgeirsson fyrv. fræðslumálastj., Bjarni Bjarna- son skólastjóri og Helgi Hjörvar skrifstofustjóri. Fluttu þeir einnig ræður. Enn fremur töl- uðu: Jakob Kristinsson fræðslu- málastjóri, Pétur Halldórsson borgarstjóri, skólastjórarnir: Björn H. Jónsson, Karl Finn- bogason, Guðjón Guðjónsson, Arngrímur Kristjánsson, Hall- dór Guðjónsson, Stefán Jóns- son, Arnfinnur Jónsson, Friðrik Prh. á i. síðu. Frá fréttariíara Alþýðubiaðsius. London í morgun. ÞA.Ð var tilkynnt í London í gærkveídi, að sumarleyf- um á brezka heimaflotanum yrði hagað öðruvísi í ár en veirja hefir verið undanfarin ár. Hingað til hafa sjóliðsmennirnir fengið sumarleyfi sín í ágúst, en nú er ætlunin, að þeir taki það strax í júlí, og að sá mánuður verði notaður til þess að gera við herskipin og búa þau undir hinar árlegu flotaæfingar, sem áður fyrr hafa farið fram í september, en nú eiga að fara fram í ágúst. Þá var einnig tilkynnt, að ? flotavikan, sem venjulega hefir verið haldin í byrjun ágúst ár hvert, þegar almenningi hefir verið leyfí að fara um borð í herskipin í flotahöfnunum, — til þess að skoða þau, muni verða látin niðúr falla í ár og það sé heldur ekki gert ráð fyr- ir því, er herskipin heimsæki á þessu sumri neinar hafnír ut- an flotáhafnanna, ehda þótt það hafi verið vehja undanfarin siunur. Þessar breytingar út frá því, sem hingað til hefir tíðkast um sumarleyfi og æfingar brezka flotans, vekja mikla athygli um allt Erigland, þár sem menn fylgjast ævinlega sérstaklega vel með öllu því, sem flotann snertir. Þær þykja benda til þess, að brezka stjómin búizt við, að viðsjárnar í Evrópu muni fara mjög vaxandi, þegar á líður sumarið, og ætli sér að hafa her- skipaflotann við öllu búinn, ef til alvarlegri tíðinda skyldi draga. Mac Bride (Daily Herald). Ironside yfirumsiónar- maður brezka flotans utan Evrépu. LONDON í gærkveldi. FÚ. Sir Edmond Ironside, sem hefir verið yfírherforingi Breta í Gi- braltar undanfarið, leggur af stað til Englands í dag, til þess að taka við nýju starfi. Hann verður yfirumsjónarmað- ur brezka flotans alls staðar utan Evrópu. Sootnr snmnrbfistað- or sfmamanna ¥ið Elliðavatn. ¥^| EIR, sem fara héðan til ¦* VatnEendahæðarinnar, munu víða á leiðinni sjá litla, snotra sumarbústaði með grænum rjóðr- |um í kring. En þegar yfir hæð- ina er komið, þá blasir við fög- ur sumárhöll ,sem símamenn hafa bygt þarna í skjóli Vatnsenda- hæðarinnar niður við Elliðavatn. Fyrir 8 árum bygði Félag símamanna þarna sumarbústað, en sá bústaður var ekki nema grind þess bústaðar, sem þar er nú. Hafa símamenn nú klætt bú- staðinn og málað, þannig, að hann getur eínnig verið íveru- staður þeirra að vetrinum til. í gær buðu símamennirnir blaðamönnum til sumarbústaðar- ins og sýndu þeim það, sem gert hefir verið til að fegra og bæta hús og umhverfi. Hefir verið gróðursett töluvert af trjáplöntum og skrautjurtum þama í kring, og má vænta þess, þegar líður á sumarið, að þarna verði blómskrúð mikið. Einnig hafa símamennirnir veiðiréttindi í Elliðavatni, og hefir félagið og nokkrir einstaklingar fengið sér báta til veiðiferða út á vatnið. I bústaðnum geta búið um 30 manns. Eru herbergin öll hin snotrustu, og á fyrstu hæð er stór matsalur. Þarna njóta gestirnir allra ný- tízku þæginda, rafmagns, mið- ... Frk. i 4. sföu. l>jóðverjar hlakka yf- ir erfiðleikuia Breta. — ?------------— Segja að Bretland fari allstaðar halloka og stjórnin sé að tapa tðkum á fólkinu. LONDON í morgun. FÚ. A RÓÐRI þýzkra blaða gegn **• Bretlandi heldur áfram og færist fremur í aukana. Er aðal- lega miðað að því, að sannfæra Þjóðverja um það, að Bretland sé veikt og f ari halloka. Einkum beri mikið á þessu í Kína og Palestínu, — og jafnvel inn- anlands í Bretlandi gangi ekki á öðru en sprengjuárásum og hermdarverkum, — svo að bersýnilegt sé, að stjórnin sé að tapa öllum tökum á fólkinu. I Þýzkalandi er nú verið að undirbúa stofnun æskumannaher- sveita, og hefir verið boðið út tugum þúsunda ,af æskumönn- um á aldrinum 16—20 ára. Verða æskumannasveitir þessar sendar dl Austur-Prússlands og annara ftk. 4 4. sWö. Jón varsson kosinn isr-ffiaítafeMs- sfsk £k TKVÆÐI voru talin í gær **¦ í aukakosningunni í Aust- ur-Skaf taf ellssýslu. Á kjörskrá voru 718, en 618 atkvæði voru greidd. Kosningu hlaut Jón ívarsson kaupfélagsstjóri í Höfn í Horna- firði, sem bauð sig fram utan- flokka, fékk 334 atkv., fram- bjóðandi Framsóknarf lokksins, Páll Þorsteinsson kennari á Hofi í Öræfum fékk 227 at- kvæði, en Árnór Sigurjónsson, frambjóðandi kommúnista fékk 45 atkvæði. Drottnhigin | «r í Kaupmannahöfn, fer þaðan á morgun áleiðis hingað. Edqíb síld fjrrir fiorðiirlaodl. lema fáeinar smðterf- ur ¥ið Hináreyiar. C ÍLDARLAUST má nú ^ kalla fyrir öllu Norður- landi, enda þótt veður sé hið bezta á miðunum. Þó hafa 3 skip komið inn til Sigluf jarð- ar í gær og dag með síid, seni þau veiddu á Grímseyjar- sundi í gær. í gær kom Nanna inn með 400 mál, en í dag komu Harald- ur frá Akranesi með 200 mél og Sæunn með 300 mál. Lögðu öll skipin síldina upp hjá Ríkisverís smiðjunum, Undanfarna daga hefir' veriö sólskin og bjartviðri fyrir öílvi Norðurlandi. í dag er fremúr þungt loft yfir miðunum, en þó hið bezta veiðiveður, ef nokkur síld væri. Flugvélih TF-ÖRN flaug í gær I síldarleit. Flaug hún vestur að Skaga og 30 mílur til hafs út frá Skaganum. Flaug húrt þvi næst austur með Grímsey, yfir Flatey, austur Skjálfanda, fyrir Tjörnes og austur undir Sléttu. Sá hán hvergi bröndu, nema kringum Mánáreyjar, þar voru smátorfur. I morgun fiaug hún aftur, m sá ekki neitt. Erlendu þátttakendurn ir f Laugarvatnsmótlnu komu hingað í gærkv. ^TJI'' Viðtal við fararstjórann, Knut Larsson. IJRLENDU þátttakendurnir ¦¦-' í norræna mótinu að Laugarvatni komu hingað með Lyrui gærkveldi um kl. %Vz og lögðu af stað austur í morgun kl. 10. En mótið verður sett í kvöld. Þegar hinir erlendu gestir stigu hér á land í gærkveldi, — hafði Alþýðublaðið stutt samtal við fararstjóra gestanna, Knut Larsson, sem er ritari Viggby- holmaranna. — Ég vil leggja áherzlu á það, sagði Knut Larsson, að við er- um ekki hingað komin sem venjulegir ferðamenn til að skoða landið og kynnast þjóð- lífinu, þetta er ekki tilgangur farar okkar, þó að við reynum að sjálfsögðu eftir föngum að kynnast hvorutveggja. Hitt er aðaltilgangurinn með för okk- ar hingað að ræða alþjóðleg málefni við íslendinga, kynnast sjónarmiðum þeirra og horfa á málefnin með þeirra augum til þess að geta skilið aðstöðu ís- lendinga til hinna ýmsu mál- efna. Umheimurinn lítur á Norðurlöndin sem eina heild, og bræðraþjóðirnar hljóta að ýmsu leyti að láta þetta marka fram- komu sína. Norðurlandaþjóð- irnar eiga að vera jafnréttháar hvor gagnvart annari og þó að ísland sé fámennara en hin löndin í augum okkar, sem KNUT LARSSON . skipum þann félagsskap, sem hingað er kominn nú. — Það er erfiðara að efna til móta hér á landi, en á hinum Norðurlöndunum? segjum yér. — Já, miklu erfiðara. Við Viggbyholmarar hÖfum efnt til móta í Noregi, Svíþjóð, Finn- landi, Danmörku og í Eistlan4i. Alls staðar hafa þátttakendur verið miklu fleiri en á þessu móti. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að ferðin hingað er löng og dýr. Og þar sem félagar okkar og þátttakendur í mótum okkar erú allt af að langmestu Ieyti verkamenn, þá er þetta mjög eðlilegt. Verkamenn hafa takmarkaðar tekjur og sumar- fríum þeirra er ekki þannig háttað, að þeir geti eytt þeim í ferðalag hingað. Auk þesis er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.