Alþýðublaðið - 27.06.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.06.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAG 27. JÚNI 1939 ALI»YÐUBLAÐIÐ Jón E. Bergsvefns* son sextiignr i dag. SLYSAVARNAFÉLAG Islands og starfsemi pess er kunn- ugt um alt lattd og hefir pegar hlotiö viðurkenningu og hiriár æskilegustu móttökur meðal fólksins, bæöi við sjó og í sveit. Viö síðustu áramót var félags- mannaíal þess rúm 9000- Síðan liafa verið stofnaðar 9 félags- sveitir, en um meðlimatölu er ekki kunnugt. Á rúmum 11 árum, sem félagið hefir starfað, hafa ýmsar merki- legar umbætur verið gerðar á sviði. slysavarnanna, sem tví- mælálaust hafa haft þau áhrif, að slysum hefir fækkað árlega, sé rniðað yið þá tíma, sem liðn- ir voru áður en slysavarnastarf- semin höfst. En mest um vert má telja þá hreyfingu, sem fé- lagið, .hefir vakið hjá þjóðinni til umhugsunar og virkrar þátt- töku um slysavarnir. Mannúðarmái sem þetta á ítök í hugum allra manna, meira eða rninna. Sá maðurinn, sem tvímælalaust á mestan þátt í því, að Slvsa- varnafélagið var stofnað, er Jón E. Bergsveinsson, erindreki og framkvæmdarstjóri félagsins frá stofnun þess, og sem nú er sextugúr í dag. ! aðalatriðum eru tildrög þess, að félagið var stofnað, 1 sem fæstum prðum á þessa leið: Á áðalfundí Fiskifélags Islands 1925 var kosin 5 manna nefnd til athugunar um hvað unt væri að gera til varnar sjóslysum. Nefnd þessi skilaði ýtarlegu á- liti, er varð þess valdandi, að.’fé- iagið varði kr. 13 000,00 árin 1926—28 í þágu björgunarmál- anna, til upplýsinga o. fl. Jóni Bergsveinssyni var falið þetta starf. Á þeim árum fór hann utan og kynti sér slysavarna- starfsemi í Englandi, Niður- löndum og á Norðurlöndum, og öðlaðist við þá för staðgóða þekkingu á þessum málum. I dezember 1927 hóf Jón undir- búning að starfsemi í samráÖi við áhugamenn í skipstjóra- félaginu „Aldan“. En mestum skrið á málið mun hafa valdið, að Jóni tókst að fá þáverandi landlækni, Guðm. sál Bjömson, Jón E. Bergsveinsson. hinn mikla gáfumann og áhuga- mann um ýms mannúðar- og heilbrigðismál, til þess að beita sér fyrir félagsstofnuninni. Eftir félagsstofnunina árið 1928 var Jón sjálfkjörinn sem fastur starfsmaður félagsins, og því vandasama starfi hefir hann gegnt fram á þennan dag og unnið sér alment traust, ekki ein- göngu meðal stjórnenda félagsins heldur alls þorra meðlima þess og landsmanna yfirleitt, fyrir mikinn áhuga, árvekni, lipurð og þekkingu á því, sem gera þyrfti í slysavarnamálum. I öll þessi ár hefir hann verið vakinn og sof- inn yfir því, að verða að liði þeim, sem hjálpar hafa leitað. Til hans er hringt á nóttu sem degi úr öllum áttum, ef aðstoðar þarf með, og þar af leiðandi hef- ir hann átt marga ónæðissama nóttina, og strax að morgni verið kominn á skrifstofuna og gegnt erindum manna þar. Um starf hans í þágu slysavarnanna-mætti margt og mikið skrifa, en þess er ekki kostur í stuttri blaða- grein. Auk þessa starfs hefir Jón helgað sig öðru menningar- og mannúðarmáli um fjöida ára — Góðtemplarareglunni og bindind- ismálinu og setið í æðstu stjórn hennar um margra ára skeið og verið þar hinn nýtasti starfs- maÖur. En þessi tvö áhugamál lýsa manninum nægilega. Hann vill lifa til þess að hjálpa og bjarga þeirn, sem í nauðum eru staddir. Getur vart annað betra hlutskifti. Jón E-Bergsveinsson er fæddur 27. júní 1879 í Hvallátrum á Breiðafirði, kominn af kunnum bændaættum um Breiðafjörð. Móðir hans, Ingibjörg, var systir Björns sál. Jónssonar ritstjóra, hins þjóðkunna manns. Á unga aldii flutti hann með móður sinni' vesíur á Patieksfjörð og byrjaði r.okkiu eftir fermingu sjósókn á þilskipurn. Fyrstu kynni okkar Jóns hóf- ust árið 1900, er við vorum á ra.r.a skipi, ég matsveinn en hann háseíi, og þá fyrir löngu búinn að ganga í gegn um skóla „kokk“-menskunnar. Komu þá í ljós þau skapeinkenni hans, að ve.a ávalt hjálplegur þeim, sem minni máttar voru. Jón fór til Reykjavíkur, lærði sjómannafræði, varð stýrimaður og skipstjóri á fiskiskipum. Síð- ar tók hann sér fyrir hendur að læra meðferð síldar og verkunar- aðferðir hjá Hollendingum og Bretum, og gerðist eftir þá för yfirsíldarmatsmaður. í hans tíð voru gerðar miklar umbætur á sviði síidarverkunarinnar. Enda hafði hann óbifanlega trú á síld- aratvinnurekstrinum, sem mundi hafa mikla þjóðhagslega þýðingu í framtíðinni. Enda hefir sú raun á orðið. Jón hóf ungur starf sitt á sjón- um og stundaði þá atvinnu fyrrihluía æfinnar. Hann lærði að þekkja kjör stéttarinnar í blíðu og stríðu og tók við hana þá trygð, sem hann hefir svo trúlega ísýnt í starfi sínu seinnihluta æf- innar, er þegar hefir borið mik- inn árangu”, og sem i framtíðinni mun að mestu koma í veg fyrir hið mikla mannfall, sem þjóðin hefir orðið að líða af völdum Ægis. Ýms fleiri mál hefir hann verið við riðinn og tekið í virkan þátt, þó þeirra sé ekki hér getið. Jón er kvæntur Ástríði Eggerts- dóttur frá Langey á Breiðafirði, sem er samhent manni sínum í slysavarnamálum. Hafa ])au eign- ast 10 börn ,og era 9 af þeim á lífi. Samstarfsmenn Jóns í slysa- varnamálum munu á þessum timamótum í æfi hans senda hon- um hlýjar kveðjur og þakka honum það, sem hann þegar her- ir afrekað, ineð von um að hann eigi eftir enn mikið að vinna til hjálpar þeim, sem í hætturnar rata, hvort heldur er á sjó eða landi. Gifta fylgi afmælisbarninu og því starfi, sem það hefir helgað sér. Sigurjón Á. Ölafsson. BJÍSrn Guðmundss^n skélastj. sextugur I gær ...♦-—— I GÆR 26. júní varð Björn á Núpi sextugur. Mér finst það ótrúlegt, því hingað til hefi ég litið á Björn sem jafnaldra, og hins vegar hald- ið. að þeir, sem væru komnir á sjötugsaldurinn séu að verða gamalmenni. En þetta verður allt að leiðréttast í sambandi við sextugsafmæli Björns. Það er staðreynd, að hann er fæddur árið 1879. En ungmennafélögin og Núpsskólinn hafa allt af unn- ið á móti almanakinu og kirkju bókunum. Björn hefir ekki bognað fyrir þessum sextíu ár- um, sem við nú óskum honum til hamingju með. Björn er Dýrfirðingur að ætt og uppruna, þriðji maður frá Þorvaldi hreppstjóra í Hvammi, Björn GuSmundsson. en frá Þorvaldi er nú mikill ættleggur kominn. Á unga aldri varð hann fyrir því óláni að fá fótarmein og liggja rúmfastur á annað ár. En Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akranes. Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. ©g föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Ms. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með ú t v a r p i. Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 15*4. þessu óhappi snéri Björn til góðs fyrir sjálfan sig og marga aðra. Hann notaði tímann til lestrar. Fótarmeinið varð hans unglingaskóli. Það var upphaf þess, að hann fór síðan í Flens- borgar'skólaj.m og tók þar kennarapróf árið 1906. Síðan var hann í förum um skeið. Dvaldi hann þá um tíma bæði í Noregi og Danmörku og síðar hefir hann kynnt sér bæði Sví- þjóð og Finnland í siglingum sínum, og hvarvetna hefir hann skyggnst um marga hluti, en gefið þó sérstakan gaum að í- þrótt og handiðn í skólum. Hef- ir það síðan loðað við, að Björn er hverjum manni brattgeng- ari og búhagur í bezta lagi. Þegar Björn kom heim úr sinni fyrstu siglingu, réði séra Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi hann sem kennara að unglinga- skóla sínum. Séra Sigtryggur var aðkominn í bygðarlagið. Af innaríhéraðsmönnum váldi hann Björn til að vinna með sér. Síðan var það svo, að Núpur í Dýrafirði minnir á þrjá menn, séra Sigtrygg prófast sjálfan, sem er frumherjinn í ung- mennafræðslu á Vestfjörðum, Kristinn, bróður hans, sem er brautryðjandinn í öllum búnað- armálum og félagshyggju Vest- fjarða, og Björn, sem þeir hafa kosið sér til samstarfs, og nú hefir verið skólastjóri á Núpi og hreppsstjóri í Mýrahreppi síðasta áratuginn. Björn er að eðlisfari bóndi og kennimaður. Hann er búhag- ur og nærgætinn um tekjur og gjöld. Hann hefir kennt leik- fimi til skamms tíma, handiðn- ir og haldið fyrirlestra, bæði ut_ an og innan skólans. Fyrirlestr- ar hans eru eggjandi og hvetj- andi. í fyrirlestrum sínum er hann hetjudýrkandi. Hann dá- ist að þeim, sem hafa skarað fram úr, og vill blása þeirra anda inn í hlustendurna. Björn velur sér sérstaklega að um- talsefni þær þjóðhetjur, sem eggja til þjóðlegrar einingar og samheldni. Björn hefir haldið fyrirlestra um ýmsa erlenda á- gætismenn. En nágranninn suð- ur á Rafnseyri, Jón Sigurðsson, yfirgnæfir þó alla í huga hans. Jón Sigurðsson er Vestfirðing- um kær. Hann er þeirra hetja, alinn upp við útveg og land búnað. Á hann trúir Björn, og innrætir það öðrum. Það eru hundruð manna um land allt, sem nú óska Birni skólastjóra á Núpi til hamingju, óska honum langra lífdaga með þakklæti fyrir gott starf. Á. Dðnsk fprðttafélðts styrlila tslendlnga tfl pátt tSkn i LingMtiSlnni i Stokkbólmi. STOKKHÖLMI í gær. FB. IL ÞESS að létta undir með íslenzkum þátttakendum í Linghátíðinni í Stokkhólmi hafa íþrótta, fimleika- og skotmanna- félögin dönsku boðist til að standa straum af ferð nokkurra islendinganna — ef til vill allra — á leiðinni til Kaupmannahafn- ar frá Stokkhólmi. Manntali í | er nýlokið í Danmörku, og kemur í ljós, að íbúar landsins era nú komnir upp yfir 3 millj. og 800 þús. FO. Er hægt að sameina bjðrg- unarstarf og strandgæzln? Lærdómsrík reynsla Norðmanna í því efni HÉR Á LANDI hefir margt verið rætt og ritað um það, hvort björgunarstarfsemi og strandgæsla gæti farið saman, og ekki allt á einn veg. Eftirfarandi grein, sem tekin er upp úr norska blaðinu „Norg- es Handels- og Sjöfartstidende“ 9. maí síðastliðinn, og skýrir frá reynslu, sem þegar hefir fengist um þetta í Norður-Noregi, ætti að geta orðið harla veigamikið innlégg 1 þessar deilur hér á landi. Greinin er skrifuð af formanni fiskimannafélagsins „Fremskridt“ í Berdluvogi í Norður-Noregi, Emil Lund, og birt í umboði þess. Greinin hljóðar þannig: „Það eru ekki mörg árin síðan mikið var um það deilt, hvort yfirleitt væri mikið gagn að vélbátum til strandgæzlu, og margar ástæður voru færðar gegn því, að slík gæzla gæti orðið að gagni. En ríkisstjórnin sýndi meiri skilning á máli þessu en flestir aðrir, og svo var þá byrjað á því, að senda varðbát hingað til Berdluvogs. Síðan hafa vélbátar verið not- aðir til strandgæzlu mjög víða hér í Norður-Noregi. Nú er það fjórða árið, sem vélbátur gætir landhelginnar hér úti fyrir Berdluvogi að vetr- inum, og getur því átt vel við, að nokkur grein sé gerð fyrir því, hvaða gagn við fiskimennirnir höfum haft af þessari gæzlu. Undir eins og varðbáturinn tók hér til starfa, minnkaði ágengni togaranna á fiskimiðum okkar, og hefir hún alltaf síðan farið minnkandi. Það lítur svo út, sem togararnir kunni ekki leng- ur almennilega við sig á Berdlu- vogsmiðunum. Það var svo áður, að ekki leið þannig einn einasti dagur, að við sæjum ekki einn eða fleiri togara á veiðum hér úti fyrir. Og alltaf lágu þeir á því lúalaginu, að þoka sér eins nærri landi, eins og þeir gátu komizt. Oft og mörgum sinnum fóru þeir ljóslausir inn í land- helgina. Því ber ekki að neita, að hér sjást enn þá togarar á veiðum. En þeir halda sig langt undan landi. Þegar þeir koma í nánd við landhelgislínuna, sjá þeir, að það er varðbáturinn á sveimi. Ef þeir koma á svæði, þar sem bátar eiga lóðir eða net, þá er varðbáturinn þangað kominn og tilkynnir þeim, að þeir verði að gæta allrar varúðar. Ef þeir hirða ekki um aðvörun hans, en eyðileggja veiðarfæri bátanna, þá eru þeir kærðir og verða oft fyrir sektum. Hér er ekki minna um fisk en verið hefir. Það er ekki þess vegna, sem ágengni togaranna hefir minkað. I vetur sáust togarar mjög sjaldan úti fyrir Berdluvogi, en þó var hér meira um fisk en dæmi eru til mörg hin síðustu árin. Auk þess sem báturinn hefir gætt landhelginnar og veiðar- færa þeirra báta, sem stunda héðan veiðar, hefir hann komið að miklu gagni sem björgunar- bátur. Hann hefir dregið í höfn skip, sem hafa orðið fyrir vél- bilun — og marga smábáta, sem hvesst heíir á af landi og rekið hefðu til hafs, ef varðbátsins hefði ekki notið við. En hér eru ekki fulltalin öll þau not, sem fiskimennirnir hafa haft af varðbátnum. Það hefir oft komið fyrir, þegar óveður hefir skollið á, að hann hefir dregið lóðir eða net fýrir fiski- menn, sem hafa verið á það litlum eða vélarvana skipum, að þeir hafa ekki getað bjargað veiðarfærum sínum. Án varð- bátsins hefðu þessir fiskimenn ekki bara misst veiðarfæri sín, heldur líka með þeim sína möguleika til að framfæra fjöl- skyldur sínar. En varðbátnum hefir tekizt að bjarga veiðarfær- unum og fiskimennirnir síðan getað haldið áfram róðrunum, eins og ekkert hefði í skorizt. Það er því óhætt að segja, að varðbáturinn hafi, auk strand- gæzlunnar, bjargað bæði manns lífum og verðmætum. Það verð- ur þess vegna sagt með fullum rétti, að hann hafi ekki aðeins orðið að tilætluðum notum við gæzluna, heldur einnig á marg- an annan hátt veitt fiskimönn- um ómetanlega hjálp. Þetta er fyrst og fremst því að þakka, að þeir sjóliðsforingj- ar, sem stjórnað hafa varðbátn- um, hafa sýnt frábæran áhuga og dugnað. Og undirmenn þeirra hafa sízt látið sitt eftir liggja. Allt hefir verið gert til þess, að sem beztur árangur næðist. — Skipshöfnunum öllum ber því heiður og þökk fyrir starf sitt. Haustið 1935 var„Torfin I.“ við gæzluna, og hafði hann hana fram að nýjári. 1936 var hann við hana frá hausti til vors. Svo var hann 1937 fram að nýári og eins 1938. Hinn tímann hefir „Sogning- en“ annast gæzluna, Báðir þessir bátar eru hin beztu skip, og skipshafnirnar eru ein- valalið. En það er kostur við „Sogningen,“ að skipstjórinn og nokkuð af skipshöfninni er héð- an úr héraðinu. Þeir þekkja hér til miða og eru kunnugir öllum staðháttum. Þetta er þeim til gagns í starfi þeirra, og njóta fiskimennirnir af þessu mikils góðs. Það er því Vel líklegt, að ,,Sogningen“ mundi henta okkur hér 1 Berdluvogi betur til gæzl- unnar en önnur skip, og sé það þó fjarri okkur, að vilja kasta nokkurri rýrð á skipshöfnina á „TOTfin I.“ Á tímabilinu frá 15. janúar í ár og til 1. apríl hefir „Sog- ningen,“ auk strandgæzlunnar, dregið lóðir fyrir sjö báta. Eins og veðrið var, hefðu allar þessar lóðir tapast, ef varðbátsins hefði ekki notið við. Það er ekki um of, þó að þessar lóðir, ásamt aflanum, séu metnar á níu þús- und krónur. Þá leitaði varðbát- urinn að fjórum skútum, sem menn töldu ástæðu til að óttast um. Þrjá smábáta og tvær skút- ur dró hann í höfn. Loks sótti hann í stórviðri sjúkling, sem átti heima í einum af fjörðunum hér í grendinni. Sjúklingurinn þurfti að komast fljótt í sjúkra- hús. Nú munu menn kannske vilja spyrja: Hefir ekki strandgæzlan liðið neitt við þessi aukastörf varðbátsins? Því er óhætt að svara neitandi. Strandgæzlan hefir fyllilega náð tilgangi sín- um, þrátt fyrir það, þó að bát- urinn hafi sinnt fleiri störfum. Raunar hafa ekki verið eins margir togarar hér á miðunum í vetur eins og að undanförnu, i og þeir, sem hingað hafa komið, hafa vanalega staðið stutt við, en „Sogningen“ hefir verið á verði, farið til togaranna, gert þeim aðvart um, hvar fiski- mennirnir ættu lóðir sínar og net, og áminnt þá um að forðast þau svæði. Og í vetur hefir það aðeins einu sinni komið fyrir, að bátur hafi tapað veiðarfær- um vegna ágengni togara. Það var Þjóðverji, og eyðilagði hann veiðarfæri fyrir tveimur bát- um, en varðbáturinn var búinn að láta hann vita, hvar lóðirnár lægju og biðja hann að gæta allrar varúðar. Við erum ríkisstjórninni og yfÍrstjóAn flotamálanna þakk látir fyrir það, að við hér í Berdluvogi höfum ár eftir ár notið góðs af þessari strand- gæzlu, sem vélbátur hefir verið látinn annast. Báturinn hefir verið þess megnugur að halda togurunum í skefjum, og hann hefir veitt okkur svo margvís- lega hjálp að öðru leyti, að við fullyrðum, að hann hafi fylli- lega náð sínum tilgangi. Við erum öruggari um veiðár- færi okkar, þegar við vitum varðbátinn vera hér við gæzlu“. Þannig er reynsla Norðmanna. Því verður að minnsta kosti ekki neitað, að hún styður mjög mál þeirra manna, sem hér á landi hafa haldið því fram, að hægt væri að sameina björgun- arstarfsemi og strandgeezlu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.