Alþýðublaðið - 29.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.06.1939, Blaðsíða 3
FIMTUDAGINN 29. JONI 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ ♦-------------------------♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓBI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: AIÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). ' "96: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Hlægilegt sjálfshól. AÐ væri synd að segja, að hógværðinni eða lítillæt- inu hafi verið fyrir að fara í leiðara Morgunblaðsins í gær- morgun. Hlægilegra sjálfshól hefir víst aldrei sést á prenti hér, nema ef vera skyldi í Þjóð- viljanum í vetur, þegar hann þóttist vera að bjarga landinu með 60 milljón króna láninu sællar minningar, sem baróninn sunnan af Balkanskaga átti að útvega vestur í Ameríku, og var að lýsa því fyrir lesendum sínum, hvernig hann, Þjóðvilj- inn, væri forsjónin, sem raun- verulega stýrði þessari dásam- legu vendingu viðburðanna og segði sjálfri ríkisstjórninni fyr- ir verkum! Hjá Morgunblaðinu eru það bara ekki Kommúnistaflokkur- inn og baróninn sunnan af Balk- anskaganum, sem eru að frelsa þjóðina og hefja hana upp úr eymd og vesaldómi, heldur Sjálfstæðisflokkurinn og at- vinnumálaráðherra hans, Ólaf- ur Thors. En sjálfshólið og mik- ilmenskan er alveg sú sama og í Þjóðviljanum við umrætt tækifæri í vetur. ,,Ekki er vafi á því,“ segir Morgunblaðið, „að það er fyrst og fremst verk ráðherra Sjálf- stæðisflokksins, að þátttakan í síldveiðunum verður að þessu sinni miklu meiri en nokkru sinni áður. Atvinnumálaráð- herrann hefir gengið rösklega fram í því, að koma öllum sííd- arverksmiðjum í gang.“ „Ráð- herrann hefir einnig ákveðið víðtæka síldarleit, ýmist með skipum eða flugvél.11 „Án þátt- töku Sjálfstæðisflokksins í rík- isstjórninni myndi Eimskipafé- lagið ekki nú í dag vera búið að semja um smíði á fullkomnu, nýtízku farþegaskipi . .. en nú- verandi atvinnumálaráðherra bjargaði því.“ “Mikil og góð mál eru nú komin í örugga höfn, einmitt fyrir atbeina ráðherra Sjálfstæðisflokksins.“ „Sjálf- stæðisf lokkurinn getur þess vegna verið ánægður með verk síns ráðherra og þökk sé hon- um fyrir stuðninginn“! Þetta eru aðeins nokkrar setningar úr leiðara Morgun- blaðsins í gærmorgun, en ættu engu síður að nægja til þess að sýna mönnum, sem ekki skyldu hafa haft ánægjuna af því að lesa hann, hve ótrúlega hlægi- legt blaðið getur gert sig með grobbi sínu og belgingi. Það má mikið vera, ef Ólafur Thors kærir sig um svo væmið lof og óverðskuldað, hvort heldur um sjálfan hann eða flokk hans. Það skal ósagt látið, hvort Morgunblaðið er svo fáfrótt um þau mál, sðm það skrifar um, að það ímyndi sér í raun og veru, að Ólafur Thors og Sjálfstæðis- flokkurinn hafi gert alt það, sem á er minst í umræddum leiðara blaðsins. En þá hlýtur Ólafur Thors að minsta kosti sjálfur að vita töluvert betur, hverjir hitann og þungann hafa borið af sumu því, sem hon- um og Sjálfstæðisflokknum er nú eignað. — Það var ekki Sjálfstaiðisflokkurinn, sem barðist fyrir byggingu nýjustu síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði, né síðustu stækkun síldarverksmiðjanna þar, held- ur Alþýðuflokkurinn, sem átti algerlega frumkvæðið að hvoru- tveggja. Og það var ekki núver- andi atvinnumálaráðherra, sem átti frumkvæðið að því, að leit- að yrði að síld ýmist með skip- um eða flugvél í sumar, heldur Finnur Jónsson, sem barðist fyrir því í síldarútvegsnefnd, út vegaði tilboð frá Óðni og T.F. Örn í því skyni, og fékk málið að endingu fram með aðstoð Sveins Benediktssonar bæði við síldarverksmiðjurnar og ríkis- stjórnina, meðan Ólafur Thors var fjarverandi sökum veik- inda. Og það er ekki heldur nein uppgötvun Morgunblaðsins, þótt það láti svo, að tilkynningar um síldarleitina þurfi að sendast út á dulmáli, sem eingöngu ís- lenzku skipin hafi lykil að. Ráð stafnir til þess eru þegar komn- ar svo langt, að sama daginn og Morgunblaðið flutti grein sína, var verið að gera myndamót af uppdrætti, sem á að fylgja dul- málslykli þeim, sem síldarfrétt- unum verður varpað út eftir. En um slíkar staðreyndir er Morg- unblaðið ekki að spyrja. Hjá því er vitanlega alt „fyrst og fremst verk ráðherra Sjálfstæðis- flokksins“, til þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn geti „verið á- nægður með verk síns ráð- herra“! Það er sannarlega ekki létt að sjá, hvaða ástæðu Sjálf- stæðisflokkurinn hefir til þess, að vera með slíkt sjálfshól. Vissulega hefir hann um leið og hann tók sæti í stjórn landsins lagt niður, að minsta kosti í bili, förnan fjgndskap við ýms framfaramál Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, sem ekki var hægt að hrinda í fram- kvæmd með Sjálfstæðisflokk- inn og Moskvasöfnuðinn í sam- eiginlegri stjórnarandstöðu og raunverulegu uppreisnará- standi, eins og í Hafnarfirði í vetur. En þó að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi fyrir það fengið stuðning Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins við ein- stök önnur mál, sem hann bar fyrir brjósti, verður það að teljast harla ástæðulaust grobb í blöðum hans, að það sé Sjálf- stæðisflokkurinn og ráðherra hans eða ráðherrar hans, sem alt geri í hinni sameiginlegu stjórn. Ódýrt Hveiti í 10 lb. pokum 2,25 Hveiti í 20 lb. pokum 4,25 Hveiti í lausri vigt 0,40 kg. Strásykur 0,65 kg. Molasykur 0,75 kg. Spyrjið um verð hjá okkur. BREKKA Símar 1678 og 2148. Tjarnarbúðin. — Sími 3570. Útbreiðið Alþýðublaðiðí Terðlagsnefnd hefnr hindra dýrtf En verksvið hennar er ennþá allt of þröngt. Vlðtal vlð Sigargeir Sig- urjénsson lðgfræðing. —.....------- T 7ERÐLAGSNEFNDIN, sem skipuð var í fyrrahaust til * þess að hafa eftirlit með verðlagi í landinu, hefir nú starfað í 9 mánuði, og átt verulegan þátt í því, að koma í veg fyrir hækkandi vöruverð bæði fyrir og eftir gengis- breytinguna í vétur. Hefir hún meðal annars samkvæmt fyrirmælum ríkis- stjórnarinnar ákveðið hámarksálagningu á vefnaðarvörur, búsáhöld og byggingarefni, en á allar þessar vörur hefir á- lagning verið óhæfilega há undanfarin ár. í verðlagsnefndinni eiga sæti Guðjón Teitsson skrifstofu- stjóri, formaður, skipaður af ríkisstjórn, Sigurgeir Sigurjónsson Iögfræðingur, tilnefndur af Alþýðusambandi íslands, Einar Gísla- son málarameistari, tilnefndur af Landssambandi iðnaðarmanna, Aðalsteinn Kristinsson forstjóri, tilnefndur af Sambandi ísl. sam- vinnufélaga, og Dr. Oddur Guðjónsson, tilnefndur af Verzlunar- ráði íslands. Alþýðublaðið snéri sér í gær til Sigurgeirs Sigurjónssonar lögfræðings og spurði hann um störf nefndarinnar. Sagðist honum svo frá: ,.Eins og kunnugt er var nefndinni í upphafi falið að rannsaka verðlag á vefnaðar- vörum, byggingarefnum og bús- áhöldum. Allmikill tími fór í það hjá nefndinni, að afla sér sem glegstra upplýsinga um verðlag og álagningu á þessum vörum. Var safnað skýrslum frá kaupmönnum og kaupfélög- um um land alt og var síðan unnið úr þeim skýrslum. Er gengislækkunin var samþykt á alþingi, hafði nefndin fyrir skömmu lokið rannsóknum sín- um um verðlag á vefnaðarvör- um og gefið út reglur um há- marksálgningu á þeim. Var há- marksálagningin ákveðin 16% í héOdBÖlu, en í smásölu 50%, þegar keypt var af innlendum heildsölubirgðum, og 74% þeg- ar keypt var beint frá útlönd- um. Er ég ekki í vafa um, að ráðstöfun þessi hafi til muna lækkað verðið á flestum af þess- um vörum, enda mun almenn- ingur hafa orðið þess var. Bar þó ekki á neinni óánægju með- al kaupmanna við þessa. ráð- stöfun, enda var hér mjög sann- gjarnlega að farið. Hins vegar kom þetta í veg fyrir hina tak- markalausu álagningu heildsala á þessum vörum, en ég tel að hið háa verð á þessum vörum hafi að verulegu leyti stafað af álagningu þeirra. Eftir gengis- lækkunina og til samræmis við hana var svo hámarksálagningu þessari breytt þannig, að í heildsölu var ákveðin 15% há- marksálagning, en í smásölu 47% þegar keypt var af inn- lendum heildsölubirgðum og 64% þegar keypt var beint. Tel ég að þessar ráðstafanir nefnd- Sigurgeir Sigurjónsson. arinnar hafi að mjög miklu leyti náð tilgangi sínum, enda hefir nefndin haft rækilegt eftirlit með því, að verðlagsákvæðin hafi verið haldin.“ Alagniig á byggicgarefui «0 bisáhðldam er of há. — En hvað er að segja um álagninguna á byggingarefnum og búsáhöldum? „í þessum vöruflokkum tel ég að ekki hafi eins vel tekist, því miður — og liggja þar á bak við margar ástæður. Þó tel ég að tekist hafi að nokkru leyti að halda niðri óhæfilegri álagn- ingu á þessum vörum, en um nokkra lækkun er þar sennilega ekki að ræða. Ástæðuna til þessa tel ég fyrst og fremst þá, að nefndin hafi leyft til muna of háa álagningu á þessar vörur. Hefir það nú komið í ljós, að sumar verzlanir nota ekki til fulls þá álagningu, sem leyfð er, og mjög lítið er um það, að þessi ákvæði séu brotin. Þykir mér rétt að geta þess, að er gengið var frá álagningarreglum þess- um voru skoðanir nefndar- manna mjög skiftar um það, hversu háa álagningu skyldi leyfa. Varð það til þess að sum- um mjög þýðingarmiklum vöru- tegundum. t. d. timbri, varð al- veg að sleppa, eða hafa frjálsa álagningu á, þar sem ekki náðist samkomulag í nefndinni um hæfilega álagningu. Þó skal ég geta þess, að nefndin hefir þrátt fyrir þetta fylgst vel með vörð- lagi á þessum vörum og reynt á annan hátt að koma í veg í'vr- ir of hátt vöruverð. Á sama hátt hefir nefndin einnig fylgst með vöruverði á ýmsum öðrum vörum, t. d. mat- vörum, og haft eftirlit með á- lagningu á þeim, sérstaklega um og eftir gengislækkunina.“ Átta verzlanir i Beybja- vik sebtatar fyrir of hia tlagningn. — Hvernig er þessu eftirliti nefndarinnar hagað? „Nefndin hefir nú í sinni þjónustu 5 starfsmenn og vinna .3 þeirra að staðaldri að eftirliti með því, að verðlagsákvæðin séu haldin. Samkvæmt lögunum um verðlagsnefnd hefir nefndin. og starfsmenn hennar rétt til að krefjast upplýsinga bæði frá op- inberum stofnunum og einstök- um mönnum um innkaupsverð, útsöluverð og annað það, er nauðsynlegt kann að þykja. Hefir þetta ákvæði létt mjög störf nefndarinnar, þar sem flestir hafa af þessum sökum mjög greinilega gefið þær upp- lýsingar, sem farið hefir veríð fram á. Eftir að verðlagsákvæð- in komu í gildi var fyrst hafið eftirlit hér í Reykjavík og Hafn- arfirði, en nú undanfarið hafa starfsmenn nefndarinnar einnig farið víðar. T. d. var eftirlits- maður frá nefndinni á ferð með ,.Sæbjörgu“ er hún fór til Aust- fjarða nú fyrir nokkru. Rann~ sakaði hann vöruverð og álagn- ingu í flestum verzlunum í þrem sýslum. Mun þar töluvert, hafa borið á of hárri álagningu og voru nokkrar verzlanir og kaupfélög kærð til sýslumanna Frh. 4 4. slta. Jon Gunnarsson: Leiðbeiningar um vatnsræbtun. ------#----- Frh. Ef fræinu er sáð í beðið, verður vitanlega að bleyta beð- ið áður og halda því röku þar til rætur jurtanna eru orðnar það stórar, að þær ná niður í nær- ingarlöginn. Þessa þarf einnig að gæta við ræktun rótarhnúða, blómlauka, kartafla o. s. frv. Beðið má alarei verða vatnssósa með þeim hætti að neðri hluti þess sígi niður í næringarlög- inn, því þetta varnar loftinu að komast að leginum, og veldur rotnun ýmissa gerla. Gróðursetning. Auðveldlega má sá fræi í rök beð, eins og áður segir, en oft er betra að gróðursetja valdar ungar jurtir, sem vaxið hafa í sandi eða í góðri leirmold. Ýms- ar frætegundir má láta skjóta frjóöngum milli laga af rökum þerripappír, og er efra lagið tekið af þegar fræið fer að spíra. Sáðlarnir eru látnir vaxa á þessu „beði“ þar til er þeir eru orðnir nógu stórir til þess að þeim verði komið fyrir í bómullinni í körkhringjunum, ef notuð eru lok á geymunum, eða í gljúpu beði á vírneti. Er vatni þá helt á hinn raka þerripappír, og hin- ar ungu jurtir losaðar af blað inu með gætni, til þess að ræt- urnar eigi skemmist. Eins fer maður að ef jurtirnar hafa stað- ið í sandi eða mold, að jarðveg- urinn er rennbleyttur áður en jurtirnar eru hreyfðar, til þess að hlífa rótum þeirra. Því næst skolar maður ræturnar vand- lega í vatni, og lætur jurtirnar strax á sinn stað í beðinu eða korkhringnum þannig að rætur þeirra nái niður í næringarlög- inn. Gæta þarf þess að ræturn ar þorni eigi meðan á gróður- setningu stendur. Bilið milli jurtanna. Við tilraunir í Berkeley með tómata voru þeir látnir standa þétt, og stundum 20 jurtir á 25 ferfeta svæði. Enga algilda reglu er hægt að gefa viðvíkj- andi þessu, þar eð þetta er háð ljósskilyrðunum og fer eftir teg- undum jurtanna.' Reynslan verður bezti kennarinn hvað þetta snertir. En menn geta byrjað með því hvort sem vill að hafa bilið milli jurtanna sama og þegar sáð er í mold, eða fjórðungi, þriðjungi minna o. s. frv. í nokkru af röðunum, og með þeim hætti brátt komist að raun um hvernig bezt er að haga þessu. Vatni bætt í geymana. í fyrstu er geymirinn fyltur af næringarlegi, nærri því upp að beðinu, en eftir því sem jurt- irnar ná meiri þroska, drekka þær í sig meira vatn, og nokkuð vatn fer einnig forgörðum við uppgufun úr geyminum, svo að vatnsborðið lækkar. Heppileg- ast er, eftir að ræturnar eru orðnar nokkuð stórar, að lagar- flöturinn sé frá einum þuml- ungi upp í nokkra þumlunga frá botni beðsins, til þess að loft komist betur að leginum. Þarf því annað veifið að bæta vatni í geyminn til þess að eigi minki í honum um of. Þegar bæta þarf í geyminn vatni, getur skeð að of mikið verði af ýmsum söltum í legin- um. ef vatnið, sem bætt er í, inniheldur mikið af einhverjum slíkum söltum. Ef þetta kemur fyrir, verður að skifta um allan löginn í geyminum, hafi sölt þessi slæm áhrif á jurtirnar. Verði jurtirnar fyrir skemdum sökum þess að of mikið verði í leginum af frumefnum eins og t. d. zinki, er ekki nóg að skift sé um löginn, því of mikið af slíkum efnum eyðileggur jurt- irnar. En sökum þess hve sölt eru misjafnlega mikil í vatni, eftir því hvaðan vatnið er, er ekki hægt að gefa neinar algild- ar leiðbeiningar viðvíkjandi þessu. Líklegt er að okkar fræga Gvendarbrunnavatn sé hið á- kjósanlegasta, einnig til vatns- ræktunar. Skift um næringarlöginn. Þegar jurtirnar vaxa, eyða þær næringarsöltunum, og inni- hald sýrunnar í leginum breyt- ist. Þarf þá að bæta í löginn bæði söltum og sýru, en til þess að vita, að hve miklu þarf við að bæta, þarf helzt að efnagreina löginn. Þegar þess er eigi kost- ur, getur maður tæmt geyminn, vikulega eða á hálfsmánaðar- fresti, og verður þá strax að fylla hann aftur af vatni, og láta í það sýrur og sölt, eins og upp- haflega. En hve oft þarf að skifta um löginn fer eftir því, hve jurtirnar eru stórar, hversu hratt þær vaxa og hve lögurinn er mikill. Dreifa skal sýru og söltum hringinn í kring í geym- inum. Til þess að betur blandíst, er bezt að hálffylla geyminn fyrst af vatni, eða ríflega það, (en halda jurtarótunum jafn- framt niðri í vatninu) og eftir að bætt hefir verið í sýrum og sölt- um, þá að fylla geyminn með þeim hætti, að láta vatn buna í hann, en beina bununni þó þannig, að rætur jurtanna verði eigi fyrir skemdum. Prófun og lagfæring sýru- innihalds vatns og næringar- lagar. Venjulega kemur það eigi að sök, þótt sýrumagn lagarins sé nokkuð breytilegt. Flestum jurt- um er hæfileg sýrureaktion frá pH 5,0 til 6,5. Ef eimað vatn (eða Gvendarbrunnavatn?) e? haft í næringarlÖginn, þarf ekkert um þetta að hugsa. En noti maður algengt vatn úr krana, þarf helzt að prófa reaktion þess. Sé vatnið alkal- iskt, verður að sýra (acidify) þpð, áður en næringarsöltunum er bætt í.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.