Alþýðublaðið - 30.06.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.06.1939, Blaðsíða 1
XX. ÁBGANGTO FÖSTUDAGINN 30. JCNÍ 1939. 147. TÖLUBLAÐ RITSTJéRl: F. R. VALDEMARSSON ÚTOBVANÐi: AUÝINIIUMEBXIHMI retlased, segir taann, er staðráðið I þvi, að taeita tafar- pvi waldi, sem pað á tii, gegn frekara ofbeldi ezkí llðtinn er ósigrandi og loítflotinn parf engan að hræðast Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. London í morgun. T ORD HALIFAX, utanríkismálaráðherra Breta, hélt ræðu í gærkveldi við hina árlegu miðdegisveizlu kon- unglegu brezku utanríkismálastofnunarinnar. Var ræðunni útvárpað um allt Bretaveldi, Bandaríkin og mörg önnur lönd, og vekur hún hvarvetna geysilega athygli. Lord Halifax gaf í þessari ræðu heiminum þá hátíðlegu yfirlýsingu, að Bretland væri, svo fremi að til nýrra árása og ofbeldisverka kæmi, „staðráðið í því,“ eins og hann komst að orði, „að beita tafarlaust öllu því valdi, sem það á yfir að ráða“ til þess að verja þau lönd, sem fyrir árásinni yrðu, eins og það hefði lofað. Þessi yfirlýsing brezka utanríkismálaráðherrans er tal- in alvarlegasta aðvörunin, sem Þýzkalandi, Italíu og Japan hefir verið gefin síðan þau hófu þá ofbeldisstefnu, sem nú í mörg ár hefir einkent alla framkomu þeirra út á við. „Við vitum,“ sagði Lord Hali- fax, „að ef önnur lönd eru svift öryggi sínu og sjálfstæði, þá stendur Bretlandi einnig alvar- LORD HALIFAX leg hætta af því.“ Brezki flotinn, sagði hann LAUSARTATNSMéTSfl: Ennt Larsson talaði nm sam- vlnnn Norðnrlanda í gærkveldi. _ ——i-----— Samsinna NorðnrlandaMððanna, sagði bann, bygg- ist fyrst «g fremst á samvinnn albýtnsamtahanna. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. LAUGARVATNI í morgun. ||" NUT LARSSON vara- forseti Viggbyholmar- anna og ritari Tréiðnaðar- mannasambandsins í Sví- þjóð, flutti kl. 6 í gær á Laug- arvatni erindi sitt um sam- vinnu Norðurlandaþjóðanna. Hóf hann erindi sitt á því, að sýna fram á skyldleikann milli Norðurlandaþjóðanna og sagði im. a.: Síldveiði treg enn þá. ÍLDVEÍÐíN virðist mjög treg enn þá, enda þótt vart hafi oröið bæði á Skagafirði og við Grímsey. Síldin ,sem veiddist á Skaga- firði í gær, óð svo grunt, að mörg skip rifu vörpurnar við að ná henni. Fengu nokkur skip þar slatta, og það hæsta fékk 300 mál. Tvö skip fengu slatta við Grímsey í gær. Flugvélin flaug austur með landi í gær, en sá enga síltl. Veður er sæmiiegt í dag á Siglufirði. Við erum náskyldir og tungur okkar eru mjög skyldar, jafnvel svo mjög, að þrjár þjóðirnar, Danir, Norðmenn og Svíar, skilja svo að segja fullkomlega hver aðra. Þá sýndi hann fram á það, að sömu straumar mörkuðu hiná andlegu nútímaþróun Norðurlandaþjóðanna, þjóðfé- lagslegar umbætur, aukið lýð- ræði, vaxandi alþýðufræðsla. Þessir straumar eru skapaðir fyrst og fremst af alþýðusam- tökunum og einmitt af þessari ástæðu horfir umheimurinn með aðdáun til Norðurlanda- þjóðanna, þetta er þeirra her- væðing. Þá talaði Larsson allmikið um þá samvinnu, sem á sér stað milli verkalýðssamtakanna á Norðurlöndum: Verkalýðssam- tökin eru skyldari en nokkur önnur samtök, enda eru þau byggð upp ár frá ári eftir reynslu hvers lands. Verka- lýðssamtökin hafa og sam- vinnunefnd, sem starfar að sameiginlegum hagsmunamál- um, og inn á við, innan verka- lýðssamtakanna, hefir þessi samvinna haft mikla þýðingu Frh. á 4. síðu. enn fremur, er ósigrandi, og loftflotinn, sem er í stöðugum vexti, er nú þegar orðinn nægi lega sterkur til þess, að liann þarf ekkert að óttast úr neinni átt. Landherinn er að vísu ekki stór, en engu að síður voldugt vopn til varnar okkar eigin frelsi og jafnvel einnig frélsi annara þjóða. Og að baki þess- um vígbúnaði okkar stendur einhuga þjóð og hinn mikli iðn- aður og auðæfi, sem hún á yfir að ráða. „En engin þessara öflugu vopna verða notuð,“ sagði Lord Halifax, „nema til varnar gegn árás. En ef til frekari árása eða ofbeldis skyldi koma, vil ég að allur heimurinn viti það, að Bretland er staðráðið í því, að standa við skuldbindingar sín- ar með öllu því valdi, sem það hefir yfir að ráða.“ Á eftir Lord Halifax talaði Albert Alexander, sem var flotamálaráðherra Breta í öðru ráðuneyti MacDonalds. Sagði hann meðal annars, að þess væri óskandi, að yfirmenri vissra er- lendra stórvelda vildu leggja sér þau aðvörunarorð, sem brezki utanríkismálaráðherrann hefði nú látið falla, vel og rækilega á hjarta. Mac Bride (Daily Herald). Eru brennuvarg- ar að verki í London? Scotland ¥ard Mfð að rannsaba brunana. I LONDON í gærkveldi. FÚ. DAG kom enn upp eld- ur í London á tveim stöð- um í vöruhúsahverfinu í austurhluta borgarinnar, og brann fjögra hæða vöru- skemma og önnur bygging, sem notuð var sem verkstofa og timburgeymsla. Aðstoðarinnanríkismálaráð- herra Bretastjórnar skýrði neðri málstofu þingsins frá því í dag, að rannsókn værin hafin á þessum óvenjulegu brunum í austurhluta London, og hefði Scotland Yard verið fengið til þess að aðstoða við rannsóknina. Kvaðst hann þó vera þeirrar skoðunar, að hér væri ekki um glæpastarfsemi að ræða, því að stórbrunar hefðu oft áður orð- ið á þessum slóðum. Fram hefir unnið 14 V 1 en tapað 7 Danmðrku. Vaan í Tðnder með 6: 1 ]0 RAM lék í gærkveldi 4. og síðasta leik sinn í Dan- mörku. Léku þeir við Tönder- búa á Suður-Jótlandi og sigruðu þá með 6 mörkum gegn 1. Var þetta úrvalslið Suður-Jóta. Hafa þeir þá unnið samtals 14 mörk í Danmörku, en tapað 7. RorgnnMaðið í klipn ðt a! ranpi sinu nm sildarleitina. -----*----- Er blaðið búið að gleyma sínum elg- in fréttaflutningi frá því í fyrrasumar? fUT ORGUNBLAÐIÐ spyr i *■ dag, hvers vegna hafi ekki verið leitað að síld með flugvél í fyrra. Ritstjórarnir virðast hafa gleymt því, að flugvél danska flotans, sem höfð var við land- mælingar hér í fyrra, stundaði mjög mikið síldarflug með ágæt- um árangri. Enn fremur var fiug- Frh. á 4. siðu. lllllÉlltlll Íffi*É Brezki flotinn og herinn er viðbúinn. Hermenn úr hrezka land hernum í heimsókn á einu nýjasta herskipi Breta. Pólland ráðið i að verja aðgang sinn að sjónom. -----■».. Yfirlýsing pólska lýðveldisforsetans í útvarpsræðu, sem hann flutti í gær. •»-—..— •---:----------:-— LONDON í gærkveldi. FÚ. ORSETI Póllands, Moscicki flntti í dag útvarpsræðu í tilefni af hinni svonefndu flota- viku Póllands. Hann sagði, að Gdynia og Danzig væru ákaflega þýðing- armiklar borgir fyrir Pólland og að pólska hliðið væri sjálf líf- taugin í fjárhags og viðskifta- lífi Póllands og þar með grund- völlurinn undir sjálfstæði þess. Mætti hezt sjá þeíta af því, að þrír fjórðu hlutar af öllum inn- flutningi og útflutningi lands- ins færu fram gegnum pólska hliðið og Ðanzig. Hann sagði, að Pólland væri búið tii þess að leggja á sig hvaða fórn sem væri til þess að varðveita aðgang sinn að sjón- um. Flotavika þessi hófst með hóp- göngu 70 000 manna í Gdynia, og voru meÖal þeirra margir menn frá Danzig. Voru ýmsar ræður haldnar fyrir þessum mannfjölda, og lofaði mannfjöld- inn því hátíðlega í heyranda hljóði, að vera jafnan á verði um það, að varðveita framtíð Pól- lands og gera alt, sem í hans valdi stæði, tíl þess að efla fram- farir og áhrif pólska ríkisins og vera pólskum manni jafnan 'hjálplegur, hvar sem væri og hvernig sem á stæði. SkemtiferÖ verkakvennafélaganna Allar upplýsingar viðvíkjandi ferðinni eru gefnar í síma 2931 frá 4—6 og 3249. Ný aðferð RAssa tíl að spilia fyrir samn- ingom. Einn trúnaðarmaður Stal- ins iútinn tortryggja Breta og Frakka i biaða- skrifnm. LONDON í gærkveldi. FÚ. LAÐIÐ „PRAVDA“ í Moskva birtir í gær ofr- síðúgrein eftir Shdanoff, for- seía utanríkismálanefndar og yfirmann blaða- og úthreiðslu- málaráðuneytisins. Lætur hann í grein þessari efa sinn í ljósi um hreinskilni Breta og Frakka í samningaumleitunum þeirra við Rússa og segir, að Bretar og Frakkar vilji komast að samn- ingum, sem tryggi það, að allrí byrðinni verði velt yfir á herðar Sovét-Rússlands, Hann tekur það þó fram, að þetta sé aðeins persónuleg skoðun hans sjálfs og þurfi ekki að vera skoðun samherja hans, Á það er þó bent, að greín þessi hafi verið skrifuð áður en brezka stjórnin sendi Sir Wílli- am Seeds, sendiherra sínum í Moskva, hin nýju fyrirmæli, sem frá hefir verið skýrt í frétt- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.