Alþýðublaðið - 30.06.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.06.1939, Blaðsíða 2
ÚTI-ÍÞRÓTTIR Af hverju stafar deyfðin yfir þeini, og hvað þarf að gera? Mikil deyfð ríkir nú yfir frjálsu íþróttunum. Mótin eru fásótt af á- horfendum og keppendum. Aðrar íþróttir, knattspyrna, sund, tenn- is o. fl., blómgast og aukast á sama tíma. Hver er ástæðan fyrir þessu öfugstreymi — og hvað er hægt að gera? Þessarri spurningu verður reynt að svara hér í sem stytztum dráttum. Það er með sanni sagt, að knatt- spyrnan sé að bola frjálsu íþrótt- unum alveg burt. íþróttavöllurinn er nær því alltaf upptekinn af alls- konar knattspyrnumótum frá vori til hausts. Knattspyrnumenn hafa allan æfingatíma á vellium nema ca. 2 tíma, milli 6 og 8. Úti-íþrótta- mennirnir fá að vera í friði í mat- artimanum. Ég held því alls ekki fram, að knattspyrnan eigi ekki rétt á þessu. Þvert á móti gæti hún heimtað meira, en það má ekki gleymast, að útiíþróttamenn eiga einnig rétt á sér. Ætti að full- nægja kröfum beggja aðila. hrykki íþróttavöllurinn hvergi nærri til. Knattspyrnan hefir orðið yfirsterk- ari, úti-íþróttirnar eru landreka. Þær geta ekki staðið með knatt- spyrnunni um notkun íþróttavall- arins — bæði af tímaástæðum og því, að hann er of harður til æf- inga. Krafa íþróttamanna er því sú, að þeir fái æfingavöll fyrir sig. — Hann þarf ekki að vera stór og kostnaður við að koma honum upp er lítill. Hið fyrirhugaða íþrótta- hverfi er óþægilega langt frá bænum ennþá, svo að sennilega þyrfti að hafa slíkan æfingavöll nær bænum í nokkur ár. „ Ef slíkur völlur kemst upp, horfir allt öðruvísi við. Þá er hægt að fá fleiri menn til að æfa en áður, þegar uppfokinn melurinn var, þá er hægt að hefja starf- semi, sem mun koma fótunum undir þessa íþróttagrein. Zeus. í ."'L! .-.Æ-r IÞROTTIR Góður árangur í 400 m. hlaupi. Úrslit 400 m. hlaupsins, sem fór fram í hálfleik á síðasta kappleikn- um við Bretana, urðu þessi: 1. Sveinn Ingvarss., K.R. 53,4 sek. 2. Ólafur Guðm.ss., Í.R. 53.5 — 3. Sigurgeir Ársælss., Á. 53,8 — 4. Einar Guðm.ss.. K.R. 56,7 — Þetta er sennilega jafnasta og mest spennandi 400 m. hlaup, sem hér hefir verið háð. Tíminn er ágætur hjá öllum, enda þótt Svein vanti 8/10 sek. upp á met sitt. Sveinn leiddi alla leið og var aldr- ei í neinni verulegri hættu nema ef vera skyldi á síðustu metrun- um, þegar Ólafi, sem yfirleitt hafði haldið sig ca. I m. á eftir, tókst að komast fast upp að honum. Var munur að sjá Ólaf nú eða á 17. júní mótinu. Sigurgeir herti sig mjög í end- ann og var aðeins 3 Vz m. á eftir Ólafi í mark. Hlupu þeir báðir betur en þeir hafa gert áður og eiga þó sennilega eftir að bæta sig meira. Einar hefði líka náð góð- um tíma, ef hann hefði haldið þeim hraða, sem hann hafði fyrri hluta hlaupsins. 4. flokkur. Nokkrir aukakappleikir hafa farið fram hjá yngstu knatt- spyrnuflokkunum. K.R. vann Fram með 5—0, en tapaði fyrir Val með 3—1. Þjálfun úti- ípróttamanna. Hér birtist framhald af grein Ben. Jakobssonar. Verður talað um mataraði. Mataræði. „Maturinn er mannsins megin,“ segir máltækið, og sannast það á engum betur en íþróttamönnum. Þó fer því fjarri, að rétt sé að tala um sérstakt mataræði fyrir íþrótta- menn, því allir, sem vilja eignast góða hensu og halda henni, verða að leitast við, eftir efnum og ástæð- um, að neyta hollrar og kjarnmik- illar fæðu. íþróttir auka næringar- þörf líkamans á sama hátt og hvert annað erfiði. Það er því mjög þýðingarmikið fyrir íþróttamenn, að fæða þeirra sé tiltölulega auð- melt og innihaldi öll þau efni, sem líkamanum eru nauðsynleg. íþróttamönnum finst það nú ef til vill smámunasemi, að skifta sér af því, hvað þeir leggja sér til munns, en svo er ekki. Heilbrigt líferni og holt mataræði eru fyrstu skilyrðin til þess að hljóta góða heilsu, en á góðri heilsu verður öll erfið tamning að byggj- ast. Heilsufræðingar og læknar nú- tímans hafa komizt að raun um það, að ýmsir sjúkdómar og heilsubilanir stafá beinlínis af óheppilegri fæðu. Það er óheppi- legt að borða mjög mikið í einu. 3 máltíðir á dag eru því heppi- legri en tvær. Til athugunar: 1. Drekkið minst 1 lítra á dag af nýmjólk. Nýmjólk inniheldur flest þau efni, sem líkaminn þarf til viðhalds og endurnýj- unar á sjálfum sér, og er enn- fremur gert sem orkugjafi. 2. Drekkið mjólk eftir erfiðar æf- ingar, við þorsta, en ekki sítronuvatn eða kaffi. Mjólkin inniheldur sölt, sem eru nauð- synleg líkamanum. Við mikið svitatap tapast líka nokkuð af söltum, sem líkaminn þarf að fá aftur. Þeirri saltþörf verður bezt fullnægt með því að drekka mikið af mjólk. 3. Borðið mikið af kartöflum, en þó því aðeins, að þær séu ó- skemdar. 4. Borðið rúgbrauð og smjör, sem viðbit en ekki margarín. 5. Grænmeti og ávextir eru mjög þýðingarmiklar fæðutegundir, og er neyzla þeirra aldrei of mikil. 6. Fæðan er bezt, þegar hún er blönduð, það er að segja, bæði kjötfæða og jurtafæða. Til- breytni er nauðsynleg til þess að örfa matarlystina. 7. Drekkið sem minst af kaffi og aldrei á fastandi maga. 8. Drekkið ekki kalda drykki eft- ir erfiðar æfingar. 9. Neytið ekki matar strax eftir mikla áreynslu. Æfið ekki strax eftir máltíð. 10. Breytið ekki um mataræði daginn. sem þið keppið. Borðið sykurríka fæðu á undan erfiðri keppni. Heppilegt er, að það líði að minsta kosti 2 tímar frá máltíð til keppni. 11. Að neyta tóbaks eða áfengra drykkja meðan á þjálfun stend- ur, gerir enginn íþróttamaður, sem skilur tilgang íþróttanna og æfir með það mark fyrir augum, að hafa líkamlegt og andlegt gagn af þjálfuninni. 12. Reynið að haga því svo, að þið þurfið ekki að ílýta ykkur að borða. Tyggið matinn vel. Það léttir undir méltinguna. Mjög mikil, krydduð fæða er óholl. íþróttamenn hafa venjulega góða matarlyst, þeir þurfa því ekki að auka matarlyst sína með óhóflegri notkun krydd- efna. Aðal bragðbætir íþrótta- manna á að vera gott skap og lífsgleði. (Frh.) Bankakeppnin. Málfæri íþrótta- manna. Margur íþróttamaðurinn hefir með framkomu sinni bæði á leik- velli og meðal annarra þótt vera fyrirmynd. Þetta hefir sem betur fer oft átt sér stað, en við nánari kynningu af mörgum góðum í- þróttamönnum verður annað uppi á teningnum. Því íslenzki íþróttá- maðurinn er sem sé einn hinn mesti vandræðagripur á því sviði, hvað honum hættir við að mis- þyrma sínu eigin móðurmáli. Nú kynni margur að reyna að bera það fram sér til afsökunar, að skortur sé á nýyrðum. Þessi af- sökun er oft og tíðum réttlát. En hún getur varla staðist í þessu sambandi. Hægt er að benda á mý- mörg dæmi þess, að útlend orð eru látin ganga fyrir, þar sem íslenzk myndu fara mikið betur. Svo er annað, sem vert er að athuga. Þeg- ar útlend orð eru tekin inn í mál- ið, er mjög hætt við, að þau fái á sig íslenzkt brennimark og verði þá að hinum alþektu orðskrípum. Ég skal síðar nefna dæmi þess. Nú er það alkunna, að t. d. í knatt- spyrnunni hefir mikil málhreins- un átt sér stað, þótt gömlu „orðin“ vilji löngum lafa við. En í öðrum íþróttagreinum er ástandið enn verra. Komi maður hér út á í- þróttavöllinn, dveljist stundarlangt meðal íþróttamanna og hlusti á tal þeirra sín á milli, þá gæti maður raunverulega haldið, að maður væri staddur meðal manna, sem dvalið hefðu árum saman erlendis og væru að týna móðurmálinu nið- ur. Þar er talað um að starta, spúrta, grísa, og þar heyrast fleiri álíka frumlegar sagnir! Ég vil nú beina því til íþróttamannanna sjálfra hvort þeir, ef þeir hugsuðu sig vel um, myndu ekki geta fundið heppilegri orð. Nei, það er (sem betur fer) til sægur af ágætum ís- lenzkum orðum, sem bæði eru styttri og fallegri en þau erlendu. En það er einhvern veginn orðin rótgróin venja íslenzka íþrótta- mannsins, að þrjózkast við mörgu því, sem íslenzkt er. Það er leiðin- legt í þessu sambandi, að aðalfor- vígismenn íþróttanna eru oft verst- ir með þetta sjálfir, þótt þeir að öðru leyti séu ósérplægnir dugn- aðar- og áhugamenn. Þess vegna þyrftu þeir fyrst og fremst að bæta þennan galla sinn, og mega þeir þá vera vissir um, að hinir koma á eftir. Diskos. ERLENDARFRÉTTIR Bankakeppninni lauk svo, að Útvegsbankinn fékk 4 stig, Lands- bankinn 2 og Búnaðarbankinn 0 stig. Leikirnir fóru þannig: Útvegsb. — Búnaðarb. 4—0. Landb. — Búnaðarb. 7—0. Útvegsb. — Landsb. 2—1. Frjálsar íþróttir. Evrópumönnum virðist ætla að ganga vel í kúluvarpinu á þessu ári. Áður í vor hafa Þjóðverjarnir Trippe og Stöck kastað yfir 16 m., en nú hafa þrír bæzt við. Pólverj- inn Gieruttio kastaði í Lotz 16,02 og Þjóðverjinn Lampert 16,05 í Darmstadt. Þá hefir Evrópumeist- arinn frá 1938, Estinn Kreek, kast- að 16,06. Aldrei hafa náðst fleiri framúr- skarandi tímar í 5 km. á einum degi en daginn, sem Maki setti met sitt. í hlaupunm tveim, í Helsingfors og Stokkhólmi, náðust þessir ár- angrar: Maki, Finnland 14:08,8 Pekuri, Finnland 14:16,2 Salminen, Finnland 14:22,0 Kusocinski, Pólland 14:24.2 Tillman, Svíþjóð 14:24,8 Turminen, Finnland 14:33,0 Járvinen, Finnland 14:36,2 Strömbáck, Finnland 14:40,0 Laihoranta, Finnland 14:41,0 Níu afbragðs tímar á einum degi! í sama hlaupi og Máki setti met sitt, setti hann einnig heimsmet í þriggja mílna hlapi. Tíminn var 13:42,4 mín. Salminen hljóp á 14:22,0 í sama hlaupi ( 5km.). Hann er nú 36 ára gamall, og er þetta sennilega eitt bezta afrek, sem svo gamall maður hefir nokkru sinni unnið. Hollendingurinn de Bruyn hefir nýlega seett hollenzkt emt í'kúlu- varpi, 15,59. Hér eru úrslit frá nokkrum mót- um í U.S.A.: Kringlukast: Zagar 49,99, 100 yards: Jefferey 9.7, 200 m.: Jefferey 21,1, 400 m.: Miller 47,5, Upton 47,9, 110 m. grinda- hlaup: Walcott 14,2. 800 m.: Woodruff 1:51,3, Kúluvarp: Elmer Hackney 17,03. Finnunum hraðfer fram í sleggjukasti. Þeir eru nú margir yfir 52 m. Veirilá kastaði fyrir skömmu 53,85 og Anttalainen 52,34. Á móti í Helsingfors í síðustu viku sló Matti Járvinen Nikkainen út í spjótkasti. Kastaði hann 72,75 m., en Nikkainen 72,42. Á sama móti og Thore Tillman setti 5 km. met sitt náðust þessir árangrar: 1500 m.: Arna Anders- son 3:53,8, Sarkama 3:55,2. Kringlukast: Berg 47,88, Schröder 46,20. 3000 m. hindranahlaup: L. Larsson 9:20,8, Lindblad 9:22,0. 800 m.: Romeby Andersson 1:55,0. Þýzki stórhlauparinn Rudolf Harbig setti á sunnudaginn 18. þ. m. nýtt þýzkt met í 500 m. hlaupi. Hljóp hann á 61,7 sek. Hlaupið fór fram í Erfurt. Þetta er ágætur ár- angur, þar eð hverjir 100 m. eru hlaupnir á 12,34 sek.! Jakob setti sama dag þýzkt met í 1000 m. Hljóp hann á 2:20, mín. í sleggjukasti hafði Blask 56,30, Hein 53,03 og Lutz 51,28. í kúlu- varpi kastaði Blask 14,41 m., en Hein 13,90. Kalima frá Finnlandi stökk s.l. sunnudag í Stokkhólmi 1,94 í há- Saga íslenzku metanna. Langstökk. 5.37 Kristinn Pétursson, Í.R. 1911* 5.55 Brynjólfur Kjartansson 1914* 5.69 Tryggvi Gunnarss., Á. 1920* 5.70 Þorgils Guðm.ss.. Dr. 1920 5,93 Tryggvi Gunnarss., Á. 1920 5,97 Sami 1921 6,20 Kristj. L. Gestss., K.R. 1922 6.28 Sami 1923* 6.37 Páll Scheving, K.V. 1926 6.39 Garðar S. Gíslas., f.R. 1927 6.55 Sveinbj. Ingim.son, Í.R. 1928 6,82 Sig. Sigurðsson, K.V. 1937 Stökk P. S., 6,37, var í halla, og stökk S. S., 6,82, í meðvindi. Stangarstökk, 2.28 Ben. G. Wáge, Í.R. 1911* 2,66 Ben. G. Wáge, Ólafur Sveinsson og Tr. Magnússon 1913* 2.71 Ottó Marteinsson, Á. 1922* 2,81 Sami 1924* 2,96 Friðrik Jesson, Týr 1924 3,17 Sami 1924 3.25 Sami 1929 3,32 Karl Vilmundars., Á. 1935 3,34 Ásm. Steinsson, K.V. 1936 3.36 Ólafur Erlendss., K.V. 1937 3.40 Karl Vilmundars., Á. 1937 3,45 Sami 1938 Stjörnumerktu afrekiin eru ó- staðfest, en viðurkend rétt. stökki. f spjótkasti hafði Vaino 71,06, en Atterwall 64,82. Svíinn Henry Palmé vann ný- lega hið fræga Maraþonhlaup Sporting Live blaðsins. Hann hljóp á 2:36,54 klst. Annar varð Morris á 2:42,42. Þátttakendur í hlaupinu voru 62. Knattspyrna. Þjóðverjar unnu Dani með 2 : 0 í Kaupmannahöfn. Jakob var ekki með. Hann hafði ekki getað stund- að æfingar vegna veikinda. Norðurlandakeppnin er byrjuð. Fyrsti leikurinn fór fram í Stokk- hólmi milli Svía og Finna. Unnu Svíar 5:0. Eftir afmæliskeppnina er keppnin enn meira spennandi. Svíar vinna Norðmenn með 3 : 2 í aukaleik, en Norðmenn vinna þá litlu síðar með 1 : 0. Þó telja Svíar að þeir hafi þar verið rændir tveimur mörkum (þau dæmd ó- lögleg), hvað sem nú er rétt í því. Danir vinna svo Norðmenn með 6:3. Hvernig fer? Enska landsliðið, sem er á ferða- lagi í S.-Afríku, vann' Transvaal með 3 : 0. Sama lið vann úrvalslið Natal í Maritzburg með 9 : 1. 1000 m. hlaupið. Afrek Ólafs Símonarsonar í 1000 m. hlaupi, 2:41,2 mín., gefur eftir finsku stigatöflunni 723 stig. Sam- svarar það 2:03,5 mín. á 800 m. og 4:18.5 mín. á 1500 m. Gefur það vonir um að 800 m. metinu verði ógnað í Sumar. Útbreiðið Alþýðublaðið! CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bonnty. 10. Karl ísfeld íslenzkaði. og. sat því þögull og hlustaði á þessa gömlu kunningja tala um gamla vini sína, um Parker flotaforingja og orustuna við Dogger Bank. Það var liðið langt á dag, þegar við Bligh vorum fluttir aftur yfir á Bounty. Það var háfjara, og ég sá, hvar skipsbátur hafði verið dreginn upp í flæðarmálið á einum stað, en nokkrir menn grófu grunna gröf í leirinn. Þeir voru að grafa veslinginn, sem hafði verið barinn í hel fyrir augum sjómannanna á flotanum fyr um daginn. Þeir grófu hann fyrir ofan flæðarmálið, þegjandi og án þess nokkur helgiathöfn færi fram. III. Lagt af stað. BIRTINGU þann tuttugasta og áttunda nóvember settum við upp segl og sigldum niður til St. Helen, en þar vörp- uðum við akkerum. Um mánaðartíma lágum við þar og 1 Spit- head sakir mótvinds. Heill mánuður er lengi að líða, þegar maður þarf að hafast við ásamt fjörutíu mönnum um borð í smáskútu, og ekki bætir það úr skák, ef skútan liggur fyrir akkeri. En ég fékk að kynn- ast skipsfélögum mínum og hafði auk þess svo mikinn hug á því að kynna mér hin daglegu störf um borð, að mér fundust dagarnir fljótir að líða. Það voru sex liðsforingjaefni á Bounty. Og þar sem við höfðum engan sérstakan kennara, eins og tíðk- ast á skólaskipum, þá skiftust þeir Bligh og fyrsti stýrimaður á um að kenna okkur hornmálsfræði, siglingafræði og siglinga- stjörnufræði. Ásamt Stewart og Young naut ég þeirra hlunn- inda að fá að læra siglingafræði hjá Bligh, og svo að ég sé sanngjarn í garð yfirmanns, sem hafði að mörgu leyti mjög veila skapgerð, þá er óhætt að fullyrða, að betri sjómaður og sigl- ingafræðingur var ekki til á flotanum á þeim árum. Bæði hin liðsforingjaeínin voru fullorðnir menn. George Stewart var frá Orkneyjum, af góðum ættum, tuttugu og þriggja eða fjög- urra ára gamall og hafði þegar siglt um mörg höf. Edward Young var þrekvaxinn maður með sjómannsandlit, en það var honum til lýta, að nærri því allar framtennurnar vantaði. Báðir voru orðnir góðir sjómenn, og ég varð að herða mig, svo að ég yrði ekki eftirbátur þeirra. Cole bátsmaður og James Morrison annar bátsmaður kendu mér almenna sjómensku. Cole var sjómaður af gamla skólan- um, þögull og hafði hárbrúsk í hnakkanum. Hann þekti sjó- mensku út í æsar, en hafði litla þekkingu á öðru. Morrison var af allt öðru sauðahúsi. Hann var góðrar ættar, hafði verið liðsforingjaefni, en ráðið sig á Bounty af því að hann lang- aði að fara þessa för. Hann var framúrskarandi sjómaður og siglingafræðingur, dökkur yfirlitum, grannvaxinn, gáfaður maður um þrítugt, og í stuttu máli sagt, hann var hátt hafinn yfir stöðu þá, sem hann valdi sér meðal skipshafnarinnar. Morrison barði menn ekki til þess að herða á þeim við vinnuna, en hann hélt alt af á spotta í hendinni, með hnútum á endan- um, svona til öryggis, en hann notaði ekki spottann á aðra en erkislæpingja, eða þegar Bligh hrópaði: — Reyndu að fjörga þennan pilt! Leiðindin yfir byrleysinu voru orðin almenn, en lóksins, að kvöldi þess tuttugasta og ar,;:ars desember, birti yfir og vind- urinn gerðist austlægur. ÞS var ekki farið að birta ennþá, þegar ég heyrði bátsmanninn blása í pípu sína og Morrison hrópaði: — Allir á fætur! Búið um rúmin! Það var glaða tunglskin, þegar ég kom á þiljur og örlítið bjarmaði af degi í austri. Undanfarnar þrjár vikur hafði verið suðvestan gola, regn og þoka, en í dag var svali og heiðskírt loft. Bitur austanvindur næddi um okkur frá Frakklands- ströndum. Bligh skipstjóri stóð á miðþiljum ásamt Fryer og Christian. Mikið var um að vera á þiljum uppi og pípublástur gall stafna á milli. Ég heyrði karlana hrópa við spilið, en rödd Christians gnæfði yfir hávaðann. — Greiðið afturseglin, sagði Fryer, og Christian endurtók skipunina. Ég stóð við aftursigluna og á augabragði höfðum við leyst seglin og greitt þau. Hnútarnir, sem seglin voru bundin með, voru frosnir, svo að það tafði fyrir þeim, sem áttu að greiða framseglið. Bligh leit upp óþolinmóður: — Hvað eruð þið að hafast að þarna uppi? hrópaði hann reiður: — Sofið þið allir ennþá? Stórseglið er greitt, en þið komið engu í verk. Reynið að herða ykkur, afturúrkreisting- arnir ykkar! Vindurinn fylt seglin og Bounty leið af stað. Bligh var ó- þolinmóður, enda þótt nóg áhöfn væri á skipinu. Hann vissi, að margir horfðu gagnrýnisaugum á brottsiglinguna, af skip- unum, sem lágu við festar nær landi. Hann æddi um og hrópaði og loks náðist akkerið upp og var bundið. Skipið hallaðist undan vindinum, það brakaði í seglunum og ýskraði í skeglunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.