Alþýðublaðið - 27.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.06.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAG 27. JIJNÍ 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ «------------------------ ALÞVÐUBLAÐIÐ IUTSTJÓBI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSLNU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). '" 96: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Aigreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMISJAN ♦------------------------♦ MeneJ'ekel. FYRIR aðeins nokkrum ár- um hefði það áreiðanlega ekki þótt trúlegt, að þeir tímar væru í aðsigi, að þegnar hins volduga brezka heimsveldis gætu ekki um frjálst höfuð strokið í Austur-Asíu fyrir yfir- gangi hinna gömlu bandamanna Breta þar, Japana. Og þó mátti greinilega sjá það þegar í heimsstyrjöldinni 1914—1918, hvað fyrir Japön- um vakti. Þeir voru þá í banda- lagi við Breta, Frakka, Rússa og Bandaríkjamenn á móti Þjóðverjum. En þátttaka þeirra í stríðinu var ekki í neinu öðru falin en að sölsa undir sig ný- lendur Þjóðverja í Shantung í Kína og á Suðurhafseyjum og nota sér að öðru leyti öngþveitið í Evrópu til þess að skara eld að sinni köku þar eystra á kostnað hins víðáttumikla en máttlausa Kínaveldis, enda þótt það væri formlega á sömu sveif í heimstyrjöldinni og Japan. Enn eru öllum mönnum í fersku minni skilyrðin 21, sem Japanir þröngvuðu Kínverjum þá til þess að skrifa undir, og raunverulega myndu hafa gert Japani strax upp frá þeim tíma öllu ráðandi í Kína, ef að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu ekki skorist í leikinn að heimsstyrjöldinni lokinni, og knúið Japani til þess við samn- ingana í Washington árið 1922 að sleppa aftur þeirri einokun- arafstöðu á meginlandi Austur- Asíu, sem þeir höfðu sölsað und- ir sig í blóra við bandamenn sína meðan á styrjöldinni stóð í Evrópu. Þessum bakskelli frá Bretum og Bandaríkjamönnum, sem svifti Japani aftur því þýðingar- mesta, sem þeir höfðu ætlað sér að hafa upp úr heimsstyrjöld- inni, hafa Japanir vissulega aldrei gleymt síðan. Og það þarf engum að koma á óvart, þótt þeir noti sér óspart þau tækifæri, sem vaxandi viðsjár milli stórveldanna í Evrópu og erfiðleikar Englands veita þeim til þess að vinna aftur það, sem þá tapaðist Það er því vissulega engin til- viljun, að Japanir hafa nú skift um bandamenn og tekið hönd- um saman við Þjóðverja og ít- ali í hinni hatursfullu baráttu þeirra gegn hinu brezka heims- veldi. En það er engan veginn víst; að Japanir verði þessum nýju bandamönnum sínum tryggari heldur en hinum fyrri. Það hefir þegar síast út, að Þjóðverjum þyki þeir lítið hugsa um sameiginleg, eða sennilega réttara sagt hin þýzku og ítölsku markmið, ,,banda- lagsins gegn kommúnisman- um“, eins og þeir kalla bandalag sitt á móti Englandi, en þeim mun meira um sína sérstöku hagemuni í Austur-Asíu. Þann- ig er það opinbert leyndarmál, að Japanir hafa enn ekki feng- ist til þess að gerast aðilar að hinu nýja hernaðarbandalagi Þjóðverja og ítala. Iiitt er auð- sætt, að Japanir láta sér það vel líka, að viðsjár fari vaxandi 1 Evrópu og myndu gjarnan vilja, að þær leiddu til nýrrar Ev- rópustyrjaldar til þess að þeir gætu sjálfir fengið þeim mun frjálsari hendur í herferð sinni gegn Kínverjum, Bretum, Bandaríkjamönnum og Frökk- um í Austur-Asíu. Nú þegar hafa undirbúnings- stríð ítalíu og Þýzkalands í Ab- essiníu og á Spáni veitt Japön- um mörg slík tækifæri, sem þeir hafa notað sér með þraut- seigri markvísi óg miskunnar- lausri hörku. Ef Bretum og Frökkum hefði ekki verið hald- ið 1 skák af ítölum og Þjóð- verjum hér vestur í Evrópu, væru Japanir áreiðanlega ekki komnir svo langt á leið að leggja undir sig Kína og bola Evrópu- mönnum og Ameríkumönnum burt þaðan, eins og raun ber vitni um. En þeir ótrúlegu viðburðir, sem undanfarna daga hafa ver- ið að gerast í Tientsin, þar sem brezka forréttindasvæðinu hef- ir verið haldið í hálfgerðri hungurkví, og brezkir þegnar hafa orðið að þola auðmýkingu, sem eins dæmi munu vera í sögu brezka heimsveldisins á síðari öldum, eru þó vissulega ekki nema aðeins forsmekkur af því, sem þar eystra á eftir að ganga yfir Evrópu- og Ameríku. menn, ef til styrjaldar kemur í Evrópu. Það er ekki óhugsan- legt, að Japanir sjái sér það vænst, að slá eitthvað undan í bili, svo fremi að friður haldist að nafninu til enn um nokkra stund 1 Evrópu. En það er jafn- víst, að viðburðirnir í Tientsin eiga eftir að endurtaka sig víðar í Austur-Asíu og Evrópu- og Ameríkumenn að þola þar alt aðrar og alvarlegri auðmýking- ar en hingað til, ef til ófriðar kemur hér vestur í heimi. Þessir viðburðir eru Mene Tekel — ekki aðeins fyrir Breta, heldur og fyrir allar aðrar hvítar þjóð- ir — óhugguleg forspá þess, hvers þær mega vænta þar eystra í slíku tilfelli. Háskélafyrirlestrar. P RÓFESSOR H. Nilsson-Ehle, * fyrv. forstjóri fyrir tilrauna- stöðinni í Sválöf í Svíþjóð, flyt- ur nokkra fyrirlestra á vegum Háskóla tslands, og verður þeim háttað sem hér segir: 1. Sænskar jurtakynbætur í þágu landbúnaðarins. Vinnuað- ferðir og árangur. Nýja Bíó, þriðjudaginn 27. þ. m. kl. 17—19. 2. Kynbætur á skógartrjám, einkum fyrir aukningu á litninga- fjölda. Nýja Bíó, miðvikudaginn 28. þ. m. kl. 19. 3. Rannsóknir viðvíkjandi rönt- igenkynbrigðum í komtegundum. Rannsóknarstofa Háskólans við Barónsstíg, fimtudaginn 29. þ. m. kl. 11 f. h. Aðgangur að fyrirlestrunum er ókeypis og heimill öllum. Það skal tekið fram, að tveir fyrstu fyrirlestrarnir eiga einkum erindi til almennings, en þriðji fyrirlest- uiinn er um sérstakar rannsókn- ir, sem aðallega eiga erindi til lheðlisfræðinga og sérfræðinga í ræktunartilraunum. Á norrænu móti, sem nýlega var haldið í Lii- beck, var Gunnar Gunnarsson sæmdur heiðursinnsigli Norræna félagsins. Nokkrir tslendingar tóku þátt í mótinu. FO. Frá hátíðahöldunum á Hvanneyri: Kirkjuganga gestanna á sunnudaginn, UmælishátÍ! eyrarskólans. Alaugardagsmorg- UN tóku að safnast saman á Hvanneyri „gamlir Hvanneyringar“, þ. e. eldri nemendur frá Hvanneyrarskóla, til hátíðahalda í tiiefni af 55 ára afmæli skólans. Hver bíllinn af öðrum fullur af fólki var að koma langt fram eftir degi. Kl. rúmlega tvö var fundur í „Hvanneyringi“, en svo nefn- ist nemendasamband Hvanneyr. arskólans, settur í leikfimishúsi skólans. Var Bjarni Ásgeirsson alþm. og form. Búnaðarfélags íslands kosinn fundarstjóri, en fundarrritarar Þorsteinn Sig- urðsson á Vatnsleysu og Krist- ján Guðmundsson á Indriða- stöðum. Áður en gengið var til fund- arstarfa færði Jón Steingríms- son sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Hvanneyr- arskóla að gjöf vandaðan út- skorinn ræðustól, er gert hafði Ríkharður Jónsson. Þakkaði sýslumaður skólanum starf hans í þágu héraðsins, pg árn- aði honum heilla í framtíðinni. Fund þennan sátu rúmlega 200 Hvanneyringar og mun það vera hið f j ölmennasta. búfræð- ingamót, sem hefir verið haldið hér á landi. Lauk f undurinn hinum venjulegu aðalfundarstprfum og samþykti auk þéss nokkrar áskoranir og tillögur snertandi landbúnaðarmál. Þar á meðal á- skorun um að komið verði upp við Hvanneyrarskólann full- komnu smíða og viðgerðaverk- stæði fyrir landbúnaðarverk- færi. Fundurinn stóð mestan hluta dags og var síðari hluti hans haldinn úti á „Kirkjuhól“. Um kvöldið var borðað í stóru tjaldi, sem reist var á Sviða- flötum, og sátu þar til borðs rúml. 200 manns. Voru þar margar ræður fluttar og söngur og gleðskapur hinn mesti. Voru þar ræður haldnar fyrir minni allra þeirra skólastjóra og kenn- ara, sem verið hafa á Hvann- eyri og nú eru látnir. Þar var og hyltur Björn í Grafarholti, en hann keypti Hvanneyri til þess að jDar mætti reisa búnað- arskóla, Hjörtur Hansson á Grjóteyri, sem var fyrsti nem- andi skólans, og Ólafur Jónsson fyrv. lögregluþjónn hér í Rvík, sem var skólastjóri á Hvanneyri í 2 ár. Voru allir þessir menn mættir á fundinum í boði ,,Hvanneyrings“. Mmningársjóður um Halldór Vilhjálmsson. Skólastjórinn Runólfur Sveinsson skýrði frá því að börn Halldórs Vilhjálmssonar, en anum þann dag sjóð, að upphæð þau eru fimm, hefðu gefið skól- 5000 krónur, er bera á nafn Halldórs. Skal verja vöxtum af sjóðnum til þess að styrkja efni- lega Hvanneyringa til fram- haldsnáms í ýmsum greinum búvísinda og landbúnaðar. Þakkaði skólastjóri hina rausn- arlegu gjöf. Frú Svava Þórhalls- dóttir, ekkja Halldórs Vil- hjálmssonar, og börn þeirra öll: Valgerður, Sigríður, Svava, Björn og Þórhallur voru við- stödd hátíðahöldin á Hvanneyri báða dagana. Lauk þessari samkomu Hvanneyringa með söng kl. 12 um nóttina og áskorun frá skólapiltum á Hvanneyri til eldri Hvanneyringa um að mæta kl. 9 næsta morgun á í- þróttavelli skólans í knatt- spyrnu. Mátti velja úrvalslið úr þeim rúml. 200 ,,gömlu“ Kvann- eyringum, sem þarna voru sam- an komnir. Sunnudagurinn. Sólskin — sólskin um allan Borgarfjörð, en allsnörp norð- an gola. „Allir út á völl“ á Hvanneyri kl. 9 að morgni — en ekki að kvöldinu eins og í Reykjavík. Skólapiltarnir eru í vígahug og ætla að „bursta kallana“. „Úrvalsliðið" er mætt og þó þar sé enginn úr allra elztu árgöngum, eru þar margir knáir Hvanneyringar. Leikur- inn er hinn harðasti og lauk hon- um með sigri gömlu Hvanneyr- inganna, 2 mörk gegn einu. Hópurinn heldur heim að Hvanneyri. Klukkan er 11 og séra Eiríkur Albertsson er kom- inn, en hann ætlar að messa. Karlakórinn „Fóstbræður“ og fimleikaflokkur „Ármanns“ eru líka komnir, en þeir ætla að skemta gestunum í dag með söng og leikfimi. Kirkjan er alt of lítil — séra Eiríkur talar ekki yfir tómum bekkjum í dag. Fjöldi manna stendur úti með- an á messunni stendur og marg_ ir gera enga tilraun til þess að komast inn — þeir vita að það er með öllu þýðingarlaust. Ræðuhöldin. Kl. rúmlega eitt á aðalsam- koman að hefjast. Vegna stormsins er reist skýli fyrir söngmennina og ræðumennina, en áheyrendur raða sér utantil á Kirkjuhólinn, en þar fara fram hátíðahöldin. Forsætisráð- herra Hermann Jónasson hefir tilkynt að hann ætli að flytja ræðu, en hann er enn viðstadd- ur biskupsvígslu í Reykjavík, en er væntanlegur í flugvél þá og þegar. Er því sú breyting gerð, að hans ræða verði síðust, í stað þess að hún átti að vera fyrst. Skólastjórinn á Hvann- eyri, Runólfur Sveinsson, þing- maður Borgfirðinga Pétur Ottesen, formaður Búnaðarfé- lagsins, Bjarni Ásgeirsson, sem líka er þingmaður Mýramanna, búnaðarmálastjórinn Stein- grímur Steinþórsson, Guð- mundur Jónsson, kennari á Hvanneyri, Jón Hannesson í Deildartungu o. fl. flytja ræður. Þeim ræðum var öllum útvarp- að, svo óþarft er að minnast frekar á þær hér. Karlakórinn Fóstbræður söng milli ræðuhaldanna og að þeim loknum. Frá hátíðahöldunum á Hvanneyri: Elztu nemendurnir, sem þátt tóku í mótinu. I fremstu röð frá vinstri til hægri: Ólafur Jons- son fyrv. lögregluþjónn (2. frá vinstri), Björn Bjarnarson, Grafarholti og Hjörtur Hansson, fyrsti nemandi skólans. íþróttamannaflokkur úr Ár- manni sýndi fimleika úti undir stjórn Jóns Þorsteinssonar við hinar prýðilegustu viðtökur á- horfenda, sem voru þá orönir talsvert á 2. þúsund. Að þessu búnu hófst danzinn. Brjóstlíkan áf Halldórí Vil- hjálmssyni. Einn þáttur hátíðahaldanna á Hvanneyri átti að vera sá að af- hjúpa brjóstlíkan af Halldóri Vilhjálmssyni, sem nemendur hans hafa látið gera, og gefa skólanum. Hefir Ríkh. Jónsson gert líkneskið. En svo illa tókst til, að það náðist ekki úr Gull- fossi, sem kom með það hingað á laugardagsmorgun, og því fórst sú athöfn fyrir. Mun það verða flutt upp eftir og sett þar upp og afhent síðar. Kveðjur. „Hvanneyringarnir“ gömlu tóku nú að leita hvern arinan uppi til að kveðjast, því nú skyldi halda heim. Á þessutri tveim dögum höfðu knýtzt á riý bönd vináttu og endurmirin- inga frá löngu liðnum árum, og sem litlar líkur eru til að hér eftir verði endurnýjaðar néma þá af tilviljun einni, Bílamir fyllast á ný. Hinir gömlu Hvanneyringar dreifast á ný út um landið hver til síns starfs. Veran á Hvanneyri var styttri nú en áður og yfir þess- um tveirn samverudögum var sólskin — sólskin vináttu og einlægni. Þó var eins og stund- um drægi ský fyrir sólina. Það var þegar minst var Halldórs Vilhjáhnssonar, sem hafði verið leiðtogi nærri allra þeirra 200 Hvanneyringa, sem þama mættust, en nú vantaði í hóp- inn. „Hér vantar ekkert nema Halldór til þess alt væri eins og það þyrfti að vera,“ sagði gamall Hvanneyringur, Sólin er að hverfa —• Hvann- eyringarnir og gestirnir halda af stað, en æska Borgarfjarðar- héraðs verður eftir enn um stund og stígur danz á Hvann- eyri eins og hún hefir nú gert í 50 ár. Molar úr sögu Hvanneyrar. Hvanneyri er landnámsjörð. Þar bjó fyrstur Grímur hinn háleyski, er var einn af mönn- um Skallagríms. Hvanneyrar er að litlu getið í gömlum sögum og annálum, en um aldamótín 1800 var hún amtmannssetur. Bjó þar þá Stefán Stephensen amtmaður. Hann fluttist síðar að Hvítárvöllum ög bjó þar til dauðadags. Hann er grafinn í Hvanneyrarkirk j ugarði. Árið 1889 er stofnaður bún- aðarskóli á Hvanneyri. Stofn- andi skólans og eigandi er Suð- uramtið. Fyrstur varð þar skólastjóri Sveinn Sveinsson búfræðingur frá Firði í Mjóa- firði. Hann dó 1892 og tók þá við skólastjórn Ólafur Jónsson, er var kennari við skólann, og var hann skólastjóri í 2 ár, eða til 1894. Ólafur varð síðar lög- regluþjónn í Reykjavík og er enn á lífi. Þá tók við skólastjórn Hjörtur Snorrason og var hann skólastjóri frá því 1894 til 1907, eða í 13 ár. Fyrsta veturinn, sem skólinn starfaði, var þar aðeins einn nemandi: Hjörtur Hansson frá Hækingsdal í Kjós. Hann er enn á lífi og býr hjá börnum sínum á Grjóteyri í Borgarfirði. Frá því skólinn byrjaði og þar til Suðuramtið hætti að reka hann 1907, útskrifuðust frá Hvann- eyri alls 53 nemendur. 1937 tekur rikið við skólan- Mt. á A.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.